Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 langa og farsæla samferð og fær- ir fjölskyldu hans innilegar sam- úðarkveðjur. Sigurður Guðnason, fram- kvæmdastjóri Raunvís- indastofnunar Háskólans. Með örfáum orðum skal Páls Theodórssonar minnst, en hann andaðist nýliðinn 8. janúar tæp- lega níræður. Páll var eiginmað- ur móðursystur minnar, Svandís- ar Skúladóttur. Þau hjón var ávallt gaman að heimsækja. Þó alvaran væri þáttur lífs þeirra var stutt í spaugsemina og við hlógum mikið og að mörgu. Einna fyrstu minningar mínar voru frá því að við bræður tveir vorum sendir í „sveit“ um það leyti sem yngsti bróðir okkar fæddist. Sveitin var að Keldum við Grafarvog, en þar var rekin rannsóknarstofa og þau hjón bjuggu þar eftir heimkomuna, áður en þau fluttu að Snælandi í Kópavogi og síðar í nýbyggt hús sitt við Bræðratungu. Keldur voru á þessum tíma utan við bæ- inn, Reykjavík. Við lærðum að eta haframjöl með rúsínum og kakói, siður sem var okkur framandi, en þau fluttu með sér heim frá Kaupmanna- höfn. Sá siður hefur verið í há- vegum hafður. Páll var eðlisfræð- ingur, virtur vísindamaður og áhugasamur fram á síðustu stund. Af honum mátti margt læra en fyrst og fremst hve mikil- vægt það er að vera sjálfum sér samkvæmur og hvika ekki frá sannfæringu sinni sé hún rétti- lega grunduð. Þegar þau hjón dvöldu erlend- is vegna vísindastarfa Páls um nokkurt skeið í Kaupmannahöfn buðu þau mér að búa með eldri börnum sínum, Flóka og Sig- rúnu, í Bræðratungunni fyrsta veturinn minn í Háskólanum. Þá kynntist ég því að þau höfðu erft kosti foreldra sinna, spaugsemi og létta lund í bland við alvöruna. Eðlilega var nokkur samgangur milli fjölskyldna þeirra systra, móður minnar, Ágústu, og Svan- dísar. Það var ævintýri að koma í heimsókn að Snælandi, sem þá var í raun sveit Kópavogsmegin í Fossvogi. Það var gaman að fá þau í heimsókn að Steingríms- stöð. Páll gat verið kappsamur, eins og minningin frá berjaferð beggja fjölskyldna sýndi. Hann einbeitti sér að verki, hvert sem það var, og skilaði því með sóma. Á fullorðinsárum urðu sam- skiptin sjaldnar, en ég man glöggt heimsókn mína til þeirra er þau dvöldu við „Söerne“ í Kaupmannahöfn. Margt var skrafað og farið um víðan völl í landsmálum og fleiru og stutt í hláturinn, enda mikið hlegið. Sama var þegar við hjón snædd- um í þeirra boði á Jensens Böf- hus á Vesterbrogade og undirrit- aður hermdi eftir þjóðþekktum Íslendingum, sem kom honum nærri í koll stuttu seinna, en haf- andi varnaðarorð þeirra í huga varð enginn skaði af, þótt mjóu munaði. Páll treysti mér til að aðstoða sig fyrir löngu, sem var auðsótt og gott að geta launað velvild og umhyggju af hans hálfu. Fyrir það var ég þakklátur. Annarra verður það að geta um vísindastörf Páls, en aldurs- greiningar hans á vísindalegum grunni, sem sýna að byggð á Ís- landi er að öllum líkindum eldri en ritaðar heimildar greina, eru athyglisverðar og mættu hljóta meiri eftirtekt. Páll varð við bón minni og flutti afar gott erindi um málið á fundi í Rótarýklúbbi Sel- foss fyrir nokkrum árum við góð- ar undirtektir og margar spurn- ingar, sem hann svaraði ítarlega. Komið er að leiðarlokum og kveðjan er stutt. Genginn er mætur drengur, mikill fjöl- skyldufaðir, sem lifði virku og at- hafnasömu lífi til síðasta dags, alltaf með á nótunum og reiðubú- inn að miðla af