Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is lækka upphitunarkostnað Rafstjórn tekur út og þjónustar kæli- og loftræstikerfi Varmadælur Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Verð frá kr. 181.890 m/vsk Í dag heimsækir Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, Karl XVI. Gústav Svíakonung í höllinni í Stokkhólmi. Fund- urinn markar upphaf þriggja daga sam- ræðna um hvernig megi styrkja, auka og dýpka tengsl Íslands og Svíþjóðar enn fremur. Lönd okkar eiga margt sameig- inlegt og standa frammi fyrir mörgum svipuðum áskorunum. Helsta verkefni okkar er að skapa sjálfbær samfélög og þar með skil- yrði fyrir komandi kynslóðir að lifa heilbrigðu lífi, við frelsi og öryggi. Við verðum að tryggja að menntun og rannsóknir séu á háu stigi til að lönd okkar geti tekist á við öllu harðari alþjóðlega samkeppni. Þegnarnir eiga og að hafa aðgang að heilbrigðis- og velferðarþjónustu af bestu hugsanlegri gerð. Með því að þróa ýmsar tegundir rafrænna fjarlausna á að vera mögulegt að búa, vinna og reka fyrirtæki jafnt í þéttbýli og á landsbyggðinni. Náin tengsl Svíþjóðar við Ísland standa á djúpum sögulegum og menningarlegum grunni og sameig- inlegum gildum. Þjóð- irnar hafa ekki síst mæst í gegnum bók- menntirnar. Íslend- ingasögurnar og önnur bókmenntaleg stórvirki hafa haft áhrif á kyn- slóðir Svía. Ein birting- armynd þessa er að Guðni Th. forseti mun á morgun afhenda Sví- um að gjöf nýja heild- arþýðingu Íslendinga- sagna. Við lesum bækur nútímahöfunda hvert annars, ekki síst glæpasög- urnar, og staða sænskra barnabók- mennta er sterk á Íslandi. Í tengslum við opinberu heim- sóknina í Svíþjóð verður á morgun haldinn fundur á Karólínsku stofn- uninni þar sem rædd verður aukin samvinna Íslands og Svíþjóðar á sviði læknisfræðilegra rannsókna og menntunar. Íslenskir læknar hafa áratugum saman aflað sér sér- fræðimenntunar í Svíþjóð og Félag íslenskra lækna í Svíþjóð er með yfir 400 félaga. Áframhaldandi þró- un samstarfsins á þessu mikilvæga sviði getur verið starfsnám fyrir ís- lenska unglækna, samvinna á með- ferðasviði, skiptiprógrömm og rannsóknasamstarf. Formlegt sam- starf af þessu tagi getur falið í sér mörg sóknarfæri. Viðskiptin milli landa okkar eiga sér langa sögu. Í Svíþjóð höfum við borðað íslenskan fisk kynslóðum saman. Í fínustu verslununum í stóru borgunum er hægt að fá peysur, vettlinga, húfur og aðrar ullarvörur af fínustu gerð. En Svíar kaupa líka sorp frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum sem hægt er að endurnýta í Svíþjóð á umhverfisvænan hátt. Volvo-bíla má sjá vítt og breitt um Ísland og Scania-vörubílar eru algeng sjón. Húsgögn frá IKEA eru á mörgum heimilum og að H&M opnaði tvær verslanir á höf- uðborgarsvæðinu er dæmi um stóra sænska beina fjárfestingu á Íslandi. Viðskiptin milli landa eru ekki óveruleg en það er hægt að gera svo mikið meira, bæði stórt og smátt. Íslenskur fiskur ratar sjaldan í kæliborð og frysta sænskra versl- ana og sænskan bjór er ekki að finna á íslenskum krám og veit- ingastöðum. Skýringin á því er oft- ast máttur vanans og gamlar hefðir en svona rótgrónu vinnulagi má auðveldlega breyta til að auka ár- angurinn. Góð byrjun getur verið að horfa til hvert annars, vekja forvitni á löndum hvert annars og að ræða stöðugt möguleikana á viðskiptum og samskiptum. Á öllum