Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 62
62 FRÁSÖGN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Í ár, 2018, eru liðin 100 ár síðan fyrsta dráttarvélin kom til landsins. Vélin, sem var af gerðinni Avery, kom frá Ameríku með gamla Gullfossi hinn 12. ágúst 1918. Kaup- endur vélarinnar voru tveir áhugamenn um íslenskan landbúnað, þeir Þórður Ásmunds- son útgerðarmaður og Bjarni Ólafsson skipstjóri, báðir frá Akranesi. Dráttarvélina pantaði Stefán B. Jónsson kaupmaður og fékk hún fljótlega nafnið Akranes- traktorinn. Þeir Þórður og Bjarni höfðu nokkru fyrr, árið 1915, keypt jörðina Elínarhöfða á Akranesi. Réðust þeir frændur þegar í miklar umbætur á þessari jörð. Var rækt- un sú sem þeir færðust í fang miklu stórfelldari en dæmi voru um á þessum slóðum og þótt lengra væri leitað. Nytjuðu þeir jörð þessa í mörg ár og ráku sameignarbúskap á henni. Þau voru fleiri brautryðjanda- störf Þórðar Ásmundssonar sem mörkuðu heillaspor í atvinnusögu þjóðarinnar, til viðbótar við þá atvinnubyltingu sem hófst á Akra- nesi á næstu árum og áratugum. Hér verður í mjög stuttu máli gerð grein fyrir þeim helstu. Fyrstu vélbátarnir og Sandgerðisárin Þórður Ásmundsson kaupir ásamt ungum félögum sínum, þeim Magnúsi Magnússyni á Söndum, Ólafi Guðmundssyni á Sunnuhvoli, Bjarna Ólafssyni á Litlateigi og Lofti Loftssyni í Aðalbóli, fyrsta þil- farsvélbátinn til Akraness árið 1906. Bátinn nefndu þeir Fram, en hann mun hafa verið stærsti vélbáturinn sem þá hafði verið smíðaður hér á landi, 12,27 smálestir. Bjarni Ólafsson varð skipstjóri og Þórður vélstjóri, en hann hafði þá nýlega tekið eitt fyrsta vélstjóraprófið á Akranesi. Fram var byggður af Otta Guð- mundssyni skipasmið frá Engey. Árið eftir, 1907, hef- ur Þórður útgerð og verslun ásamt Lofti Loftssyni, æskufélaga sínum og jafnaldra. Stofnféð til þessa verslunarreksturs var 4.000 krónur og voru þær fengnar að láni hjá Gísla Daníelssyni í Kárabæ. Fyrstu árin störfuðu þeir á Akranesi, en síðar einnig í Sandgerði. Þeir Þórð- ur og Loftur voru fyrstir Akurnes- inga til að reka útgerð frá Suð- urnesjum, fyrst frá Hólmanum undir Vogastapa árið 1909 en síðan ráku þeir einnig umfangsmikla út- gerð og verslun í Sandgerði frá 1913. Útgerðarstöðina í Sandgerði sem þeir keyptu höfðu fésýslumenn frá Esbjerg í Danmörku látið reisa þar og ráku útgerð frá um skeið. Gekk sú útgerð mjög á tréfótum og fóru allar fyrirætlanir Esbjerg- manna í Sandgerði úr reipunum eft- ir skamman tíma. Þeir félagarnir byggja tvo fyrstu vélbátana sem smíðaðir voru á Akranesi árið 1912. Þetta voru Eld- ing og Svanur, og voru þeir bátar fyrstu Akranesbátarnir sem fóru í viðlegu til Sandgerðis 1913-14. Bát- arnir voru milli níu og tíu smálestir að stærð. Þeir voru súðbyrtir að neðan en kantsettir fyrir ofan sjó- línu, sem var nýjung í byggingu báta. Loftur, Þórður og Halldór Jónsson standa fyrir fyrstu nýsmíði báts í Danmörku en það var Kjart- an Ólafsson árið 1916. Á vetrar- vertíð í Sandgerði árið 1916 voru Akurnesingarnir Þórður, Loftur og Haraldur Böðvarsson með ekki færri en 750 manns í vinnu á sjó og landi, daglaunafólk og fólk á föstu kaupi, auk sjómanna á hlut, og er það til marks um mikil umsvif Ak- urnesinga í Sandgerði á þessum ár- um. Auk hins hefðbundna reksturs á Akranesi tók Þórður þátt í að reka síldarplan í Ingólfsfirði árin 1919-20, Teigastöðina, og síðar síld- arplan á