Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 35
1974-84 og skólastjóri við skólann 1976-84, var kennari við Framhalds- skólann í Vestmannaeyjum 1984- 2010 og forstöðumaður Byggðasafns Vestmannaeyja 1978-84. Ragnar var bæjarfulltrúi í Vest- mannaeyjum fyrir Alþýðubandalagið og Vestmannaeyjalistann 1978-2002, var forseti bæjarstjórnar Vest- mannaeyja 1986-90, sat á Alþingi sem varaþingmaður Suðurlands fyr- ir Alþýðubandalagið í febrúar 1988, í mars 1989 og janúar-febrúar 1995. Ragnar sat í stjórn Isavia frá 2009-2017 og hefur verið varamaður í stjórn Landsvirkjunar frá 2017. Hann hefur skrifað fjölmargar greinar í ýmis blöð og tímarit. Ragnar var virkur í félagsstörfum á vegum Alþýðubandalagsins, Vest- mannaeyjalistans og Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Ragnar var sæmdur orðu Isabella Catolica af Spánarkonungi, 1989, fyrir eflingu samskipta milli Spánar og Íslands. Helstu áhugamál Ragnars eru sagnfræði, stjórnmál, kórsöngur, útivist á sjó og ferðalög: „Áhugi á sagnfræði og stjórnmálum fer oft saman enda í báðum tilfellum um að ræða áhuga á samfélaginu. Þessu fylgir svo lestur á ritum sem geta flokkast undir býsna margt, s.s. sögu, ævisögur, pólitík, hugmynda- fræði og heimspeki. Faðir minn var sjómaður á vet- urna og ég fékk stundum að fara með honum í róðra. Þetta er kannski ástæða þess að mér finnst alltaf jafn notalegt að finna hafgoluna strjúka vangann og fá salt í hárið. Ég á þess vegna lítið fjögurra manna far sem við hjónin notum mikið. Við förum á handfæri og bjóðum gestum í sigl- ingu þegar vel viðrar.“ Fjölskylda Eiginkona Ragnars er Jóhanna Njálsdóttir, f. 27.4. 1953, grunn- skólakennari. Foreldrar hennar voru Halldóra Úlfarsdóttir, f. 2.10. 1918, d. 20.8. 2000, húsfreyja í Vestmanna- eyjum, og eiginmaður hennar, Njáll Andersen, f. 24.6. 1914, d. 27.10. 1999, rennismíðameistari í Vest- mannaeyjum. Börn Ragnars og Jóhönnu eru 1) Óskar, f. 18.1. 1972, læknir í Gauta- borg, en kona hans er Ósk Rebekka Atladóttir, hjúkrunarfræðingur í Gautaborg, og eru börn þeirra Jó- hanna Rut, f. 1992, en maður hennar er Björn Virgill Hartmannsson og eru synir þeirra Aron Guðni, f. 2011, og Óskar Breki, f. 2017, Einar Atli f. 2005, og Ragnar Freyr f. 2009; 2) Guðbjörg Vallý, f. 27.5. 1978, hjúkr- unarfræðingur en synir hennar eru Magnús Örn, f. 1997, og Ragnar Gauti, f. 2007, og 3) Njáll, f. 27.2 1984, sérfræðingur hjá Fiskistofu í Vestmannaeyjum en kona hans er Matthildur Halldórsdóttir, launa- fulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ, og er dóttir þeirra Kolbrá, f. 2013 en dóttir Matthildar er Linda Björk, f. 2002. Bróðir Ragnars eru Guðjón Grét- ar Óskarsson, f. 3.8. 1954, óperu- söngvari í Reykjavík. Foreldrar Ragnars: Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir, f. 4.10. 1928, húsfreyja í Vestmannaeyjum og Reykjavík, og eiginmaður hennar, Óskar Guðmundur Guðjónsson, f. 5.10. 1920, d. 28.1. 