Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Undirbúningur að uppbyggingu á
Kringlureit mun hefjast í byrjun
þessa árs, samkvæmt viljayfirlýs-
ingu Reykjavíkurborgar og Reita
fasteignafélags hf., sem samþykkt
var í borgarráði fyrir jól. Talsmenn
Reita telja mögulegt að uppbygg-
ing hefjist árið 2020 og að Kringlu-
svæðið verði fullbyggt árið 2025.
Þetta verður umfangsmesta upp-
bygging á svæðinu frá því versl-
unarmiðstöðin Kringlan var opnuð
árið 1987.
Báðir aðilar lýsa yfir vilja sínum
til að mynda starfshóp skipaðan
fulltrúum Reita, skipulagsfulltrúa
og skrifstofu eigna og atvinnuþró-
unar til að vinna að verkefninu og
verkstýra vinnu við gerð ramma-
og deiliskipulagsáætlana í kjölfar
skipulagssamkeppni.
Vinnuhópi komið á fót
Samhliða verður komið á fót
vinnuhóp sem mun vinna hið eigin-
lega rammaskipulag og verður
hann skipaður fulltrúum frá vinn-
ingshafa í hugmyndasamkeppninni,
fulltrúa skipulagsfulltrúa, tækni-
legum ráðgjöfum, Reitum og skrif-
stofu eigna og atvinnuþróunar.
Vinnuhópurinn skal útbúa tíma-
áætlun fyrir verkefnið en aðilar
munu hafa eftirfarandi dagsetn-
ingar að leiðarljósi:
Skipulagslýsing afgreidd í um-
hverfis- og skipulagsráði fyrir 15.
janúar 2018.
Fullbúið rammaskipulag tekið
fyrir í umhverfis- og skipulagsráði
fyrir 1. apríl 2018.
Samningur um uppbyggingu
milli aðila liggi fyrir 1. júní 2018.
Að lágmarki einn deiliskipu-
lagsáfangi verði auglýstur til kynn-
ingar fyrir 1. september 2018.
Gert er ráð fyrir að vinnuhóp-
urinn ljúki störfum þegar fyrsta
deiliskipulag, sem byggist á
rammaskipulaginu, hefur verið
auglýst í Stjórnartíðindum.
Undirbúningur að þróun á
Kringlureit hefur staðið yfir
undanfarin misseri og héldu Reitir
og Reykjavíkurborg skipulags-
samkeppni og voru úrslit kynnt sl.
haust. Kanon arkitektar urðu hlut-
skarpastir í samkeppninni sem
unnin var í samstarfi við Arkitekta-
félag Íslands.
Heildarstærð Kringlusvæðis er
um 13 hektarar að flatarmáli og
samanlagt flatarmál bygginga á
svæðinu er um 92 þúsund fermetr-
ar (brúttó). Skipulagstillögur úr
hugmyndasamkeppni um framtíð-
aruppbyggingu Kringlusvæðisins
sýna fram á að svæðið geti vel bor-
ið 140-170 þúsund fermetra upp-
byggingu til viðbótar og að mögu-
legt sé að fjölga íbúðum verulega
miðað við núverandi heimildir í Að-
alskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Það heimilar 180 íbúðir en talið er
að þeim geti jafnvel fjölgað í 5-600.
Greiða fyrir byggingarrétt
Endanlegt umfang uppbyggingar
ræðst í kjölfar vinnu við ramma-
skipulag þar sem einnig verður
horft til samgönguþátta og umferð-
arskipulags. Til þess að standa
straum af uppbyggingu samgöngu-
og samfélagslegra innviða á reitn-
um munu Reitir greiða sérstaklega
fyrir byggingarrétt á þessum
skipulagsreit til Reykjavíkur-
borgar.
Fjárhæð greiðslu fer eftir því
hversu mikið heildarbyggingar-
magn verði heimilað á lóðunum í
nýju deiliskipulagi og að teknu til-
liti til umfangs innviða, skipulags-
kostnaðar og endanlegs sam-
komulags um eignarhald og
rekstur á innviðum svæðisins.
Hafi nýtt deiliskipulag á svæði
Reita við Kringluna ekki verið
samþykkt innan tveggja ára frá
undirskrift viljayfirlýsingarinnar er
Reykjavíkurborg heimilt einhliða
að afturkalla yfirlýsinguna.
Fyrstu skrefin stigin á árinu
Undirbúningur að uppbyggingu á Kringlureit mun hefjast í byrjun þessa árs Reykjavíkurborg og
og Reitir undirrita viljayfirlýsingu 140-170 þúsund fermetra uppbygging talin möguleg á reitnum
Tölvumynd/Kanon arkitektar
Kringlusvæðið Gríðarleg uppbygging er framundan. Reiknað er með að hún taki fimm ár og ljúki mögulega 2025.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Talsverð sala hefur verið að undan-
förnu á eignum og jörðum í dreifbýl-
inu. Magnús Leópoldsson, löggiltur
fasteignasali hjá
Fateignamiðstöð-
inni, segir að
mest sé eftir-
spurnin og þar
með salan á eign-
um á Suður- og
Vesturlandi í
einnar til tveggja
klukkustunda
akstursfjarlægð
frá höfuðborg-
inni.
