Morgunblaðið - 23.12.2017, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
ur alveg eins og áður. Ég elska
þig og mun sakna þín og afa alla
ævi.
Nína Dagbjört Helgadóttir.
Í dag kveð ég ekki aðeins hana
ömmu mína Esther Garðarsdótt-
ur heldur einnig minn besta vin.
Sannir vinir stíga skrefinu lengra
í væntumþykju og kærleika. Þeir
eru ávallt til staðar og veita
manni ómetanlegan stuðning.
Þannig var amma fyrir mér. Þeg-
ar ég horfi til baka koma upp ótal
minningar sem við áttum saman,
sumarbústaðaferðirnar upp í Bir-
kilund, stundirnar í Prestbakk-
anum og sögurnar frá Fáskrúðs-
firði, já, þær eru óteljandi. Amma
hefur svo sannarlega haft mikil
áhrif á mig og uppeldi mitt, fyrir
það er ég ævinlega þakklátur.
Elsku amma, þakka þér fyrir
allar þær frábæru stundir sem
við áttum saman. Takk fyrir að
þykja svona vænt um mig, þú
munt alltaf eiga stóran stað í
hjarta mínu.
Hvíldu í friði.
Georg Helgi Hjartarson.
Allt frá fyrsta degi tók Esther
mér opnum örmum, en í tæpan
áratug hefur hún verið mér sem
eins konar auka amma. Hún var
alltaf áhugasöm (og áhyggjufull)
um það sem maður var að gera og
var dugleg að vera í sambandi.
Hún var svo sannarlega um-
hyggjan holdi klædd, ég hugsa að
enginn hafi nokkurn tímann sýnt
því jafn mikinn áhuga hvort ég
væri ekki að borða nóg eða væri
ekki örugglega með trefil um
hálsinn.
Hún var stórkostlegur karakt-
er sem ég mun seint gleyma,
hennar verður sárt saknað af
mörgum. Elsku Esther, hvíl í
friði – við sjáumst síðar.
Jóna Margrét
Guðmundsdóttir.
Mér er ljúft og
skylt að minnast
hans Villa frænda
míns á þessum fæðingardegi
hans.
Villi var ekki einhver frændi
úti í bæ sem ég þekkti lítið, held-
ur þvert á móti var hann sá
frændi sem fylgt hafði mér allt
frá fyrstu tíð. Um tveggja ára
skeið bjuggu fjölskyldur okkar
saman á Kárastígnum. Villi
fylgdist með hvernig gengi hjá
mér og fjölskyldu minni. Á ýms-
um tímamótum voru gefnar gjaf-
ir og langar mig í því sambandi að
segja frá því þegar þau hjónin
komu keyrandi til mín í vinnuna,
hann þá kominn á níræðisaldur,
með gjöf handa nýfæddu barna-
barni mínu. Þá voru aðeins sex
vikur frá andláti móður minnar
en samband þeirra hafði alltaf
verið náið.
Villi var glaðlyndur og gaman-
samur og gat gjarnan gert grín
að samferðamönnum sínum án
þess að það skaðaði neinn.
Þrátt fyrir þennan háa aldur
var minnið í lagi og gaman að
geta rætt við hann um ýmis mál.
Víglundur
Sigurjónsson
✝ Víglundur Sig-urjónsson
fæddist 23. desem-
ber 1920. Hann
andaðist 8. október
2017.
Útför Víglundar
fór fram 19. októ-
ber 2017.
Sérstaklega hafði
hann gaman af þeg-
ar við Óli kíktum í
heimsókn og gátum
sagt honum ein-
hverjar fréttir úr
Dölunum. Í hjarta
sínu var hann alltaf
Dalamaður.
Heldur var farið
að halla á heilsufar-
ið undir það síðasta
og gerði hann sér
grein fyrir að hugsanlega ætti
hann ekki langt eftir. Í minni síð-
ustu heimsókn til hans sem ég fór
ásamt systur minni hafði hann á
orði, að líklega næði hann ekki
því að verða 97 ára.
Hann reyndist sannspár og
fjórum dögum síðar var hann all-
ur. Þetta var því kveðjustund
okkar systra og erum við þakk-
látar fyrir það.
Í Kirkjuskógarfjölskyldunni
sem alltaf var náin hafa nú orðið
kaflaskil þegar sá yngsti og síð-
asti hefur kvatt. Minningarnar
eru margar og góðar.
Á þessari stundu er hugur
minn hjá Rögnu sem lifir nú jólin
í hárri elli án lífsförunautar síns
til 67 ára. Hennar stóri afkom-
endahópur mun létta henni byrð-
ina.
Innilegar samúðarkveðjur til
allra í fjölskyldunni frá mér og
minni fjölskyldu.
Blessuð sé minning elsku Villa
míns með þakklæti fyrir allt.
