Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 VISTVÆNAR BARNAVÖRUR Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is ÚTSALA 20-80% PLUSMINUS | OPTIC afsláttur af umgjörðum Ég hef áður birt greinar í Morg- unblaðinu um Basslink sæstrenginn, 9.6.2016 og 19.12.2016. https:// veldi.is/reports/ Hérna er stuðst við þessar greinar og auk þess við upplýsingar af Netinu um nýlega at- burði sem tengjast Basslink. Einnig má hafa í huga að okkar ást- sæli Jörundur hundadagakonungur dvaldist á Tasmaníu síðustu 15 ár ævi sinnar, að vísu í sukki og svínaríi, og dó þar 1841. Basslink og Icelink Basslink sæstrengurinn milli Tas- maníu og Ástralíu var gangsettur í ársbyrjun 2006 og hefur því verið í notkun í 12 ár. Basslink er 290 km að lengd og var lengsti sæstrengur í heimi þegar hann var lagður. Streng- urinn var sagður geta flutt 500 MW af raforku fram og tilbaka, en allt að 630 MW frá Tasmaníu til Ástralíu. Kap- alframleiðandinn er Prysmian Group á Ítalíu. Basslink sæstrengurinn er í eigu fjárfestingarsjóðs í Singapúr og er Hydro Tasmania („Landsvirkjun“ Tasmaníu) eini viðskiptavinur þeirra. Basslink er áhugavert verkefni fyr- ir Íslendinga vegna frétta af fyrirætl- unum Landsvirkjunar um að leggja raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Icelink-kapallinn yrði um- talsvert meiri framkvæmd en Bass- link, fjórum sinnum lengri og mundi ná niður á átta sinnum meira dýpi. Bæði í orkukerfi Íslands og Tas- maníu er vatnsafl ráðandi. Bilun í Basslink Basslink bilaði 20. des. 2015, á 80 metra dýpi. Rifan á varnarkápu kap- alsins var um 10 cm að lengd og aðrar skemmdir af völdum ytra hnjasks ekki sjáanlegar. Bilunin kom óvænt, á sama tíma og vatnsmiðlanir í Tasmaníu voru í lág- stöðu. Þá var þurrkatíð og rennsli vatnsfalla í lágmarki. Varð af mikil orkukrísa. Hætt var við að taka niður stóra gastúrbínu og fjöldi dísilstöðva í gám- um var í skyndi fluttur til Tasmaníu. Skömmu síðar tókst að gera gera við Bass- link með aðstoð kap- alskips og með gríð- arlegum tilkostnaði. Raforkuflutningar hóf- ust aftur 23. júní 2016 en höfðu þá legið niðri í sex mánuði. Af hverju bilaði Basslink og hver á að borga? Viðgerðin á Basslink var umfangs- mikil en kostnaðurinn liggur ekki fyr- ir opinberlega. Greinargerð sérfræð- inga frá breska ráðgjafarfyrirtækinu Cable Consulting International komst að þeirri niðurstöðu að bilunin hefði verið óútskýrð og óviðráðanleg en á tryggingamáli er þetta kallað ,Hönd Guðs!‘ eða á ensku „Act of God!“. Í framhaldi af því greiddi tryggingafyrirtækið viðgerðarkostn- aðinn að fullu auk tekjutaps á bil- unartímabilinu. Eigandi Basslink skilaði methagnaði það árið. Kostnaður Hydro Tasmania vegna bilunarinnar varð 130 milljónir USD og til að þurfa ekki að láta almenning borga þá var reynandi að senda reikninginn á Basslink-fyrirtækið. Hydro Tasmania fékk norsk-þýska ráðgjafarfyrirtækið DNV GL til að kanna málið og skilaði það grein- argerð núna rétt fyrir jól eða 20.12. 2017, en 45 mínútum áður fékk Bass- link-fyrirtækið að sjá drög að grein- argerðinni. Niðurstaða DNV GL var að vegna yfirálags í flutningum frá Tasmaníu til Ástralíu hefði strengurinn ofhitnað og brætt af sér hlífðarkápuna. Þetta er sama skýring og ég stakk upp á í fyrrnefndum greinum í Morg- unblaðinu. Eins og við var búist neit- aði Basslink þessari niðurstöðu greið- lega. Sagði að DNV GL hefði aðeins stuðst við fræðilega útreikninga en hvorki staðfest þá með mælingum né haft samband við framleiðanda kap- alsins. Það er áhugavert að bera saman ráðgjafarfyrirtækin. Hjá Cable Con- sulting International á Bretlandi starfa 2-10 manns en 13000 hjá DNV GL í yfir 100 löndum. Þarna er því ólíku saman að jafna, en niðurstaðan er jafnan verk fáeinna manna. Búist er við að málaferli muni taka a.m.k. tvö ár. Hvað segja menn í Tasmaníu um Icelink? Ég hef tekið þátt í spjalli um Ice- link hjá Tasmanian Times á Netinu. Hér eru nokkur ummæli, sem þar komu fram: „Hljómar eins og hálf aulalegt skipulag.“ „Ég held að þetta gæti verið mikið áhættuspil.“ „Í öllum samningum sem gerðir væru um Ice- link (ef af framkvæmdum yrði) þyrfti að koma hlutum þannig fyrir að ís- lenska ríkið eða fyrirtæki þess bæri ekki óþarfa ábyrgð ef upp kæmi bilun í sæstrengnum.