Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórnvöld áSpáni hafagefið það út
að þau muni ekki
leyfa því að ger-
ast að Carles Pu-
igdemont, fyrrverandi forseti
heimastjórnarinnar í Kata-
lóníu, sinni því hlutverki úr
fjarlægð. Puigdemont er nú
staddur í Brussel, höfuðborg
Belgíu, í útlegð þar sem ljóst
þykir að snúi hann aftur til
Spánar verði hann handtek-
inn og varpað í fangelsi fyrir
þátt sinn í sjálfstæðisvið-
leitni Katalóna síðasta haust.
Ríkisstjórn Spánar segir,
að ef Puigdemont verði val-
inn sem forseti heimastjórn-
arinnar, þá muni hún taka
aftur yfir vald heimastjórn-
arinnar, líkt og hún gerði í
haust, og stýra héraðinu
beint frá Madríd. Virðist þó
vera skýr vilji Katalóníu-
þings að Puigdemont taki
aftur við forystu þar.
Aðfarir Spánarstjórnar og
Marianos Rajoys, forsætis-
ráðherra Spánar, hafa til
þessa verið einstaklega illa
til þess fallnar að koma á
sáttum á milli Katalóna og
miðstjórnarvaldsins í Madr-
íd. Raunar má segja að hver
einasta aðgerð spænskra
stjórnvalda hafi verið betur
til þess fallin að reka frekari
fleyga á milli Katalóníu og
Spánar en hitt.
Þá vakna að sjálfsögðu
spurningar um það, hvers
vegna vestrænt réttarríki
telur sig nauðbeygt til þess
að varpa mönnum í fangelsi,
jafnvel í áratugi, fyrir stjórn-
málaskoðanir sínar. Þetta
gerir Spánarstjórn með vísan
til þess að stjórn-
arskrá landsins
hafi verið brotin,
en óhætt er að
fullyrða að það að
fangelsa pólitíska
andstæðinga þætti ekki til
fyrirmyndar gerðist það í
fjarlægum löndum.
Ljóst er, að veðmál Mar-
ianos Rajoys, forsætisráð-
herra Spánar, gekk ekki upp.
Hann lét virkja ákvæði
spænsku stjórnarskrárinnar
sérstaklega til þess að svipta
Katalóna sjálfstæði, leysti
upp héraðsþingið og boðaði
til kosninga. Niðurstaðan úr
þeim varð sú að sjálfstæðis-
sinnar héldu meirihluta sín-
um, þvert á vonir og vænt-
ingar Spánarstjórnar. Í stað-
inn fyrir að viðurkenna þá
erfiðu stöðu sem komin er
upp, og reyna að koma á ein-
hvern hátt til móts við and-
stæðar skoðanir, er enn þrá-
ast við með hótunum um
fangelsanir og útlegð.
Þetta framferði Spánar-
stjórnar er að einhverju leyti
mögulegt vegna þess að for-
kólfar Evrópusambandsins
hafa ákveðið að setja kíkinn
fyrir blinda augað. Sömu
menn ganga fram af tals-
verðri hörku gagnvart öðrum
ríkjum, jafnvel innan Evr-
ópusambandsins, sem hafa
þó fjarri því gengið eins
langt í að halda pólitískum
andstæðingum niðri og
stjórnvöld á Spáni hafa gert.
Í ljósi þess að Evrópusam-
bandið vill vera í fararbroddi
lýðræðis- og réttarríkja
vaknar sú spurning hvort þar
á bæ beri mönnum ekki að
líta sér nær.
Spánarstjórn geng-
ur æ lengra en ESB
þegir þunnu hljóði}
Katalóníuklúðrið
Íranska olíu-flutningaskipið
Sanchi er sokkið
viku eftir að það
lenti í dularfullum
árekstri á Kína-
hafi og eru allir
skipverjar taldir af. Talið er að
skipið hafi verið með í tönkum
sínum rúmlega 130.000 tonn af
léttri hráolíu og er talið líklegt
að megnið af henni sé nú kom-
ið í sjóinn.
Reynist þetta rétt er um að
ræða eitthvert mesta olíu-
mengunarslys sögunnar og
það sem gæti haft hvað
hörmulegastar afleiðingar fyr-
ir lífríkið í kring. Olían sem
var um borð í skipinu mun
vera þess eðlis, að hún flýtur
ekki á vatni nema að litlu leyti
og er því jafnvel enn erfiðari
viðureignar og
hættulegri lífrík-
inu en ella.
Kínversk stjórn-
völd hafa þegar
hafið hreinsistarf,
en sérfræðingar
telja engu að síður að áhrifa
slyssins muni gæta um langa
hríð og að þurft hefði að
bregðast mun hraðar við þeg-
ar eldurinn kom upp í skipinu.
