Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 45
Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Elínrós Líndal elinros@mbl.is „Með opnun dans og jóga Hjarta- stöðvarinnar er langþráður draum- ur okkar að rætast. Við höfum fengið frábærar viðtökur bæði í að- draganda opnunar í gegnum Karol- ina Fund þar sem viðskiptavinir keyptu kort í stöðinni og studdu okkur til dáða í þessu verkefni sem og eftir opnun þar sem stöðin er vel sótt,“ segir Theodóra eða Thea eins og hún er alltaf kölluð og held- ur áfram. „Við söfnuðum 3 millj- ónum króna á Karolina Fund enda höfum við eignast dyggan stuðn- ingshóp í gegnum árin. Í söfnuninni á Karolina Fund var hægt að kaupa sér kort, staka tíma og nokkra tíma saman. Nafnið á stærstu styrktaraðilunum okkar er prentað á gólfið.“ Börn eru hjartanlega velkomin Í dans og jóga Hjartastöðinni er boðið upp á samkvæmisdans, línu- dans, jóga og zumba svo eitthvað sé nefnt. „Við erum einnig með öfl- ugt barnastarf, þar sem Hrefna Hallgríms leggur hjarta sitt í að gera áhugaverða dagskrá fyrir börnin.“ Thea útskýrir dásamlegt nám- skeið fyrir börn allt frá eins árs, þar sem þau geta átt ánægjulega stund með þeim Skoppu og Skrítlu. En einnig er í boði krakka-zumba og fleira áhugavert fyrir börnin. Bryndís Ólafsdóttir og Thea munu kenna meðgöngu- og mömmujóga. En fleira um námskeiðin má finna á heimasíðunni: www.dansogjoga.is Þau Thea og Jóhann hafa rekið fyrirtæki sitt saman í 17 ár. Og því má segja að opnum húsnæðis Hjartastöðvarinnar í Skútuvogi sé kærkomið heimili fyrir allt sem þau hafa verið að gera á síðustu árum. Gera hlutina með hjartanu Okkur lék forvitni á að vita hvaða þýðingu Hjartastöðin hefur fyrir stofnendur? „Þetta er stór- kostleg tilfinning, að geta opnað okkar eigið heilsuheimili fyrir fólkið okkar þar sem við bjóðum öllum opinn faðminn í persónulegu um- hverfi sem þú getur sótt þér and- lega og líkamlega næringu í yfir daginn. Við gerum það sem við ger- um með hjartanu og þaðan kom nafn stöðvarinnar til okkar.“ Það er greinilegt á Theu að til- gangur hennar í lífinu er að hlúa að öðrum. „Já, þetta er gríðarleg köll- un hjá mér. Ég elska að finna gleðina þegar fólk finnur sig í dans- inum og upplifa það þegar fólk finnur hugarró og aukinn styrk úr jóga,“ segir Thea og útskýrir að til þess að geta gefið öðrum þurfum við að vera vel nærð sjálf. Lífsorkan það dýrmætasta „Ég ráðlegg fólki að tjá sig í kærleika og að eiga innilegar sam- verustundir með fólkinu sem það elskar mest. Þegar þú nærir þig ertu að næra umhverfið í kringum þig. Almenningur í dag er undir miklu álagi. Lífsorkan er það dýr- mætasta sem við eigum. Þess vegna þurfum við að muna að næra hana eins vel og við getum,“segir Thea í lokin. Að næra lífsorkuna Dans og jóga Hjartastöðin var opnuð á haustmánuðum ársins 2017 í Skútu- vogi 13a. Stofnendur stöðvarinnar þau Theodóra S. Sæmundsdóttir og Jó- hann Örn Ólafsson eru fagurkerar sem gera hlutina með hjartanu. Okkur lék forvitni á að vita meira um starfsemina hjá þeim. Hreyfing Theodóra S. Sæmundsdóttir gerir hlutina með hjartanu. Jóga Mömmujóga er einstök leið fyrir móður og barn til að eiga gæðastund saman tvisvar í viku í Hjartastöðinni. Hjartastöðin Theodóra S. Sæmundsdóttir og Jóhann Örn Ólafsson stofnendur við opnun Hjartastöðvarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.