Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 ✝ Björg Jóns-dóttir fæddist í Bergen í Noregi 17. ágúst 1922. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 10. jan- úar 2018. Foreldrar Bjargar voru hjónin Kristín Vigfúsdóttir húsmóðir, f. 27. febrúar 1891 í Vatnsdalshólum, Austur-Húnavatns- sýslu, d. 24. júlí 1946, og Jón Ey- þórsson veðurfræðingur, f. 27. janúar 1895 á Þingeyrum, Húna- þingi, d. 6. mars 1968. Björg var elst systkina sinna, sem eru: Sverrir, f. 16. ágúst 1924, d. 18. janúar 1966, Eyþór, f. 15. maí 1927, Ingibjörg, f. 22. júní 1928, d. 22. október 1938, Eirík- ur, f. 12. september 1931, d. 1. nóvember 1999, og Kristín, f. 2. júní 1933, d. 11. mars 1999. Hinn 29. janúar 1948 giftist Björg Svavari Halldórssyni, f. 27. október 1918, d. 26. febrúar 1997. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Kristín Ingibjörg, f. 4.12. 1946, maki Birgir Jóhann- esson, f. 2.2. 1948. Dóttir Krist- ínar og Eriks Hougaard er Bett- þeirra eru: Silja Gayani, f. 28.6. 1986, maki Morten Dahl, f. 1.11. 1982. Dætur þeirra eru Ophelia Isadora Scharlett og Eloisa Isa- dora Constance, Elías Örn, f. 1.9. 1996, og Viktor Ísar, f. 18.5. 1998. 4) Halldór Trausti, f. 6.6. 1952, í samb. með Steinu Kristínu Kristjónsdóttur, f. 30.1. 1955. Dóttir Halldórs og Vilborgar Marteinsdóttur er Marta, f. 3.12. 1975. Börn hennar og Högna Jökuls Gunnarssonar eru: Rakel Ýr, María Rán og Viktor Jökull. Steina á tvær dætur Guðbjörgu og Láru Kristjönu. Fyrstu æviár Bjargar í Bergen voru henni ávallt ofarlega í huga og var Noregur eins og hennar annað föðurland. Hún flutti með foreldrum sínum til Íslands 1926 og bjuggu þau á ýmsum stöðum í Reykjavík, þar til þau fluttu að Veðramótum, sem síðar varð Dyngjuvegur 14. Björg gekk í Verzlunarskóla Íslands og eftir útskrift vann hún hjá Skipaútgerð ríkisins. Hún var heimavinnandi húsmóðir meðan börnin uxu úr grasi. Þá fór hún aftur út á vinnumark- aðinn og vann m.a. hjá Skipaút- gerð ríkisins þangað til hún fór á eftirlaun. Útför Bjargar fer fram frá Ás- kirkju í dag, 17. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. ina Björg, f. 10.8. 1980, í samb. með Aðalsteini Rúnars- syni, f. 27.4. 1981. Dóttir þeirra er Alma Rún. Dætur Bettinu og Sigur- geirs Sigurðssonar eru Thelma Ósk og Milla Kristín. 2) Svavar, f. 25.8. 1948, maki Jónína Guðrún Garðars- dóttir, f. 1.10. 1949. Börn þeirra eru Helga Jensína, f. 31.10. 1973, maki Hallgrímur Sveinn Sveins- son, f. 12.5. 1972. Börn þeirra eru Guðrún Karitas, Sveinn Svavar og Kristján Karl. 2) Svavar Guð- björn, f. 10.3. 1978, d. 2.2. 2006, og Garðar Ágúst, f. 16.7. 1983, maki Aldís Anna Sigurjónsdóttir, f. 31.8. 1984. Börn þeirra eru: Sigurjón Helgi, Svavar Óli og Kristófer Andri. Dóttir Svavars er Þórunn Hilma, f. 18.12. 1974, í samb. með Snæbirni Viðari Narfasyni. Börn Þórunnar og Kjartans Bjarnasonar eru Hilm- ar Bjarni, Íris Anna og Sig- urbjörn Ágúst. 3) Jón Pétur, f. 6.6. 1952, maki Jóhanna Erla Ei- ríksdóttir, f. 20.7. 