Slysið er áminning um það,
að fyllstu varúðar þarf að gæta
á úthöfunum þegar verið er að
flytja efni á borð við olíu á milli
landa. Fyrir þjóðir eins og Ís-
lendinga, sem byggja velferð
sína á auðlindum hafsins, er
þetta alveg sérstakt umhugs-
unarefni og nokkuð sem mik-
ilvægt er að rannsaka og
draga lærdóm af.
Einn mesti olíuleki
sögunnar er
umhugsunarverður
fyrir Íslendinga}
Alvarlegt umhverfisslys
N
ei, þetta er ekki pistill um kyn-
ferðisofbeldi í íþróttum. Þetta er
pistill um annars konar menn-
ingu í íþróttum sem einnig er
kynjuð. Síðustu ár hefur líf mitt
verið undirlagt af íþróttum vegna iðkunar
barna minna. Þá kynnist maður þeirri menn-
ingu sem þar þrífst og varðar kynjamisrétti. Í
uppeldisfélagi barna minna hefur misræmi við-
gengist milli meistaraflokks kvenna og karla.
Utanumhald og áhugi stjórnarmanna á því sem
konur eru að gera var lítill sem enginn. Minni-
hluti stjórnarfólks mætti á leiki þegar konurnar
kepptu en fjölmennt var þegar karlar léku sinn
leik. Konur skyldu deila sínum búningsklefum
með meistaraflokkum úr öðrum greinum á
meðan hvert karlalið hélt sínum klefa. Æfinga-
tímar voru einnig miðaðir að þörfum karlanna,
en konurnar skyldu hliðra til. Þetta smitaðist svo yfir í
framkomu ungra manna í garð ungra kvenna innan sömu
íþróttagreinar. Skilaboð félagsins voru skýr; karliðkendur
voru fremri. Sem betur fer er þetta ekki algilt og þekkist
t.d. ekki í því liði sem börn mín starfa með í dag en ég hef
heyrt svipaða sögu úr öðrum félögum. Þetta snýr þó ekki
bara að íþróttafélögunum heldur menningunni í heild, þar
á meðal viðhorfi íþróttafjölmiðlafólks til kveniðkenda. Þeg-
ar horft er almennt á umfjöllun um íþróttaiðkun kvenna og
karla má glöggt sjá stórkostlegt misræmi milli kynja.
Sáralítil umfjöllun hefur verið um þetta í íþróttasambönd-
unum að mínu viti en nú tel ég að þar þurfi hvert íþrótta-
samband og hvert félag að horfa inn á við og
skoða hvort þarna sé grunnurinn kominn að
öllum þeim hryllingi sem við höfum fengið að
lesa um.
Við þurfum að líta í hvert einasta horn.
Hvernig við höldum utan um stelpur og stráka,
konur og karla í íþróttafélögunum okkar. Er
samræmi í utanumhaldi eða má sjá þar mis-
ræmi? Þetta getur hvert félag skoðað hjá sér.
Þá geta styrktaraðilar íþróttaliða og greina
einnig markað sér þá stefnu að jafnræði skuli
ríkja á milli kynjanna hvað styrkveitingar
varðar. Hið opinbera, sem veitir íþrótta-
félögum umtalsverðan stuðning, getur einnig
markað stefnu. Við stuðningsfólk eigum einnig
að líta í eigin barm. Sýnum við kynjunum sama
áhuga og stuðning? Mætum við á kvennaleiki
til jafns við karlaleiki eða hvarflar það ekki að
okkur að styðja félagið þegar kemur að kveniðkendum?
Er íþróttafréttafólk meðvitað um það hversu mikið hallar
á kvennaliðin í umfjöllun þáttanna? Hvernig er það rétt-
lætt að meistaradeild kvenna fær mun minni hlutdeild í
umfjöllun? Má vera að þar megi gera bragarbót á? Mis-
ræmi milli kynjanna í íþróttum eru fullkomlega óboðleg
skilaboð til iðkenda af báðum kynjum og verður að laga.
Það getum við gert saman, iðkendur, áhorfendur og
stjórnendur, því þarna er grunnurinn.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Íþróttamenning
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Hugmyndir um lækkunkosningaaldurs niður í16 ár, eins og nú er lagttil á Alþingi, hafa verið
til umfjöllunar í norrænum grann-
ríkjum okkar en ekki leitt til al-
mennra breytinga. Þetta kemur
fram í samantekt sem Anna Guðrún
Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og
alþjóðasviðs hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, hefur unnið. Málið
náði lengst í Noregi, þar sem kosn-
ingaaldur var í tilraunaskyni lækk-
aður í 16 ár í sveitarstjórnarkosn-
ingum 2011 og 2015. Aðgerðirnar
vörðuðu ekki lækkun á kjörgeng-
isaldri. Norska ríkisstjórnin ákvað
síðan að hverfa frá frekari aðgerðum
og telur að kosningaréttur eigi að
vera óbreyttur, 18 ár.
