Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 ✝ Jónas Hólm-steinsson fæddist á Rauf- arhöfn 8. júlí 1934. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 24. desember 2017. Foreldrar hans voru Hólmsteinn Helgason, f. 5. maí 1893, d. 29. apríl 1988, fyrrverandi odd- viti og útgerðarmaður á Raufarhöfn, og kona hans Jó- hanna Björnsdóttir, f. 3. júlí 1901, d. 5. janúar 1994. Systkini Jónasar eru Björn Stefán, f. 26.1. 1926, d. 11. júlí 2006. Kona hans varJón- ína Ósk Pétursdóttir, f. 12. nóvember 1926, d. 24. maí 2016; Aðalbjörg Jakobína Hólmsteinsdóttir, f. 26.1. 1926, Helgi Sigurður Hólm- steinsson, f. 3.5. 1928; Arndís Sigurbjörg Hólmsteinsdóttir, f. 12.2. 1931. Eiginmaður hennar er Karl Jónsson; Jón- as Maríus Hólmsteinsson, f. 8.7. 1934, fv. kaupfélagsstjóri og yfirbókari; Gunnar Þór Hólmsteinsson, f. 6.3. 1936. Eiginkona hans er Guðrún Gunnarsdóttir; Baldur Hólm- Sverri. 4) Hólmsteinn Jón- asson vinnusálfræðingur, f. 31. mars 1970. Kona hans er Steinunn Björg Birgisdóttir, kennari. Þau eig þrjú börn, Jóhönnu, Jónas Maríus og Hrafnhildi Heklu. 5) Jónas Þór Jónasson viðskiptafræð- ingur, f. 4. maí 1974. Kona hans er Hrafnhildur Ýr Er- lendsdóttir, bankastarfs- maður. Þau eiga tvö börn, Kjartan Breka og Elínborgu Maríu. Barnabarnabörnin eru fimm. Jónas ólst upp á Rauf- arhöfn og gekk í barnaskóla þar. Hann fór síðan á Laug- arvatn og svo í Samvinnu- skólann í Reykjavík. Hann vann eftir útskrift hjá Sam- bandinu og svo í kaupfélag- inu á Raufarhöfn. Hann var kaupfélagsstjóri í Stykk- ishólmi um nokkurra ára skeið og var einn af eig- endum Þórsness. Þau hjónin fluttu svo til Reykjavíkur þegar eldri börnin komust á menntaskólaaldur. Þar hóf hann störf sem aðalbókari hjá Innkaupastofnun ríkisins, síð- ar Ríkiskaup, og starfaði þar uns hann fór á eftirlaun. Hann keypti æskuheimili sitt, Sjávarborg, á Raufarhöfn og bát og ætlaði að verja ævi- kvöldinu þar. Heilsubrestur varð til þess að sú vera varð styttri en áætlað var. Útför Jónasas fer fram frá Háteigskirkju í dag, 3. janúar 2018, klukkan 13. steinsson. f. 24.8. 1937. Eiginkona hans er Sigrún Guðnadóttir. Eftirlifandi eig- inkona Jónasar er Edda Kjartans- dóttir, f. 29.10. 1936 í Reykjavík. Þau gengu í hjónaband á Rauf- arhöfn 30. júlí 1955. Foreldrar hennar voru Kjartan Guð- jónsson, f. 24. nóvember 1907, d. 12. maí 1953, mat- sveinn, og Bergþóra Skarp- héðinsdóttir, f. 2. september 1910, d. 24. júlí 1992, verka- kona. Börn Jónasar og Eddu eru 1) Kjartan Jónasson, f. 18. mars 1955, hugbúnaðarsér- fræðingur. Kona hans er Kol- brún Garðarsdóttir, verka- kona, og eiga þau þrjú börn, Garðar Hólm, Elvar Stein og Eddu Maríu. 2) Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri, f. 22. október 1957. Maður hennar er Ragnar Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri. Þau eiga eina dóttur, Eddu Rún. 3) Arndís Jónasdóttir kennari, f. 9. mars 1967. Hún á þrjá syni, Sigurð Ólaf, Snorra og Hann var kyrrlátur aðfanga- dagsmorgunninn. Sjórinn speg- ilsléttur og veðrið fallegt. Þá skildi hann pabbi minn við. Það var kyrrð og ró og andlátið friðsælt. Við sátum hjá honum og það var notalegt að sjá feg- urðina í umhverfinu þó loftið væri tregablandið. Sjórinn sem hann unni svo heitt skartaði sínu fegursta og Bessastaðir uppljómaðir, eins og Guðni væri að heiðra sinn dygga þegn. Framundan var svo fyrir okkur fjölskylduna að halda heilög jól í skugga sorgar. Það var örlítil huggun harmi gegn að nágrannakona mín sem vinnur við umönnun aldraðra hafði sagt mér að gamla