Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Götumótmælin í Íran síðustu daga hófust vegna óánægju almennings með lífskjörin en breyttust fljótlega í mótmæli gegn kúgun klerkastjórnar- innar sem hefur verið við völd frá ísl- ömsku byltingunni árið 1979. Mótmælin eru talin veikja stöðu Hassans Rouhani sem varð forseti Írans árið 2013 og hét því að bæta lífskjörin. Rouhani hefur sætt gagn- rýni harðlínumanna í klerkastjórn- inni, sem eru andvígir lýðræðis- umbótum, en notið stuðnings hófsamari afla í stjórninni. Hann á nú einnig undir högg að sækja vegna óánægju almennings, einkum ungs fólks, sem gagnrýnir hann fyrir að hafa ekki staðið við loforðin um að bæta lífskjörin. Völd forsetans eru þó takmörkuð því að Ali Khamenei erki- klerkur hefur úrslitavald í stjórnmál- unum, auk þess sem hann er æðsti yfirmaður hersins, öryggisstofnana og dómstólanna. Erkiklerkurinn hef- ur gefið út tilskipanir í efnahags- málum og fleiri málefnum og tólf manna ráð sem hann skipar hefur neitunarvald gegn lögum þingsins. Hafa fengið nóg Margir Íranar höfðu þó vonast til þess að stjórn Rouhanis og samn- ingurinn við Bandaríkin og fimm önnur lönd árið 2015 í deilunni um kjarnorkuáætlun Írans myndu binda enda á einangrun landsins, leiða til erlendra fjárfestinga, fjölga störfum og auka kaupmátt landsmanna. Samningurinn leiddi til hagvaxtar en atvinnuleysið er enn mikið, um 12,5%, og verðbólgan tæp 10%. At- vinnuleysið er allt að 40% meðal unga fólksins og lífskjörin eru verst í dreif- býlinu. „Fólkið hefur fengið nóg, einkum unga fólkið. Það hefur ekkert til að vera ánægt með,“ hefur frétta- veitan AFP eftir 35 ára kennara í Teheran. „Ástandið er miklu verra í sveitahéruðunum. Landbúnaðurinn hefur verið eyðilagður. Ég þekki marga frá norðurhluta landsins sem hafa komið til Teheran í leit að vinnu.“ Mestu mótmælin frá 2009 Mótmælin hófust í Mashhad, næst- stærstu borg landsins, á fimmtudag og dreifðust síðan til fleiri borga, m.a. Teheran. Í gær hafði a.m.k. 21 látið lífið í mótmælunum, þeirra á meðal níu manns í fyrrakvöld. Að minnsta kosti 450 manns höfðu verið hand- tekin í Teheran og 100 til viðbótar í borginni Isfahan og nágrenni. Þetta eru mestu götumótmæli í landinu frá árinu 2009 þegar fjöldamótmæli blossuðu upp eftir að Mahmoud Ah- madinejad var endurkjörinn forseti í mjög umdeildum kosningum. Yfir- völd í Íran sögðu að a.m.k. 36 manns hefðu látið lífið í þeim mótmælum en andstæðingar klerkastjórnarinnar segja að 72 hafi beðið bana. Nýjustu mótmælin snerust í fyrstu um efnahagsþrengingarnar og mót- mælendurnir gagnrýndu stjórnvöld- in m.a. fyrir að dæla peningum í vopnaða hópa sjía-múslíma í grann- ríkjunum í stað þess að bæta lífs- kjörin í Íran. Fljótlega tóku þó mót- mælin einnig að beinast gegn klerkastjórninni í heild. Sumir mót- mælendanna hafa ekki látið kröfuna um efnahagsumbætur nægja heldur einnig krafist þess að öll klerka- stjórnin víki og að Ali Khamenei erkiklerkur segi af sér, að sögn ír- ansk-bandarísku blaðakonunnar Farnaz Fassiti. Hún bendir á að í Íran hefur erkiklerkurinn verið dýrkaður sem fulltrúi Allah á jörð- inni og gagnrýni á hann telst glæpur sem varðar dauðarefsingu sam- kvæmt lögum landsins. „Mótmælendurnir hafa verið á móti Khamenei frekar en Rouhani,“ hefur The Wall Street Journal eftir Karim Sadjadpour, sérfræðingi í málefnum Írans. „Þeir vita að ef Rouhani fer og Khamenei verður áfram breytist ekkert.“ Annar sérfræðingur í málefnum Írans, Alireza Nader, telur þó að mótmælin komi Rahouni forseta í mikinn vanda. „Mótmælin sýna að hann hefur í raun ekki áorkað neinu fyrir utan kjarnorkusamninginn, sem hefur ekki leitt til neins verulegs efnahagsbata. Þetta hefur sannar- lega veikt stöðu hans.