Morgunblaðið - 23.12.2017, Side 46

Morgunblaðið - 23.12.2017, Side 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017 Vináttan hefur verið Berg-rúnu Írisi Sævarsdótturhugleikin í þeim fallegubókum sem hún hefur bæði skrifað og myndskreytt á síðustu misserum. Má í því samhengi nefna Viltu vera vinur minn? sem út kom 2015 og fjallar um einmana kanínu sem leitar vina. Söguhetja nýjustu bókar Berg- rúnar, hin sex ára gamla Eyja í Lang-elstur í bekknum, kvíðir því að byrja í fyrsta bekk í grunnskóla í hverfi sem hún er nýflutt í. Á sama tíma hlakk- ar hún til að læra að lesa og skrifa svo hún geti sent besta vini sínum úr leikskóla bréf. Fyrsta skóladag- inn kynnist Eyja hinum 96 ára gamla Rögnvaldi, sem hefur þrátt fyrir mjög langa skólagöngu enn ekki náð að klára fyrsta bekk vegna þess að hann hefur aldrei lært að lesa. Þó að Rögnvaldur mæti iðulega með undarlegt og illa lyktandi nesti og noti skrýtin orð á borð við „út- synningur“ tekur Eyja ástfóstri við gamla manninn og getur ekki hugsað sér að missa hann sem sessunaut þegar hún fer upp í annan bekk. Hún býðst því til að kenna honum stafina, en hann gerir henni gagntilboð þess efnis að hún megi kenna honum einn bókstaf fyrir hvern nemanda sem hún talar við. Skemmst er frá því að segja að báðum tekst ætlunarverk sitt. Lang-elstur í bekknum er léttlestr- arbók með þægilegu letri og stuttum köflum og hentar því afar vel þeim sem eru að byrja að lesa upp á eigin spýtur. Sonur rýnis, sem er í öðrum bekk, hafði mjög gaman af því að stúlka á svipuðum aldri og hann sjálf- ur gæti kennt harðfullorðnum manni jafn mikilvægan hlut eins og lestur. Honum fannst ekki síður skemmti- legt að rýna í stafrófið á bls. 57 og skoða hvaða bókstafi Rögnvaldur ætti enn eftir að læra og var stoltur yfir því að sjálfur kynni hann þá alla. Vandaðar myndir Bergrúnar gæða söguna miklu lífi og tjá vel bæði ótta Eyju og gleðistundir. Sem dæmi fangar dökk myndaopna á bls. 12-13 vel ótta Eyju við nýja skólann og myndin af Eyju í rúminu á bls. 60 (sem sjá má hér að ofan) sýnir vel hvernig húsmunir jafnt sem tuskudýr Eyju endurspegla vanlíðan hennar. Bjartur appelsínugulur litur er síðan notaður markvisst á gleðistundum í lífi Eyju. Lang-elstur í bekknum er bæði skemmtileg og ljúf saga. Boðskapur- inn um mikilvægi samvinnu og hug- rekkis til að þora út fyrir þæginda- rammann er ómetanlegur. Ótti Húsmunir jafnt sem tuskudýr endurspegla vanlíðan Eyju. Óvæntir vinir Skáldsaga Lang-elstur í bekknum bbbbn Eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókabeitan 2017. 78 bls. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR BÆKUR Ferdinand Teiknimynd sem er jafnframt sú fyrsta hér á landi sem talsett er bæði á pólsku og íslensku. Í henni segir af stóru og miklu nauti, Ferd- inand, sem er með hjarta úr gulli. Nautið er numið á brott og reynir allt hvað það getur að sleppa úr klóm fangara sinna og komast aft- ur heim. Myndin verður forsýnd á pólsku í dag og frumsýnd á annan í jólum. Leikstjóri er Carlos Sald- anha. Metacritic: 58/100 Jumanji: Welcome to the Jungle Nýjasta myndin í Jumanji-syrpunni. Að þessu sinni finna fjögur ung- menni gamlan tölvuleik og heillast af frumskógarhluta hans þar sem þau geta spilað sem fullorðnar tölvuleikjapersónur en með hlut- verk þeirra fara Dwayne Johnson, Jack Black, Kevin Hart og Karen Gillan. Fljótlega kemur í ljós að leikurinn er töfrum gæddur og að leikmenn þurfa að lifa af þær hætt- ur sem honum fylgja í raun og veru. Leikstjóri er Jake Kasdan. Metacritic: 58/100 Pitch Perfect 3 Sögunni er áfram haldið um söng- elsku menntaskólastúlkurnar sem nú hafa lokið námi. Þær sakna hver annarrar og sönghópsins sem þær skipuðu. Þegar þeim býðst að taka þátt í söngkeppni á Spáni slá þær til. Leikstjóri er Trish Sie og með aðalhlutverk fara Anna Kendrick, Brittany Snow og Rebel Wilson. Metacritic: 40/100 Doctor Who o.fl. Jólaþáttur Doctor Who verður sýndur í Bíó Paradís frá öðrum í jólum til 1. janúar. Bíóið sýnir áfram vinsælar pólskar kvikmyndir og sú nýjasta, Najlepzsy, segir sögu afreksíþróttamannsins Jerzy Górski sem sigraði tvöfalda Iron Man-keppni. Leikstjóri