Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Íslendingar stóðu frammi fyrir þjóðar- gjaldþroti fyrir tæpum áratug án þess að bera gæfu til að læra að til- einka sér ný og betri vinnubrögð. Það er illa komið fyrir lands- mönnum verði haldið áfram á sömu vegferð. Það er skrýtinn efna- hagsbati og hagsæld ef fasteignauppbygging er drifin áfram við þenslu og skort á iðnaðar- mönnum. Á sama tíma ætla stjórn- völd að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús án þess að vita einu sinni hvað það kostar ásamt því að hunsa alla áreið- anleikakönnun. Einnig á að viðhalda innantómum loforðum: byggja þús- undir íbúða fyrir þá sem minna mega sín á sann- gjörnu verði. Fasteigna- bóla með síhækkandi fasteignaverði, sem hefur átt sér stað, mun fyrr eða síðar springa og reynast mörgum heimilum ofviða og lenda síðan á þjóðinni. Ekki verður ábætandi að við slíkar aðstæður stöðvast atvinnuhjólið á ógnarhraða. Þarf efna- hagslegt hrun aftur til að almenningur vakni og geri sér grein fyrir á hvaða vegferð stjórnvöld og stjórnsýsla eru, þar sem hvergi má inna af hendi sparnað og engu breyta? Sérhagsmunargæsla al- þingismanna og þá helst fjórflokks- ins, sem er ekkert annað en klíku- veldi, rottar sig saman með öllum tiltækum ráðum til að halda völdum og tryggja að sem minnstu sé breytt. Það er illa komið fyrir samfélaginu takist stjórnvöldum að viðhalda mis- skiptingu og sérhagsmunagæslu sjálfum sér til handa og hunsa rétt- læti. Kjararáð er ítrekað að fremja þjóðarglæp með því að riðla öllum stöðugleika með samþykki Alþingis ásamt því að ýta undir ójöfnuð. Kjararáði ber að leiðrétta kjör emb- ættismanna með þeim hætti að raska ekki almennum kjarasamningum og bera hag allra landsmanna fyrir brjósti. Ríkisstjórninni tókst í fæðingu, með dyggri aðstoð kjararáðs, að jarð- setja trúverðugleika sinn með ein- ræðistilburðum að breytingar skuli koma síðar til þeirra sem minna mega sín. Alþingismenn þegja þunnu hljóði til að rugga sem minnst feitum launa- hækkunum sem þeim var úthlutað. Síðan kemur forsætisráðherra ítrekað fram til að upplýsa þjóðina að hún vilji eiga gott samtal við verkalýðshreyf- inguna, til að viðhalda stöðugleika, hvað hún hyggst gera í framtíðinni. Heilbrigðiskerfið er í miklu fjár- svelti og það ber að bæta með ábyrg- um hætti. Það er skammgóður vermir ef milljörðum er mokað handahófs- kennt í þá sem hæst gjalla. Jafnvel á „góðæris-“ og þenslutímum þarf að gæta aðhalds og fyrirhyggju. Þúsund milljarðar hafa verið afskrifaðir vegna óstjórnar og glæpsamlegs verklags, það sem verra er, flestir þeirra sem þar bera ábyrgð stýra landinu ennþá, með einum og öðrum hætti, og láta ekki af rányrkju sér til handa. Efnahagsbati og stöðugleiki verður ekki drifinn áfram til lengri tíma með fasteignabólu, sem er vart annað en snuð og einfaldleiki þeirra skuldsettu og trúgjörnu. Það sem fer upp kemur jafnan aftur niður af margföldum þunga og tekur þá sem fyrir því verða. Jafnt og þétt mun grotna undan þjóð- inni, þegar á reynir, við að viðhalda stöðugleika sem er byggður upp af draumsýn. Misskipting og sérhagsmunagæsla er keyrð áfram með einbeittum