Svanhildur Hilmarsdóttir.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Dansk julegudstjeneste
i Domkirken søndag den 24. december
kl. 15.00 ved pastor Þórhallur Heimisson.
Alle velkomne.
Danmarks ambassade.
Við þökkum auðsýnda samúð við fráfall
systur okkar,
RÚNU BÍNU SIGTRYGGSDÓTTUR,
og þeim sem sýndu henni vináttu og
tryggð.
Þakkir til starfsfólks heimahlynningar og
líknardeildar Landspítalans fyrir einstaka umhyggju og hlýju.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Anna Ingibjörg Sigtryggsdóttir
Unnur Sigtryggsdóttir
Jakobína Sigtryggsdóttir
Jóhanna Sigtryggsdóttir
Sigríður SigtryggsdóttirFlatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu
okkur samúð og vinarþel við andlát og útför
okkar ástkæru
HALLDÓRU HJALTADÓTTUR
Seljavöllum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins á Höfn fyrir góða umönnun.
Guð gefi ykkur öllum gleðilega jólahátíð.
Anna, Valgerður, Hjalti, Eiríkur og fjölskyldur
Elskulegur faðir minn og afi,
WALTER EHRAT,
bóndi og leiðsögumaður,
Hallfríðarstöðum,
varð bráðkvaddur á heimili sínu um
síðastliðna helgi.
Útför fer fram í Möðruvallakirkju 29. desember klukkan 13.30.
Walter H. Ehrat, Tara Mist Ehrat, Tristan Ehrat,
Tinni Ehrat, Tony Ehrat, Jenny Maydee
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
vegna andláts og útfarar hjartkærs
eiginmanns míns,
TÓMASAR ÞORSTEINS
SIGURÐSSONAR,
fv. forstöðumanns
vitasviðs Siglingastofnunar.
Jóla- og nýárskveðjur.
Sigrún Sigurbergsdóttir
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
PEDRO ÓLAFSSON RIBA
læknir,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 17. desember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 27. desember klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar.
Jósep Pétursson Riba Hrafndís Tekla Pétursd. Riba
Guðný Maja Riba Karl Pétursson Riba
Rannveig Lilja Riba Mohammed Zahawi
Auðunn Hermannsson
Óskar Barkarsson
Una Dögg Guðmundsdóttir
Jón Guðbjörn Ragnarsson
og barnabörn
Við þökkum samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar ástkærs föður okkar,
tengdaföður, vinar, afa og langafa,
ÞRASTAR SIGTRYGGSSONAR
skipherra.
Sérstakar þakkir til starfsfólks B6 á
Landspítalanum í Fossvogi fyrir einstaklega góða umönnun
Þrastar í veikindum hans.
Sigtryggur Hjalti Þrastarson
Bjarnheiður D. Þrastardóttir Sigurjón Þór Árnason
Margrét Hrönn Þrastardóttir Sigurður Hauksson
Kolbrún Þrastardóttir Magnús Pétursson
Hallfríður Skúladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og stuðning vegna andláts og
útfarar ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
BALDURS RAGNARSSONAR
rafverktaka.
Þorgerður Fossdal
Thelma Baldursdóttir Friðbjörn Benediktsson
Berglind Baldursdóttir Eiður Magnússon
barnabörn
Innilegar þakkir sendum við öllum sem hafa
stutt okkur og auðsýnt samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS ÞORSTEINSSONAR
læknis
Hvassaleiti 73.
Sigríður Jónsdóttir Ólafur Thoroddsen
Eiríkur Jónsson Petrína Sæunn Úlfarsdóttir
Margrét Jónsdóttir Aðalsteinn Þorgeirsson
Ingunn Jónsdóttir
Þórunn Jónsdóttir Enes Cogic
barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JAKOBÍNA G. FINNBOGADÓTTIR,
Bíbí,
Aragötu 4, Reykjavík,
lést á Líknardeild Landspítalans
8. desember.
Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstudaginn 29. desember
klukkan 13. Þeim sem vilja sem vilja minnast hennar er bent á
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Nanna D. Björnsdóttir Andrew Hunter-Arundell
Ólöf G. Björnsdóttir Magnús Árnason
Sveinbjörn Egill Björnsson
Helga Lilja Björnsdóttir
Guðrún Þ. Björnsdóttir Þorsteinn Barðason
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
INGUNN JÓNSDÓTTIR,
Hlíf 1, Ísafirði,
áður Gili, Dýrafirði,
lést laugardaginn 16. desember á
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Útförin fer fram frá Mýrakirkju laugardaginn 30. desember
klukkan 14.
Kristín Berglind Oddsdóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir Sævar Ari Finnbogason
Ingunn Rós Kristjánsdóttir
Guðjón Andri Kristjánsson
Oddrún Eva Kristjánsdóttir
Jóhanna Ingisól Sævarsdóttir
Oddur Örn Sævarsson