Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 Þessir einu sönnu gæða hitablásarar. Bjóðum úrval alvöru hitablásara bæði fyrir gas og diesel/steinolíu. Eigum líka hitastilla fyrir MASTER hitablásara. Viðurkennd viðgerða- og varahlutaþjónusta. HITABLÁSARAR ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Víðtækt safn heimilda úröllum heimshornum sann-ar að samkynja ástir, eró-tík og óhefðbundin kyn- tjáning hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Engu að síður segir fátt af íslenskum lesbíum fyrr en á sjö- unda og áttunda áratug liðinnar aldar. Um tilvist íslenskra homma fyrir þann tíma er örlítið meira vitað, enda sýni- legri en lesbíurn- ar í annars afar takmarkaðri sögu hinsegin fólks á Íslandi. Landið fór þó svolítið að rísa síðsumars þegar íslenska fræðiritið um hinsegin sögu leit dagsins ljós; Svo veistu að þú varst ekki hér: Hinsegin sagn- fræði og hinsegin saga á Íslandi. Ír- is Ellenberger, sagnfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands, Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur, og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur ritstýrðu verkinu í sameiningu. Auk þeirra skrifuðu þrír sagn- og kynja- fræðingar greinar í bókina, Slagsíðan rétt af Og núna eru þær í forsvari fyr- ir heimildasöfnunar- og miðl- unarverkefnið Hinsegin huldukon- ur, sem unnið er í samvinnu við Samtökin ’78 og með styrk frá Jafnréttissjóði Íslands, en hug- myndin kviknaði út frá fyrrnefndri bók. Þær vonast til að það verði öll- um aðgengilegt í gagnagrunni á 40 ára afmæli Samtakanna ’78 í ár. „Með verkefninu Hinsegin huldukonur viljum við bregðast við því að í bókinni er áberandi meira fjallað um karla en konur. Slagsíð- an helgast af því að heimildir um hinsegin konur eru mun vandfundn- ari en sambærileg gögn um karla. Við vorum að stíga okkar fyrstu skref í hinsegin rannsóknum og vissum ekki almennilega hvar við ættum að leita fanga þegar kon- urnar áttu í hlut. Núna leitum við hins vegar á náðir almennings, köll- um eftir upplýsingum og biðjum um aðstoð við heimildaöflun,“ segir Íris og lýsir verkefninu nánar: „Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á hinsegin kynverund kvenna á Íslandi frá 1700 til 1960 með það að markmiði að búa til gagnagrunn sem nýtist jafnt almenningi sem og nemendum, okkur sjálfum og von- andi öðrum við frekari rannsóknir, “ segir hún. Svo því sé haldið til haga þá vísar kynverund til heildar- upplifunar af því að vera kynvera og er samspil kyns, kyngervis, kyn- einkenna, kynhneigðar og kynvit- undar samkvæmt orðaskýringu á vefsíðunni Hinsegin frá ö til a, otila- .is. Samband einstaklings og samfélags Fyrir þá sem vilja leggja verk- efninu lið eru hæg heimatökin, því þær stöllur hafa sett í loftið vefsíð- una huldukonur.wordpress.com með eyðublöðum, sem auðvelt er að fylla út. „Við viljum fá ábendingar um ritaðar heimildir og heyra sög- ur, jafnvel kjaftasögur um Gunnu frænku, ömmur, langömmur, ná- grannakonur, vinkonur vina, skáld- aðar sögupersónur og þar fram eftir götunum,“ segir Íris og tekur sér- staklega fram að ætlunin sé ekki að afhjúpa konur sem lesbíur. Varð- andi kjaftasögurnar, sem hún minntist og aðstandendur verkefn- isins slá ekki hendinni á móti, segir hún að farið verði með þær sem vís- bendingar og kannað hvort í þeim reynist sannleikskorn. Annað verði ekki fært til bókar. „Okkur langar til að skoða sam- band einstaklings og samfélags í víðu samhengi og leita að vísbend- ingum um hvers konar leiðir og líf voru í boði hér áður fyrr fyrir konur sem voru með einhverjum hætti á skjön við samfélagslegt norm með tilliti til kvenleika eða kynhlutverks. Þær klæddu sig kannski öðruvísi eða voru í störfum sem þóttu karl- mannleg. Hvernig mótaði umhverfið þessar konur og hafði áhrif á hvern- ig þær litu á sjálfar sig og tilfinn- ingar sínar? Hvaða hindranir þurftu þær að yfirstíga og hverjar reyndust óyfirstíganlegar? eru dæmi um spurningar sem áhugavert væri að fá svör við. Ef kona bjó með annarri konu þýddi það ekki endilega að þær væru hinsegin en gat þó í ein- hverjum tilvikum verið vísbending um að svo hefði verið og líka að hin- segin konur hefðu getað stofnað heimili saman án mikilla vandræða.“ Og hafi konur verið hinsegin var hvorki það orð né „lesbía“, Hulunni svipt af hinsegin huldukonum Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, ís- lensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur, sem ætlað er að varpa ljósi á hinsegin kynverund kvenna á Íslandi frá 1700 til 1960. Þær stefna á að niður- stöðurnar verði öllum aðgengilegar í gagnagrunni á 40 ára afmæli Samtakanna ’78 í ár. Frumkvæði Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir áttu frumkvæði að verkefninu Hinsegin huldukonur. Rómantísk vinátta Um aldamótin 1900 var rómantísk vinátta kvenna viðurkennd og þótti ásættanleg bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Urður Njarðvík, dósent við sál- fræðideild heldur erindið Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna, kl. 12 til 13 á morgun, fimmtudaginn 18. janúar, í hátíðarsal Háskóla Íslands. Undanfarið hefur mikið verið rætt um kvíða meðal barna og unglinga á Íslandi og virðast skimanir benda til þess að tíðni hans sé að aukast. Í er- indinu fjallar Urður um birting- armyndina og hvernig foreldrar geta tekist á við þennan vanda heima fyrir. Einnig ræðir hún um tengsl kvíða við hegðunarvanda, hvernig einkenni kvíða eru oft mistúlkuð sem mótþrói og frekja og hvers vegna börn með ADHD eru í sérstakri áhættu til að þróa með sér kvíðaraskanir. Fyrirlestur Urðar er sá fyrsti í nýrri fyrirlestraröð sem Háskóli Íslands hleypir af stokkunum á árinu 2018 og ber heitið Háskólinn og samfélagið. Viðfangsefni fyrirlestraraðarinnar verða af ýmsum toga en eiga það sameiginlegt að hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni síðustu miss- eri. Í fyrstu fræðslufundaröðinni verður velferð barna og ungmenna í brennidepli. Háskólinn og samfélagið – Velferð barna og unglinga Einkenni kvíða eru oft mistúlk- uð sem mótþrói og frekja Aukin tíðni Skimanir benda til að kvíði meðal barna og unglinga sé að aukast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.