sviðum. Dæmi um þetta er að við förum í síauknum mæli sem ferðamenn milli landanna. Um 60.000 Svíar uppgötva árlega töfra Íslands og Íslendingar panta á ári hverju um 30.000 gistinætur í Svíþjóð, t.d. í höllum, og njóta fallegra skóg- arlunda, stranda eða fjörsins í Stokkhólmi. Aukin þéttbýlismyndun og ríkjandi húsnæðisskortur hefur um leið komið spurningunni um sjálf- bært borgarskipulag mjög á dag- skrá bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Þetta snýst um sjálfbærni m.a. á sviði samgangna, bygginga, versl- unar, úrgangs og veitna. Til að leysa þetta verkefni verð- ur að beita nýrri hugsun, finna nýj- ar lausnir og hafa styrk og sann- færingu. Besta leiðin til að hægt sé að standa við þetta loforð til kom- andi kynslóða er að stjórn- málamenn, vísindamenn, fyrirtækj- astjórnendur og almennir borgarar læri hver af öðrum. Verkið er raun- verulegt og er þegar hafið. Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér markmið um kolefnishlutlaust Ís- land árið 2040. 68 af hundraði sænskra fyrirtækja nefna sjálf- bærnimarkmið Sameinuðu þjóð- anna í ársreikningum sínum, sem er langtum hærra hlutfall en með- altalið hjá fyrirtækjum á heimsvísu. Stefna beggja landanna er hin sama. Sameiginlegur grundvöllur hins langa og einstaklega farsæla sam- starfs Norðurlandanna er jafnrétti, félagslegt öryggi, sjálfbærni og mannleg samskipti. Nokkur ný og spennandi norræn samstarfsverk- efni verða kynnt á árinu, þegar Svíþjóð fer með formennsku í Nor- rænu ráðherranefndinni. Þau snú- ast meðal annars um þróun lausna fyrir fjarheilbrigðisþjónustu og raf- ræna lyfseðla yfir landamærin, vistvænar samgöngur, byggingu fallegra og sjálfbærra timburhúsa og sjálfbæra hönnun á ýmsum svið- um samfélagsins. Ég er þess full- viss að Ísland og Svíþjóð eigi óvenjugóða möguleika á að ná ár- angri sameiginlega á þessum svið- um. Opinber heimsókn forsetahjóna Íslands í Svíþjóð í þessari viku er enn eitt dæmið um góðar og stöð- ugar samræður þjóðanna. Samræð- ur sem okkur á að vera annt um og nýta okkur um leið. Saman gerum við hvert annað betri og sterkari. Betri og sterkari Eftir Håkan Juholt » Sameiginlegur grundvöllur hins langa og einstaklega farsæla samstarfs Norð- urlandanna er jafnrétti, félagslegt öryggi, sjálf- bærni og mannleg sam- skipti. Håkan Juholt Höfundur er sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Fyrir rúmu ári tók markaðsstofan Ice- landic lamb til við að kynna lambakjöt og aðrar íslenskar sauð- fjárafurðir fyrir er- lendum ferðamönnum. Þetta er í fyrsta sinn sem það hefur verið gert skipulega með þessum hætti. Komið hefur verið á samstarfi við um 150 veitingastaði, sérversl- anir, framleiðendur og hönnuði. Rekin er öflug markaðsherferð á netinu þar sem myndböndum og öðru efni er dreift á samfélags- miðlum til að kynna íslenska lambið fyrir þeim gestum sem hingað koma. Öll markaðssetningin er und- ir sérstöku merki Icelandic lamb. 27% erlendra ferðamanna þekkja merkið Samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Icelandic lamb í nóvember og desember þekkja 27% erlendra ferðamanna merkið. Það er miklu betri árangur á einu ári en nokkur þorði að vona. Af þeim sögð- ust líka 73% hafa mjög eða nokkuð jákvætt viðhorf til merkisins. Neikvætt viðhorf mældist ekki. Þessar niðurstöður komu ánægjulega á óvart og eru miklu betri en