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi við mótmæl- endurna. „Íranska þjóðin er nú loks- ins að rísa upp gegn grimmri og spilltri einræðisstjórn Írans,“ sagði Trump á Twitter. Hann gagnrýndi einnig Barack Obama, forvera sinn í forsetaembættinu, fyrir að undirrita kjarnorkusamninginn og fallast á af- nám refsiaðgerða gegn Íran. „Allir peningarnir sem Obama asnaðist til að láta þá fá fóru í hryðjuverka- starfsemi og í þeirra eigin „vasa“. Fólkið fær lítið af mat, mikla verð- bólgu og engin mannréttindi. Banda- ríkin fylgjast með!“ Talsmaður stjórnarinnar í Teher- an sagði að Trump ætti að reyna að leysa vandamál Bandaríkjanna, svo sem fátækt „milljóna heimilislausra og hungraðra Bandaríkjamanna“, í stað þess að „eyða tímanum í gagns- laus og móðgandi tíst um önnur lönd“. Khamenei kenndi „óvinum Ír- ans“ um mótmælin í ræðu í gær. „Óvinirnir hafa sameinast og beita öllum ráðum, peningum, vopnum og öryggisstofnunum, til að skapa vandamál fyrir Íslamska lýðveldið,“ sagði hann. Bjóða klerkastjórninni birginn  Götumótmælin í Íran hófust vegna óánægju með lífskjörin en breyttust í mótmæli gegn klerka- stjórninni í heild  Veikja stöðu Rouhanis forseta en talin beinast frekar að Khamenei erkiklerki Qom Mashhad Tuyserkan Kermanshah Dorud Izeh Rasht Borgir þar semmótmælt hefur verið frá 28. des. Mótmæli í Íran AFGANISTAN PAKISTAN SÁDI- ARABÍA ÍRAK Heimild: Ríkissjónvarp Írans Fregnir ummanntjón TEHERAN 250 km Borujerd Ahvaz Qazvin Hamedan Sari Neyshabur Shahroud Kashmar Isfahan Arak Khorramabad Shahinshahr Najafabad Zanjan Hundruð manna hafa verið handtekin, að sögn yfirvalda Farþegar á þaki rútu fylgjast með öskugosi í Sinabung- fjalli á Súmötru í Indónesíu. Fjallið hefur oft gosið síð- ustu árin eftir að hafa legið í dvala í fjórar aldir þar til í ágúst 2010. Rúmlega 3.000 manns hafa þurft að flýja heimkynni sín vegna öskugossins. Sjö manns fórust vegna goss í fjallinu í maí sl. og sextán í febrúar 2014. Sinabung-fjall í Indónesíu heldur áfram að gjósa AFP Um 3.000 á flótta vegna öskugoss Stjórn Suður-Kóreu bauðst í gær til að halda fund með háttsettum emb- ættismönnum Norður-Kóreu við landamæri ríkjanna 9. janúar. Dag- inn áður hafði Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, gefið til kynna að hann vildi viðræður milli ríkjanna og að Norður-Kóreumenn tækju þátt í Vetrarólympíuleikunum sem verða haldnir í Suður-Kóreu í febrúar. Sameiningarráðherra Suður- Kóreu, Cho Myoung-Gyon, sagði að stjórnin hefði boðið stjórnvöldum í Norður-Kóreu á fund í Friðarhúsinu í landamærabænum Panmunjom á þriðjudaginn kemur. „Við vonum að fulltrúar Suður- og Norður-Kóreu geti komið saman til að ræða þátt- töku Norður-Kóreumanna í Vetrar- ólympíuleikunum og önnur sam- eiginleg hagsmunamál til að bæta tengsl ríkjanna.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að vilji Kims Jong-uns til við- ræðna við Suður-Kóreustjórn sýndi að refsiaðgerðirnar gegn Norður- Kóreu væru farnar að hafa „mikil áhrif“ á stjórn landsins. Sérfræðingar í málefnum Kóreu- ríkjanna sögðu að fundurinn væri skref í rétta átt því að hann benti til þess að bæði ríkin vildu bæta tengsl- in. Norður-Kóreumenn gætu þó sett stjórn Suður-Kóreu í erfiða stöðu með því að leggja fram kröfur sem hún gæti ekki samþykkt. Vill viðræður Kóreuríkja  Stjórn S-Kóreu leggur til fund með embættismönnum frá N-Kóreu um þátttöku í Vetrarólympíuleikum og fleiri mál GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Sérfræðingar í erfiðum blettum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.