Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 Því var vel tekið þegar tilkynnt var í önd- verðum september 2005 að Davíð Oddsson hefði verið skipaður formaður bankastjórnar Seðlabankans frá og með 20. október. Stein- grímur J. Sigfússon, leiðtogi Vinstri grænna, sagði í Morgunblaðinu 8. september: „Sem forsætisráðherra um árabil hefur hann sýslað þannig við efnahagsmál,að hann hefur reynslu á því sviði. Ég efast ekki um að hann hafi það til brunns að bera sem þarf í starf seðla- bankastjóra.“ Daginn eftir sagði Össur Skarp- héðinsson, fyrrverandi formaður Samfylking- arinnar, í Fréttablaðinu: „Vafalaust munu sumir agnúast út í það að hann skuli fara í Seðlabankann. Hins vegar er erfitt að halda því fram að maður sem hefur stýrt efnahags- málum þjóðarinnar í þrettán ár sé ekki hæfur til að vera seðlabankastjóri.“ Allt virtist um þær mundir standa í blóma. Skjótt skipaðist þó veður í lofti. Haustið 2007, eftir rétt tvö ár í Seðlabankanum, settist Davíð niður heima hjá sér og ræddi við konu sína um hvort hann ætti að segja af sér. Hann hefði þungar áhyggjur af bönkunum: Þeir hefðu safnað feikilegum skuldum erlendis og ólíklegt væri að þeir gætu endurfjármagnað erlend lán að fullu næstu misseri, en alþjóðleg lánsfjárkreppa hafði skollið á sumarið á und- an. Fáir sem engir vildu hlusta á varnaðarorð hans og hann gerði ráð fyrir að sér yrði kennt um ef bankarnir féllu. Davíð ákvað samt að þrauka í bankanum. „Annars er ég að hlaupa frá borði,“ sagði hann konu sinni. Áhyggjur Davíðs reyndust á rökum reistar. Láns- fjárkreppan harðnaði þegar leið fram á árið 2008 Seðlabankinn fékk ekki þá fyrirgreiðslu erlendis sem hann bað um og bankarnir féllu þá um haustið. Vinstristjórn, sem þeir Stein- grímur og Össur sátu í báðir, lét það verða sitt fyrsta verk í febrúar 2009 að hrekja Davíð og tvo starfsbræður hans úr Seðlabankanum með sérstökum lögum. Hvað hafði gerst á þessum þremur árum? Hver verður dómur sögunnar um seðlabankastjóratíð Davíðs Oddssonar? Snjóbolti niður hlíð Davíð Oddsson hafði aðeins verið einhverjar vikur í bankanum þegar hann bauð hinum gamalreynda forvera sínum dr. Jóhannesi Nordal í hádegisverð. Hann sagði Jóhannesi að sér litist ekki á hinn öra vöxt bankanna. Þeir nýttu sér alþjóðlegt lánstraust Íslands til skuldasöfnunar erlendis. Jóhannes sagði: „Ég er hræddur um að þetta sé snjóbolti sem sé að rúlla niður hlíðina og þú verðir að lokum undir honum. Gallinn er sá að líklega er hvergi hægt að stöðva hann því að þá kann að vera að bankamönnunum fipist og þá verða afleiðing- arnar enn verri.“ Um svipað leyti, í nóvember 2005, heimsóttu þeir Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra sinn gamla samstarfsmann í Seðlabankann. Þá hafði Davíð orð á því að bankakerfið kynni að standa á brauðfótum og gæti hrunið. Þeir Halldór og Geir töldu það ólíklegt. Þá höfðu nýlega birst fyrstu skýrsl- urnar erlendis þar sem lýst var efasemdum um sjálfbærni íslenska bankakerfisins. Var nú kyrrt að kalla í nokkra mánuði. En sunnudag- inn 26. mars 2006 hringdi Halldór í Davíð þar sem hann var í sumarbústað sínum á Móeið- arhvoli og kvað stjórnendur bankanna þriggja segja sér að þeir gætu fallið eftir helgi. Lík- lega yrðu lánalínur þeirra erlendis ekki end- urnýjaðar. Davíð þeysti til Reykjavíkur og kallaði bankastjórana