mikilli þekkingu sinni. Hans er saknað. Við Þórdís og fjölskylda sendum Svandísi, sem ég oft kall- aði uppáhaldsfrænku mína, Flóka, Sigrúnu, Skúla og Beru, ásamt tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum, innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar. Ólafur Helgi Kjartansson. Mér er brugðið við frétt af láti Páls Theodórssonar. Þess var þó að vænta sakir aldurs hans. Vorið 1972 hafði ég verið aðstoðar- maður Páls um eins árs bil, við rannsóknarstörf hans á Raunvís- indastofnun Háskólans, einkan- lega við aldursgreiningu á grunn- vatni og geislavirkni þess. Í maí stóð svo Páll fyrir miklum leið- angri, ásamt með Jöklarannsókn- arfélagi Íslands. Skyldi nú haldið upp á Bárðarbungu, borað þar niður á 400 metra dýpi og sýni tekin úr jöklinum, til sams konar mælinga. Eftir tæplega árs sam- vinnu með þessum stórbrotna persónuleika sem Páll var, lögð- um við nú 20. maí af stað í þetta ævintýri. Páll leiddi þarna um 20 manna hóp gegnum alls konar erfiðleika. Hlífði sér hvergi, þó að á móti blési ískaldur jökulrenn- ingur og héluðu hans þykku augabrúnir. Að koma öllum bún- aði, húsum og tækjum upp á bunguna, hófst og hafðist með samstilltum og fumlausum vinnu- brögðum reyndra jökulgarpa sem sumir hverjir höfðu löngu fyrr tekið þátt í björgun áhafnar Geysis af Bárðarbungu. Grafin var 5 metra djúp gryfja, 24 m2 og reft yfir. Síðan hófst þar niðri borvinna til rannsóknar á veður- fari fyrri tíma. Tvær systur Páls voru þarna með og sáu um mat- seld fyrir hópinn. Var þar sérlega skemmtilegur hópur, jafnt til starfa sem skemmtunar. En því lýsi ég þessum atburði, til að minnast þessa manns sem Páll var. Með okkur Páli tókst einlæg vinátta og lífstíðarvirðing. Páll var meðal þeirra samferðamanna sem ég mest hefi metið og líklega um leið einnig fyrir flesta eigin- leika. Þjóð vor væri betur stödd ef átt hefði fleiri slíka og enginn maður gengur annað en betri frá slíkum kynnum. Því kveð ég hér heiðursmann. Af kynnum hans tel ég mig betri mann en ella og votta aðstand- endum samúð mína. Maggnús Víkingur Grímsson. Leiðir okkar Páls lágu fyrst saman fyrir tæpum sextíu árum, haustið 1958. Ég var þá nýstúd- ent að hefja nám í stærðfræði og eðlisfræði við Háskóla Íslands en Páll nýlega kominn heim frá Danmörku, þar sem hann hafði lokið námi í eðlisfræði og síðar unnið sem sérfræðingur í geisla- mælingum við Kjarnorkurann- sóknarstofnunina á Risö, nærri Hróarskeldu um þriggja ára skeið. Mikil straumhvörf urðu í árs- byrjun 1958 í eðlisfræðirann- sóknum hér á landi þegar Þor- björn Sigurgeirsson var skipaður prófessor og Eðlisfræðistofnun Háskólans tók til starfa hinn 1. janúar. Eitt verkefna þar var að sinna ýmiss konar geislamæling- um enda kjarnorkukapphlaup stórveldanna í algleymingi og stórar sprengingar sitt á hvað í austri og vestri. Reynsla og þekking Páls gerði hann sjálf- kjörinn til að sinna uppbyggingu á þessu sviði. Það var ekki ónýtt fyrir mig að fá að njóta þess sem aðstoðarmaður að vinna með þessum eldhugum, Páli og Þor- birni. Við Páll náðum vel saman, hann var einstakur leiðbeinandi, gerði mín vandamál og mistök að skemmtilegum viðfangsefnum. Var þetta gott veganesti næsta haust er ég hélt utan til náms í eðlisfræði. Seinna áttum við Páll ánægju- ríkt samstarf á Raunvísinda- stofnun Háskólans um hálfrar aldar skeið. Hin hraða