Morgunblaðið - 23.12.2017, Síða 41
DÆGRADVÖL 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Láttu ekki aðra fara í taugarnar á
þér þótt þeir vilji tjá þér vangaveltur sínar
um daginn og veginn. Þú ferð ekki alltaf
hefðbundnar leiðir og stýrir lífi þínu meira
af innsæi.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur þurft að einbeita þér mjög
að ákveðnu verkefni sem þú sérð nú fyrir
endann á. Öll él birtir upp um síðir, á því er
enginn vafi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Jafnvel þótt þú hafir rétt í þessu
komið reglu á litla heiminn þinn verðurðu
að vera opin/n fyrr breytingum. Það þarf
sterk bein til að bera góða daga.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú nýtur þess að vera með öðru
fólki í dag. Félagslíf þitt stendur í miklum
blóma um þessar mundir. Njóttu þess.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ættir að setjast niður og fara yfir
skuldastöðu þína. Mundu að það er ekki til
neins að hafa betur í rökræðum ef það
kostar vinslit.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þetta er góður dagur til að velta fyr-
ir sér hvernig eigi að bæta samskiptin við
aðra. Krafturinn liggur í loftinu, notfærðu
þér hann.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að leysa fjárhagslega flækju
sem upp hefur komið. Vertu því ekkert að
berja höfðinu við steininn. Enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Mundu að þú getur ekki alltaf
gert svo öllum líki. Mundu að málamiðlun
þarf til þegar tveir eða fleiri vinna saman.
Iðjuleysi er rót alls ills.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ættir að líta yfir farinn veg í
dag og velta því fyrir þér hvar þú viljir
verða eftir tíu ár. Segðu frá ef þú ert
óánægð/ur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ástin hreinlega eltir þig á rönd-
um! Ekki vantar vini þá vel gengur, þú verð-
ur var/vör við það.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur þitt á hreinu og þarft
því ekki að hafa áhyggjur af því þótt vinnu-
félagarnir sæki að þér. Tilhneiging þín til
þess að eyða of miklu fé má ekki bera
skynsemina ofurliði.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú væri kjörið að gera umbætur
heimafyrir eða í vinnunni. Bækur hafa alltaf
heillað þig, farðu tímanlega á bókasafnið til
að ná þér í jólabækurnar.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Einatt þykir besta björg.
Bráð í skapi kellíng örg.
Rennur hún um götur greitt.
Gleður svona yfirleitt.
Gísli A. Bjarnason svarar:
Reyður í fjöru rak út hungur.
Reiðilestur kerlu er þungur.
Bifreið eftir brautu ekur.
bætist skap er reiðsprett tekur.
Guðrún Bjarndóttir á þessa
lausn:
Hugnaðist villtum heimreið greið,
þó heima biði kerling reið,
því rennireið hún enga á
og öðrum reið. Þá pening sá.
Þannig leysir Harpa á Hjarð-
arfelli gátuna:
Reyðarhvalinn rak í strand.
Reið varð kerling ær.
Bifreiðarnar bruna um land.
Blakk reið yngismær.
Þessi er skýring Guðmundar:
Silungsreyð er besta björg.
Bálreið verður kellíng mörg.
Bifreið fer um götur greitt.
Gleði reið fær mörgum veitt.
Þá er limran:
Tvo graðfola átti Gissur,
á Grænhól og þrjátíu hryssur,
í reiðbuxum fínum
á reiðskjótum sínum
hann reið út um allar trissur.
Síðan kemur ný gáta eftir Guð-
mund:
Gátu hef ég saman sett,
sem ég læt nú flakka,
flestir hana ráða rétt,
reikna ég með, því hún er létt:
Á hjálpræði bendir og huggar í neyð.
Í holu býr fuglinn sá arna.
Hjá veginum stendur og vísar oss leið.
Hann vera má hálsliður gjarna.
Að lokum er kveðja frá Helga R.