Siglufirði. Fyrsti bíllinn, línuveiðarinn, vélfrystihúsið og skurðgrafan Árið 1922 kaupa þeir félagar Þórður og Bjarni Ólafsson fyrstu bifreiðina til Akraness. Var það vörubíll af gerðinni Ford. Var bíll- inn notaður til að flytja fisk frá Bjarnabryggju í Lambhúsasundi að fiskverkunarhúsum þeirra við Krossvík; einnig flutti hún annan varning fyrir heimamenn, auk þess sem bíllinn var notaður við landbún- aðarstörf eftir því sem hægt var. Þeir félagar og frændur kaupa fyrsta línuveiðarann til Akraness árið 1926, en það var stálskipið Ólafur Bjarnason. Útgerð þeirra gekk vel, ekki síst við síldveiðar norðanlands. Bjarni var þá þegar orðinn landsfrægur skipstjóri og aflamaður. Þeir Bjarni og Þórður hefja rekstur fyrsta vélfrystihússins á Akranesi árið 1928. Húsið stóð neðst við Suðurgötu, þar sem Krosshúsin stóðu á árum áður. Frystivélarnar voru af gerðinni ATLAS og innfluttar frá Dan- mörku. Á árinu 1942 kaupir Þórður Ás- mundsson í félagi við Björn Lár- usson, bónda á Ósi, fyrstu skurð- gröfuna til Íslands. Grafan var ensk af gerðinni Priestman-Cub og var hún fyrst notuð í Garðaflóanum á Akranesi. Hún var einnig notuð við að landa fiski úr bátum í Akranes- höfn og var það í fyrsta skipti sem þeirri aðferð var beitt við fisk- löndun hér á landi. Tókst löndun á fiski með krana vel eins og önnur þau verk sem gröfunni var ætlað að vinna. Landbúnaður, verslun, útgerð og fiskverkun á Akranesi Um 1940 færði Þórður mjög út kvíarnar í búskapnum. Keypti hann þá aðra jörð nærliggjandi, Innsta- vog á Akranesi; bætti húsakost og hafði í hyggju stórfelldar umbætur í ræktun á henni, og var m.a. hafinn rekstur á mjólkurbúi þar þegar hann féll frá árið 1943. Árið 1942 lét Þórður reisa stærsta og veglegasta húsið sem byggt hafði verið á Akra- nesi, verslunar- og skrifstofuhús Þórðar Ásmundssonar við Vestur- götu 48. Hús þetta var nýtískulegt og þar fór fram mjög fjölbreytt starfsemi. Verslanir voru á jarð- hæð, m.a. fyrsta kjörbúðin á Akra- nesi. Á efri hæð voru skrifstofur fyrirtækja Þórðar, auk ýmissa skrifstofu- og þjónusturýma sem leigð voru út. Þórður var einn af aðalhvata- Eftir Ásmund Ólafsson » Brautryðjandastörf Þórðar Ásmunds- sonar sem mörkuðu heillaspor í atvinnusögu þjóðarinnar, til viðbótar við þá atvinnubyltingu sem hófst á Akranesi með starfsemi hans. Ásmundur Ólafsson Bátarnir Fylkir og Hrefna með fullfermi af síld á Siglufirði um 1940. Ljósmynd/Ólafur Árnason Fyrsta frystivélin Þarna er verið að taka í notkun Héðinspressuna svonefndu, fyrstu frystivél af mörgum sem Héð- inn hf. smíðaði, og þá fyrstu sem smíðuð var á Íslandi og sett upp í frystihúsi Heimaskaga hf. Lengst til vinstri á myndinni eru framkvæmdastjórar Heimaskaga, þeir Jón Árnason, síðar alþingismaður, og Hans Júlíus Þórðarson, sem einnig var lengi fréttaritari Morgunblaðsins á Akranesi. Lengst til hægri og aftast er Ólafur Frímann Sigurðs- son, skrifstofustjóri fyrirtækja Þórðar Ásmundssonar. Einnig má sjá Indriða Björnsson skrifstofumann, Sturlaug H. Böðvarsson, framkvæmdastjóra H.B. & Co., Svein Guðmundsson, forstjóra Héðins, Guðmund Björnsson kennara, Jón Pétursson vigtarmann, Viktor Björnsson, vélamann í frystihúsinu, o.fl. Fyrsta skurðgrafan Hún var flutt hingað til lands árið 1942. Akranestraktorinn Fyrsta vélknúna landbúnaðartækið kom 12. ágúst 1918. 100 ár frá komu fyrsta traktorsins til Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.