Morgunblaðið - 23.12.2017, Síða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
23. desember: Ketkrókur kemur kl. 11
24. desember: Kertasníkir kemur kl. 11
Leitin að jólakettinum er stórskemmtilegur jólaratleikur fyrir alla fjölskylduna
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Sérkenni sveinanna jólasýning á 3. hæð
Guðmundur Ingólfsson – Á eigin vegum í Myndasal og á Vegg
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Jólatré úr safneign Sýning í lestrarsal
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld
Spegill samfélagsins 1770
Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi.
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
Listasafn Íslands sendir bestu jóla- og nýárskveðjur
með þakklæti fyrir árið sem er að líða.
ANGE LECCIA - LA MER 2.11. - 4.2.2018
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR - Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019
PABLO PICASSO 22.7.2017 - 14.01.2018
Jacqueline með gulan borða (1962) / Jacqueline au ruban jaune (1962)
COMPARATIVE VANDALISM 26.8. - 21.1.2018
- Heimildaljósmyndir úr verkefni Asgers Jorn
Scandinavian Institute of Comparative Vandalism
ORKA 14.9. - 7.1.2018
Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga.
Safn Ásgríms Jónssonar og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
eru lokuð í desember og janúar.
Söfnin opna aftur 2. febrúar 2018.
„Þetta hefur maður heyrt í gegn-
um tíðina og ekki bara hvað mig
varðar heldur fleiri konur, það er
alltaf verið að meta raddir þeirra út
frá því hvort þær séu hvellar eða
skrækar, en maður heyrir ekkert
hvað varðar raddir karla.“
– Það birtist líka vel í bókinni þar
sem vitnað er í það sem sagt var um
þig: þú ert alltaf frek og ósam-
vinnuþýð, ekki nógu lipur og með yf-
irgang, en karlarnir standa fastir á
sínu, eru fylgnir sér og ákveðnir
hugsjónamenn og svo framvegis.
„Þetta var nú á þeim tíma sem það
voru fáar konur í pólitík, við vorum
bara þrjár þegar ég byrjaði á þingi
1978. Hjá mér voru það velferðar-
málin sem ég beitti mér helst fyrir
og það var almennt ekki mikill
stuðningur við þau svo það var ann-
aðhvort að beita hörku eða lyppast
niður í baráttunni við karlana. Ég
hef nú vitnað til Ingibjargar Sól-
rúnar sem sagði að það sé eitur í
beinum allra valdamanna ef konur
vilja ekki hlýða.
Ég varð mjög mikið vör við það á
þessum árum, sérstaklega á þessum
fyrstu árum, en ég var eina kona í
þingflokki Alþýðuflokksins í tíu ár
og í ríkisstjórn var ég eina konan í
sjö ár.“
Ekki allir karlar, en allar konur
– Ungt fólk fær náttúrlega áfall að
horfa á myndir frá þeim tíma og átta
sig á hvað Alþingi speglaði illa ís-
lenskt samfélag.
„Það hefur orðið gjörbylting á
þessu sviði. Það var náttúrlega aug-
ljóst að það varð breyting með kjöri
Vigdísar Finnbogadóttur og
Kvennalistanum, þannig að það var
voða gaman að upplifa þessa bylt-
ingu inni á þingi og líka í ýmsum
stjórnunarstöðum. Nú erum við svo
að ganga í gegnum #metoo-
byltinguna.“
– Það er merkilegt að þú nefnir
hana – iðulega hefur það verið við-
kvæðið hjá körlum þegar kvartað er
yfir kynferðislegri áreitni: það eru
nú ekki allir karlar sem áreita. Já,
það er vissulega rétt, það eru ekki
allir karlar, en það eru allar konur –
allar konur eiga einhverja sögu um
áreitni, misalvarlega en áreitni
samt.
„Með #metoo er stigið mjög stórt
skref í jafnréttisbaráttunni og við
sjáum það til dæmis niðri á þingi að
þar er verið að taka þessi mál mjög
föstum tökum.“
– Oft hafa menn sagt að það séu
svo fáar konur í stjórnmálum vegna
þess að þær hafi ekki áhuga á þannig
starfi en sýnir #metoo-byltingin
ekki hvers vegna konur hafa meðal
annars hrökklast frá pólitísku starfi?
„Jú, ég held að það megi alveg
örugglega segja það og líka vinnu-
brögðin hvernig þau eru niðri á þingi
og hvað þingmönnum er liðið. Mér
finnst mjög sérkennilegt, og í raun
áhyggjuefni, að stjórnvöld virðast
ekkert hafa lært af hruninu. Mér
finnst að við séum frekar að fara
skref aftur á bak en áfram og sið-
ferðisbrestir og leyndarhyggja ekki
vera á undanhaldi eins og kom í ljós í
uppljóstrunum um skattaskjól og
Panamaskjölin. Mér finnst að heið-
arleiki sé á undanhaldi, að það sé sið-
rof á milli þjóðar og þings og ég held
að það fæli konur líka frá því að taka
þátt í stjórnmálum.“
Jafnréttismálin eru
mál beggja kynja
– Eitt af baráttumálum þínum
sem rakin eru í bókinni er það sem
kallað var jákvæð mismunun og rætt
eins og það væri verið að hjálpa kon-
um. Fyrir mér hefur þetta alltaf ver-
ið spurning um að með jákvæðri
mismunun sé verið að hjálpa körl-
um, að koma í veg fyrir að karlar
lendi í störfum sem þeir ráða ekki
við.