2009, húsasmíða- meistari í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Ragnar Heiðar Óskarsson Jón Arnfinnsson b. á Búðareyri, síðar í Hafnarfirði Elín Jónsdóttir húsfr. á Búðareyri og í Hafnarfirði Guðjón Jónsson sjóm. á Reyðarfirði Óskar Guðmundur Guðjónsson húsasm.m. í Vestmannaeyjum og Rvík Guðjón Grétar Óskarsson óperusöngvari í Rvík Ármann Böðvarsson sjóm. í Vestmannaeyjum Ólafía Halldórsdóttir húsfr. í Eyjum Kristján Matthíasson fiðlu- leikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands Hjördís Magnúsdóttir húsfr. í Rvík Valtýr Brandsson b. í Seli í Austur-Landeyjum Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfr. í Seli Magnús Helgi Valtýsson útgerðarm. og verkam. í Lambhaga í Eyjum Ragnheiður Halldórsdóttir húsfr. í Lambhaga í Eyjum Halldór Ólafsson b. í Kotmúla Aðalheiður Sveinsdóttir húsfr. í Kotmúla í Fljótshlíð Úr frændgarði Ragnars Heiðars Óskarssonar Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum og í Rvík Tryggvi Sveinbjörnsson bókbindari í Rvík Jón Tryggvason vélstjóri á Reyðarfirði Margrét Guðmundsdóttir húsfr. á Reyðarf., Flatey á Breiðaf. og í Rvík Guðmundur Ásbjörnsson vinnum. og form. í Útskálasókn Arnbjörg Rannveig Oddsdóttir húsfr. í Útskálasókn Afmælisbarnið Ragnar á skektunni. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 Loftpressur - stórar sem smáar Pétur Þorvaldsson fæddist íReykjavík 17.1. 1936. For-eldrar hans voru Þorvaldur Sigurðsson, bókbindari og útgefandi í Reykjavík, og k.h., Lára Péturs- dóttur húsfreyja. Þorvaldur var sonur Sigurðar Pálssonar, bónda á Auðshaugi á Barðaströnd, og k.h., Valborgar El- ísabetar Þorvaldsdóttur, en Lára var dóttir Péturs Péturssonar sem var bóndi á Narfastöðum, í Mjóadal og á Stóru-Laugum í Reykjadal, en flutti til Ameríku árið 1900, og Guð- bjargar Sigurðardóttur. Bróðir Péturs var Snorri Þor- valdsson sem var fiðluleikari við sænsku útvarpshljómsveitina í 30 ár en hætti árið 1991, flutti þá til Suður-Frakklands, ásamt eiginkonu sinni, þar sem hann framleiddi myrru fyrir strengjahljóðfæri sem hann flutti víða um heim. Snorri var einnig einkaflugmaður og varð fyrst- ur til að lenda flugvél á heimskauts- baug, hinn 14.9. 1953, í Grímsey. Snorri lést 2014. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Björg Erla Steingrímsdóttir, fyrr- verandi ritari, og eignuðust þau fjög- ur börn. Pétur stundaði nám í sellóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá dr. Heinz Edelstein og Einari Vigfús- syni. Síðan fór hann í framhaldsnám hjá prófessor Erling Blöndal Bengt- syni við Konunglega danska tónlist- arháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1960. Pétur réðst til starfa við borgar- hljómsveit Árósa árið 1961 og var fyrsti sellóleikari við þá hljómsveit til ársins 1965. Þá flutti hann heim og lék með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands eftir það. Frá árinu 1975 var Pétur fyrsti sellóleikari hljómsveit- arinnar. Auk þess kenndi Pétur við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann vann einnig umtalsvert að kammer- tónlist, hér á landi sem og í Skandin- avíu. Pétur lést fyrir aldur fram 1.10. 