1957. Börn Í dag kveð ég tengdamóður mína, Björgu Jónsdóttur, hinstu kveðju. Ég gleymi ekki þeim hlýju móttökum sem ég og Helga, þá 10 mánaða, fengum er við komum á heimili hennar og Svavars fyrir 44 árum. Þau bjuggu á Dyngjuvegi 14 sem hafði verið æskuheimili Bjargar. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Björg og Svav- ar voru mikið fjölskyldufólk og nutu þess að hafa börnin sín og barnabörn í kringum sig. Í jóla- og fjölskylduboðunum voru þau á hlaupum við að þjónusta okkur. Þá var dansað í kringum jólatréð, sungið, spilað og leikið og ég veit að krakkarnir sakna þessara samverustunda. Þegar við Lóli vorum að vinna við hús- ið okkar í Daltúni komu Björg og Svavar og sóttu börnin á föstudögum og voru með yfir helgina og biðu þau alltaf spennt eftir komu þeirra. Heilan vetur komu Björg og Svavar á morgnana í Daltúnið til að passa Garðar Ágúst, sex ára, en hann fór þá í skólann eftir hádegi. Eitt sumarið fór- um við Lóli með Svavari og Björgu í ferðalag norður í land. Við komum til Siglufjarðar og var gaman að heyra þau rifja upp síldarárin á Siglufirði, en þau höfðu verið þar á sama tíma en ekki þekkst þá. Björg hélt dagbók í ferðinni og allt nákvæmlega skrifað niður. Svavar og Björg voru mjög samrýnd hjón og var það Björgu erfiður tími þegar Svav- ar féll frá 1997. Líf Bjargar var ekki áfallalaust en hún var ekki að kvarta. Var fljót að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Hún var ákveðin kona og hafði sínar skoðanir. Björg var nýtin og henti til dæmis aldrei um- slögum, notaði þau til að hripa niður ýmsar hugdettur eða eitt- hvað sem hún heyrði í fréttum og vildi muna. Fyrir fimm árum keypti Björg sér iPad, þá 90 ára gömul, „gúgglaði“, las blöð- in og fésbókina og fylgdist með- al annars þannig með barna- og barnabörnum. Hún var mikil hannyrðakona og nutu börnin mín góðs af. Þegar þau voru orðin fullorðin prjónaði hún „norskar“ peysur á þau öll. Hún var félagslynd og alltaf til í allt og fór mikið með okkur. Hinn 20. desember síðastliðinn kom hún með okkur Lóla á tónleika með Sissel Kyrkjebø í Hörp- unni og naut hún þeirra í botn. Á Þorláksmessu og aðfanga- dagskvöld kom hún og var með okkur þrátt fyrir að vera orðin mjög lasin. Það stoppaði hana ekkert. Björg dvaldi síðustu tvö æviárin á hjúkrunarheimilinu Mörk. Þar leið henni vel, þekkti allt starfsfólkið með nafni og sagðist búa á 10 stjörnu hóteli. Ég vil þakka starfsfólki Markar fyrir einstaka umönnun og góða nærveru. Mig langar sérstak- lega að þakka Björgu fyrir þann stuðning sem hún veitti okkur Lóla þegar sonur okkar Svavar Guðbjörn veiktist og lá banaleguna. Þá kom hún og sat hjá honum oft langt fram á kvöld og var það ómetanlegt. Hvíl í friði, kæra Björg, og ástarþakkir fyrir allt. Jónína Garðarsdóttir. Elsku amma. Ég var 10 mánaða, eins og þú þreyttist ekki á að segja mér síðustu árin í hvert skipti sem ég hitti þig. Með stolti sagðirðu mér að ég hefði verið 10 mán- aða, fyrsta barnabarnið. Já, þið tókuð vel á móti mér bæði þú og afi á Dyngjuveginum og þangað var alltaf gott að koma. Sem barn var maður umvafinn ást og hlýju