Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Skammdegið hentar sérlega vel til hverskonar íþróttaiðkunar og ótal margt er þar í boði. Auk þess er gaman að taka upp á einhverju nýju í byrjun nýs árs, sumir vilja lyfta níð- þungum lóðum á meðan öðrum hentar eitthvað átakaminna. Fyrir þá sem hafa áhuga á jóga væri hægt að skoða það sem er í boði á Jógasetr- inu í Reykjavík, en þar er m.a. boðið upp á parajóga sem hefst nk. sunnu- dag, 7. janúar. Á viðburðasíðu kemur fram að í parajóga séu allir velkomn- ir sem hafa félaga með sér, hvort sem það er maki, vinur eða fjöl- skyldumeðlimur. Pör sem eiga von á barni eru líka velkomin. Gerðar verða jógaæfingar og stöður í sam- einingu. Fyrir þá sem eru orðnir sextugir fer Jógasetrið af stað með jóga sem ætlað er fyrir 60 ára og eldri nk. þriðjudag, 9. janúar, enda aldrei of seint að hefja jógaiðkun. Í lýsingu námskeiðsins kemur fram að jógað sé gert á stólum og gólfi, þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Fólki er velkomið að koma og prófa. Skráning á heimasíðunni jogasetrid.is eða með því að senda póst jogasetrid@joga- setrid.is eða mæta í Skipholti 50c. Gaman er að prófa eitthvað nýtt á nýju ári Hví ekki að skella sér í parajóga eða í jóga fyrir 60 ára og eldri? Morgunblaðið/Ómar Jóga Hér má glögglega sjá hvernig jóga bætir, hressir og eykur liðleika. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Bjarni Már Magnússon, Ís-landsmeistari í körfu-bolta og dósent í lög-fræði, hefur ásamt þeim Hafrúnu Kristjánsdóttur, sviðs- stjóra íþróttafræðisviðs Háskólans í Reykjavík, og Margréti Lilju Guðmundsdóttur, aðjunkt við íþróttafræðisvið sama skóla, rann- sakað jafnrétti kynjanna í íþrótt- um hér á landi. Hann og Hafrún kynntu nýlega hluta rannsóknar- innar í Vínarborg og er margt sem kemur þar á óvart að hans mati. „Eiginkona mín, Hildur Sig- urðardóttir, þjálfar kvennalið Breiðabliks í körfubolta og ég á strák og stelpu sem bæði æfa körfubolta með Blikum. Auk þess spila ég sjálfur og varð Íslands- meistari með B-liði KR síðasta vetur, staðreynd sem fjölmiðlar, stjórnvöld og nærsamfélagið hafa reynt að þegja í hel. Þetta er því viðfangsefni sem er mér nærri,“ segir Bjarni en rannsóknin hefur dregið ýmislegt áhugavert fram í dagsljósið. „Enn er verið að vinna að gagnasöfnun og úrvinnslu en við erum þegar búin að sjá margt for- vitnilegt í fyrstu tölum. Launa- munur karla og kvenna í hand- bolta er til dæmis minni heldur en við héldum. Á móti kemur að al- gengara er að stelpurnar fái ekki greitt á tilsettum tíma miðað við strákana.“ Lögin og veruleikinn Rannsókn þeirra Bjarna, Haf- rúnar og Margrétar nær eingöngu til knattspyrnu, körfubolta og handbolta en sjálfur telur Bjarni ekki vitlaust að kanna fleiri íþróttagreinar. „Þetta eru rótgrónar íþróttir þar sem karlmenn hafa verið nán- ast einir í sviðsljósinu þangað til nýlega. Ég er með þá tilgátu að í nýrri íþróttagreinum sé minni tregða og kannski bara önnur við- horf sem stuðla að jafnari stöðu kynjanna.“ Spurður hvort tillit sé tekið til áhorfs og tekna, segir Bjarni rannsóknina ekki snúa eingöngu að launamun heldur aðstöðu, æf- ingatíma, fjárstuðningi hins op- inbera o.fl. „Við þurfum að aðskilja upp- eldisstarfið frá afreksstarfinu, þó við könnum hvort tveggja. Þannig skoðum við hvort t.d. strákar fái almennt betur menntaða þjálfara, betri æfingatíma og aðstöðu. Hið opinbera styrkir íþróttafélög og íþróttahreyfinguna mikið, bæði beint og óbeint, og eðlilegt að allir iðkendur njóti jafnra tækifæri og sömu aðstöðu innan hvers félags,“ segir Bjarni og bendir á að vissu- lega komi afreksdeildir karla oft inn með mikið fjármagn í formi styrkja, miðasölu og fleiri þátta. „Þrátt fyrir það að tekjurnar kunni að vera meiri í karlabolt- anum þarf engu að síður að standa við samninga sem gerðir eru við stelpurnar. Það er lágmarks- krafa.“ Lögfræðileg spurning Bjarni er hvað þekktastur fyr- ir sérfræðikunnáttu sína á sviði hafréttar en auk þess að vera með lögfræðipróf og MA-gráðu í al- þjóðasamskiptum frá Háskóla Ís- lands er Bjarni með LLM-gráðu í haf- og strandrétti frá lagadeild Miami-háskóla og doktorsgráðu í þjóðarétti frá Edinborgarháskóla. Spurður hvernig kynjarannsóknir í íþróttum hafi vakið áhuga hans og komið inn á hans borð verður hann sposkur á svip og segir hlæj- andi „Ég er náttúrlega Íslands- meistari í körfubolta.“ En að öllu gamni slepptu bendir hann á að þarna skorti rannsóknir, m.a. um hvaða reglur gilda og hvaða skyldur hvíla á rík- inu og sveitarfélögum. „Það er svolítið þannig með okkur fræðimennina að við hopp- um á þær rannsóknir sem eru í boði ef okkur þykir þær áhuga- verðar. Í raun hófst þetta með umræðum heima hjá mér sem ég hélt svo áfram með á svokölluðum föstudagspöbb uppi í háskóla. Allt í einu var síðan kominn styrkur og við komin á fulla ferð,“ segir Bjarni. Forvitnilegt verður að sjá hvað endanleg niðurstaða rann- sóknarinnar leiðir í ljós en fleiri niðurstöður verða kynntar á næsta ári, en Háskólinn í Reykjavík mun vera gestgjafi 11th meeting of the Transnational Working Group for the Study of Gender and Sport sem í lauslegri þýðingu er ellefti fundur alþjóðlegs vinnuhóps um kynjarannsóknir í íþróttum. Íslandsmeist- ari rannsakar jafnrétti Fá stelpur jafn góða æfingatíma og strákar? Eru laun kvenna hærri í íþróttaheiminum en karla? Hverja þjálfa bestu þjálfarar landsins? Þetta og ýmislegt fleira rannsakar hópur úr Háskólanum í Reykjavík. Bjarni Már Magnússon er einn af þessum rannsakendum. Morgunblaðið/Golli Hafréttarfræðingur Bjarni Már segir lágmarkskröfu að standa við samninga sem gerðir eru við stelpurnar. Fögnuður Bjarni fagnar hér með félögum sínum í KR eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitli B-liða í körfuknattleik. Ánægjan leynir sér ekki. www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum á vinnuvélar, vöru- og flutningabifreiðar, dráttarvélar og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.