Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 TRÉSMÍÐAVÉLARNAR FÁST Í BRYNJU Hefill HMS 850 hefilbreidd 210 mm kr. 57.500 Hefill HMS 1070 hefilbreidd 254 mm kr. 82.140 augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Ný vefverslun brynja.is L Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Bandsög Basa 3 kr. 99.600 Bandsög Basa 1 kr. 45.115 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið laugardaga 11-15 VIGO Fást sem 3ja sæta, 2ja sæta og stóll, margir litir af áklæði eða leðri. Opið virka daga 11-18 Í tilefni af komu bandaríska kvik- myndaleikarans og grínistans Bill Murray á Listahátíð í Reykjavík í júní mun Bíó Paradís og hátíðin sýna eina af hans þekktustu og vinsælustu gamanmyndum, Groundhog Day, föstudaginn 2. febrúar, í samstarfi við Hugleik Dagsson, teiknara og grínista. Kvikmyndin verður sýnd frá morgni til kvölds þennan dag sem er einmitt dagurinn sem kvik- myndin er kennd við, Groundhog Day eða Dagur múrmeldýrsins. Endalaust kaffi verður í boði og Hugleikur mun bjóða upp á atriði aftur og aftur. „Hver veit nema að það sé von á leynilegu dagskrár- atriði. Og þó,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. Fyrir þá sem ekki þekkja til fjallar kvikmyndin Groundhog Day, frá árinu 1993, um hroka- fullan veðurfréttamann sem send- ur er til bæjarins Punxsutawnay til að fjalla um hinn svokallaða dag múrmeldýrsins. Þar í bæ er til siðs að múrmeldýr spái fyrir um hvort vetri sé tekið að halla eða ekki og sjái múrmeldýrið skugga sinn þýðir það áframhald- andi vetur og kulda en ef dýrið skríður út úr dvalarstað sínum er vorið á næsta leyti. Í kvikmynd- inni upplifir veðurfréttamaðurinn sama daginn aftur og aftur og virðist svo ætla að verða um alla eilífð. Dagur múrmeldýrsins á degi múrmeldýrsins Sprenghlægileg Úr gamanmynd- inni sígildu Groundhog Day. Louise Wolthers, sýningarstjóri við Hasselblad Center í Gautaborg, flytur á morgun, fimmtudag, hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafn- inu um rannsóknarverkefni sitt „Áhorf! Eftirlit, list og ljósmyndun (2016-2017)“, sem og nokkur lyk- ilverk sem voru á samnefndri sýn- ingu sem hún setti saman og var sett upp í Hasselblad Center í Gautaborg, í Kunsthall Aarhus og C/O í Berlín. Fyrirlestur hennar hefst kl. 12. Wolthers mun auk þess fjalla um væntanlega sýningu, sem líta má á sem framhald af þeirri fyrri, og hún kallar „Sjónsvið dróna: hernaður, eftirlit, mótmæli (2018)“. Í tilkynn- ingu segir að bæði þessi sýning- arverkefni veki spurningar um hlut- verk ljósmyndunar í fjölsæis- samfélagi – og varpi ljósi á hvernig beita megi fjölsæinu sjálfu til að vinna gegn auknu eftirliti og alsæi. Fyrirlesturinn er fyrsti viðburður Ljósmyndahátíðar Íslands sem haldin er á tveggja ára fresti og stendur út helgina. Louise Wolthers lauk doktors- prófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2008 og fjallaði doktorsritgerð hennar um ljósmyndir og söguritun. Hún vinnur nú að rannsóknarverk- efni um millistríðsárin, ljósmyndun og mannréttindi. Wolthers er eft- irsóttur fyrirlesari og sýningarstjóri og hafa bæði skrif hennar í fræðirit og sýningar við Hasselblad- stofnunina og önnur listasöfn vakið athygli, bæði fyrrnefnd sýning „Áhorf! Eftirlit, list og ljósmyndun“ og sýningar með verkum sænska ljósmyndarans Kent Klich með ljós- myndum frá Gaza-svæðinu og hol- lensku listakonunnar Rineke Dijkstra sem hlaut Hasselblad- verðlaunin árið 2017. Aðrir viðburðir í Þjóðminjasafni Íslands á Ljósmyndahátíð eru opn- un á sýningum Davids Barreiro, „Langa blokkin í Efra Breiðholti“, og Karls Jeppesen, „Fornar ver- stöðvar“, kl. 14 á laugardag. Fyrirlesari Louise Wolthers. Fjallar um eftirlit, list og