1989. Merkir Íslendingar Pétur Þorvaldsson 103 ára Guðríður Guðmundsdóttir 90 ára Svandís Jónsdóttir Svanhvít Hannesdóttir 85 ára Fanney Guðmundsdóttir Friðrik Björn Guðmundsson Guðrún Jónsdóttir Jón Vilberg Karlsson Matthea Arnþórsdóttir Viktoría Særún Gestsdóttir 80 ára Louis V. Pétursson Sævar Björnsson 75 ára Arilíus Engilbert Harðarson Ármann Þ. Haraldsson Birgir B. Aspar Friðrik G. Friðriksson Sigríður Friðþjófsdóttir Sigurður R. Helgason Vilborg Þórðardóttir Þórunn J. Pálmadóttir 70 ára Davíð Oddsson Dóra S. Bjarnadóttir Guðný Alfreðsdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir Jóhann K. Ragnarsson Jónína Friðfinnsdóttir Kristján Þór Jónsson Lilja D. Michelsen Magnús Rúnar Dalberg Már Jónsson Reynar Einarsson Sigurður Högni Hauksson Vilmundur Árnason Þórey Ketilsdóttir 60 ára Elvar Örn Unnsteinsson Helgi Bragason Jolanta Kusowska Jón Smári Jónsson Jón Þórður Andrésson Kristófer Helgi Pálsson Magnea Lilja Haraldsdóttir Sigurbjörg Kristjánsdóttir Sæunn S. Jóhannsdóttir 50 ára Andrzej Biesiada Ásta Ragnhildur Ólafsdóttir Björn Kjartansson Einar Þór Rafnsson Eydís Hrönn Vilhjálmsdóttir Guðjón Andri Gylfason Guðrún Erna Þórhallsdóttir Laufey A.A. Johansen Nuanchawee Wijannarong Ólöf Örvarsdóttir Sigfús Hilmir Jónsson Sigurður Guðni Ísólfsson Stefán Pálsson 40 ára Albert Kristjánsson Atli Sveinn Jónsson Ásta Birgisdóttir Filip Pawel Szewczyk German A.C. Villalobos Ingibjörg L. Hólmarsdóttir Julija Kuzmina Karin Gerhartl Lárus Gunnar Jónasson Mayuri Kaeram Nonglak Phoemphian Þórður J. Guðmundsson 30 ára Arnar Freyr Magnússon Arnar Indriðason Brynja Guðmundsdóttir Diogo J.S. Da C. Ferreira Krzysztof Bogdan Zemlik Liz Monique A. De Clerck Vallý Jóna Aradóttir Til hamingju með daginn 30 ára Jón Þór ólst upp á Hólmavík, býr þar og starfar hjá Orkubúi Vest- fjarða á Hólmavík. Maki: Hjördís Inga Hjör- leifsdóttir, f. 1989, starfs- maður við leikskólann á Hólmavík. Börn: Heiðrún Arna, f. 2014, og Hilmar Gauti, f. 2017. Foreldrar: Gunnar S. Jónsson, f. 1964, sjómað- ur, og Dagný Júlíusdóttir, f. 1951, búsett í Reykjavík. Jón Þór Gunnarsson 30 ára Fríður er hús- móðir á Akranesi. Maki: Sigurður Þórsteinn Guðmundsson, f. 1986, starfsmaður hjá Norðuráli á Grundartanga. Börn: Matthías Leó, f. 2007; Kolbrún Þóra, f. 2009; Guðmundur Bern- harð, f. 2011, og Sigur- björg Fríður, f. 2016. Foreldrar: Guðrún Þóra Guðmundsdóttir, f. 1958, og Kristján Snær Leós- son, f. 1956. Fríður Ósk Kristjánsdóttir 30 ára Ágúst ólst upp í Hjarðarhaga í Skagafirði, býr í Reykjavík, lauk stúd- entsprófi frá HA og er bókari hjá Íslands- hótelum. Bróðir: Pálmi Sigurjóns- son, f. 1988, starfsmaður hjá Póstdreifingu. Foreldrar: Sigurjón Björn Pálmason, f. 1958, verk- stjóri í Mosfellsbæ, og Hjördís Gísladóttir, f. 1957, starfsmaður á skrif- stofu Hólaskóla. Ágúst Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.