Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Læknum ber að vanda valið þegar þeir velja rannsóknir fyrir sjúkling sinn, segir Ari Jóhannesson læknir sem flytur erindið Rannsökum við of mikið? á málstofu um oflækn- ingar á Lækna- dögum í dag. „Ég er að fjalla um sjúkdóms- greiningarann- sóknir eins og blóðprufur og röntgenmyndir sem eru nauð- synlegar til að greina sjúkdóma og fylgja þeim eftir. Hluti af framförum í læknisfræði felst í bættri greiningatækni en það eru alltaf tvær hliðar á þessu og marg- ar rannsóknir eru dýrar og óþægi- legar fyrir sjúklinginn,“ segir Ari. Samband læknis og sjúklings skiptir miklu máli í því sambandi. „Sjúklingar hafa oft svolítið óraun- hæfar væntingar um rannsóknir, að þær skipti meira máli en sjúkra- saga og skoðun læknis. Ég er hræddur um að við læknarnir snú- umst stundum á sveif með þessu og vanrækjum sjúkrasögu og skoð- un og beitum rannsóknum fyrr en ella. Hluti af vandanum er líka að læknar eru oft að vinna í tíma- þröng og hafa ekki nægan tíma til að vanda sjúkrasögu og skoðun og þá er freistingin sú að panta bara rannsóknir. Sem er ekki alltaf rétta nálgunin.“ Áttföldun á D-vítamínprófum Ari nefnir dæmi um rannsóknir á D-vítamíni sem hefur orðið mikil vakning á. „Árið 2010 var fjöldi D- vítamínmælinga á landinu um 4.000 en 2017 voru þær 31.000. Það er næstum áttföld aukning og stór hluti af því er þrýstingur frá fólki á lækna að fá þetta mælt. Hjá viss- um sjúklingum er við hæfi að mæla D-vítamín en hjá öllum almenningi sem er með eðlilegan meltingaveg ætti ekki að þurfa þess. Þótt ein- stök mæling kosti ekki mikið, á milli 2.000 og 3.000 krónur, þá er þessi fjöldi um 70 milljónir króna, sem er tölverður peningur.“ Annað dæmi sem Ari nefnir í erindi sínu er um tölvusneiðmynd í kviðarholi fyrir sjúkling með óljósa verki. „Það er stundum ástæða til að senda sjúkling í slíka mynda- töku en stundum finnst eitthvað sem ekki var verið að leita að. Það eru t.d. 4% líkur á að myndin sýni hnút í nýrnahettu og þá þarf að rannsaka hann. Illa ígrunduðum rannsóknum getur fylgt alls konar afleiddur kostnaður og óþægindi. Líkurnar á því að óþarfa rannsókn sé til góðs eru mjög litlar.“ Er ekki erfitt að neita sjúklingi um rannsókn? „Ef beiðnin eða til- mæli sjúklings eru á skjön við við- urkennda nálgun í læknavísindum þarf ekki skilyrðislaust að verða við því, einnig ef það eru sáralitlar líkur á að eitthvað finnist sem máli skiptir. Það er ekki réttur sjúk- lings að biðja um hinar og þessar rannsóknir, sem eru jafnvel mjög dýrar, nema það sé klínísk ábend- ing fyrir því.“ Nota rannsóknir af skynsemi Ari bendir á að kveikjan að stofnun bandarísku hreyfingarinn- ar Choose wisely sé sú staðreynd að þriðjungur fjármagns sem fer til heilbrigðisþjónustu í Bandaríkj- unum er sóun. Þá hafi samtök amerískra lyflækna gengist við því í gegnum fagfélög lækna að draga úr sóun í heilbrigðisþjónustu og hluti af því sé að nota rannsóknir af skynsemi. Eftir hrunið hafði Ari yfirum- sjón með verkefni á Landspítalan- um um að draga úr óþarfa rann- sóknum. Hann segir það hafa tekist vel og náðst hafi að fækka rannsóknum um rúmlega fimmt- ung að skaðlausu. „Þessar grein- ingarannsóknir eru auðlind sem þarf að umgangast af skynsemi og virðingu.