ljósmyndun Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þetta gæti orðið í síðasta skipti sem við gefum út tónlist á diski. Fólk er mikið til hætt að kaupa þá á Íslandi. Við þurfum að finna nýtt form,“ segir Hilmar Örn Agnarsson, stofnandi og stjórnandi Kammerkórs Suðurlands. Kórinn gaf á dögunum út sinn fimmta disk í tilefni 20 ára afmælis kórsins í fyrra. Diskurinn, Kom skap- ari, inniheldur 13 kórlög eftir ýmsa tónlistarmenn sem allir utan Páls Guð- mundssonar á Húsafelli eru þekkt tón- skáld. „Við Palli erum fóstbræður og mikl- ir vinir. Palli notar tónlist sem annað tjáningarform listar sinnar sem er þekkt meðal listamanna. Verkin hans eru „júník“ enda má segja að Páll á Húsafelli sé merkilegt náttúruundur.“ Samstarf við Smekkleysu Kom skapari var gefin út í góðu samstarfi við Smekkleysu sem gefið hefur út alla diska kórsins og dreift þeim erlendis. Kammerkór Suður- lands var stofnaður í Skálholti 1997. Hilmar Örn segir að í kórnum sé ein- vala gæðafólk með ólíkan tónlistar- bakgrunn. Í upphafi voru félagsmenn eingöngu Sunnlendingar en í dag dug- ar að vera ættaður að sunnan svo kór- inn standi undir nafni. „Undirbúningur disksins var harla óvenjulegur. Hann hófst á Myrkum músíkdögum fimm árum áður en disk- urinn kom út. Höfundar verkanna hafa verið með í öllu ferlinu,“ segir hann. „Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós var listrænn stjórnandi og upptöku- stjóri disksins sem tekinn var upp í Sundlauginni,“ segir Hilmar Örn og bætir við að eftir að Kjartan hætti í Sigur Rós hafi hann fikrað sig meira yfir í klassíska geirann. „Við upptökuferlið á diskinum var notuð sama aðferð og í popptónlist þar sem við notuðum þá tækni sem stúd- íóið býður upp á, s.s. að bæta inn fleiri röddum, hljóðfærum og hljóðeffektum eftir á,“ segir Hilmar Örn og bætir við að tónskáldin séu flest þekkt úr popp- heiminum en fáist hér við klassíska formið á sínum forsendum. Þetta hafi verið kallað „crossover“, þar sem popp og klassík krossa mörk hvorrar teg- undar fyrir sig. „Ég er gamall Þeysari, var í hljóm- sveitinni Þeyr sem spilaði m.a. stórt hlutverk í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Ég söðlaði um og fór að læra á kirkjuorgel í Hamborg og starf- aði sem organisti í Skálholti í 17 ár. Í mér tengjast því þessar tegundir tón- listar saman.“ Þekkt og ólík tónskáld Hilmar Örn segir aðkomu lagahöf- unda að diskinum mjög persónu- bundna. Á honum bræðist saman sköpun ungra hæfileikaríkra tón- skálda og hljóðfæraleikara frá bæði FÍH og Listaháskólanum og eldri út- lærðra snillinga. „Unga fólkið í dag er svo klárt og með góða menntun í músík. Þau eru sjálfbærari en við vorum og setja mús- íkina ekki í kassa. Á diskinum eru tvö lög eftir Kjartan Sveinsson, „Stríð“ og „Sumarmorg- unn“. Hilmar Örn segir að til hafi stað- ið að lag Kjartans „Sumarmorgunn á Heimaey“ yrði titillag myndarinnar Eldfjallsins en úr því varð ekki. Benedikt Hermannsson – Benni Hemm Hemm – á lagið „Norður“. „Benni hefur verið að kljást við ým- islegt og lagið er frábært,“ segir Hilm- ar Örn. Og að hans mati er lag Ragn- hildar Gísladóttur, „Skugginn minn“, eitt flottasta verk sem hún hefur gert. „Ragga skrifar alla sína músík sjálf. Páll Ragnar Pálsson er frábær tón- smiður, nýkominn úr námi. Hann er Mausari og samdi titillag disksins, „Kom skapari“.“ Georg Kári, sonur Hilmars Arnar, er tónskáld og meðlimur í kórnum. Hann samdi lagið „Nótt“ og Snorri Hallgrímsson bekkjarbróðir hans samdi lagið „Stjörnuhrap“. Báðir voru þá nýútskrifaðir úr LHÍ. Sköpun og snilli bæði yngri og eldri  Verk íslenskra tónskálda á diski Kammerkórs Suðurlands Innblásinn Hilmar Örn Agnarsson stjórnar kórnum á tónleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.