Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undirbúningur að uppbyggingu á Kringlureit mun hefjast í byrjun þessa árs, samkvæmt viljayfirlýs- ingu Reykjavíkurborgar og Reita fasteignafélags hf., sem samþykkt var í borgarráði fyrir jól. Talsmenn Reita telja mögulegt að uppbygg- ing hefjist árið 2020 og að Kringlu- svæðið verði fullbyggt árið 2025. Þetta verður umfangsmesta upp- bygging á svæðinu frá því versl- unarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Báðir aðilar lýsa yfir vilja sínum til að mynda starfshóp skipaðan fulltrúum Reita, skipulagsfulltrúa og skrifstofu eigna og atvinnuþró- unar til að vinna að verkefninu og verkstýra vinnu við gerð ramma- og deiliskipulagsáætlana í kjölfar skipulagssamkeppni. Vinnuhópi komið á fót Samhliða verður komið á fót vinnuhóp sem mun vinna hið eigin- lega rammaskipulag og verður hann skipaður fulltrúum frá vinn- ingshafa í hugmyndasamkeppninni, fulltrúa skipulagsfulltrúa, tækni- legum ráðgjöfum, Reitum og skrif- stofu eigna og atvinnuþróunar. Vinnuhópurinn skal útbúa tíma- áætlun fyrir verkefnið en aðilar munu hafa eftirfarandi dagsetn- ingar að leiðarljósi:  Skipulagslýsing afgreidd í um- hverfis- og skipulagsráði fyrir 15. janúar 2018.  Fullbúið rammaskipulag tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði fyrir 1. apríl 2018.  Samningur um uppbyggingu milli aðila liggi fyrir 1. júní 2018.  Að lágmarki einn deiliskipu- lagsáfangi verði auglýstur til kynn- ingar fyrir 1. september 2018. Gert er ráð fyrir að vinnuhóp- urinn ljúki störfum þegar fyrsta deiliskipulag, sem byggist á rammaskipulaginu, hefur verið auglýst í Stjórnartíðindum. Undirbúningur að þróun á Kringlureit hefur staðið yfir undanfarin misseri og héldu Reitir og Reykjavíkurborg skipulags- samkeppni og voru úrslit kynnt sl. haust. Kanon arkitektar urðu hlut- skarpastir í samkeppninni sem unnin var í samstarfi við Arkitekta- félag Íslands. Heildarstærð Kringlusvæðis er um 13 hektarar að flatarmáli og samanlagt flatarmál bygginga á svæðinu er um 92 þúsund fermetr- ar (brúttó). Skipulagstillögur úr hugmyndasamkeppni um framtíð- aruppbyggingu Kringlusvæðisins sýna fram á að svæðið geti vel bor- ið 140-170 þúsund fermetra upp- byggingu til viðbótar og að mögu- legt sé að fjölga íbúðum verulega miðað við núverandi heimildir í Að- alskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Það heimilar 180 íbúðir en talið er að þeim geti jafnvel fjölgað í 5-600. Greiða fyrir byggingarrétt Endanlegt umfang uppbyggingar ræðst í kjölfar vinnu við ramma- skipulag þar sem einnig verður horft til samgönguþátta og umferð- arskipulags. Til þess að standa straum af uppbyggingu samgöngu- og samfélagslegra innviða á reitn- um munu Reitir greiða sérstaklega fyrir byggingarrétt á þessum skipulagsreit til Reykjavíkur- borgar. Fjárhæð greiðslu fer eftir því hversu mikið heildarbyggingar- magn verði heimilað á lóðunum í nýju deiliskipulagi og að teknu til- liti til umfangs innviða, skipulags- kostnaðar og endanlegs sam- komulags um eignarhald og rekstur á innviðum svæðisins. Hafi nýtt deiliskipulag á svæði Reita við Kringluna ekki verið samþykkt innan tveggja ára frá undirskrift viljayfirlýsingarinnar er Reykjavíkurborg heimilt einhliða að afturkalla yfirlýsinguna. Fyrstu skrefin stigin á árinu  Undirbúningur að uppbyggingu á Kringlureit mun hefjast í byrjun þessa árs  Reykjavíkurborg og og Reitir undirrita viljayfirlýsingu  140-170 þúsund fermetra uppbygging talin möguleg á reitnum Tölvumynd/Kanon arkitektar Kringlusvæðið Gríðarleg uppbygging er framundan. Reiknað er með að hún taki fimm ár og ljúki mögulega 2025. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Talsverð sala hefur verið að undan- förnu á eignum og jörðum í dreifbýl- inu. Magnús Leópoldsson, löggiltur fasteignasali hjá Fateignamiðstöð- inni, segir að mest sé eftir- spurnin og þar með salan á eign- um á Suður- og Vesturlandi í einnar til tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborg- inni. „Eignir næst borginni eru eftir- sóttar, til dæmis af fólki sem vill skapa sér dvalarstað út á landi eða hefja starfsemi til dæmis í ferðaþjón- ustu. Sé komið til dæmis norður eða austur á land er frekar horft til þess að stunda hefðbundinn búskap á jörðunum og þá skiptir fjarlægð frá mesta þéttbýlinu minna máli,“ segir Magnús sem sinnir mikið sölu eigna úti á landi. Hann hefur nú um það bil 100 eignir í dreifbýlinu á skrá, þar af um tug af býlum þar sem stundaður er rekstur. Getur það verið hefð- bundinn landbúnaður, garðyrkja eða til dæmis ferðaþjónusta. Í öðrum til- vikum eru til sölu skákir og skikar, stakar byggingar á jörðum og svo framvegis. Sauðfjárbændur hættu ekki „Mér fannst að sumu leyti eftir- tektarvert síðasta haust þegar vandi í sauðfjárbúskap varð ljós að bændur brygðu ekki búi. Ég heyrði í mörgum þegar þessi mál voru í umræðunni og þá sögðust bændurnir ætla að halda áfram enda þótt þeir fækkuðu fénu eitthvað. Að minnsta kosti voru menn ekki að setja jarðirnar á sölu vegna þessa,“ segir Magnús. Kúabú segir Magnús alltaf koma reglulega í sölu og taki sá markaður mið af því að afkoma í þeirri grein sé almennt góð og í jafnvægi. Þá séu alltaf öðru hvoru settar á sölu jarðir þar sem stunduð er bændaskógrækt. Það sé plús og geri jarðir verðmætari og til séu þeir sem kaupi lendur í því skyni að rækta skóg, sem margir binda vonir við sem atvinnuveg. Flókin mál Sala á jörðum og eignum í dreif- býlinu tekur oft tíma, til dæmis ef seldar eru lendur sem eru í eigu margra aðila. Þá kemur stundum til þess að jörðum sé skipt upp, skildar eftir skákir og svo framvegis. Einnig eru gríðarmiklir fjármunir undir í viðskiptum sem þessum og þá getur fjármögnun tekið nokkurn tíma, segja viðmælendur Morgunblaðsins. Eftirspurn eftir jörðum nærri höfuðborgarsvæði  Verð fyrir kúabú í rekstri ræðst af jafnvæginu í greininni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Það er búsældarlegt í Flóanum og jarðir þar og annars staðar á Suðurlandi eru mjög eftirsóttar á markaði. Magnús Leópoldsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Sala á plastpokum í verslunum Samkaupa hefur dregist saman um 20% á síðasliðnum fimm árum. Samdráttur milli áranna 2016 og 2017 var 10% að sögn Gunnars Eg- ils Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra verslunarsviðs Samkaupa. Gunnar segir að í plastpokaátaki Samkaupa, sem hófst í september, hafi fjölnotapokum til viðskiptavina fjölgað um 250% milli ára. „Viðskiptavinir okkar kjósa greinilega í aukum mæli fjölnota poka umfram plastið og taka þátt í verkefninu með okkur,“ segir Gunnar og nefnir sem dæmi gott framtak í bæjarfélögunum Blöndu- ósi og á Höfn í Hornafirði. „Þar hafa konur á svæðinu tekið sig saman og saumað fjölnotapoka fyrir viðskiptavini Samkaupa á svæðinu. Á þeim stöðum erum við að sjá einhverskonar lánskerfi þar sem viðskiptavinir geti tekið sér poka og skilað í næstu heimsókn. Það er afar gaman að sjá þetta en í pokana er verið að nota afgangs efni, gamla boli á Höfn og eldri gardínur á Blönduósi.“ Gunnar segir að Samkaup haldi áfram á sömu braut. „Við ætlum að gera tilraunir í janúar með að skipta plastpokunum út fyrir fjölnota poka í nýrri lág- verðsverslun okkar á netinu.“ Fjölgun fjölnota- poka 250% milli ára  Innkaupapokar úr gardínum og bolum Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio Air 100 - Bluetooth hátalari Verð 59.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.