fólkið hennar segði að það væri gott að deyja á jólum því þá væru himnarnir svo opnir og við þau orð hugga ég mig. Pabbi var af gömlu kynslóð- inni en samt nokkuð öðruvísi að vissu leyti. Hann sá til dæmis um öll innkaup heimilisins og eldaði alltaf um helgar og á há- tíðarstundum. Hann var áhuga- maður um mat og gat varið drjúgum tíma í matvöruversl- unum. Hann var óragur að smakka alls kyns fæðutegundir og þegar hann var hjá mér í Hollandi sporðrenndi hann síld að hætti Hollendinga á meðan við hin þorðum ekki að feta þessa leið og létum bara franskar kartöflur nægja. Ein- hverju sinni spurðu strákarnir mínir hann hvort hann borðaði allt. Hann hugsaði sig um í ör- litla stund og svaraði svo að honum hefðu nú reyndar ekki líkað súru selshreifarnir sem hann fékk sem barn á Harðbak en hefði þó slafrað þeim í sig. Hann gat verið þrjóskari en almættið og varð ekki auðveld- lega haggað þegar hann beit eitthvað í sig. Hann var heill í öllu sem hann gerði og bar hag móður minnar og okkur systk- inanna ofar öllu. Hann bar líka hag æskuslóðanna, Raufarhafn- ar, fyrir brjósti og hafði hugsað sér að eyða ævikvöldinu þar en heilsuleysi kom í veg fyrir það. Það var honum kappsmál að við systkinin tengdumst staðnum tryggðarböndum og því fór hann þangað með okkur á hverju einasta sumri. Okkur þótti nú ekki leiðinlegt, alin upp á stærstu gatnamótum landsins, að koma í frelsið á Raufarhöfn. Þar giltu engin tímatakmörk. Maður var úti að brasa og leika allan liðlangan daginn og skilaði sér í hús þeg- ar hungrið svarf að og þar voru alltaf matmálstímar. Þar var lagður grunnurinn að mat- arástríðunni ásamt þeim stund- um sem maður átti með pabba í eldhúsinu í Álftamýrinni. Einu sinni fór móðir mín ásamt hópi kvenna til Finn- lands og vinnufélagarnir vor- kenndu pabba að vera skilinn eftir. En þá fyrst hófst veislan og tilraunamatargerðin hófst. Exótískir réttir urðu einkenn- isréttir þessa daga. Nú kveð ég pabba minn, klettinn í lífinu. Ég er þakklát fyrir það sem hann kenndi mér. Þakklát fyrir öll ólíkindin sem hann gat stundum tekið upp á. En ég er sérstaklega þakklát fyrir alla þá elsku, umhyggju og natni sem hann sýndi drengjunum mínum. Betri afa hefur enginn átt. Við endur- gjöldum með því að hugsa vel um hana mömmu mína, konuna sem pabbi elskaði í 64 ár. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Takk fyrir allt, elsku afi frá Sigga, Snorra og Sverri. Við erum þakklát fyrir allt, elskum þig og söknum þín. Blessuð sé minning þín um aldur og ævi. Arndís Jónasdóttir. Pabbi er farinn. Það átti kannski ekki að koma á óvart miðað við fæðingardaginn og bardaga undanfarinna mánaða. En samt kom það mér í opna skjöldu. Bæði vegna þess að pabbar eru jú ódauðlegir og svo var minn aðeins þrjóskari en góðu hófi gegnir, manni fannst hann úr stáli. En þó að það svíði og sé sárt verður maður að vera þakklátur fyrir að hafa þó haft hann fram á ævikvöldið. Samband okkar pabba óx mikið með árunum og þykir mér vænt um það um leið og það eykur eftirsjána. Við áttum mörg löng og góð símtöl hin seinni ár, aldrei þó eins mörg og löng og þegar ég var stadd- ur í Sjávarborginni hans á Raufarhöfn. Þá var hann aug- ljóslega glaður og röddin ljóm- aði af forvitni og eftirvæntingu þegar hann vildi fá dagsskýrsl- una um báta, menn og mót, og auðvitað ýtarlega lýsingu á því hvernig börnin mín upplifðu æskuslóðir hans. Þarna lágu rætur hans, lokadraumar og eftirvæntingar. Þó að hann kvartaði ekki sárnar mér mest að fótafúinn hafi komið í veg fyrir að hann kæmist