á leynilegan fund heima hjá sér. Niðurstaðan þar varð að hans ráði að bíða átekta. Ekkert gerðist næstu daga og lánalínur voru endurnýjaðar. Stjórnendum íslensku bankanna var mjög brugðið og næstu mánuði lengdu þeir eins og þeir gátu í lánum, minnkuðu krosseignatengsl og huguðu að nýrri fjármögnun. Landsbank- inn hóf haustið 2006 að safna innstæðum á svo- nefnda Icesave-reikninga í Bretlandi og Kaup- þing á Edge-reikninga þar, í Þýskalandi og víðar. Bönkunum tókst einnig að selja skulda- bréf í Bandaríkjunum. Vorið 2007 eignuðust Jón Ásgeir Jóhannesson og samstarfsmenn hans ráðandi hlut í Glitni en þegar var Jón Ás- geir orðinn stærsti skuldunautur hinna bank- anna. Af Jóni Ásgeiri fór misjafnt orð erlendis þar sem hann hafði keypt fjölda fyrirtækja. Hann hafði jafnvel gert út blað í Danmörku í samkeppni við dönsku stórblöðin sem vönduðu honum ekki kveðjur. Stórjukust nú útlán til Jóns Ásgeirs í Glitni. Árið 2007 tók mjög að bera erlendis á ádeilum á íslensku bankana og stærstu viðskiptavini þeirra. Það spurðist líka út að haustið 2007 efndu seðlabankar á Norð- urlöndum og í Eystrasaltsríkjunum til eins konar æfingar þar sem íslenski seðlabankinn hætti þátttöku í miðjum klíðum af því að hann vildi ekki upplýsa hvort íslenska ríkið myndi koma til bjargar stórum íslenskum banka í vandræðum. Mestu máli skipti þó að í ágúst 2007 hófst al- þjóðleg lánsfjárkreppa þegar franski bankinn BNP Paribas hætti að greiða út úr fjárfesting- arsjóðum, aðallega af því að ekki var ljóst hvers virði bandarískir skuldabréfavafningar væru. Þótt evrópski seðlabankinn flýtti sér að dæla fé í bankann urðu aðrir bankar varir um sig og tregir til útlána. Mánuði síðar varð breska ríkið að bjarga Northern Rock- bankanum í Norður-Englandi eftir að spari- fjáreigendur höfðu gert á hann áhlaup, hið fyrsta á breskan banka frá 1866. Afskriftir er- lendra risabanka stórjukust. Forstjórar sumra þeirra urðu að segja upp. Sverfur að bönkunum Lánsfjárkreppan bitnaði strax á íslensku bönkunum. Haustið 2007 héldu bankastjórar Seðlabankans einn af hefðbundnum samráðs- fundum sínum með forsætisráðherra og fjár- málaráðherra. Geir H. Haarde, sem nú var orðinn forsætisráðherra, ákvað að bjóða Þor- gerði K. Gunnarsdóttur menntamálaráðherra með sér á fundinn, sem haldinn var í Þjóð- menningarhúsinu. Þar lét Davíð Oddsson í ljós þungar áhyggjur af framtíðarfjármögnun bankanna og urðu nokkur orðaskipti milli hans og Þorgerðar sem tók viðvörunum hans fá- lega. Út á við urðu seðlabankastjórarnir að gæta orða sinna en Davíð sagði þó á morg- unfundi Viðskiptaráðs 6. nóvember 2007: „Ódýrt fé lá um hríð hvarvetna á lausu og ýmsir aðilar hér á landi nýttu það tækifæri af djörfung og krafti. Hin hliðin á útrásinni er þó sú og framhjá henni verður ekki horft að Ís- land er að verða óþægilega skuldsett erlendis. Á sama tíma og íslenska ríkið hefur greitt skuldir sínar hratt niður og innlendar og er- lendar eignir Seðlabankans hafa aukist veru- lega þá hafa aðrar erlendar skuldbindingar þjóðarbúsins aukist svo mikið að þetta tvennt sem ég áðan nefndi er smáræði í samanburði við það. Allt getur þetta farið vel en við erum örugglega við ytri mörk þess sem fært er að búa við til lengri tíma.