er Łukasz Palkowski og með aðalhlutverk fara Jakub Gierszal, Arkadiusz Jakubik, Janusz Gajos. Myndin verður frumsýnd annan í jólum. Bíófrumsýningar Ævintýri og söngur Á pólsku Úr teiknimyndinni Ferd- inand sem segir af samnefndu nauti. Ferdinand po polsku Smárabíó 14.00 Litla vampíran Tony langar að eignast vin til að hleypa smá ævintýrum inn í líf sitt. Metacritic 45/100 IMDb 5,9/10 Smárabíó 13.00, 16.20 Háskólabíó 15.30 Hneturánið 2 Ævintýramynd um sérvitran íkorna og vini hans. Metacritic 37/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 13.00, 15.10 Háskólabíó 15.40 The Lego Ninjago Movie Sambíóin Álfabakka 13.00 Jumanji: Welcome to the Jungle fjögur ungmenni gamlan tölvuleik. Þau heillast af frumskógarfídusinum í leikn- um þar sem þau geta spilað sem fullorðnar tölvuleikja- persónur Laugarásbíó 14.00, 17.00, 20.00 Paddington 2 Paddington hefur sest að hjá Brown fjölskyldunni og er orðinn visæll meðlimur sam- félagsins. Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00 Justice League 12 Batman safnar liði af ofur- hetjum; Wonder Woman, Aquaman, Cyborg og The Flash, til að sigrast á að- steðjandi ógn. Metacritic 49/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 22.20 Murder on the Orient Express 12 Einn af farþegum Austur- landahraðlestarinnar er myrtur í svefni og Hercule Poirot fær tækifæri til að leysa málið. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 56/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 17.40, 19.40, 22.10 Háskólabíó 21.00 I, Tonya 12 Myndin segir frá þeim fræga atburði þegar ráðist var á bandarísku listskautadrottn- inguna Nancy Kerrigan í árs- byrjun 1994 og tilraun gerð til að fótbrjóta hana. Metacritic 73/100 IMDb 7,6/10 Háskólabíó 17.50, 21.00 Reynir sterki 16 Sagan af Reyni Erni Leós- syni, sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugn- um sem sterkasti maður í heimi. Smárabíó 15.20 Háskólabíó 15.40 Undir trénu 12 Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði for- eldranna skyggir á garð ná- grannanna, sem eru þreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Smárabíó 17.30 Háskólabíó 18.00 Wonder Saga um ungan dreng með afmyndað andlit, sem tekst að fá fólk til að skilja að feg- urð er ekki á yfirborðinu. Metacritic68/100 IMDb 8,1/10 Háskólabíó 18.00, 20.50 Blade Runner 2 16 Nýr hausaveiðari kemst að gömlu leyndarmáli . Morgunblaðið bbbbn Metacritic 82/100 IMDb 8,8/10 Smárabíó 18.30, 20.30 A Bad Mom’s Christmas 12 Vanvirtu og yfirkeyrðu mæð- urnar Amy, Kiki og Carla ákveða að gera uppreisn. Metacritic 42/100 IMDb 5,7/10 Háskólabíó 15.30, 18.10, 21.10 Thor: Ragnarok 12 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 72/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Coco Röð atburða, sem tengjast aldagamalli ráðgátu, fer af stað. Það leiðir til óvenju- legra fjölskylduendurfunda. Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Kringlunni 13.20, 15.40 Sambíóin Akureyri 13.00, 15.20 Sambíóin Keflavík 15.20 Myndin byrjar strax og sú síðasta endaði. Rey heldur áfram ferðalagi sínu með Finn, Poe og Luke Skywalker. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00, 20.00 Sambíóin Álfabakka 12.50, 13.40, 16.00, 16.50, 19.10, 20.00, 22.20, 23.10 Samb. Egilshöll 13.00, 14.00, 16.10, 17.30, 19.30, 21.00, 22.40 Sb. Kringlunni 13.10, 14.30, 16.20, 18.00, 19.30, 21.10, 22.40 Sambíóin Akureyri 13.10, 16.20, 19.30, 22.40 Sambíóin Keflavík 16.20, 19.30, 22.40 Smárabíó 12.40, 13.00, 15.50, 16.50, 19.00, 20.00, 22.00, 22.10 Star Wars VIII - The Last Jedi 12 Daddy’s Home 2 Í myndinni hafa þeir Dusty og Brad ákveðið að taka höndum saman um að halda hin full- komnu jól fyrir börnin. Metacritic 30/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 17.40 Sambíóin Keflavík 17.40 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio The Disaster Artist 12 Mynd sem skyggnist bak við tjöldin þegar verið var að gera myndina The Room, sem hefur fengið stimpilinn versta kvik- mynd allra tíma. Metacritic 76/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.20, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.