norður í Sjávarborg hin síðustu ár og nyti þess eins og hann hafði undirbúið og áformað, pabbi hugsaði stórt en talaði minna. Pabbi sýndi mikinn lífsvilja í snörpum og erfiðum veikindum á lokakafla lífs síns þannig að maður skynjaði harmræna feg- urð í þeirri glímu. Það verður líka að segja lýs- andi grínsögur af pabba. „Stundvíslegri óstundvísi“ hans eins og Jónas frá Hriflu vændi hann um í Samvinnuskólanum eða þegar hann kærði sig lítið um að fylgja lögreglunni á Blönduósi aftur í bílinn til þeirra þegar þeir tóku hann fyrir of hraðan akstur á leið norður, bara engan veginn af því að „hann væri á hraðferð langt norður í land“. Eða þegar hann kaus að heilsa ekki ný- kynntum vinum mínum í gaggó með vandræðalegum handa- hreyfingum viðkomandi, jú, þetta gerðist ekki á einum degi hjá honum pabba, hann var meira svona dropinn-holar- steininn-týpa en æskuheimilið varð samt þekkt félagsheimili seinna þar sem menn komu saman og höfðu hátt og gaman, óþvingað, oftar en ekki með viðkomu frammi í eldhúsi hjá kallinum ef þeir höfðu ekki borðað nægilega fyrir næturga- manið framundan. Mýktin hans pabba og hlýja voru samt ekki leikmanni alltaf augljós, hún var hvorki hávær né leikræn, yfirborðið jafnvel stundum hrjúft, en stöðugur var þó ylurinn og ófrávíkjan- legur. Pabbi var kletturinn sem birtist þegar fjaraði út. Pabba var umhugað um manninn og hópinn þannig að maður skyldi læra af. Augljósara verður mér þó með tímanum hversu hann óskaði að maður hugaði að hlut- um til lengri tíma og að mik- ilvægt væri að gefast aldrei upp, hlusta ekki á úrtölur eða doka of lengi við yfirborðið. Takk fyrir allt, elsku pabbi, ég sakna þín mikið, bið að heilsa öllum. Jónas Þór Jónasson. Ekki er hægt að hugsa sér betri tengdaföður en hann Jón- as Maríus Hólmsteinsson. Ég man alltaf okkar fyrstu kynni í Álftamýrinni. Þar mætti mér virðulegur maður sem tók þéttingsfast í hönd mína og frá honum kom þessi hlýja og þægilega nærvera, sem ávallt fylgdi honum. Það var mér mikil gæfa að kynnast elskulegri tengdamóð- ur minni, Eddu Kjartansdóttur. Kjartani sem er einn af bestu vinum mínum og ekki síður Guðrúnu Soffíu, eiginkonu minni. Önnur börn Jónasar og Eddu, Arndís, Hólmsteinn og Jónas Þór, eru mér einnig mjög kær. Jónas var mikill fjölskyldu- maður og fyrir hann skipti miklu máli að vel væri veitt af mat enda var mjög gestkvæmt í Álftamýrinni. Hann fylgdist grannt með uppeldi barna sinna og barna- barna og var ávallt reiðubúinn að gefa góð ráð. Drengirnir hennar Arndísar voru allir mjög nánir Jónasi afa og þá sérstaklega Sigurður sem segja má að Jónas hafi tekið í fóstur. Jónas tengdafaðir var mikill áhugamaður um landsbyggðina enda ólst hann upp á Rauf- arhöfn og varð síðar kaup- félagsstjóri í Stykkishólmi. Fjölskyldan fluttist til Reykja- víkur 1971. Jónas starfaði mestalla sína starfsævi hjá Sambandinu en síðustu starfs- árin sem aðalbókari hjá Inn- kaupastofnun ríkisins. Jónasi leið aldrei betur en á Raufarhöfn og á hverju ári var farið þangað þar sem hann fór á sjó með Baldri bróður sínum og frændum. Einnig var farið í Grjótnes þar sem Baldur bróðir Jónasar býr nú, en afi þeirra Björn byggði þar upp mikið bú. Hvert sumar voru net lögð í Núpskötluvatn og þar fékkst besti silungur sem hægt er að fá, enda vatnið sjávarblandað. Jónas átti sér draum sem hann lét rætast þegar hann komst á eftirlaunaaldurinn en það var að kaupa trillu og húsið sem Hólmsteinn faðir hans kom upp, Sjávarborg á Raufarhöfn. Minningin um Jónas hlýjar manni um hjartarætur, að