Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Um þettaleyti erutilvitnanir á hvers manns vörum. Fleyg orð frá liðnu ári, óheppileg eða skondin öfug- mæli og hvers konar önnur speki, smá og stór. Þjóðin telur að nú sé tíminn til að hefja sagnfræðilega endurskoðun á hinu liðna ári. Auðvitað er margt þegar fallið í gleymsk- unnar dá. Flestir muna þó enn að rík- isstjórn sprakk s.l. haust en síður af hverju hún sprakk. Það var allt svo vitlaust að kannski er gustuk að gleyma því fljótt. Margir muna þó enn að í um- fjöllun stjórnmálasérfræðings „RÚV“ um stefnuræðu þeirrar ríkisstjórnar sagði sá að hún virtist sigla mjög lygnan sjó. Sá sami hefur svo sem sagt eitt og annað sem betur hefði verið ósagt, en skyn á tíma og at- burði lá ekki vel fyrir honum þetta augnablikið frekar en endra nær. Örskömmu síðar var ríkisstjórnin fokin burt í rjómalogninu. Annar vitringur og pólitísk- ur samherji þess fyrrnefnda var spurður um það á gaml- ársdag fyrir alllöngu hvaða efnahagslegu einkunn liðna ár- ið fengi hjá hjá honum. Svarið þótti afspyrnu gáfulegt þá: „Það er mjög erfitt að spá um nýliðna fortíð.“ Sé svo, sem vel getur verið, hvernig dettur nokkrum í hug að spá fyrir um ókomna tíð? Í rauninni er auðveldara að spá fyrir um framtíðina en liðna tíð. Sú spágerð kallar á minna áreiti en þegar gamla árinu er gefin einkunn. Um það „gamla“ liggja fyrir fjölmargar upplýsingar sem hafa má skoðun á og ýmsir hafa ríka hagsmuni af því að túlkunin sé „rétt“. Um framtíðina verður síður þráttað, nema við gyðju í Delphi í fornri tíð og Njál á Bergþórshvoli nokkru síðar. Alþjóðlegir spámenn notuðu síðustu daga fyrir áramót til að bregða upp myndum af því hvernig dyntir Kim Jong-un myndu þróast á árinu 2018 og á hvað tísti mætti eiga von úr Hvíta húsinu í kjölfarið. Eng- inn vitringanna þrjúþúsund og þriggja sagði hins vegar orð um að væntanleg væru mót- mæli og uppþot gegn klerka- stjórn Írans um og upp úr ára- mótum. Sjálfsagt muna fáir eftir fréttum af keisaranum í Íran, Reza Pahlavi, sem reyndi að færa ríki sitt hraðar til vest- rænni hátta en allir vildu sætta sig við. (Ekkja hans Farah Diba hin fagra verður áttræð á þessu ári). Lýðræðið var ekki meira þar en tíðk- ast enn í næsta ná- grenni. Frétta- flytjendur voru ekkert ólíkir mörgum þeim sem enn eru að. Þeir voru upp- teknir af hinni ógurlegu leyni- þjónustu Savak sem keisarinn studdi sig við. Sú var örugg- lega áþekk öðrum slíkum. En það var óþægilega áberandi að eftir að Khomeini erkiklerkur sneri heim úr útlegð og fékk öll völd í landinu breyttist tónn- inn furðu fljótt hjá vestrænum fréttamönnum í garð yfirvalda í Tehran og handlangara þeirra sem voru miklu grimm- ari en þeir sem fyrir voru. Fréttir af ógnum slíkra stofn- ana þornuðu upp. Carter forseti var af mörg- um sakaður um að hafa svikið keisarann í tryggðum, en hann hafði verið bandamaður Bandaríkjamanna eins og Mubarak sem Obama lét sigla sinn sjó að ráði ungra aðstoð- armanna sinna í Hvíta húsinu sem sögðu forsetann „ekki mega verða viðskila kröfu sög- unnar“, hvað sem það merkir. Í Íran eru „sekir“ menn nú reglulega hengdir opinberlega í háa krana fyrir svo ólíka „glæpi“ eins og smygl og sam- kynhneigð. Opnir mótmælafundir eru fáir á Vesturlöndum af slíku tilefni og illa sóttir sé til þeirra blásið. Upp komst að Bandaríkja- menn sendu á lokametrum Obama forseta milljarða dala í reiðufé, í evrum, svissneskum frönkum og öðrum erlendum gjaldeyri, til klerkastjórnar- innar, til þess að stuðla að samningum um tilraunir Írana til að þróa kjarnorkuvopn. Flugvélar lentu í Íran í skjóli nætur úttroðnar af órekjanlegum seðlum. Írönsk yfirvöld létu „leka“ myndum af þessum óvenjulegu flutningum til að hlakka yfir fullkominni niðurlægingu „óvinarins“ í samningagerðinni. Eftir aðeins átta ár getur klerkastjórnin komið sér upp kjarnorkuvopnum að vild. Kannski kom það helst á óvart að íranskur almenningur