brota- vilja smákónga, sem eru uppteknir að hlaða undir eigin rass. Sukkið, svínarí- ið og óstjórn endurspeglast alls staðar og engu skal breyta. Verkalýðs- leiðtogar, sem ættu snefil af sjálfsvirð- ingu, myndu aldrei ljá máls á pró- sentuhækkunum sem gera ekkert annað en að ýta undir enn frekari ójöfnuð og misskiptingu. Kjararáð er, með samþykki Alþingis, að þjösnast á samfélaginu með óhæfu verklagi og brýtur allar undirstöður til að við- halda stöðugleika. Milljarða varðskip er búið að liggja við bryggju heilan áratug, þar sem það er ekki rekstrarhæft og ætti að vera löngu búið að selja til að taka meiri hagsmuni fram yfir minni. Sandkassaleikurinn við Landeyjahöfn tekur engan enda ásamt skipaskurð- inum í gegnum Vaðlaheiði. Margra milljarða fangelsi er vart starfhæft vegna fjárskorts, og skjólstæðingar bryðja geðlyf þar sem ekkert er við að vera. Í siðmenntuðum réttarríkjum þyrfti smákrimmi sem ætti óuppgerða sekt ekki að vera vistaður í rammgirtu fangelsi, eins og morðingi eða hryðju- verkamaður. Fangelsismálayfirvöld bera höfuðábyrgð ásamt stjórnvöld- um á hversu illa og rangt fjármunum er forgangsraðað og væru eflaust bet- ur geymdir bak við lás og slá. Hvert klefarými á Hólmsheiði kostar yfir 60 milljónir, ef ekki meira, á sama tíma gjalda þúsundir vegna rangrar for- gangsröðunar. Lætur þar hæst heil- brigðis- og velferðarkerfi sem sam- rýmist ekki þjóð sem er rík af náttúruauðlindum. Tugþúsundir manna eru nánast á götunni eða hírast í iðnaðarhúsum, á uppsprengdu leiguverði, og hver fé- lagsmálaráðherrann af öðrum kemur fram á sjónarsviðið sem frelsari nýrr- ar ríkisstjórnar og lofar öllu fögru. Slíkar blekkingar og falsvonir ber að stöðva. Hvert byggðarlagið af öðru er lagt í rúst til að útvaldir sægreifar geti drottnað yfir ránsfeng sem stjórnvöld hafa skammtað þeim. Síðan kemur hver sjávarútvegsráðherrann af öðr- um fram til að skipa nefnd til að kanna hvort hægt sé að draga úr þjófnaðinum. Til að hámarka rán- yrkju fiskvinnslunnar spilar Fiski- stofa með, þar sem fleiri fiskar fara út úr fiskvinnsluhúsum en koma inn, og sjávarútvegsráðherra hyggst skoða málið með vorinu. Efnahagsbati er brothættur og ekki sjálfgefinn verði hann drifinn enn eina ferðina áfram af fyrir- hyggjuleysi og óskhyggju. Stjórnvöld munu sem fyrr sverja af sér alla ábyrgð, þó svo að bankar beri enn og aftur, með skipulögðum hætti, gjald- þrota fasteignareigendur út af heim- ilum sínum. Ekki vantar peninga og dóm- greindarleysið þegar kemur að um- ræðu um að byggja þjóðarsjúkrahús á þenslutímum án þess svo mikið að vita hvað það eigi að kosta. Hver ein- asti þingmaður mun firra sig allri ábyrgð. Tvöfalda á þjóðvegakerfið út úr borginni ásamt léttlestarkerfi og sundabrú, þó svo að engir peningar séu til. Einnig skal rusla upp þjóð- arleikvangi niður í Laugardal, ef Ís- lendingar skyldu verða næstu heims- meistarar í eigin heimsku. Það þarf að byrja á því að moka út óábyrgum embættismönnum og öðrum ónytj- ungum sem eru búnir að hreiðra um sig vítt og breitt um alla stjórnsýsl- una, engum til gagns. Ríkisstjórninni er að takast að jarðsetja sig með að- gerðaleysi sínu. Það