„Eignir næst borginni eru eftir-
sóttar, til dæmis af fólki sem vill
skapa sér dvalarstað út á landi eða
hefja starfsemi til dæmis í ferðaþjón-
ustu. Sé komið til dæmis norður eða
austur á land er frekar horft til þess
að stunda hefðbundinn búskap á
jörðunum og þá skiptir fjarlægð frá
mesta þéttbýlinu minna máli,“ segir
Magnús sem sinnir mikið sölu eigna
úti á landi. Hann hefur nú um það bil
100 eignir í dreifbýlinu á skrá, þar af
um tug af býlum þar sem stundaður
er rekstur. Getur það verið hefð-
bundinn landbúnaður, garðyrkja eða
til dæmis ferðaþjónusta. Í öðrum til-
vikum eru til sölu skákir og skikar,
stakar byggingar á jörðum og svo
framvegis.
Sauðfjárbændur hættu ekki
„Mér fannst að sumu leyti eftir-
tektarvert síðasta haust þegar vandi
í sauðfjárbúskap varð ljós að bændur
brygðu ekki búi. Ég heyrði í mörgum
þegar þessi mál voru í umræðunni og
þá sögðust bændurnir ætla að halda
áfram enda þótt þeir fækkuðu fénu
eitthvað. Að minnsta kosti voru
menn ekki að setja jarðirnar á sölu
vegna þessa,“ segir Magnús. Kúabú
segir Magnús alltaf koma reglulega í
sölu og taki sá markaður mið af því
að afkoma í þeirri grein sé almennt
góð og í jafnvægi. Þá séu alltaf öðru
hvoru settar á sölu jarðir þar sem
stunduð er bændaskógrækt. Það sé
plús og geri jarðir verðmætari og til
séu þeir sem kaupi lendur í því skyni
að rækta skóg, sem margir binda
vonir við sem atvinnuveg.
Flókin mál
Sala á jörðum og eignum í dreif-
býlinu tekur oft tíma, til dæmis ef
seldar eru lendur sem eru í eigu
margra aðila. Þá kemur stundum til
þess að jörðum sé skipt upp, skildar
eftir skákir og svo framvegis. Einnig
eru gríðarmiklir fjármunir undir í
viðskiptum sem þessum og þá getur
fjármögnun tekið nokkurn tíma,
segja viðmælendur Morgunblaðsins.
Eftirspurn eftir jörðum
nærri höfuðborgarsvæði
Verð fyrir kúabú í rekstri ræðst af jafnvæginu í greininni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugsýn Það er búsældarlegt í Flóanum og jarðir þar og annars staðar á Suðurlandi eru mjög eftirsóttar á markaði.
Magnús
Leópoldsson
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Sala á plastpokum í verslunum
Samkaupa hefur dregist saman um
20% á síðasliðnum fimm árum.
Samdráttur milli áranna 2016 og
2017 var 10% að sögn Gunnars Eg-
ils Sigurðssonar, framkvæmda-
stjóra verslunarsviðs Samkaupa.
Gunnar segir að í plastpokaátaki
Samkaupa, sem hófst í september,
hafi fjölnotapokum til viðskiptavina
fjölgað um 250% milli ára.
„Viðskiptavinir okkar kjósa
greinilega í aukum mæli fjölnota
poka umfram plastið og taka þátt í
verkefninu með okkur,“ segir
Gunnar og nefnir sem dæmi gott
framtak í bæjarfélögunum Blöndu-
ósi og á Höfn í Hornafirði.
„Þar hafa konur á svæðinu tekið
sig saman og saumað fjölnotapoka
fyrir viðskiptavini Samkaupa á
svæðinu. Á þeim stöðum erum við
að sjá einhverskonar lánskerfi þar
sem viðskiptavinir geti tekið sér
poka og skilað í næstu heimsókn.
Það er afar gaman að sjá þetta en í
pokana er verið að nota afgangs
efni, gamla boli á Höfn og eldri
gardínur á Blönduósi.“
Gunnar segir að Samkaup haldi
áfram á sömu braut.
„Við ætlum að gera tilraunir í
janúar með að skipta plastpokunum
út fyrir fjölnota poka í nýrri lág-
verðsverslun okkar á netinu.“
Fjölgun fjölnota-
poka 250% milli ára
Innkaupapokar úr gardínum og bolum
Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is
Allt fyrir raftækni
Hljómtæki
Cambridge Audio Air 100 - Bluetooth hátalari
Verð
59.900 kr.