skyldi rísa upp nú og andmæla fátækt og atvinnuleysi eftir að Bandaríkin og stórríki ESB höfðu losað um mikla fjármuni í þakkarskyni fyrir vita gagns- lausan samning og ritað að auki undir stóra viðskipta- samninga. Margir höfðu óttast að lungi þessa fjár yrði nýttur til að fjármagna hryðjuverka- starfsemi nær og fjær. Það, að einmitt nú skuli bágum kjörum mótmælt í Íran með fram- angreindum hætti, bendir því miður til þess að þetta svart- sýnismat hafi verið rétt. Þegar hafa allmargir fallið í mótmælum almennings í Íran} Andóf í Íran B reska þjóðin ákvað í þjóðar- atkvæðagreiðslu á síðasta ári að ganga úr Evrópusambandinu og því mun framtíðarskipulag Evr- ópu taka breytingum. Til að tryggja vandaðan undirbúning af hálfu ís- lenskra stjórnvalda fyrir viðræður um framtíð- arsamskipti Íslands og Bretlands skipaði utan- ríkisráðherra fimm vinnuhópa um Brexit sl. sumar. Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur þátt í þremur þessara vinnuhópa. Hér verður farið yfir nokkur af þeim brýnu málum eins og gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, samstarfsáætlanir á sviði mennta- og menningarmála og vísinda ásamt hugverka- og höfundaréttindum. EES-samningurinn tryggir gagnkvæma við- urkenningu á menntun og hæfi á sameiginlega vinnumarkaðnum. Einstaklingi sem hefur aflað sér fag- legrar menntunar og hæfis til starfs í einu af aðildar- ríkjum EES-samningsins er heimilt að starfa hvar sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins með sömu réttindum og skyldum og heimamenn. Við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verða bresk stjórnvöld ekki skuld- bundin til að viðurkenna menntun sem aflað er á Íslandi til að gegna þeim lögvernduðu störfum. Á sama hátt verð- ur íslenskum stjórnvöldum ekki skylt að viðurkenna menntun sem aflað hefur verið í Bretlandi. Eitt megin- markið íslenskra stjórnvalda er að tryggja að áfram verði hægt að viðhalda skilvirkni núverandi viðurkenning- arkerfis og komast að gagnkvæmu samkomulagi. Bókun 31 við EES-samninginn um sam- vinnu á sérstökum sviðum utan marka fjór- þætta frelsisins gerir Íslandi kleift að taka þátt í samstarfsáætlunum Evrópusambands- ins á sviði mennta-, menningar- og vísinda- mála. Þátttakan hefur skilað miklu fyrir bæði einstaklinga og mennta-, menningar- og vís- indakerfið í landinu. Hinn 8. desember sl. náð- ist samkomulag um þátttöku Breta í sam- starfsáætlunum ESB á sviði mennta-, menningar- og vísindamála til ársins 2020. Ís- lensk stjórnvöld telja að mikill ávinningur hafi náðst í þessu samstarfi og leggja ríka áherslu á að svo verði áfram í framtíðinni. EES-samningurinn hefur að geyma reglur um hugverkaréttindi og óskráð réttindi á borð við höfundarétt. EES-samningurinn felur í sumum tilfellum í sér aukna vernd hugverka- og höfundaréttinda umfram alþjóðasamninga á því sviði og á öðrum sviðum auðveldar samningurinn skráningu og skilvirka vernd slíkra réttinda á Evrópska efnahagssvæð- inu. Íslenskir höfundar njóta þannig aukinnar verndar á verkum sínum umfram það sem gengur og gerist í ýmsum alþjóðlegum samningum. Brýnt er að tryggja hagsmuni þessu tengda í framtíðinni. Íslensk stjórnvöld munu halda áfram að sinna hagsmunagæslu vegna Brexit og fylgjast náið með framvindu úrsagnarferlisins. Það er mikilvægt að viðhalda góðum og nánum samskiptum við Breta, sem eru okkar helsta viðskiptaþjóð, og efla þau til framtíðar. Lilja Alfreðsdóttir Pistill Menntun, menning og vísindi í kjölfar Brexit Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Flest bendir til að fjöldi far-þega á kílómetra verðiekki nægur í nýju sam-göngukerfi borgarlínu til að standa undir léttlestakerfi. Hrað- vagnar séu raunhæfari. Þetta kemur fram í skýrslu danska ráðgjafafyrirtækisins COWI vegna borgarlínu. Hún er kynnt vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 sem gerðar eru vegna borgarlínu. Á hinn bóginn er tekið fram að sumir