Fram kemur í samantektinni að
tilraunirnar í Noregi voru gerðar í
samvinnu við fræðimenn sem fylgd-
ust með þeim. Í skýrslu þeirra segir
að lækkun kosningaaldurs í 16 ár
myndi ekki hafa mikil áhrif á stað-
bundið lýðræði í Noregi. Það sé ekki
tilefni til að hafa áhyggjur af lækkun
kosningaaldurs en á hinn bóginn sé
ekki tilefni til að hafa væntingar um
að hún hafi mikil jákvæð lýðræðis-
áhrif.
Ekki áhrif á kosningaþátttöku
Þá segir að í tillögu sveitarstjórn-
arráðuneytisins til Stórþingsins um
sveitarstjórnarstigið 2018, séu færð
rök fyrir því að ekki sé rétt að lækka
kosningaaldur almennt og sé þar
fyrst og fremst byggt á niðurstöðum
fræðimannanna. Tilraunirnar hafi
sýnt að kosningaþátttaka 16-17 ára
ungmenna var meiri en meðal þeirra
sem eru 19-25 ára og nærri almennri
meðaltalskosningaþátttöku. Líkleg
skýring á því sé sú að 16-17 ára ung-
menni eru ennþá í framhaldsskóla
og í sterkum félagslegum tengslum
innan síns sveitarfélags og við for-
eldra sína.Tilraunirnar sýndu hins
vegar að kjósendur á þessum aldri,
sem tóku þátt í sveitarstjórnarkosn-
ingum 2011, tóku ekki þátt í meiri
mæli en aðrir jafnaldrar í kosn-
ingum til Stórþingsins 2013 eða í
sveitarstjórnarkosningum 2015.
Fræðimennirnir töldu það benda til
þess að ekki megi búast við því að
þeir sem kjósi 16 og 17 ára komi sér
upp kosningahefð og muni frekar
taka þátt í kosningum í framtíðinni.
Kosningaþátttaka ungs fólks í Nor-
egi minnkar almennt við 19 ára ald-
ur og er skýringin talin sú að í kring-
um þann aldur er uppbrot í lífi ungs
fólks þar sem það fer þá að lifa sjálf-
stæðara fullorðinslífi. Í kringum 30
ára aldurinn er kosningaþátttakan
orðin svipuð meðaltalinu.
Um Finnland segir í samantekt
Önnu Guðrúnar Björnsdóttur að
hugmyndir um lækkun kosningaald-
urs hafi verið lagðar fram nokkrum
sinnum en ekki náð fram að ganga
og ekki hafi orðið af tilraunaverk-
efnum. Um Svíþjóð segir að tillögur
um lækkun kosningaaldurs hafi ver-
ið settar fram í nokkrum skýrslum á
undanförnum árum, en lengra hafi
málið ekki komist.
Um Danmörk segir að Danir hafi
náð einstæðum árangri við að auka
kosningaþátttöku almennt og þar
með talið meðal ungs fólks í sveit-
arstjórnarkosningum 2013 með mik-
illi áróðursherferð og samstilltu
átaki ríkis og sveitarfélaga, fé-
lagasamtaka og stjórnmálaflokka.
Átakið hafi skilað þeim árangri að
kosningaþátttaka jókst úr 65,8% í
kosningum 2009 í 71,9% 2013. Frum-
varp um lækkun kosningaaldurs nið-
ur í 16 ár var lagt fram í danska
þinginu 2015-2016 en náði ekki fram
að ganga.
Kosningaaldri ekki
breytt í grannríkjum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kosningar Ekki er í bígerð að lækka kosningaaldur í 16 ár í norrænum
grannríkjum Íslands eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi.
Kosningaaldri var síðast breytt
hér á landi árið 1984 þegar
hann var lækkaður úr 20 árum í
18 eins og í nágrannaríkjunum.
Frumvarpinu sem nú liggur fyrir
Alþingi er ætlað að sporna gegn
þeirri þróun að ungu fólki sem
neytir kosningaréttar síns fer
stöðugt fækkandi. Svo hefur
verið allt frá upphafi kosninga-
rannsókna hér á landi 1983. Í
síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum var kjörsókn að meðaltali
66,5%. Á meðal ungs fólks und-
ir þrítugu kusu á hinn bóginn
aðeins liðlega 47%.
Minni kjör-
sókn ungra
KOSNINGAÞÁTTTAKA
Morgunblaðið/RAX
Kosningar Eldri borgarar eru
áhugasamari en hinir yngri.