„Já, það má segja það, en það má
líka segja það að jafnréttismálin og
jafnrétti kynjanna, bæði í stöðuveit-
ingum og í launum, séu mál beggja
kynja. Þetta mál sem þú ert að vísa í
var að ef um stöðu var að ræða þar
Fannst ég eiga ýmis-
legt eftir óuppgert
Jóhanna Sigurðardóttir segir að erfitt hafi verið að segja
ævisögu sína, en hún hafi svo fundið fyrir ákveðnum létti
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Minn tími heitir ævisaga Jóhönnu
Sigurðardóttur sem Páll Valsson rit-
ar og kom út í haust. Í bókinni er
rakin saga Jóhönnu allt frá bernsku
og fram til þess að hún lætur af
störfum sem forsætisráðherra í
ríkisstjórn Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna eftir hrun.
Þó að til sé grúi viðtala við stjórn-
málamanninn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur hefur hún ekki hleypt fjöl-
miðlum of nálægt þér í gegnum árin
og hún segir að sér hafi þótt svolítið
erfitt að opna sig fyrir Páli „en svo
þegar við vorum búin að tala saman
fann ég fyrir ákveðnum létti að tala
um þetta og margt sem var mjög
erfitt. Mér fannst það líka svolítið
erfitt á köflum að rifja þetta upp en
ég ákvað að fallast á að það yrði
skrifuð um mig ævisaga, enda fannst
mér ég eiga ýmislegt eftir óuppgert í
pólitíkinni. Ég þurfti að loka betur
ákveðnum köflum sem mér fannst
ég ekki hafa komið nægilega skýrt
til skila, bæði ýmsu í forsætisráð-
herratíð minni og líka í stjórnmál-
unum áður. Eins og þessi barátta
sem ég háði við marga karla í póli-
tíkinni og af hverju ég var að berjast
framgangi ýmissa mála og af hverju
það var svo mikilvægt að ná því
fram. Ég held að það sé öruggt að ég
hefði ekki verið svo lengi í pólitík ef
ég hefði bara verið að lufsast með,
eins og maður segir, og ekki náð
fram þeim málum sem ég var að
berjast fyrir í kosningabaráttunni.“
Konur sem vilja ekki hlýða
– Í bókinni Women & Power
fjallar Mary Beard, prófessor í
klassískum fræðum við Cambridge-
háskóla, um það hvernig konum hef-
ur verið haldið utan við samtal þjóð-
arinnar með því að amast sífellt við
því hversu raddir þeirra séu óþægi-
legar, hvellar eða skerandi.
Vefurinn Metacritic, sem tekur sam-
an gagnrýni ýmissa fjölmiðla og þá
einkum bandarískra og breskra, hef-
ur birt lista yfir þær tíu kvikmyndir
sem oftast eru nefndar meðal þeirra
tíu bestu á árinu sem er að líða og er
bandaríska kvikmyndin Get Out þar
í fyrsta sæti.
Listi Metacritic er fenginn með
því að fara yfir lista ýmissa miðla yf-
ir tíu bestu myndir ársins og gefa
einstaka kvikmyndum stig. Kvik-
mynd hlýtur þrjú stig fyrir að vera
sett í fyrsta sæti, tvö stig fyrir annað
sæti og þrjú fyrir þriðja sæti eða
neðri sæti. Samkvæmt þeirri stiga-
gjöf hlýtur Get Out flest stig en hún
þykir forvitnileg blanda spennu-,
gaman- og hryllingsmyndar og
ádeila á kynþáttafordóma í Banda-
ríkjunum.
Í öðru sæti á þessum lista Meta-
critic er kvikmyndin Lady Bird og í
því þriðja Call Me By Your Name en
hvorug þeirra hefur verið sýnd hér á
landi. Það sama á við um kvikmynd-
ina í fjórða sæti, Florida, en í fimmta
sæti er kvikmyndin Dunkirk sem
sýnd var á Íslandi í sumar og hlaut,
líkt og Get Out, jákvæða gagnrýni í
Morgunblaðinu. Lista Metacritic má
finna á slóðinni metacritic.com/
feature/film-critics-list-the-top-10-
movies-of-2017.
Óvænt Lítið fór fyrir kvikmyndinni Get Out í fyrstu en gagnrýnendur voru
hrifnir og nefna hana margir hverjir sem bestu kvikmynd ársins 2017.
Get Out efst á lista yfir
bestu kvikmyndir ársins
» Jón Jónsson hélt sína árlegu jólatónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gærkvöldi.Auðvitað sveif jólaandinn og kærleikurinn yfir vötnum en lagabálkurinn sam-
anstóð þó að mestu af lögum úr smiðju Jóns. Sem fyrr naut Jón fulltingis hljóm-
sveitar sinnar, blásara og bakradda og strengjakvartetts í völdum lögum, þeirra
á meðal laginu „Þegar ég sá þig fyrst“ sem Jón sendi nýverið frá sér. Segir hann
það forréttindi að fá að flytja lögin sín í sinni veglegustu mynd árlega, rétt fyrir
jólin, og hann sé þakklátur öllum þeim sem mætt hafa á síðustu árum.
Jólatónleikar Jóns Jónssonar í Bæjarbíói í gærkvöldi
Morgunblaðið/Eggert