“ Niðurstaða Atburðirnir í Tasmaníu leiða hug- ann að áhættu, sem er grundvall- aratriði í rekstri vatnsorkukerfa þar sem margt getur farið úrskeiðis. Eðli vatnsorkukerfa er að oftast gerist ekki neitt, en ef eitthvað kemur upp á, þá er stutt í stóra áfallið. Í ljósi reynslunnar af bilun á Bass- link þá blasir við að ef sams konar bil- un yrði á Icelink á miklu dýpi úti á Atlantshafi þá gæti hugsanlega verið ómögulegt að komast að til viðgerða. Þá væri eina lausnin að leggja annan samhliða kapal frá Íslandi til Bret- lands, en það gæti tekið um þrjú ár og með gríðarlegum tilkostnaði. Önnur útfærsla væri þá að leggja tvo kapla strax í upphafi til vonar og vara. Þarna þurfa menn að gera sér grein fyrir bilanalíkum og taka tillit til þeirra í kostnaðaráætlunum. Reynsl- an af Basslink-biluninni væri þá gott veganesti við þá áætlunargerð. Gera þarf vandaðar áætlanir um kostnað við verkefnið og birta þær, til að halda almenningi upplýstum sem eignar- og ábyrgðaraðila. Basslink raforku- sæstrengurinn Eftir Skúla Jóhannsson » Basslink er áhuga- vert verkefni fyrir Íslendinga vegna frétta af fyrirætlunum Lands- virkjunar um að leggja raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Ósló, 28. desember 2017 Herra Davíð Oddsson, herra Haraldur Johannessen, ritstjórar, Morgunblaðinu Reykjavík Kæru ritstjórar, ég skrifa ykkur vegna leiðara sem birtur var í dag- blaði ykkar hinn 5. desember sl. þar sem, ásamt öðru, var vísað til ástandsins í Katalóníu. Í greininni koma fram fullyrðingar um eðli dómskerfisins á Spáni sem ég vil leiðrétta svo að lesendur þínir fái heildstæðar upplýsingar um ástand- ið í landi mínu. Spánn er lýðræðisríki þar sem enginn er saksóttur vegna stjórn- málaskoðana sinna, sem allir mega tjá á hvaða vettvangi sem er. Þeir aðilar sem fjallað er um í leiðaranum eru stjórnmálamenn sem hafa haft fullt frelsi til að verja hugmyndir sínar um aðskilnaðarstefnu á op- inberum vettvangi, á landsþingi og héraðsþingum sem og í fjölmiðlum. En þessir stjórnmálamenn eru taldir hafa brotið á stjórnarskránni, spænskum lögum og með viljandi hætti óhlýðnast endurteknum skip- unum stjórnlagadómstólsins. Á Spáni, eins og í mörgum löndum í kringum okkur, telst slík hegðun lögbrot samkvæmt spænskum refsi- lögum og því er saksótt vegna þeirra, óháð stöðu sakborningsins. Eins og í öðrum lýðræðisríkjum er enginn hafinn yfir lög á Spáni og rík- isborgarar sem brjóta lög þurfa að svara fyrir það. Af þeirri ástæðu hefur valdbær dómstóll ákveðið að sækja til saka meðlimi í fráfarandi héraðsstjórn Katalóníu. Innan valdheimilda rétt- arins er sá möguleiki að beita var- úðarráðstöfunum til að málaferli geti farið fram með viðunandi hætti. Á meðal slíkra ráðstafanna er – eins og í flestum lýðræðisríkjum – gæslu- varðhald fram að réttarhöldum eða dómsuppkvaðningu. Þessi ráðstöfun er möguleg þegar ástæða er til að ætla að sakborningur yfirgefi lög- söguna, sé líklegur til frekari brota eða til að eyða sönnunargögnum. Valdbær dómstóll telur að þessar aðstæður séu fyrir hendi hjá hluta sakborninga sem er ástæða þess að þeir eru enn í gæsluvarðaldi. Sú staða þeirra kom ekki í veg fyrir að þeir gætu boðið sig fram í héraðs- kosningunum sem fóru fram þann 21. desem- ber siðastliðinn. Kosningaréttur þeirra og kjörgengi eru áfram í fullu gildi fram að dómsuppkvaðningu. Ég vil líka benda á að þessum mál- um er skotið beint til hæstaréttar vegna friðhelgisstöðu eða „afor- amiento“ hluta sakborninganna. Líkt og í mörgum öðrum lýðræð- isríkjum er „aforamiento“ sérstakt kerfi sem gildir um háttsett yfirvöld ríkisins og þingmenn vegna athafna sem tilkomnar eru vegna starfs- skyldna þeirra. Markmið með „afor- amiento“ er einmitt það að veita við- komandi hámarksvernd með því viðhalda aðskilnaði valds sem trygg- ir sjálfstæði dómstóla í skipulagi rík- isins, og stenst fyllilega samanburð við önnur Evrópuríki. Að lokum vil ég minna á að rík- isstjórn Spánar, með stuðningi 80% öldungadeildar spænska þingsins, tók þá ákvörðun að grípa fram fyrir hendur héraðsstjórnarinnar í Kata- lóníu í samræmi við spænsku stjórn- arskrána, sem samþykkt var á sínum tíma með þjóðaatkvæðagreiðslu með miklum meirihluta, með það eitt að markmiði að endurreisa réttarríkið. Ég vona að þessar upplýsingar komi lesendum þínum að gagni og ég yrði þakklát fyrir að þær yrðu birtar í dagblaði þínu. Með bestu kveðju, Eftir Maríu Isabel Vicandi María Isabel Vicandi Höfundur er sendiherra Spánar á Íslandi. Opið bréf til ritstjóra Morgunblaðsins » Spánn er lýðræðisríki þar sem enginn er saksóttur vegna stjórn- málaskoðana sinna, sem allir mega tjá á hvaða vettvangi sem er. Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.