Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 » Listahátíð Sigur Rósar, Norður og niður, lauk30. desember í Hörpu og var mikið um dýrðir. Meðal þeirra sem fram komu voru Íslenski dans- flokkurinn sem sýndi tvö verk, Jarvis Cocker, Julianna Barwick, Stars of the Lid og elektró- pönkarinn Peaches. Vel heppnaðri listahátíð Sigur Rósar, Norðu Kraftur Íslenski dansflokkurinn sýndi ný dansverk í Flóa. Peter Martins, hinn áhrifamikli listræni stjórn- andi New York City Ballet til fjölmargra ára, tilkynnti afsögn sína á mánudag. Hann hafði verið ásakaður um kynferðislega áreitni og um að áreita dansara flokksins bæði and- lega og líkamlega. Martins, sem er 71 árs gamall, hafði áður verið aðalkarldansari ballettflokksins frá 1970. Fimm dansarar flokksins, og þar á meðal einn sem enn er í honum, stigu fram og lýstu í grein í The New York Times ofbeldisfullri framkomu Martins í orðum og gerðum, allt aftur til ársins 1993. Síðan hefur þeim dönsurum fjölgað sem lýsa viðlíka framkomu, eru nú 24, og þá er hann sagður hafa stutt sérstaklega dansara sem hann hef- ur átt í líkamlegu sambandi við. Í uppsagnarbréfinu sem Martins sendi stjórn dansflokksins hafnar hann ásökununum með öllu. Martins sagði upp vegna ásakana Peter Martins Á árlegum heið- urslista Elísabet- ar II. Breta- drottningar, sem birtur er við ára- mót, kemur fram að meðal þeirra sem hún veitir riddaratign er Ringo Starr, trommuleikari Bítlanna. Starr, sem er 77 ára gamall, hlýt- ur riddaratign tveimur áratugum á eftir Paul McCartney, hinum eftir- lifandi meðlim Bítlanna. „Sir Rich- ard Starkey, það hljómar vel,“ skrifaði McCartney í Twitter- færslu. Starr svaraði að það væri heiður að hljóta upphefðina, fyrir tónlistina og góðgerðarstörf sín. Meðal annarra sem hljóta ridd- aratign er Barry Gibb, hinn eini eft- irlifandi af bræðrunum í Bee Gees. Riddarinn Sir Richard Starkey Sir Ringo Starr Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það hefur lengi staðið til að koma tónlistinni á disk,“ segir Sigurður Flosason um 26 sálma úr hans fórum við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar sem kammerkórinn Schola cantorum flytur undir stjórn Harðar Áskelssonar á diski sem nefnist Sálmar á nýrri öld. Að sögn Sig- urðar komu flestir sálmarnir út á samnefndri bók hjá Skálholtsútgáf- unni 2010 og það sama ár flutti Schola cantorum stóran hluta þeirra á tónleikum í Hallgrímskirkju. „Í haust sem leið hélt Schola can- torum tónleika á Lúthersdögum í Hallgrímskirkju þar sem kórinn flutti 20 af 26 sálmum disksins, þannig að þau voru vel undirbúin fyrir upptökurnar,“ segir Sigurður, en þær fóru fram í Hallgrímskirkju seint á síðasta ári en upptökustjóri var Håkan Ekman. Taki undir í öðru erindi „Þessir sálmar eru samdir með það að markmiði að vera til notk- unar við merkisatburði manns- ævinnar eins og þeir tengjast kirkj- unni, þ.e. skírn, fermingu, hjóna- vígslu og útför sem og stórhátíðir kirkjuársins, þ.e. jólin og páska. Þegar ég var að semja þessa tónlist á sínum tíma hugsaði ég mikið um það hvað sálmur er. Hann þarf að vera þannig að hann sé lagrænn þannig að fólk geti lært lagið fljótt og helst tekið undir strax í öðru er- indinu. Þá þarf lagið að vissu leyti að vera einfalt og grípandi. Það þarf hins vegar líka að vera áhugavert, skemmtilegt og spennandi fyrir tón- listarfólkið sem flytur það og það birtist fyrst og fremst í hljómsetn- ingunni. Það þurfa að vera ein- hverjir snúningar sem fanga athygli flytjenda og þeirra kirkjugesta sem hafa þekkingu á tónlist,“ segir Sig- urður og tekur fram að tvær gerðir sálma séu á diskinum. „Annars vegar eru þetta sálmar við ljóð sem við Aðalsteinn bjuggum til beinlínis til notkunar í kirkjunni. Hins vegar samdi ég við ljóð eftir Aðalstein úr eldri ljóðabókum hans sem hafa trúarlegan eða andlegan undirtón. Það eru óreglulegri ljóð og við þau er óreglulegri músík, eins og lítil kórverk. Hátt í tíu af 26 lögum disksins eru því trúartengd kirkju- leg músík, sem er ekki beint hefð- bundnir sálmar til safnaðarnotk- unar. En eftir stendur að meirihluti laganna eru praktískir sálmar með alveg ákveðið notagildi,“ segir Sig- urður og tekur fram að það gleðji sig hversu vel kirkjan hafi tekið efninu, en nótnabókin Sálmar á nýrri öld er til í ýmsum kirkjum og nokkrir sálmanna munu rata inn í væntan- lega sálmabók íslensku þjóðkirkj- unnar. Ein stærsta innspýting En hverjum er diskurinn ætlaður? „Diskurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á kórtónlist og nýrri íslenskri tónlist á hvaða sviði sem er og alla þá sem tengjast kirkjunni á einhvern hátt, þ.e. organista, kórstjóra, kór- söngvara, presta og kirkjugesti, því tónlistin er sérstaklega ætluð ís- lensku kirkjunni. Nú ætla ég ekki að leggja mat á eigin verk, en ég held að ég geti sagt að þetta sé líklega ein stærsta innspýting í einum skammti af nýju sálmaefni fyrir kirkjuna. Þetta kemur ótilhvatt að mestu, en rétt er að geta þess að Hörður pant- aði einn sálminn fyrir Sálmafoss sem haldinn hefur verið árlega í Hall- grímskirkju síðustu ár þar sem verið er að hvetja íslenska höfunda til að búa til sálma,“ segir Sigurður og vís- ar þar til sálmsins „Lifandi Guð“. Góður hljómur eykur gildið Að sögn Sigurðar lögðu þeir Aðal- steinn mikið upp úr því að diskurinn hljómaði sem best og því fengu þeir Håkan Ekman frá Svíþjóð til að sjá um upptökurnar. „Ég hef notið þess að starfa með honum áður þegar kammerkórinn Hymnodia tók upp disk í Síldarverksmiðjunni á Hjalt- eyri. Þar kynntist ég því aðeins hversu frábært það er að vinna með svona góðum upptökustjóra sem er sérfræðingur í kórmúsík. Við feng- um hann því til landsins til að upp- tökurnar yrðu eins góðar og kostur væri hljóðlega, sem aftur eykur gildi disksins til hlustunar.“ „Grípandi og áhugavert“  Sálmar á nýrri öld eftir Sigurð Flosason við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar eru komnir út á diski í flutningi kammerkórsins Schola cantorum Ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson Hljómur Schola cantorum ásamt Herði Áskelssyni stjórnanda. Diskurinn var tekinn upp í Hallgrímskirkju. Ljósmynd/Álfgrímur Aðalsteinsson Höfundar Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurður Flosason. Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.