Morgunblaðið - 23.12.2017, Qupperneq 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Fyrir hver jól koma ávallt útnýjar jólaplötur með lista-mönnum sem hafa nú af-
ráðið að láta jólalagaslag standa.
Plöturnar eru eins mismunandi og
þær eru margar og heimtur voru
ekki sérstaklega góðar í ár. Jóla-
plata Sia virtist spennandi en er
það svo alls ekki, Tom Chaplin
(Keane) er með plötu sem virkar
lítt og Gwen Stefani er og með
plötu og sama sagan þar. Merki-
legt mál, því hvað er það sem
keyrir þessa hluti farsællega í
höfn? Rod Stewart gaf út plötu
fyrir fimm árum sem mér leist
ekkert á en sú plata hitti hins veg-
ar þráðbeint í mark.
Nei, ég nýtti tímann þess í
stað að kanna anga sem ég var
ekki búinn að rannsaka nægilega
vel. Tökum t.d. sálartónlistina. Þar
hafa menn einnig verið að ná landi
og síðan alls ekki. Al Green og
Whitney Houston eiga misheppn-
aðar tilraunir, Jackson 5 eiga
neglu, Stevie Wonder platan er
ágæt svona meira og minna. Nýsál-
arplötur, eins og Houston-platan,
eiga það jafnan sammerkt að vera
tilgerðarlegar og sírópshjúpaðar,
með endalausum söngslaufum sem
senda aulahroll um þig allan. Nefni
þó eina eftirminnilega undantekn-
ingu, plata Mary J Blige (sem heit-
ir að sjálfsögðu A Mary Christ-
mas), hún er góð. Svo eru plötur
úr þessum ranni sem maður heyrir
sjaldan af. Tökum t.d. Christmas
with the Miracles, hvar Smokey
Robinson stendur í stafni. Hún er
frá 1963, fylgir sömu línu og flestar
plötur þeirra tíma upp á efnisval
o.s.frv. Það er hins vegar skemmti-
lega hispurslaus tónn í henni, viss
hráleiki og heilnæmt kæruleysi
sem býr til töfra. Önnur jólaplata
kom svo út 1970, og býr hún yfir
svipuðu kynngimagni, en er um
leið tíma sinna tákn.
Þegar ég var ungur var ég
fordómafull pönkrotta og allt sem
var ekki á jaðrinum var drasl.
Menn eins og Harry Connick Jr.
voru útsendarar djöfulsins. Síðan
eru liðin mörg ár. Connick hefur
áru Sinatra yfir sér en ólst upp í
New Orleans. Píanisti, söngvari,
leikari og allra handa „sjóbiss“
gaur. Hann hefur gefið út þrjár
jólaplötur og allar eru þær frábær-
ar. Og enginn talar um það!
„Krúnukalla“-vinkill, (Crosby, Nat
King, Sinatra), New Orleans-
stemning, djass, gamall blús.
Þriðja platan, What a Night!, er
nokkurs konar hápunktur. Útsetn-
ingar eru pældar, hlaðnar og djúp-
ar – oft farið í óvæntar sveigjur og
beygjur – og útsetningin á „O
Come All Ye Faithful“ er beinlínis
avant-garde. Já, ég var að segja
þetta! Þetta ameríska rennerí á
jólalögunum er eitthvað sem er af-
ar nálægt okkur, hvort sem okkur
líkar betur eða verr. Langflestir
standardarnir voru samdir þar ca.
1930-1940. Jólaplötur Nat King
Cole og Bing Crosby holdgera jólin
því á margan hátt. Ég held mig
t.a.m. sterkt við eina hefð. Hinn 24.
desember er það mitt fyrsta verk
að setja „White Christmas“ með
Bing á fóninn, hækka vel og leyfa
laginu að fylla upp í stofuna. And-
aktin sem leggst yfir mig á þeirri
stundu er rosaleg. Gleðileg jól.
» Þegar ég var ung-ur var ég fordóma-
full pönkrotta og allt
sem var ekki á jaðrinum
var drasl. Menn eins og
Harry Connick Jr. voru
útsendarar djöfulsins.
Í þessum síðari pistli
veltir höfundur fyrir
sér nýrri jólatónlist
m.a. en rýnir og í sálar-
jólatónlist og Harry
Connick Jr.
Hvað ertu,
jólatónlist?
Síðari hluti
Lokkandi jól
Gwen Stefani.