hugsa til Jónasar koma í land á trillu sinni ánægður og sæll með góðan afla. Heilsu Jónasar fór að hraka síðustu ár. En aldrei kvartaði hann yfir neinu og sagði að spítalar væru fyrir veikt fólk þrátt fyrir að hann væri sjálfur fárveikur. Svo fór að hann and- aðist á líknardeild Landspítal- ans í Kópavogi eftir harða bar- áttu við krabbamein. Jónas tengdafaðir var hraustmenni og aldrei kvartaði hann yfir neinu og ávallt var hann til í að veita stuðning. Hann var af þeirri kynslóð sem hugsaði fyrst og fremst um aðra en ekki sig sjálfa. Jónas ruddi braut barna sinna og barnabarna með því að vera bara hann. Ég sakna tengdaföður míns og mun ávallt heiðra minningu hans. Ragnar Atli Guðmundsson. Jónas Hólmsteinsson ✝ Gísli SævarrGuðmundsson fæddist á Reykhól- um 7. nóvember 1941. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 18. desember 2017. Móðir hans var Halldóra Guðjóns- dóttir, húsfreyja í Gröf í Þorskafirði, f. á Litlu-Brekku í Geiradal 12.12. 1916, d. 4.7. 2013, og fósturfaðir var Guð- mundur Sveinsson bóndi í Gröf, f. á Hofstöðum í Þorskafirði 11.8. 1920, d. 24.3. 2011. Faðir Gísla var Guðmundur Guðmundsson, héraðslæknir í Reykhólahéraði, f. í Reykjavík 12.12. 1898, d. Jónsson, bóndi og söðlasmiður á Syðri-Völlum, f. 19.9. 1896, d. 21.9. 1989, og kona hans, El- ínborg Jónasdóttir, húsfreyja á Syðri-Völlum, f. 10.5 1902, d. 9.12 1988. Dóttir Gísla og Önnu er Guðrún Alda, f. 28.5. 1974. Sambýlismaður hennar er Uggi Ævarsson, f. 26.4. 1974. Dætur þeirra eru Anna Eir, f. 5.11. 2008, og Guðrún Eyja, f. 13.10. 2013. Synir Ugga eru Ævar, f. 25.6. 2000, og Krummi, f. 21.1. 2002. Frá 1952 ólst Gísli upp í Gröf í Þorskafirði en áður hafði fjöl- skyldan m.a. búið á Miðjanesi og í Borg í Reykhólasveit. Gísli fluttist til Reykjavíkur upp úr tvítugu og stundaði fjölbreytt störf til sjós og lands en var lengst af sendibílstjóri í Reykja- vík og lauk starfsævinni sem ör- yggisvörður á Vitatorgi. Útför Gísla fer fram frá Lindakirkju í dag, 3. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. 23.10. 1968. Systur Gísla eru Guðrún Kolbrún Pálsdóttir, f. 11.6. 1939, gift Sverri Marinósyni, f. 28.6. 1938, d. 16.6. 2016, Ósk Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 4.3. 1946, gift Gylfa Helgasyni, f. 30.10. 1942, d. 6.2. 2015, og Arndís Ögn Guð- mundsdóttir, f. 16.6. 1954, í sambúð með Gunn- laugi Péturssyni, f. 9.12. 1952. Gísli kvæntist árið 1972 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Önnu Steinbjörnsdóttur, bankastarfs- manni, f. 4.4. 1936, frá Syðri- Völlum í Húnaþingi vestra. For- eldrar Önnu voru Steinbjörn Bjart er yfir lífsbók Gísla sem við kveðjum í dag. Hann var um svo margt einstakur í samskiptum við sitt samferðafólk, hans ljúfa lund var gegnheil og hann laðaði alla að sér með glettni og gæsku. Það var ekki hægt annað en þykja vænt um Gísla og allar fjölskyldu- stundir urðu skemmtilegri eftir að hann kom inn í fjölskylduna. Við vorum litlar stelpur á þeim tíma og það var alltaf mikil tilhlökkun að hitta Dúddu og Gísla. Það er einstakt við þessar minningar að alltaf er Gísli brosandi, sönglandi eða sprellandi og hláturgusur hans fengu alla til að hlæja með. Hann átti sannarlega sinn þátt í að gera hin „stóru ferðalög“ fjöl- skyldunnar ógleymanleg. Gísli var gæfumaður í einkalífi. Samstillt gengu þau Dúdda saman í gegnum lífið og nutu þess að ala upp einkadótturina, Guðrúnu Öldu, sem hefur alla tíð verið þeim mikill gleðigjafi. Það eru ekki margir sem við höfum séð njóta foreldrahlutverksins eins