þróun í rafeinda- tækni á áttunda tug aldarinnar riðlaði mörgum eldri mörkum milli námsgreina. Það var því ekki að undra að Eðlisfræðistofa, undir stjórn Páls á árunum 1976- 1983 yrði með í þeirri gerjun. Stórt verkefni sem laut að tölvu- væðingu á framleiðslukerfi í sjáv- arútvegi sem Rögnvaldur Ólafs- son stýrði varð allt í einu þungamiðjan á stofunni. Þarna var lagður grunnur að því sem síðar varð fyrirtækið Marel. Margar aðrar rannsóknir á stofn- uninni nutu góðs af þessari þróun og sjálfur innleiddi Páll örtölv- urnar inn í rannsóknir á mæling- um á veikri geislun til aldurs- greininga. Verkefni sem hann vann að til dauðadags. Um leið og við Bjarney vottum Svandísi og öðrum aðstandend- um samúð okkar, þökkum við fyr- ir þær góðu stundir sem við átt- um á samleið með Páli. Örn Helgason. Harmur minn er mikill er ég kveð hér minn góða vin, Pál Theódórsson. Ungur drengur í foreldrahúsum fór ég til dyra þegar bjöllunni var hringt. Úti stóð drengur á mínum aldri. „Ég átti að ná í hatt föður míns,“ sagði hann. Faðir minn hafði boðið til sín gestum kvöldið áður. Drengurinn fékk hattinn og þessi heimsókn gleymdist okkur báð- um um sinn. Veturinn eftir settist ég i fyrsta bekk Gagnfræðaskóla Reykvíkinga við Tjörnina. Var þar raðað í sæti og kom þá ljós að ég og sáti minn könnuðumst hvor við annan. Þetta var drengurinn sem sótti hatt föður síns heim til mín. Varð okkur fljótt vel til vina. Leiðir okkar lágu að mestu sam- an á leið heim úr skóla. Þetta var upphaf að því að Páll varð elsti og besti vinur minn allt þar til að hann varð fyrir slysi á heimili sínu og lést 8. janúar. Samband okkar var mjög inni- legt og stutt á milli heimila okkar, einkum eftir að ég fann þá leið að klifra yfir vegg sem var milli lóða okkar og nágrannans og góður nágranni okkar lét það átölu- laust. Á heimili Páls kynntist ég vel systkinum hans og mági, Þór- arni Guðnasyni lækni. Foreldrar þeirra systkina voru látin en samhugur þeirra sérstakur. Páll var mjög hugmyndaríkur í því sem við tókum okkur fyrir, eink- um ef um tæknileg atriði var að ræða. Stuttan tíma vorum saman í Ágústarskóla, eins og skólinn var kallaður, því eftir gagnfræðipróf fór Páll í 3. bekk Menntaskólans. Verkefni nokkurra bekkja vann Páll utanskóla. Var hann þá á Siglufirði hjá Sigríði systur sinni og Þórarni, sem var héraðs- læknir þar. Stúdentsprófi lauk Páll árið 1947, ári fyrr en tll stóð. Í Kaupmannahöfn hófu hann og frábær eiginkona hans, Svan- dís Skúladóttir, búskap. Þegar Danmerkurveru þeirra hjóna lauk fluttu þau heim og settust fljótlega að í Kópavogi, fyrst að Snælandi en síðan að Bræðra- tungu 25. Heimsóknir okkar hjóna til þeirra á báða staðina voru okkur mikill gleðigjafi og þá ekki síst að kynnast yndislegum börnum þeirra. Páll var myndarlegur og bjart- ur maður með mikla nálægð. Hann vakti traust manna. Hann hafði skýra framsögn og ég dáð- ist oft að því hve góða íslensku hann talaði. Þótti mér það mjög til fyrirmyndar. Páll var tónelsk- ur og man ég að við fórum saman að hlýða á Jóhannesarpassíuna eftir Bach flutta í Fríkirkjunni fyrir rúmlega hálfri öld. Römm er sú taug er saman dregur gamla vini. Fyrir rúmum áratug tókum við strákarnir úr gagnfræðaskólanum, sem tóku stúdentspróf 1948 frá Mennta- skólanum í Reykjavík, upp á því að koma saman einu sinni í mán- uði til kaffidrykkju og