Tveimur sýningum í Hafnarborg
lýkur í dag, Japanskri nútímahönn-
un 100 og Með augum Minksins –
Hönnun, ferli, framleiðsla. Japönsk
nútímahönnun 100 er farandsýning
sem leggur áherslu á hönnun nytja-
hluta á árunum 2010-17 og voru
hundrað vandaðar hönnunarvörur
valdar til sýningar um allan heim.
„Á sýningunni er að finna hvers-
dagslega gripi sem sýna ekki að-
eins fremstu hönnun og nýjustu
stefnur í Japan, heldur varpa einn-
ig ljósi á líf og áherslur fólks, sem
lifir og hrærist í japanskri sam-
tímamenningu,“ segir í tilkynn-
ingu.
Með augum Minksins – Hönnun,
ferli, framleiðsla er í Sverrissal en
þar er hönnun og þróun ferða-
vagnsins Minksins skoðuð allt frá
frumskissum yfir í teikningar af
lokafrágangi, efnisvali og tækni-
legum lausnum. Minkurinn er ís-
lensk hönnun og framleiðsla.
Sýningum lýkur
í Hafnarborg
Japanskt Gjallarhorn eftir Shin Azumi.
Nokkrar af þekktustu sinfóníu-
hljómsveitum Evrópu og Bandaríkj-
anna hafa rift samningum við hinn
þekkta hljómsveitarstjóra Charles
Dutoit, í kjölfar alvarlegra ásaka
fjögurra kvenna um að hann hafi
áreitt þær kynferðislega.
Dutoit, sem er 81 árs gamall
Svisslendingur, er aðalstjórnandi
The Royal Philharmonic Orchestra í
Lundúnum. Í yfirlýsingu frá hljóm-
sveitinni segir að hann hafi verið
leystur undan öllum samningum um
verkefni hjá hljómsveitinni, um
ófyrirsjáanlega framtíð. Þá hafa
The Boston Symphony Orchestra
og San Francisco Symphony einnig
rift samningum við Dutoit en hann
hefur verið einn af vinsælustu
gestastjórnendum hljómsveitanna,
og auk þess hafa The New York
Philharmonic, Chicago Symphony
Orchestra og Cleveland Orchestra
lýst yfir að aðrir stjórnendur taki
við tónleikum sem Dutoit átti að
stjórna á árinu.
Þrír óperusöngvarar og einn
hljóðfæraleikari hafa lýst því hvern-
ig Dutoit hafi á níunda og tíunda
áratugnum áreitt þær, meðal annars
með því að króa þær af, káfa rudda-
lega á þeim, kyssa þær með valdi og
þá hafi hann neytt þær til að þukla á
sér. Tvær kvennanna koma fram
undir nafni en hinar treysta sér ekki
til þess þar sem þær óttast að hinn
áhrifamikli stjórnandi kunni að
reyna að skaða feril þeirra.
Dutoit hefur stjórnað öllum
helstu sinfóníuhljómsveitunum og
við helstu óperuhúsin. Hann hefur
tíu sinnum verið tilnefndur til
Grammy-verðlauna og hreppt þau í
tvígang.
Ásakanir Charles Dutoit á einni
hljómplatnanna sem Decca hefur
gefið út þar sem hann stjórnar
flutningi á sinfónískum verkum.
Rifta samningum við
Dutoit eftir ásakanir
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640
X
LED kerti
Verð frá 5.990,-
Gjöf sem
gleður
SOMPE
ATH: Sýningartíma dagsins í dag má finna inná midi.is eða laugarasbio.is
LITLU JÓLIN Í LAUGARÁSBÍÓI
á allar myndir
allan daginn.*
Jólin byrja í Laugarásbíói
750 kr
í dag, Þorláksmessu
*Nammipoki frá Nóa Síríus ásamt Svala eða kók frá Coca-Cola
fylgir öllummiðum á allar sýningar fyrir kl. 19:00
© 2017 STUDIOCANAL S.A.S. All Rights Reserved.
#PADDINGTON2/PADDINGTONBEAR
FRUMSÝND 12. JANÚAR
LÍTILL BJÖRN.
STÓR VANDAMÁL.
BRENDAN
GLEESON
JIM
BROADBENT
PETER
CAPALDI
JULIE
WALTERS
HUGH
GRANT
WITH AND
AS THE VOICE OF
PADDINGTON
BEN
WHISHAW
HUGH
BONNEVILLE
SALLY
HAWKINS
ICQC 2018-20