og Gísli. Einkadóttirin var hans kraftaverk í lífinu og það var fallegt að sjá að- dáun hans á henni. Dúdda og Gísli voru einnig samtaka um að veita foreldrum sínum gott ævikvöld. Hjálpsemi Gísla átti án vafa drjúgan þátt í því að móðir hans og fósturfaðir gátu búið fram eftir aldri í Gröf í Þorskafirði sem var sælureitur Gísla. Á sama hátt sýndi Gísli hvaða mann hann hafði að geyma þegar heilsa tengdafor- eldra hans fór að bila. Hann gisti mánuðum saman hjá afa til að hann gæti verið heima sem lengst og nær daglega heimsótti hann ömmu þegar hún var komin í hjúkrunarrými. Fyrir þá einstöku alúð sem hann sýndi þeim viljum við þakka. Gísli var hvorki áberandi né há- vær út á við en hafði gaman af að rökræða ýmis málefni í góðra vina hópi. Hann hafði óbilandi áhuga á vistvænum orkugjöfum, ekki síst vetni, og ósjaldan beindi hann um- ræðunni að mögulegum orkugjöf- um framtíðarinnar. Án vafa hefði Gísli glaðst yfir örri þróun bíla- orkugjafa síðari árin en hann var atvinnubílstjóri nær allan sinn starfsferil. Hann var varkár og farsæll bílstjóri og honum farnað- ist vel í starfi með þjónustulund sinni og ljúfu geði. Það er með miklu þakklæti og væntumþykju sem við systur og fjölskyldur okkar kveðjum yndis- legan mann. Við erum þakklátar fyrir einstök kynni og góð sam- skipti þegar við dvöldum langdvöl- um á heimili þeirra hjóna á náms- árum okkar. Hans góðlátlega bros er okkur ljóslifandi og falleg minn- ing um einstakan mann sem yljar. Hlín og Hrönn. Látinn er kær svili minn og vin- ur, Gísli Sævarr. Margs er að minnast á rúmlega 40 ára sam- ferð. Gísli var einstaklega ljúfur og góður maður, þolinmóður, skemmtilegur og háttvís. Alltaf var hann boðinn og búinn til að hjálpa ef á þurfti að halda og var þá nánast sama um hvað var beð- ið, t.d. barnapössun, byggingar- vinnu eða flutninga. Hann reynd- ist tengdaforeldrum sínum sem besti sonur og sinnti Steinbirni tengdaföður sínum á einstakan hátt og af virðingu þegar síga tók á seinni árin. Mági sínum, Sigurði, var hann besti vinur og mikill samgangur var á milli heimila okkar alla tíð. Æskuslóðirnar í Gröf voru Gísla kærar og notaði hann góðan tíma á sumrin til að dvelja þar með móður sinni og fóstra og nutu þau aðstoðar hans við búskapinn. Hann var mikill náttúruunnandi, hljóp upp um fjöll og firnindi þeg- ar vel lá á honum. Á hverju sumri var ferðast um landið, oft var það stórfjölskyldan saman á ferð og átti einstakar gæðastundir sem ekki voru síst Gísla að þakka því hann hélt svo sannarlega uppi fjörinu. Hann var mikil barna- gæla og börnin í fjölskyldunni elskuðu Gísla. Það var einstak- lega notalegt að heimsækja Dúddu og Gísla í Lækjarselið og síðar í Glósalina og Hæðargarð- inn. Hægt væri að segja margar góðar sögur af honum Gísla enn upp úr stendur minningin um Gísla að svæfa Guðrúnu Öldu einkadóttur sína, þá hófst upp mikið fjör þar sem Gísli fór ótroðnar slóðir við svæfingar og lék á harmonikku og söng fyrir barnið. Undanfarin ár hefur Gísli strítt við þann erfiða sjúkdóm alzheim- er og dvalið á hjúkrunarheimil- um. Það var sárt að missa þennan yndislega mann sem var hluti af daglegu lífi manns í heim gleymskunnar, ekki hvað síst fyr- ir ungar dótturdætur hans að fá ekki að njóta afa Gísla sem hefði verið besti afi í heimi. Hvíl í friði, kæri vinur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku Dúdda mín, Guðrún og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elín, Steinbjörn og Anna Lilja. Gísli Sævarr Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.