samgönguásar, til dæmis BSÍ- Hlemmur-Ártún, fari nærri neðri mörkum léttlestar – 2.000 farþegar á kílómetra – ef hlutur almennings- samgangna fer úr 4% í 12%. Miðað er við mikla þéttingu byggðar meðfram borgarlínu og hamlandi aðgerðir til að draga úr bílaumferð. Hins vegar fari enginn samgönguás nærri þess- um mörkum í öðru viðmiðunarkerfi sem skoðað var. Þurfi ekki tímatöflu Fram kemur í skýrslu COWI að hraðvagnakerfi gangi best þegar tíðnin er slík að farþegar þurfa ekki að velta fyrir sér tímatöflu. Þá er mið- að við að vagnar komi á minnst 5 til 10 mínútna fresti yfir daginn. Bent er á að enn meiri tíðni hafi ekki mark- verð áhrif á biðtíma. Hún auki hins vegar framboð sæta og gæti því aukið þægindi farþega. Á móti komi að tíð- ari ferðir geti leitt til umferðartafa. Talið er að ef vagnar koma sjaldnar en á tíu mínútna fresti sé biðtími jafn- an langur og farþegar þurfi jafnan að nota tímatöflur. Við útreikninga er miðað við að biðtími sé 7,5 mínútur milli klukkan 7 og 19, 10 mínútur klukkan 6-7 og 19- 20, 15 mínútur milli 20 og 23 og 30 mínútur klukkan 23-6. Um helgar er biðtíminn 10 mínútur milli 10 og 19, 15 mínútur milli 8 og 10 og 19-22 og 30 mínútur á tímanum milli 22 og 8. Bendir þetta til að horft sé til að stór- auka þjónustu strætó. 63% í 600 metra radíus Bent er á að um 95.000 manns á höfuðborgarsvæðinu búi innan 400 metra radíuss frá væntanlegri legu borgarlínu, eða um 44% íbúanna. Þá búi um 138.000 manns innan 600 metra radíuss frá borgarlínu, sem samsvari um 63% íbúafjöldans. Þessu tengt er áætlað að þeir sem búa innan 400 metra radíuss við borgarlínu verði að baki 557 þús. ferða. Það sé um 64% allra ferða. Talan hækki í 627.000 ferðir innan 600 metra rad- íuss, eða 72% allra ferða. „Þetta þýðir að nærri 2⁄3 ferða eru í göngufjarlægð frá biðstöðvum borgarlínu í framtíðinni. Jafnframt yrðu um 3⁄4 ferða innan 600 metra frá borgarlínu,“ segir m.a. í skýrslunni. Þá er bent á að flestir staðir sem skapa fjölda strætóferða séu innan 400 metra radíuss. Einungis Land- spítali í Fossvogi og Kauptún í Garða- bæ séu meira en 400 metra frá bið- stöð. Hins vegar séu Ikea og Costco ekki dæmigerðir áfangastaðir fyrir almenningssamgöngur. Þegar Fossvogurinn breytist „Fossvogur væri áhugavert svæði fyrir almenningssamgöngur – einnig þegar svæðinu hefur verið breytt vegna nýrrar og miðlægrar staðsetningar sjúkrahúsa í Reykja- vík,“ segir m.a. í skýrslunni. Loks segir þar að við áætlaðan kostnað af borgarlínu sé miðað við rými undir léttlestir. Þannig megi síð- ar breyta hraðvagnakerfi í léttlesta- kerfi ef þörf krefur. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í júní að áætlað væri að borgarlínan yrði alls 57 kílómetrar og kostnaðurinn 63-70 milljarðar. Rætt hefur verið um að fram- kvæmdir geti hafist 2020. Biðin eftir borgarlínu verði 5 til 10 mínútur Heppilegar tíðnir ferða Meðalbiðtími mínútur milli ferða Fjöldi ferða á klukkustund Heppileg tíðni Styttri biðtími Óveruleg stytting biðtíma Heimild: COWI Fram kemur í tillögu að breyttu svæðisskipulagi vegna borgar- línu að hún sé „stærsta sam- eiginlega verkefni sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu“. Með hágæðakerfi almennings- samgangna sé átt við hrað- vagnakerfi eða léttlest. „Í undirbúningsvinnu sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæð- inu er miðað við að borgarlínan verði hraðvagnakerfi. Það sem einkennir slík kerfi, óháð því hvort um er að ræða hraðvagna eða léttlestir, er í megindrátt- um þrennt: Í fyrsta lagi ferðast vagn- arnir á sérakreinum og fá for- gang á gatnamótum … Í öðru lagi er tíðni ferða mikil. Algeng tíðni vagna er 5-10 mínútur en þar sem þörf er á meiri af- kastagetu getur hún farið í um tvær mínútur … Í þriðja lagi eru biðstöðvar yfirbyggðar og vandaðar,“ segir m.a. í tillög- unni. Verði allt að tvær mínútur TÍÐNI BORGARLÍNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.