Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018
Skál fyrır hollustu
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsviðs Reykja-víkurborgar, á fimmtíu ára afmæli í dag. Hún er arkitekt aðmennt og varð skipulagsstjóri Reykjavíkur árið 2008 en tók við
núverandi starfi þegar þrjú svið voru sameinuð árið 2012. Undir um-
hverfis- og skipulagssvið heyra m.a. skipulagsmál, byggingarmál, um-
hverfismal, samgöngumál, Grasagarðurinn, vinnuskólinn, sorphirðan
og rekstur borgarlandsins en um 450 manns starfa á sviðinu.
„Það eru algjör forréttindi að fá að sinna þessu
starfi og taka þátt í þeirri jákvæðu þróun sem er að eiga sér stað í
Reykjavík. Svo er frábært að vinna með hópi af metnaðarfullu fólki sem
vill gera góða borg enn betri.“
Ólöf er núna stödd á skíðum í Ischgl í Austurríki. „Þetta er stórt ár
hjá okkur, við hjónin erum bæði fimmtug á árinu, fermingar og út-
skriftir verða hjá fjölskyldunni svo okkur fannst tilvalið að gera eitt-
hvað skemmtilegt saman. Við erum skíðafólk, helmingurinn er á skíð-
um og hinn er á brettum, erum vön að fara norður á skíði næstum
árlega en þetta er í fyrsta sinn sem við erum erlendis á skíðum og þetta
er alveg stórskemmtilegt svæði.“ Öll fjölskyldan er þar samankomin,
Ásgeir Geirsson, eiginmaður Ólafar, en hann hefur yfirumsjón með
tölvuöryggismálum hjá Alvogen, og börn Ólafar og Ásgeirs: Tómas Atli
22 ára, Viktor Örn 20 ára og Íris Erla sem er alveg að verða fjórtán, og
kærasta Tómasar, Elma Dís.
Áhugamál Ólafar eru ferðalög, skíði, að elda góðan mat og eyða tíma
með fjölskyldu og vinum sem er auðvitað best. Svo fer töluverður tími í
að fylgjast með faginu enda er áhuginn á borgarþróun, skipulagi, arki-
tektúr og hönnun almennt ódrepandi.
Sviðsstjórinn Ólöf hefur mikinn áhuga á borgarþróun.
Stödd á skíðum
í Austurríki
Ólöf Örvarsdóttir er fimmtug í dag
R
agnar Heiðar Óskars-
son fæddist í Vest-
mannaeyjum 17.1. 1948
og ólst þar upp við leik
og störf – sprang og
bryggjuráp. Hann var í Barnaskóla
Vestmannaeyja og Gagnfræðaskól-
anum í Vestmannaeyjum og lék í
lúðrasveitum
„Oddgeir Kristjánsson kunni að
koma upp alvöru lúðrasveit. Hann ól
okkur upp í Lúðrasveit Barnaskól-
ans, síðan í Lúðrasveit Gagnfræða-
skólans og ef menn stóðu sig vel
fengu þeir inngöngu í Lúðrasveit
Vestmannaeyja. Ég spilaði með
Lúðrasveitum skólanna en þegar
komið var að Lúðrasveit Vestmanna-
eyja, fluttum við í land. Ég lék hins
vegar með þeirri sveit eftir að ég
flutti aftur til Eyja. Eins söng ég
með Samkór Vestmannaeyja og
syng nú með kirkjukór Landakirkju.
Tónlistarlífið í Eyjum hefur því alltaf
verið mikilvægur þáttur í mínu lífi.“
Ragnar flutti með foreldrum sín-
um til Reykjavíkur 1964. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1969, BA-prófi
í sagnfræði, íslensku og heimspeki
frá HÍ 1975 og stundaði framhalds-
nám í Danmörku í sagnfræði og
náms- og kennsluráðgjöf 1996 -97.
Ragnar var kennari við Gagn-
fræðaskólann í Vestmannaeyjum
Ragnar H. Óskarsson, framhaldsskólakennari í Eyjum – 70 ára
Fjölskyldan á heimaslóðum Ragnar og Jóhanna með börnunum sínum, þeim Guðbjörgu Vallý, Óskari og Njáli.
Bjartar vonir vakna
í vorsins ljúfa blæ
Kirkjukór Landakirkju Ragnar syngur með kórnum og áður Samkórnum.
Magnús Rúnar Dalberg fram-
kvæmdastjóri á 70 ára afmæli í
dag. Eiginkona hans er
Ragnheiður Njálsdóttir.
Árnað heilla
70 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is