Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin ÚTSALAN ER HAFIN Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Áeinu augnabliki varpartæknin okkur frá einumstað á annan. Ekki efnis-lega en alveg án nokkurs vafa andlega. Þannig tók Tristan Elizabeth Gribbin, frumkvöðull og hugleiðslukennari, blaðamann Morgunblaðsins úr vinnuherbergi Sjávarklasans yfir í iðjagræna náttúru við rætur Snæfellsjökuls. Kyrrðin var aðeins rofin með ein- staka náttúruhljóði og upplifunin var eins og að vera út í guðs- grænni náttúrunni á fallegum sumardegi. „Margir bögglast með byrðar fortíðarinnar á bakinu á sama tíma og óráðin framtíðin veldur fólki áhyggjum og kvíða. Augna- blikið, þessi stund, þetta einstaka andartak, verður uppfylling að áfangastað sem alltaf er á næsta leiti,“ segir Tristan en sprotafyr- irtækið hennar Flow hefur skapað einstakan sýndarheim með per- sónusniðnum hugleiðsluæfingum til að bæta andlega líðan notand- ans og núvitund hans. „Hugleiðsla hjálpar okkur að takast á við hraða og spennu nú- tímaþjóðfélags. Á sama tíma hjálpar hún okkur að ná einbeit- ingu og opnar á sköpunarkraft og hugmyndaflug. Hugmyndin á bak- við Flow er að gera öllum mögu- legt að hugleiða, hvort sem er heima fyrir, í vinnu eða í raun hvar sem er, enda tekur sýnd- arveruleikinn þig í nýtt umhverfi sem hjálpar þér að slaka á og ná djúpri hugleiðslu.“ Hugleiðsla og vísindin Margs konar ábata er lofað með reglulegri hugleiðslu en er eitthvað meira á bakvið þessa mörg þúsund ára tækni, annað en menningararfur frá fornri tíð? „Ég lærði sjálf mjög ung að hugleiða og enduruppgötvaði hug- leiðslu svo aftur um aldamótin en þá sótti ég hugleiðslunámskeið í Skálholti. Ávinningurinn hefur því aldrei verið mér dulinn en nú hafa vísindin sýnt fram á virkni og ábata hugleiðslu,“ segir Tristan og bendir á að sífellt fjölgi rann- sóknum sem sýni fram á jákvæð áhrif hugleiðslu á t.d. kvíða, þung- lyndi og hvers konar streitu- tengda sjúkdóma. „Hætt er við að stress og kvíði verði helsti sjúkdómsvaldur 21. aldarinnar en við höfum verk- færi í okkar eigin höndum til að takast á við streituna, kvíðann og stressið, þ.e. hugleiðsluna. Með Flow-appinu erum við að hjálpa fólki að taka skrefið að hugleiða og hjálpa fólki að skapa aðstæður þar sem það getur hugleitt.“ Tækni og vísindi hafa því tek- ið höndum saman við margra alda hefðir til að hjálpa streituþjáðri þjóðinni og þjóðum að vinna á stressi og kvíða. Veruleiki í sýndarveruleika Tristan segir að hugleiðsla geti verið erfið þó hún sé í eðli sínu ekki flókin. „Hugurinn fer stundum að reika og við erum komin um víðan völl í miðri hug- leiðslu. Þess vegna hafa milljónir einstaklinga um allan heim leitað að hugleiðslumyndböndum og leið- beiningum á netinu eða sækja sér smáforrit sem leiðir þá í gegnum hugleiðslur. Ég held að það sé já- kvætt en ég verð að viðurkenna að ég var efins um að sýndarveruleiki gæti hjálpað fólki að hugleiða.“ Fjallganga á Mount Everest breytti sýn hennar á sýndarveru- leika. Sjálf hefur hún aldrei geng- ið á topp þessa hæsta fjalls jarðarinnar en hún hefur engu að síður farið leiðina. „Ég gekk leiðina í sýndar- veruleika og áttaði mig þá á því hvaða möguleika þessi nýja tækni gæti haft í för með sér. Þetta var ekki lengur bara eitthvert nýtt leikfang heldur tæki sem hægt væri að nota til lækninga, t.d. með hugleiðslu,“ segir Tristan og lýsir því hvernig upplifunin hafi verið að standa á toppi Mount Everest án þess að hafa nokkurn tíma lagt á sig margra mánaða þjálfun og hættuför. „Á hæsta fjalli heims stóð ég og hugsaði með mér að hér væri tilvalið að hugleiða. Þannig hófst vegferðin sem við erum núna á hjá Flow, en nýlega kom appið okkar út og geta áhugasamir hlaðið því niður í snjallsíma og nýtt Google Náttúra og hugleiðsla í símanum Hvernig væri að skjótast í nokkrar mínútur frá vinnu út í iðjagræna náttúruna til að hugleiða? Hvað ef við gætum gert það án þess að fara nokkurn tíma út úr húsi? Upp á þetta býður frumkvöðullinn og hugleiðslu- kennarinn Tristan Elizabeth Gribbin en sprotafyrir- tækið hennar Flow hefur skapað einstakan sýndarheim með persónusniðnum hugleiðsluæfingum. Morgunblaðið/Hari Tristan Gribbin „Hugleiðsla hjálpar okkur að takast á við hraða og spennu nútímaþjóðfélags. Sýndarheimur Íslensk náttúra leikur stórt hlutverk í Flow-smáforritinu. VR-tæknina til að njóta,“ segir Tristan og bætir við að fólk hafi fengið að prófa forritið hjá þeim á nýafstaðinni tónlistarhátíð Sigur Rósar, Norður og niður. Heilsutækni og atvinnulífið Orðið hefur vitundarvakning í atvinnulífinu að sögn Tristan sem bendir á að fjöldi fyrirtækja um allan heim sjái ávinning af hug- leiðslu starfsmanna og gefi and- legri heilsu og vellíðan fólks meiri gaum. Jafnframt séu heilbrigðis- stofnanir að átta sig á nauðsyn þessarar aldagömlu tækni og víða skoði menn möguleika sýndar- veruleikans. „Við erum nýlega búin að kynna Flow í Noregi en þar er fjárfest töluvert í hvers konar heilsutækni. Okkar markmið er að heilbrigðisstofnanir nýti sér tæknina til að hjálpa sjúklingum eða heilbrigðisstarfsfólki sjálfu sem er undir miklu álagi. Sjúk- lingar og starfsfólk geta komist út úr sterílu spítalaumhverfi á frið- sælan og rólegan stað í náttúru landsins. Þar getur það hugleitt eða bara látið hugann reika og slakað á,“ segir Tristan. Ljóst er að Flow er svo miklu meira en bara viðskiptahugmynd í huga Tristan sem geislar af áhuga og ástríðu fyrir verkefninu enda segir hún sjálf að markmið Flow sé að hjálpa fólki að hugleiða, draga úr streitu og finna sinn innri frið og ró. Það er því kannski ekki svo vitlaus hugmynd og í anda hug- leiðslu og heimspeki Tristan að leggja frá sér Morgunblaðið í ör- litla stund, anda inn með nefinu og út með munninum og njóta augnabliksins. Náttúrufegurð Einn af mörgum stöðum í appinu sem hægt er að dvelja á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.