fengum þá Pál til liðs við okkur, enda hann flestum kunnugur. Upphaflega vorum við 11 en smám saman fækkaði í hópnum vegna andláts þátttakenda og nú vorum við að- eins þrír um lengri tíma, Páll, Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, og ég. Páll var fjölspekingur mikill. Hann safnaði gömlum bókum, leitaði þeirra víða, las og sagði okkur Ólafi frá heppni í þeim málum. Ógnvænleg staða í heimsmál- um var jafnan til umræðu og var nokkur útrás fengin þar. Við ræddum einnig um landnámsár Íslands og dáðumst við Ólafur að kenningum Páls og rökum í því máli. Og eðlilega voru heilsumál rædd. Ekkert var óviðkomandi. Þessir fundir voru okkur mikils virði og til umhugsunar á ýmsum sviðum, og við skemmtum okkur yfir léttara hjali. Þessar stundir með Páli og Ólafi voru mér ómet- anlegar. Missir okkar Ólafs er mikill. Ég er innilega þakklátur fyrir að hafa átt þennan góða vin. Við hjónin vottum Svandísi, börn- um þeirra og öðrum nátengdum okkar dýpstu samúð. Guðmundur W. Vilhjálmsson. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR frá Naustum, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 11. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 10.30. Ólafur Jensson Hanna Maídís Sigurðardóttir Guðný Jensdóttir Gunnar Þór Þórarnarson Sigrún Jensdóttir Stefán Sigurðsson Halldór Jensson Margrét Ármann barnabörn og barnabarnabörn AAGE V. MICHELSEN, Hraunbæ B, Hveragerði, lést sunnudaginn 7. janúar á sjúkrahúsinu á Selfossi. Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Björg Jóhannesdóttir Okkar elskulega INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Goðheimum 22, Reykjavík, lést föstudaginn 12. janúar á Landspítala. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Jennýjar Lilju. Geir Ágústsson Ágúst Geirsson Ingibjörg Sigurðardóttir Ingi Örn Geirsson Soffía St. Sigurðardóttir Guðmundur Geirsson Ásta Snorradóttir Magni Þór Geirsson Fjóla Halldórsdóttir barnabörn og aðrir aðstandendur Okkar yndislega, hjartahlýja ERLA VILHJÁLMSDÓTTIR, Grænumýri 9, Seltjarnarnesi, lést fimmtudaginn 11. janúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 23. janúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hennar láti Karitas eða líknardeild Landspítalans í Kópavogi njóta þess Magni Blöndal Pétur B. Magnason Helene F. Hanøy Dagmar Magnadóttir Guðmundur J. Arngrímsson Magni Aron Guðmundsson Margrét Sigurðardóttir Sigríður Vilhjálmsdóttir Jóhann H. Bjarnason Pálmi Vilhjálmsson Áslaug Ívarsdóttir Margrét Dögg Sigurðardóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA FRIÐLEIFSDÓTTIR, Boðaþingi 22, Kópavogi, lést 12. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 11. Birna Guðjónsdóttir Þorsteinn Garðarsson Heimir Jón Guðjónsson Kristrún Sigurðardóttir Bylgja Björk Guðjónsdóttir Halldóra Kristín Guðjónsd. Sigurður Sigurðarson Ottó Eðvarð Guðjónsson Valdís Ólafsdóttir Hulda Guðjónsdóttir Sveinn Albert Sigfússon og ömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER GÍSLADÓTTIR, Aflagranda 40, áður Granaskjóli 42, lést föstudaginn 22. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 19. janúar klukkan 13. Gísli Valtýsson Guðmundur H. Valtýsson Jónína Jóhannsdóttir Hörður Már Valtýsson Helga Hrönn Hilmarsdóttir Edda Valdís Valtýsdóttir Kjartan Tumi Biering barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.