er skammgóður vermir þó svo að milljörðum sé mok- að handahófskennt í innviði þeirra sem hæst gjalla. Jafnvel á „góðæris- og þenslutímum“ þarf að gæta að- halds og fyrirhyggju. Þúsund millj- arðar verða ekki afskrifaðir aftur vegna óstjórnar, flestir þeirra sem þar bera ábyrgð stýra landinu ennþá og láta ekki af rányrkju og sérhags- munagæslu. Stjórnvöld eru ómeðvitað að ör- yrkjavæða samfélagið enn frekar með láglaunastefnu ásamt því að draga allan hvata til að sjá sér far- boða. Það er reginmisskilningur að allir sem minna mega sín séu óreiðu- fólk og leggi ekkert til samfélagsins, þó svo að það hafi ekki tök á að ylja sér við niðurgreidda Hörputóna. Þarf aðra þjóðarbrotlendingu? Eftir Vilhelm Jónsson Vilhelm Jónsson »Efnahagsbati er brothættur og ekki sjálfgefinn. Höfundur er fjárfestir. EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. Undir lok ársins 2017 greindi prof. Svens- mark, Danmarks Tekn- iske Universitet (DTU), frá lokaáfanga rann- sóknar sem staðið hefur í 20 ár, en hún skýrir hvernig sólvirkni og geimgeislar hafa áhrif á skýjafar á jörðinni. Skýin endurkasta stórum hlut þess sól- skins sem á þau fellur og tiltölulega lítil breyting á skýja- hulu jarðar ræður því hvort hún hlýn- ar eða kólnar. Þetta atriði hefur enn ekki tekist að setja inn í reiknilíkön loftslagsfræðinga með viðunandi hætti, en það mun sýna fram á, að maðurinn hefur með gerðum sínum ekki jafn mikil áhrif á hlýnun jarðar og reikningar hafa áður sýnt. Loftslagsmálin eru hjartans mál ríkjandi ríkisstjórnar. Niðurstöður þessarar rannsóknar kunna að kalla fram endurmat leiða í þeim málum. Sjónum verði þá beint meira að því, hvernig milda má þá vá sem af aukn- um koltvísýringi stafar með sérstakri áherslu á lífríki sjávar, fremur en að aukningunni sjálfri. Árið 1988 trúðu menn því, að CO2 myndað við bruna eldsneytis væri eina orsök hnattrænnar hlýnunar. Þá var IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) sett á fót af Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og alþjóða veð- urfræðistofnuninni (WMO) til að sjá þjóð- um heims fyrir skýrri sýn á stöðu þekkingar og vísinda er lúta að þeirri vá. IPCC hefur unnið mikið starf við að sam- ræma vísindalegar loftslagsrann- sóknir og þjóðir heims hafa varið miklu fé til hinna sameiginlegu verk- efna. Þar ber mest á gerð reiknilík- ana sem geta reiknað hlýnunina út frá náttúrulögmálum og magni CO2, en þau eiga meðal annars að meta ábyrgð hinna þróuðu ríkja á þessari vá. Enn hefur samt ekki tekist að finna, hve mikið af hlýnuninni er af mannavöldum og hve mikið af nátt- úrulegum orsökum. Sú rannsókn sem greint er frá í upphafi getur breytt miklu um þetta. IPCC gefur út ítarlegar skýrslur með úrvinnslu úr rannsóknarstarfi þúsunda vísindamanna á þrem fag- sviðum og samantekt fyrir stefnu- mótendur að auki. Á tæpum 30 árum hefur vaxið upp gríðarlegur iðnaður á þessu sviði, þar sem starfa háskólar, opinberar stofnanir og náttúruvernd- arsamtök. Þar sem þessir rannsak- endur treysta á opinber framlög og söfnunarfé þurfa þeir að mála ábyrgð mannsins sem sterkustum litum, sem aftur hefur áhrif á val viðfangsefna