Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 84
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 3. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. „Algjör viðbjóður í lokin“ 2. Dagatölin „… beint í ruslið“ 3. Lampard trúir ekki Eiði Smára 4. Mamma er best klædda kona … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þrjár leiksýningar ætlaðar börnum á ýmsum aldri verða frumsýndar um komandi helgi. Þetta eru Skúmaskot eftir Sölku Guðmundsdóttur í leik- stjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur í Borgarleikhúsinu, Ég get eftir Peter Engkvist í leikstjórn Björns Inga Hilmarssonar í Þjóðleikhúsinu og Galdrakarlinn í Oz í leikgerð Ármanns Guðmundssonar og leikstjórn Ágústu Skúladóttur sem Leikhópurinn Lotta setur upp í Tjarnarbíói. Í næstu viku frumsýnir Borgarleikhúsið Himnaríki og helvíti eftir skáldsögum Jóns Kal- mans Stefánssonar í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Aðra helgina í janúar frumsýnir Þjóðleik- húsið Efa eftir John Patrick Shanley í leikstjórn Stefáns Baldurssonar og Borgarleikhúsið Medeu eftir Evrípíd- es í leikstjórn Hörpu Arnardóttur. Sjöunda frumsýningin í janúar verður síðan uppfærsla Sokkabandsins á Lóaboratoríum eftir Lóu Hlín Hjálm- týsdóttur í leikstjórn Kolfinnu Niku- lásdóttur í Borgarleikhúsinu. Morgunblaðið/Golli Sjö leiksýningar frumsýndar í janúar  Árlegir stórtónleikar Rótarý á Ís- landi verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn kemur og að vanda verða veglegir styrkir veittir framúrskarandi tónlistarfólki sem er við það að ljúka háskólanámi. Aðal- gestir á tónleikunum eru þau Ólafur Kjartan Sig- urðarson barítón- söngvari og Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanó- leikari og flytja þau fjöl- breytta efnisskrá. Árlegir stórtónleikar Rótarý í Hörpu Á fimmtudag Austan 8-15 m/s en 15-23 syðst á landinu og við Öræfajökul. Él um landið austanvert en bjartviðri vestantil. Frost 0 til 7 stig en rétt ofan frostmarks við suðurströndina. VEÐUR Íþróttamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, mun hefja keppnistímabilið á bandarísku LPGA- mótaröðinni á sama stað og í fyrra eða á Bahamaeyjum. Pure Silk-mótið verður eins og í fyrra fyrsta mótið á keppnistímabilinu. Mótið stendur frá 25. til 28. jan- úar. Óvíst er á hvaða mót Ólafía Þórunn fer eftir Pure Silk-mótið. »1 Byrjar árið á Ba- hamaeyjum Undirbúningur Argentínumanna fyrir heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu þar sem þeir mæta Íslend- ingum í fyrsta leik hófst í gær þegar þjálfarinn Jorge Sampaoli hélt til Barcelona til að ræða við Lionel Messi. Hann verður síðan í Evrópu allan jan- úarmánuð til að fylgjast með sínum mönnum á Spáni, Eng- landi, Ítalíu og Frakk- landi og ræða við þá um verk- efnið fram- undan. »1 Argentínski þjálfarinn af stað í leiðangur „Mér þykir afar skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu verkefni og sjá yngri leikmenn vaxa og dafna,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyr- irliði íslenska landsliðsins í hand- knattleik og leikreyndasti leik- maður þess um þessar mundir. Íslenska landsliðið hefur leik á EM í Króatíu eftir níu daga og þar verð- ur Guðjón Valur í eldlínunni. »3 Gaman að sjá þá yngri vaxa og dafna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Víða má finna Íslendinga og á Jamaíku heldur Ingibjörg Lára