bú- ist var við. Lambakjöt er þjóðarréttur okkar Íslendinga að mati 74% svarenda í könnun sem gerð var fyrir kokka- landsliðið árið 2016 og viðhorf okkar til bænda er almennt jákvætt. Rúmur helmingur borðar lambakjöt Þetta jákvæða viðhorf okkar sjálfra virðist skila sér ágætlega til þeirra sem sækja landið heim. Í fyrrgreindri könnun Gallup fyrir Icelandic lamb rétt fyrir áramótin var spurt að því hvort erlendu ferða- mennirnir hefðu borðað lambakjöt á Íslandi. Í ljós kom að 50% borða lambakjöt á veitingastöðum en 13% borða lambakjöt sem keypt er í búð. Skörun er á milli þessara hópa en samtals borða 54% þeirra einhvern tíma lambakjöt í ferðinni. Sú nið- urstaða er líka ánægjuleg og óvænt. Breiðfylking á bak við lambið Samfélagsmiðlar og snjalltæki skipa sífellt stærri sess í lífi okkar flestra. Með þeirra hjálp getum við ennþá betur komið á framfæri rétt- um skilaboðum um hreinleika okkar einstæðu náttúru og gæði þeirra frábæru matvæla sem hún færir okkur. Nýting þeirra tækifæra sem ný tækni hefur skapað okkur er ein af undirstöðum þess góða árangurs sem markaðsstofan Icelandic lamb hefur náð. En hann er líka afrakstur breiðfylkingar Íslendinga á bak við lambið, ómældrar vinnu bænda og þeirra starfsfólks, leiðsögumanna, kokka, þjóna og margra fleiri sem hafa hjálpast að við segja söguna um íslenska lambið. Takk, Íslend- ingar! Eftir Svavar Halldórsson »Komið hefur verið ásamstarfi við um 150 veitingastaði, sérversl- anir, framleiðendur og hönnuði. Svavar Halldórsson Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic lamb. svavar@bondi.is Takk, Íslendingar Húsnæðismálin verða eitt aðalkosn- ingamálið í Reykjavík í vor enda sá stóri vandi sem hefur skapast í húsnæðismálum að mestu núverandi meirihluta að kenna. Stefna meirihlutans í borginni hefur leitt til gríðarlegrar hækkunar á verði á íbúðum og leiguverðið orðið himinhátt. Meg- inorsakirnar eru hörð stefna meiri- hlutans í þéttingu byggðar og and- staða við byggingu í úthverfum Reykjavíkur (sem hefur leitt til þess að íbúar sem sækja vinnu sína til Reykjavíkur hafa þurft að fara yfir í nágrannasveitarfélögin og aukið álagið á götum bæjarins) auk þess sem ótrúlega fáum lóðum hefur verið úthlutað. Úthlutun lóða var skammarlega lítil í byrjun kjörtímabilsins en nú er eitthvað að glæðast í þeim efnum. Meirihlutinn getur ekki skýlt sér bakvið það að þetta hafi ekki verið fyrirsjáanlegt, því það var öllum ljóst að það þyrfti miklu fleiri lóðir. Það liggur fyrir fjöldi greina og ábend- inga frá sérfræðingum frá því fyrir upphaf kjörtímabilsins um í hvað stefndi. Það eina sem er rétt í afsökunum meirihlutans er að erfitt var að sjá fyrir þessa miklu aukningu á útleigu íbúða til ferðamanna, en jafnvel þótt hún hefði ekki orðið svona mikil væri vandamálið engu að síður stórt. Það þarf að koma meirihlutanum frá svo hægt sé að taka á þessu vandamáli og fá nýjan meirihluta til valda sem bregst við þegar hættu- merkin sjást en bíður ekki þangað til allt er komið í óefni. Húsnæðisvandinn fyrirsjáanlegur fyrir mörgum árum Eftir Börk Gunnarsson Börkur Gunnarsson » Stefna meirihlutans í borginni hefur leitt til gríðarlegrar hækk- unar á verði á íbúðum og leiguverðið orðið himinhátt. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. borkurg@gmail.com Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.