“ Sjúkrasaga og skoðun getur ver- ið vanrækt á kostnað rannsókna Morgunblaðið/ÞÖK Röntgen „Það er ekki réttur sjúklings að biðja um hinar og þessar rannsóknir, sem eru jafnvel mjög dýrar, nema það sé klínísk ábending fyrir því,“ segir Ari Jóhannesson læknir. Hann fjallar um ofrannsóknir á Læknadögum. Ari Jóhannesson  Að panta rannsókn fyrir sjúkling er ekki alltaf rétta nálgunin, segir Ari Jóhannesson læknir Vilhjálmur Grímur Skúlason, lyfjafræð- ingur og prófessor em- eritus, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtu- daginn 11. janúar sl. 90 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist í Vestmannaeyjum þann 30. maí 1927, sonur hjónanna Skúla Gríms- sonar, sjómanns, og Karólínu M. Hafliða- dóttir, ljósmóður. Hann lauk stúdentsprófi frá MA árið 1949 og hóf eft- ir það nám við Lyfjafræðingaskóla Ís- lands. Hann stundaði framhaldsnám við University of North Carolina það- an sem hann lauk doktorsprófi í lyfja- fræði 1964. Vilhjálmur var lyfjafræðingur í Hafnarfjarðar Apóteki 1954-1959 og 1963-1964. Hann var starfsmaður lyfjaskrárnefndar 1964-1967 og sér- fræðingur á efnafræðistofu Raunvís- indadeildar Háskólans 1967-1969. Skipaður dósent við HÍ 1969 og gegndi því starfi til 1972 er hann var skipaður prófessor í lyfjaefnafræði og lyfjagerðarfræði. Þá var hann for- stöðumaður rann- sóknastofu í lyfjafræði lyfsala 1972-1997. Vilhjálmur tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var m.a. formaður ÍBH, LFÍ og Lions- klúbbs Hafnarfjarðar. Hann var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði fyrir Félag óháðra borgara, fyrst 1966-1978 og síðan 1982-1986 þegar hann var formaður bæj- arráðs. Vilhjálmur var heiðursfélagi bæði LFÍ og Lionsklúbbs Hafnarfjarðar. Vilhjálmur fékkst mikið við ritstörf alveg fram á síðasta dag og eftir hann liggja ýmsar greinar og bækur. Einn- ig hafði hann mikinn áhuga á tónlist og skrifaði bók um tónskáldið Guiseppe Verdi, sem heitir Meistarinn frá Le Roncole. Vilhjálmur var kvæntur Kristínu Guðrúnu Gísladóttur. Hún lést 1996. Dóttir þeirra er Karólína Margrét. Stjúpsonur Vilhjálms var Gísli Eiríks- son. Árið 1998 kynntist Vilhjálmur Þórunni Óskarsdóttur og lágu leiðir þeirra saman þar til hún lést árið 2016. Andlát Vilhjálmur Grímur Skúlason „Skimanir geta verið ofboðslega gagnlegar í heilbrigð- iskerfinu til að bæta lífsgæði okkar og til að bæta heilsu- far þjóða, en þær geta líka haft ákveðnar aukaverkanir og jafnvel valdið skaða,“ segir Ástríður Stefánsdóttir læknir og siðfræðingur en hún flytur erindið Skimanir: böl eða blessun? á Læknadögum í dag. „Það eru ákveðnir þættir sem skipta mjög miklu máli þegar hugað er að skimunum. Í fyrsta lagi þarf það sem er skimað fyrir að vera raunverulegt heilbrigðisvanda- mál. Í öðru lagi þarf að vera greinanlegt forstig, þannig að við vitum að ef eitthvað sést er það skýrt greinanlegt forstig sem við getum mælt og veldur seinna alvarlegum sjúkdómi. Í þriðja lagi þurfa prófin að vera mjög nákvæm, það má ekki vera mikið af falskt jákvæðum eða falskt neikvæðum prófum og að endingu er mikilvægt að hægt sé að fyrirbyggja eða lækna sjúkdóm þegar hann finnst. Annað sem er þekkt úr skimunum er að það finnist eitt- hvað sem ekki var verið að leita að og hefði hugsanlega ekki valdið sjúkdómi, engu að síður þarf kannski að fylgja því eftir og fara út í rannsóknir og meðferð sem getur jafnvel valdið skaða.“ Það sem aðgreinir skimanir frá annarri læknismeðferð er að það eru yfirvöld og hið opinbera sem leitar til heil- brigðs fólks sem hefur engin ein- kenni og fer að gera á þeim rann- sóknir. „Það er annað fyrirbæri en ef þú ert með veika manneskju sem leitar til heilbrigðiskerfisins. Þannig að siðferðilega krafan um að skim- unin skaði ekki er ofsalega rík.