“ Þetta haust tilkynntu stjórnendur Kaup- þings að þeir hygðust kaupa hollenskan banka, NIBC. Davíð taldi að þessi kaup yrðu Kaupþingi ofviða og lagði hart að stjórnarfor- manni Fjármálaeftirlitsins, Jóni Sigurðssyni, að beita sér fyrir því að Fjármálaeftirlitið kæmi í veg fyrir þau. Á fundi með Davíð í Seðlabankanum kvaðst Jón þá og því aðeins gera það að Davíð tæki fulla ábyrgð á málinu og gerði Davíð það. Voru Kaupþingsmenn ef- laust fegnir því að lokum að þeir fengu ekki leyfi til kaupanna. Í ársbyrjun 2008 ákváðu bankastjórar Seðlabankans að fá til landsins breskan sér- fræðing í bankaáföllum, Andrew Gracie, en hann hafði stjórnað æfingu norrænu og balt- nesku bankanna haustið áður. Í skýrslu sem Gracie tók saman kvað hann möguleika á því að Glitnir félli í október 2008 þegar bankinn þyrfti á víðtækri endurfjármögnun lána að halda. Taldi hann stjórnvöld verða að gera áætlun um hvernig við skyldi bregðast. Davíð afhenti forsætisráðherra skýrslu Gracies. En bankastjórarnir báru sig vel í samtölum við forsætisráðherra og bankarnir sýndu vænan hagnað um þær mundir samkvæmt ársreikn- ingum, sem virt endurskoðunarfyrirtæki skrif- uðu upp á. Erlend matsfyrirtæki og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn virtust ekki sjá sérstakt tilefni til róttækra aðgerða þótt þessir aðilar mæltu almenn varnaðarorð. Í ferðum sínum erlendis urðu Davíð og starfsbræður hans í Seðlabankanum varir við síaukna tortryggni gagnvart íslensku bönk- unum. Bent var á að þeir hefðu vaxið svo hratt að íslenski seðlabankinn og ríkissjóður hefðu ekki bolmagn til að bjarga þeim einir og óstuddir. Nokkurrar gremju gætti hjá keppi- nautum bankanna á erlendum sparifjármark- aði og evrópskir seðlabankastjórar töldu hina djörfu íslensku aðkomumenn ógna inn- stæðutryggingum í Evrópu. Forsvarsmenn Seðlabanka Evrópu reiddust líka þegar þeir komust að því að íslensku bankarnir hefðu fyr- ir tilstilli útibúa sinna í Lúxemborg fengið verulega lausafjárfyrirgreiðslu, stundum með veðum í skuldabréfum sem þeir gáfu út hver á annan en Davíð gaf þeim nafnið ástarbréf. Sumir evrópskir fjármálamenn létu enn frem- ur í ljós áhyggjur af fjárhag aðaleigenda bank- anna, sérstaklega Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar sem var stærsti einstaki skuldunautur þeirra. Seðlabankar loka dyrum Davíð Oddsson og félagar hans tveir í Seðla- bankanum óskuðu eftir fundi með ráðamönn- um 7. febrúar 2008 og sátu hann auk þeirra forsætisráðherra, fjármálaráðherra og Ingi- Eftir Hannes Hólmstein Gissurason Því var bjargað sem bjargað varð – Davíð Oddsson og bankahrunið 2008 Morgunblaðið/Golli Bankastjórar Seðlabankans, Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, voru samstíga í viðvörunum sínum til stjórnvalda og áætlunum um að bregðast við hugsanlegu bankahruni. Þeir vildu reisa varnarvegg um Ísland. Morgunblaðið/Ómar Davíð Oddsson beitti sér hart gegn Icesave-samningunum tveimur. Þar var hann á sama máli og InDefence hópurinn, sem hitti hér forseta Íslands til að skora á hann að vísa samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin tók undir með þeim í tveimur atkvæðagreiðslum. »Davíð Oddsson var frá upphafi þeirrar skoðunar, að engin ríkisábyrgð væri á Tryggingasjóði innstæðu- eigenda og fjárfesta, en æskilegt væri engu að síður að færa Icesave-reikningana í breska lögsögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.