Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 52
aranna orðinn það sterkur að hann rataði beint inn í áramótaskaupið. Íslenska tónlistarfólkið hélt áfram að gera okkur stolt á erlendri grundu og má segja að við séum hætt að kippa okkur við að heyra íslenska tónlist þegar við erum á ferðalögum erlendis, við erum orð- in svo góðu vön. Það meira að segja varð mál úr því að Jóhann Jóhannsson var ekki tilnefndur til Óskarsverðlaunanna í fyrra fyrir tónlist sína, sem hefði þá verið þriðja árið í röð. Ég spáði því líka á árinu í pistli á þessum síðum að tónlistin yrði okkar helsta útflutn- ingsvara eftir nokkur ár og stend við þann spádóm. Eins eins og sagði í upphafi er ágætt að líta um öxl um áramót og það ætlum við að gera hér með því að birta lista yfir fimm vinsælustu erlendu og innlendu lögin á K100 árið 2017. Um leið er hægt að fara að hlakka til komandi tónlistarárs, sem vonandi verður jafngjöfult og það sem var að líða. Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Um áramót er ágætt að líta um öxl og fara yfir liðið ár, sjá hvað hefur staðið upp úr og rifja upp minn- ingar. Árið 2017 var mjög gjöfult hvað varðar tónlist, hvort sem horft er til innlendrar eða erlendr- ar. Við fengum t.d. plötur frá tveimur gríðarlega vinsælum söngvurum, þeim Ed Sheeran og Sam Smith, sem vöktu mikla at- hygli á árinu. Hér heima hélt rappsenan áfram að blómstra og kynntumst við nýj- um, mjög ungum og efnilegum röppurum og er brand- arinn um aldur rapp- Litið um öxl svo sem ekki á óvart en Swift hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður heims undanfarin ár. Kvikmyndinni farnaðist hins vegar ekki eins vel og laginu og fékk vægast sagt misjafna dóma. 4. Despacito – Louis Fonsi ásamt Daddy Yankee og Justin Bieber Ársins 2017 verður eflaust lengi minnst fyrir þennan sumarsmell sem fór eins og stormsveipur um all- an heim en horft hefur verið tæplega 600 milljón sinnum á myndbandið við lagið á YouTube. Það var því ekki hægt að forðast lagið sumarið 2017 og auðvitað skipar það sér of- arlega á lista yfir þau lög sem hljóm- uðu hvað oftast á K100 þetta árið. 5. Chained to the rhythm – Katy Perry Katy Perry tilkynnti í upphafi árs að ný plata kæmi út um sumarið. Í febrúar leit svo dagsins ljós fyrsta lagið af plötunni, sem hún vann með poppmeistaranum Max Martein. Nafn Max þekkja ekki margir en hann er einn vinsælasti lagahöf- undur og upptökustjóri heims. Það þurfti því ansi margt að klikka svo að þetta samstarf skilaði ekki ávexti. Önnur lög sem blönduðu sér í topp- baráttuna voru m.a. Mercy með Shawn Mendes, Rockabye með Anne Marie og Clean Bandit, Atten- tion með Charlie Puth, Cold með Maroon 5 og Symphony með Zöru Larsson, sem heimsótti landið á árinu, og Clean Bandit. Þú getur hlustað á spilunarlista sem inniheld- ur vinsælustu lög K100 árið 2017 á Spotify með því að leita að notand- anum k100island þar inni. Sumarsmellur Despacito, lag Louis Fonsis, var vinsælt á árinu. Hann var einnig sigursæll á Grammy- verðlaununum í ár. 1. Shape of you – Ed Sheeran Ed Sheeran hóf árið 2017 með mikl- um hvelli þegar hann sendi frá sér tvær smáskífur af væntanlegri plötu, Divide; lögin Castle on the Hill og svo Shape of you sem hitti beint í mark hjá almenningi. Lagið fór í toppsætið á vinsældalistum í 44 löndum og var m.a. í 16 vikur í topp- sætinu á bandaríska Billboard- listanum. Hlustendur K100 kunnu einnig vel að meta Ed en hann sat í 17 vikur á Vinsældalista Íslands. Sjálf platan varð einnig gríðarlega vinsæl og má segja að árið 2017 hafi verið árið hans Eds Sheerans. 2. Something just like this – The Chainsmokers & Coldplay Raftónlistardúettinn The Chain- smokers, sem gerir út frá New York í Bandaríkjunum, hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár en það má segja að árið 2017 hafi þeir end- anlega sprungið út þegar þeir gerðu lag með Coldplay. Lagið Something just like this kom út í febrúar og féll heldur betur í kramið hjá hlust- endum K100. Coldplay þarf vart að kynna; hún er ein allra vinsælasta hljómsveit í heimi og í miklu uppá- haldi meðal hlustenda K100. 3. I don’t wanna live forever – ZAYN og Taylor Swift Breski hjartaknúsarinn úr stráka- bandinu One Direction, Zayn Malik, söng titillag kvikmyndarinnar Fifty Shades Darker á árinu ásamt söng- konunni og lagahöfundinum Taylor Swift. Lagið er mjög dimmt í anda myndarinnar og virðist hafa hitt í mark meðal Íslendinga í skammdeg- inu sl. vetur. Vinsældir lagsins komu Það var mikið stuð á erlendu poppsenunni árið 2017 og baráttan um toppsætið á listanum yfir lögin sem hafa hlotið mesta spilun á K100 hörð. Ljósmynd/AFP Vinsælustu erlendu lögin á K100 Sprungu út The Chainsmokers áttu annað vinsælasta lag ársins á K100 ásamt Coldplay. Vinsæll Árið 2017 var Ed Sheeran gjöfult en tónlist hans naut mik- illa vinsælda á árinu. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.