og efnistök. Það verður því að lesa skýrslurnar, sérstaklega samantekt- ina með vökulum huga, en þannig les- ið er hér besta upplýsingasafn sem völ er á um þessi málefni. Segja má, að Brundtland-skýrslan fræga sé eitt af því sem markaði upp- haf hins sameiginlega átaks þjóða heims gegn hlýnunarvánni. Þar hefur mest verið vitnað til orðanna „Think global, act local“, sem á íslensku gæti útlagst „Hugsið hnattrænt, fram- kvæmið heima“. Þetta hefur því mið- ur ekki orðið það leiðarljós sem vonað var. Áherslan á forgangsverkefni IPCC og ábyrgð mannsins hefur komið niður á öðrum rannsóknum. Þannig hefur lítið gengið með gagn- virk áhrif loftslags og hafstrauma og áhrif CO2 á lífríkið í hafinu eru skoðuð fullþröngt. Hvort tveggja varðar þetta íslenska hagsmuni sérstaklega. Íslenskir hagsmunir Við Ísland mætast hinn hlýi Golf- straumur frá hitabeltinu og hinn kaldi Pólstraumur. Jafnvæginu milli þessara strauma virðist auðraskað og finna þeir sér þá annað tímabundið jafnvægi og ýmist hvor straumurinn leggst upp að ströndum landsins með tilheyrandi áhrifum á hafís og veð- urfar. Þetta hefur mikil áhrif á bæði fiskgengd og raforkuvinnslu hér- lendis og einnig á veðurfar í Vestur- Evrópu ef marka má rannsóknir. Kólnun hér af þessum toga getur komið upp skyndilega eins og hafísár sjöunda áratugarins eru dæmi um. Súrnun sjávar er eitt af þeim vandamálum sem hafa athygli IPCC, sem telur höfin þegar hafa súrnað marktækt vegna meira magns af uppleystu CO2. Þetta hefur eins og kunnugt er áhrif á dýr sem mynda sér skeljar úr kalki eins og kórala og ýmis svifdýr. Minna þekkt eru áhrif á nýklakin seiði þorsks til dæmis, en þar virðist frítt CO2 í sjónum hafa bein áhrif. Þetta er því miður of lítið rannsakað. Þó heildarmagn CO2 í haf- inu sé um 50 sinnum meira en í and- rúmslofti, þá verður dreifing þess ójöfn og staðbundin áhrif geta komið upp. Hér þarf að auka rannsóknir. Áhrif CO2 á loftslag jarðar eru um- deild og aðeins sönnuð óbeint með lík- indareikningum. Þær vísindalegu niðurstöður sem um getur í upphafi þessarar greinar eru að hlýnunar- áhrif CO2 eru minni en talið hefur verið. Margir munu þá telja að þau séu engin og vilja fara að dæmi Trumps, forseta USA, og hætta að berjast gegn losun CO2. Það yrði illa ráðið. Áhrif aukins magns CO2 á hafið og lífríki þess eru minna umdeild og gefa fullt tilefni til að halda áfram baráttunni gegn aukningu CO2 í and- rúmsloftinu, enda sannanleg vís- indalega með beinum hætti. Forsend- urnar fyrir þeirri baráttu kunna að verða aðrar sem og áherslur á mót- vægisaðgerðir. Áherslur í rann- sóknum þurfa einnig að verða aðrar, en það eru forsendur og áherslur sem snerta okkar hagsmuni með beinni hætti en áður. Þarna þurfum við Ís- lendingar að taka forystu, því vand- fundin er sú þjóð sem hefur þarna meiri hagsmuna að gæta. Breytt sýn á hlýnun jarðar Eftir Elías Elíasson » Þó heildarmagn CO2 í hafinu sé um 50 sinnum meira en í and- rúmslofti, þá verður dreifing þess ójöfn og staðbundin áhrif geta komið upp. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur. eliasbe@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.