Hjartardóttir merkinu á lofti. „Ég er eini Íslendingurinn sem býr hérna, eftir því sem ræðismaðurinn segir,“ segir hún. Ingibjörg sér um innri endurskoðun og verk- ferla hjá lúxushótelkeðju, sem rekur 19 hótel með um 5.700 hótelherbergjum á sjö eyjum í Kar- íbahafinu með höfuðstöðvar í Montego Bay á Jamaíku. Annars vegar eru það Sandals-hótelin, sem eru eingöngu fyrir pör, og hins vegar Beaches-hótelin fyrir fjölskyldur. Hún hefur unn- ið hjá fyrirtækinu í þrjú og hálft ár og er ekki viss um hvert hún fer næst. „Ég hef búið á Íslandi, í Svíþjóð, Kanada, Sviss, á Englandi og Jamaíku og mig langar aftur til Evrópu, sérstaklega til Sviss, en Kanada, Hong Kong og Singapúr eru líka spennandi kostir til skemmri tíma, því þaðan er hægt að ferðast til nálægra áhugaverðra staða.“ Víðtæk reynsla Reynsla Ingibjargar í hótelgeiranum er víðtæk. Hún lærði til þjóns á Hótel Óðinsvéum og vann þar m.a. líka í gestamóttökunni, í uppvaskinu og við herbergisþrif. „Bjarni í Brauðbæ átti staðinn og því fékk ég tækifæri til að vinna á öðrum stöð- um hans; í Perlunni, úti í Viðey, í opinberum veislum og víðar.“ Hún ferðaðist um Frakkland og Ástralíu í þeim tilgangi að læra um vín en varð ástfangin af breskum manni og flutti til Englands til að búa með honum. „Þá hætti ég í hótel- og veitingabransanum og vann fyrst hjá BBC og svo í um átta ár hjá arkitektafyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun lúxushótela úti um allan heim. Fór víða og vann að viðskiptum við helstu hótelkeðjur í heimi ásamt því að læra viðskiptafræði.“ Þaðan lá leiðin í MBA-nám í hótelskóla í Sviss og að því loknu réðst hún til bandarískrar hótelkeðju og var hluti af opnunarteymi fyrsta hótels keðjunnar í London. Síðan flaug hún til Jamaíku. „Ásamt því að stýra innri endurskoðunarteyminu sé ég um alla þjónustusamninga, vinn mikið með innkaupa- deildinni og lögfræðideildinni og er með um 30 samninga á borðinu hverju sinni. Ég hef því nóg að lesa og er komin með fleiri en ein lesgleraugu.“ Hún er ekki aðeins á ferð og flugi í vinnunni heldur hleypur mikið í frítímanum, m.a. 1.300 km í fyrra. Þá tók hún þátt í New York-maraþoninu og fjórum hálfmaraþonum í jafnmörgum borgum. „Ég meiddist og hef því aðeins hlaupið 130 kíló- metra í ár en verð vonandi með í nokkrum hálf- maraþonum á nýju ári, held áfram að ferðast og hlaupa.“ Ingibjörg er einhleyp og barnlaus og segir starfið varla bjóða upp á annað. Auk þess bendir hún á að ekki sé gott að ala upp börn á Jamaíku. Vísar meðal annars á menntakerfið, heilbrigðis- kerfið, matarúrvalið, öryggisaðstæður og ýmsa þjónustu í því sambandi. „Eftir að hafa búið á svona stað lengi lærir maður að meta hvað það er gott að alast upp í hinum vestræna heimi,“ segir hún. Íslensk ævintýrakona á ferð og flugi um heiminn Langhlaupari Ingibjörg Lára Hjartardóttir fagn- ar við marklínuna í New York-maraþoninu.  Ingibjörg Lára Hjartar- dóttir er eini starfandi Íslendingurinn á Jamaíku Kafari Ingibjörg er mikill útivistarunnandi og lætur sér ekkert óviðkomandi. Náttúran Í Black River á Jamaíku eru friðaðir krókódílar og Ingibjörg hefur yndi af þeim. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 10-18 m/s við SA-ströndina. Lítilsháttar él um landið austanvert en bjart- viðri vestantil. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum N-lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.