Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 52

Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 52
aranna orðinn það sterkur að hann rataði beint inn í áramótaskaupið. Íslenska tónlistarfólkið hélt áfram að gera okkur stolt á erlendri grundu og má segja að við séum hætt að kippa okkur við að heyra íslenska tónlist þegar við erum á ferðalögum erlendis, við erum orð- in svo góðu vön. Það meira að segja varð mál úr því að Jóhann Jóhannsson var ekki tilnefndur til Óskarsverðlaunanna í fyrra fyrir tónlist sína, sem hefði þá verið þriðja árið í röð. Ég spáði því líka á árinu í pistli á þessum síðum að tónlistin yrði okkar helsta útflutn- ingsvara eftir nokkur ár og stend við þann spádóm. Eins eins og sagði í upphafi er ágætt að líta um öxl um áramót og það ætlum við að gera hér með því að birta lista yfir fimm vinsælustu erlendu og innlendu lögin á K100 árið 2017. Um leið er hægt að fara að hlakka til komandi tónlistarárs, sem vonandi verður jafngjöfult og það sem var að líða. Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Um áramót er ágætt að líta um öxl og fara yfir liðið ár, sjá hvað hefur staðið upp úr og rifja upp minn- ingar. Árið 2017 var mjög gjöfult hvað varðar tónlist, hvort sem horft er til innlendrar eða erlendr- ar. Við fengum t.d. plötur frá tveimur gríðarlega vinsælum söngvurum, þeim Ed Sheeran og Sam Smith, sem vöktu mikla at- hygli á árinu. Hér heima hélt rappsenan áfram að blómstra og kynntumst við nýj- um, mjög ungum og efnilegum röppurum og er brand- arinn um aldur rapp- Litið um öxl svo sem ekki á óvart en Swift hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður heims undanfarin ár. Kvikmyndinni farnaðist hins vegar ekki eins vel og laginu og fékk vægast sagt misjafna dóma. 4. Despacito – Louis Fonsi ásamt Daddy Yankee og Justin Bieber Ársins 2017 verður eflaust lengi minnst fyrir þennan sumarsmell sem fór eins og stormsveipur um all- an heim en horft hefur verið tæplega 600 milljón sinnum á myndbandið við lagið á YouTube. Það var því ekki hægt að forðast lagið sumarið 2017 og auðvitað skipar það sér of- arlega á lista yfir þau lög sem hljóm- uðu hvað oftast á K100 þetta árið. 5. Chained to the rhythm – Katy Perry Katy Perry tilkynnti í upphafi árs að ný plata kæmi út um sumarið. Í febrúar leit svo dagsins ljós fyrsta lagið af plötunni, sem hún vann með poppmeistaranum Max Martein. Nafn Max þekkja ekki margir en hann er einn vinsælasti lagahöf- undur og upptökustjóri heims. Það þurfti því ansi margt að klikka svo að þetta samstarf skilaði ekki ávexti. Önnur lög sem blönduðu sér í topp- baráttuna voru m.a. Mercy með Shawn Mendes, Rockabye með Anne Marie og Clean Bandit, Atten- tion með Charlie Puth, Cold með Maroon 5 og Symphony með Zöru Larsson, sem heimsótti landið á árinu, og Clean Bandit. Þú getur hlustað á spilunarlista sem inniheld- ur vinsælustu lög K100 árið 2017 á Spotify með því að leita að notand- anum k100island þar inni. Sumarsmellur Despacito, lag Louis Fonsis, var vinsælt á árinu. Hann var einnig sigursæll á Grammy- verðlaununum í ár. 1. Shape of you – Ed Sheeran Ed Sheeran hóf árið 2017 með mikl- um hvelli þegar hann sendi frá sér tvær smáskífur af væntanlegri plötu, Divide; lögin Castle on the Hill og svo Shape of you sem hitti beint í mark hjá almenningi. Lagið fór í toppsætið á vinsældalistum í 44 löndum og var m.a. í 16 vikur í topp- sætinu á bandaríska Billboard- listanum. Hlustendur K100 kunnu einnig vel að meta Ed en hann sat í 17 vikur á Vinsældalista Íslands. Sjálf platan varð einnig gríðarlega vinsæl og má segja að árið 2017 hafi verið árið hans Eds Sheerans. 2. Something just like this – The Chainsmokers & Coldplay Raftónlistardúettinn The Chain- smokers, sem gerir út frá New York í Bandaríkjunum, hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár en það má segja að árið 2017 hafi þeir end- anlega sprungið út þegar þeir gerðu lag með Coldplay. Lagið Something just like this kom út í febrúar og féll heldur betur í kramið hjá hlust- endum K100. Coldplay þarf vart að kynna; hún er ein allra vinsælasta hljómsveit í heimi og í miklu uppá- haldi meðal hlustenda K100. 3. I don’t wanna live forever – ZAYN og Taylor Swift Breski hjartaknúsarinn úr stráka- bandinu One Direction, Zayn Malik, söng titillag kvikmyndarinnar Fifty Shades Darker á árinu ásamt söng- konunni og lagahöfundinum Taylor Swift. Lagið er mjög dimmt í anda myndarinnar og virðist hafa hitt í mark meðal Íslendinga í skammdeg- inu sl. vetur. Vinsældir lagsins komu Það var mikið stuð á erlendu poppsenunni árið 2017 og baráttan um toppsætið á listanum yfir lögin sem hafa hlotið mesta spilun á K100 hörð. Ljósmynd/AFP Vinsælustu erlendu lögin á K100 Sprungu út The Chainsmokers áttu annað vinsælasta lag ársins á K100 ásamt Coldplay. Vinsæll Árið 2017 var Ed Sheeran gjöfult en tónlist hans naut mik- illa vinsælda á árinu. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.