“ Vel heppnuð skimun hér á landi er skimun fyrir forstigum krabbameins í leghálsi en aðrar eru umdeildari eins og fósturgreining á meðgöngu, þar sem t.d er skimað fyrir Downs heilkenni, og brjóstamyndataka, að sögn Ástríðar. „Það er einnig verið að gera skimanir á fóstrum, ófæddum ein- staklingum og nýburum. Við það vakna margar siðferð- isspurningar t.d um upplýst samþykki og hvort og hve- nær við megum búa til upplýsingar um fólk sem getur ekki svarað fyrir sig sjálft svo við þurfum að vera viss um að þessari skimanir séu gagnlegar. Slíkt mat er ekki ein- ungis vísindalegt heldur er þar einnig um að ræða gild- ishlaðið mat. Við megum aldrei skima hugsunarlaust, skimanir geta verið mjög gagnlegar til að bæta heilsu og lífsgæði en þær geta líka verið vopn sem skaðar.“ ÁSTRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR LÆKNIR OG SIÐFRÆÐINGUR Ástríður Stefánsdóttir „Við megum aldrei skima hugsunarlaust“ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Laxar fiskeldi ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á um- hverfisáhrifum af aukinni fram- leiðslu á laxi í Reyðarfirði um tíu þúsund tonn. Fyrirtækið hefur nú starfs- og rekstrarleyfi fyrir sex þús- und tonna ársframleiðslu og við aukninguna verður heildarfram- leiðslan í Reyðarfirði samtals 16.000 tonn á ári. Í samantekt skýrslunnar segir að Laxar fiskeldi ehf. áformi að byggja upp öflugt áframeldi á laxi í sjókvíum á Austfjörðum. Fyrirhuguð fram- leiðsla félagsins í Reyðarfirði og í Fáskrúðsfirði muni nema 20.000 tonnum. „Í þessari grein er stærðar- hagkvæmni lykilatriði. Mikilla upp- lýsinga hefur verið aflað um náttúru og umhverfi í Reyðarfirði á undan- förnum árum og viðbótarrannsóknir hafa verið gerðar vegna þessarar framkvæmdar,“ segir í útdrætti skýrslunnar. Með auknu eldismagni skapist meira hagræði í rekstri, betri sam- keppnisstaða og traustari grundvöll- ur fyrir starfsemina. Með tilkomu laxeldis af þessari stærðargráðu mun stoðir atvinnulífs í Fjarðabyggð styrkjast með hærra atvinnustigi og fjölbreyttara atvinnulífi, segir í skýrslunni. Aukið sjókvíaeldi Laxa fiskeldis verður rekið á fimm eldissvæðum, þ.e. fjórum við utanverðan Reyðar- fjörð og einu í innri hluta Reyðar- fjarðar. Þessi eldissvæði eru Kol- múli, Vattarnes, Rifsker, Hafranes og Hjálmeyri. Í fullan rekstur 2020 Valdar verða kvíar í hæsta gæða- flokki sem viðurkenndar eru af norskum yfirvöldum og tryggingar- félögum en þar í landi eru gerðar strangar kröfur til búnaðar og fest- inga, segir í skýrslunni. Ætlunin er að notast við kvíar sem eru 157 metr- ar að ummáli. Þegar framleiðsla verður komin í full afköst verða fjór- tán kvíar á hverri staðsetningu. Ráðgert er að hefja eldi á þessu ári, 2018 með útsetningu 2.100.000 seiða. Framleiðsla nær hámarki á árinu 2020. Opinn kynningarfundur um skýrsluna verður haldinn 25. janúar kl. 20 í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Frummatsskýrslan er aðgengileg á skipulag@skipulag.is.og á bókasöfn- unum á Eskifirði og Reyðarfirði, bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar, Skipulagsstofnun og Þjóðarbókhlöð- unni. Kynningartími er til 26. febr- úar. Stefna að 16 þúsund tonna eldi í Reyðarfirði  Ráðgert er að hefja laxeldið á þessu ári  Fimm eldissvæði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reyðarfjörður Víða á Austfjörðum eru umsvif í laxeldi að aukast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.