Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018
Á næstu þremur árum þarf að taka
ákvörðun um hvernig þróa á inn-
anlandsflugkerfið. Setja þarf meiri
fjármuni í uppbyggingu flugvalla á
landsbyggðinni, að öðrum kosti
þarf að loka völlum og leggja inn-
anlandsflug niður að einhverju
leyti. Þetta sagði Björn Óli Hauks-
son, forstjóri Isavia, á morgun-
fundi sem félagið hélt í gær.
Björn sagði að ýmis verkefni
væru fram undan á þessu sviði.
T.d. væri komin kvöð um að lengja
ljósakerfin á m.a. Reykjavíkur-
flugvelli og flugvöllunum á Akur-
eyri og Egilsstöðum.
Þá væri malbikið á Egilsstaða-
flugvelli komið á tíma og ekki væri
lengur hægt að fá varahluti í ýmis
kerfi á völlunum vegna aldurs
þeirra. „Þegar við erum komin í þá
stöðu að við getum ekki gert við
hlutina vegna skorts á fjármagni
mun ákveðinn hluti af fluginu
leggjast af,“ sagði Björn.
Ríkið setti aukalega 200 millj-
ónir í fjárfestingar vegna innan-
landsflugs á síðasta ári og sagði
Björn að Isavia mæti það svo að
600-700 milljónir fast á ári til
frambúðar þyrfti til að viðhalda
núverandi flugvöllum. Til viðbótar
við þetta setur ríkið um tvo millj-
arða árlega í rekstur innanlands-
flugs.
„Við verðum að ákveða hvað við
ætlum að gera og hvaða áætlun við
höfum um innanlandsflugið, ann-
ars lendum við í því að alls konar
búnaður hrynur, malbikið verður
slitið og fleira.“
thorsteinn@mbl.is
Gætu þurft
að loka
flugvöllum
Taka þarf
ákvörðun um flug
Nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/hagkvaemt-husnaedi
Góðar hugmyndir!
Skapandi lausnir í húsnæðismálum
Reykjavíkurborg kallar nú eftir hugmyndum að hagkvæmu húsnæði. Sérstaklega
er horft til hugmynda sem hjálpa ungu fólki og fyrstu kaupendum að komast
í húsnæði. Einnig er leitað almennt eftir verkefnum sem hjálpa borginni að ná
markmiðum sínum í aðalskipulagi um að stefnt verði að því að allt að fjórðungur
íbúða verði miðaðar við þarfir þeirra sem ekki vilja leggja eða ekki geta lagt mikið
fé í eigið húsnæði.
Um hugmyndaleit er að ræða og er öllum velkomið að senda inn erindi.
Kallað er eftir hugmyndum sem geta auðveldað fólki að komast í gott húsnæði.
Þessar hugmyndir geta til dæmis falið í sér nýsköpun í leigufyrirkomulagi,
samnýtingu og fjármögnun. Einnig geta hugmyndir snúið að lækkun
byggingarkostnaðar og þar með lægri húsnæðiskostnaði íbúa.
Reykjavíkurborg hefur hug á að leggja til verkefnisins lóðir á völdum svæðum í
borginni. Þar á meðal geta lóðir í Gufunesi, Ártúnshöfða og Skerjafirði staðið til
boða fyrir verkefnið ásamt lóðum hjá Veðurstofu Íslands og Sjómannaskólanum.
Skipulagsvinna fyrir þessi svæði er á byrjunarstigi.
Lokafrestur til að skila inn erindi rennur út 8. febrúar 2018.
Skemmtilega hannaðar
íbúðir á viðráðanlegu verði.
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
Allt um
sjávarútveg
Gerð kirkjugarðs, endurnýjun á hús-
næði leikskóla og efling grunnskóla-
starfs. Þetta er meðal atriða sem bar
á góma á kynningarfundi þátttak-
enda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
á Seltjarnarnesi vegna bæjarstjórn-
arkosninga í vor sem haldinn var í
gærkvöldi.
Prófkjörið verður næstkomandi
laugardag, 20. janúar, og gefa tólf
kost á sér. Ásgerður Halldórsdóttir,
sem lengi hefur verið í oddvitasæti á
lista Sjálfstæðisflokksins og jafn-
framt bæjarstjóri, gefur ein kost á
sér í efsta sætið. Tveir sækjast eftir
2. sætinu og einn eftir 2.-3. sæti. Tíu
af tólf þátttakendum í prófkjörinu
voru á fundinum í gærkvöldi. „Við
ræddum fjölmörg mál á þessum
fundi, svo sem álögur á bæjarbúa og
hvernig mætti tryggja betri kjör
kennara,“ sagði Ásgerður Halldórs-
dóttir í samtali við Morgunblaðið.
Kjörstaður í prófkjörinu næst-
komandi laugardag verður félags-
heimili Sjálfstæðisfélags Seltirninga
á Austurströnd 3 og kosið er milli kl.
10 og 18.
Fjölmörg mál á
kynningarfundi
Seltjarnarnes Á prófkjörsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í
Valhúsaskóla í gærkvöldi. Magnús Örn Guðmundsson sést hér í pontu.