Einarssyni. Hann óskar öllum les-
endum Vísnahornsins gleðilegra
jóla og vonar að
Hagyrðingar hlakki til,
hrútar geri ánum skil,
óskir rætist,
allir kætist,
eignist bók og taki í spil.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Reið og reyð er sitthvað
Í klípu
„ÞETTA ER FARIÐ AÐ VERSNA. ÞÚ
VERÐUR AÐ SNYRTA Á ÞÉR AUGABRÚNINA
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÁTTU EINHVER FÖT AFLÖGU?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... Þegar þú ert það sem
ég vil fá í jólagjöf
BÓKAHILLUR
ÞAÐ ERU JÓL EINI DAGUR
ÁRSINS
SEM ÞAÐ ER Í LAGI
AÐ TÆTA
GRETTIR
SÉRÐU EFTIR ÞVÍ
AÐ HAFA ALDREI
LÆRT AÐ LESA
JÁ ÉG VILDI AÐ ÞÚ GÆTIR
HJÁLPAÐ MÉR MEÐ ÞESSAR
LEIÐBEININGAR
EN EKKI
Í DAG
Annað kvöld kemur í ljós hvernigtil tókst með gjafainnkaupin en
vonandi verður niðurstaðan sú að
gjafirnar gleðji viðtakendur. Það er
nú einu sinni tilgangurinn með þessu
öllu saman. Jólagjafir eiga ekki að
vera kvöð heldur á að vera gaman að
gefa og þiggja.
x x x
Stundum tekst vel til en í önnurskipti ekki. Víkverji veit ekki til
þess að þetta hafi verið rannsakað
hérlendis en samkvæmt Finder.com
eyða Bandaríkjamenn um þúsund
milljörðum króna eða um 7.500 kr. á
mann í gjafir sem viðtakandinn hef-
ur ekki áhuga á.
x x x
Hagfræðingurinn Joel Waldfogel,sem er prófessor við Háskólann
í Minnesota, segir að það að gefa
gjafir sé hreint ekki skilvirk leið til
að nota peninga. „Við erum að giska
á hvað annað fólk vill og hvað það
hefur smekk fyrir,“ sagði Waldfogel
í samtali við USA Today en hann er
höfundur bókarinnar Scroo-
genomics: Why You Shouldn’t Buy
Presents for the Holidays. „Ég fer
kannski út og eyði fimm þúsund
krónum í gjöf handa þér sem þér
finnst einskis virði,“ segir hann og
bætir við að viðtakandinn vanmeti
oftast verðmæti gjafarinnar um
18%. Ef það er ekki hægt að skila
gjöfinni þá mun hún safna ryki inni í
skáp eða það sem verra er, enda í
landfyllingu einhvers staðar.
x x x
Víkverji er ekki alveg svona svart-sýnn og finnst oft heppnast að
gefa gjafir sem nýtast vel. Líka er
mikilvægt að vera vakandi allt árið
fyrir hugmyndum og punkta þær
niður jafnóðum. Þannig verður gjöf-
in ígrundaðari og líklegri til að verða
notuð. Gjafir sem eru valdar á síð-
ustu stundu hafa tilhneigingu til að
vera dýrari því þörfin til að klára
innkaupin verður svo sterk. Víkverji
hefur misst trúna á gjafabréfum og
telur að of stór hluti þeirra nýtist
ekki. Fyrir þá sem eiga allt kemur
sterkt inn að gefa eitthvað til að bíta
eða brenna, góðan mat eða vandað
ilmkerti. Það ætti ekki að fara til
spillis. Gleðileg jól! vikverji@mbl.is
Víkverji
Munnur minn er fullur lofgjörðar um
þig, af lofsöng um dýrð þína allan
daginn.
(Sálm. 71:8)
Bragð af
vináttu
• Hágæða gæludýrafóður
framleitt í Þýskalandi
• Bragðgott og auðmeltanlegt
• Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Allt um sjávarútveg