og alltaf nægur tími fyrir okkur barnabörnin. Svo þegar við urðum eldri þá voruð þið afi boðin og búin til að létta okkur lífið, hvort sem það var að skutla okkur á æf- ingu eða gefa okkur smá nær- ingu. Á Dyngjuveginum fékk maður alltaf tekex með rækju- salati og te með vænum skammti af sykri og mjólk. Yndislegt. Barnabarnabörnin fengu líka að njóta þíns yndislega faðm- lags, jákvæðni og hvatningar. Að ég tali nú ekki um fallegu fingravettlinganna sem þú prjónaðir á alla. Ég hef stund- um sagt að ef ég ber gæfu til að verða gömul þá ætla ég að verða eins og amma Björg. Þú varst þakklát fyrir lífið og þakklát fyrir það sem þú hafðir og varst dugleg að segja frá því. Þó að þú værir að ganga í gegnum erfiða hluti þá var allt- af stutt í þakklætið og það er þakkarvert. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og allar góðu stundirnar okkar saman. Þín Helga. Elsku amma mín. Þú varst einstök kona og ég einstaklega heppin að þú varst amma mín. Hjá þér fékk ég hlýjasta faðmlagið og frá þér skein skilyrðislaus ást. Þú áttir yndislegt heimili á Dyngjuveg- inum þar sem ég á margar af mínum kærustu minningum bæði með húsið fullt af fólki og líka ein með þér, afa og pabba. Pabbi að spila á píanóið á með- an við afi spiluðum á spil og þú prjónaðir svo fengum við okkur pylsur og kartöflumúsina þína. Þú varst svo glöð, jákvæð og ánægð með lífið. Þvílík fyrir- mynd og ég ætla að tileinka mér það lífsviðhorf sem þú hafðir. Sofðu vel, elsku hjarta- kellingin mín. Þín Marta. Björg Jónsdóttir ✝ Björg Her-mannsdóttir fæddist 19. septem- ber 1923 á Hánefs- stöðum í Seyðis- firði. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 3. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Hermann Vilhjálmsson frá Hánefsstöðum, f. 1894, d. 1967, og Guðný Vigfús- dóttir frá Fjarðarseli, f. 1893, d. 1984. Eiginmaður hennar var Þórir Bergsson tryggingastærð- fræðingur, f. 2.7. 1929, d. 7.3. 1987. Systkini Bjargar: Sigrún, f. 1919, Ragnar Sigurður, f. 1921, d. 1929, Elísabet, f. 1926, d. 1927, Elísabet Guðný, f. 1928, Erna, f. 1933. Fjölskylda Bjargar bjó á Hrauni í landi Hánefsstaða frá 1919 til 1942 er þau fluttu inn í kaupstaðinn og settust að á Austurvegi 11. Móðir Guðnýjar, Elísabet Ólafsdóttir, f. 1869, d. 1963, var alla tíð á heimilinu og Hermann sonur Bjargar og Þór- is ólst þar upp. Björg ólst upp við störf tengd útvegi Hánefs- staðamanna, ekki síst eftir að faðir hennar hóf eigin útgerð. þingis. Eftir að hún lét af störf- um 1993 tók hún iðulega að sér ýmsan yfirlestur, m.a. lengi prófarkir Úlfljóts. Niðjar Bjargar og Þóris: 1. Hjalti, f. 25.12. 1950, maki Guð- rún Björk Tómasdóttir. Börn: a) Jóhannes, f. 1972, d. 1991 (móðir Sólveig Jóhannesdóttir), b) Mar- grét, f. 1977, (faðir Einar Stef- ánsson) m. Ragnar Páll Jóhann- esson, b. Pálína Björk, Hekla Guðrún og Bryndís Emilía. c) Teitur, f. 1980, m. Eva Suto, d) Guðný, f. 1986, m. Jóhann Már Helgason, b. Svava Árdís. Barn Jóhanns Björn Helgi. 2. Her- mann, 1.10. 1952, maki Rann- veig Sigurðardóttir. Börn: a) Freyr, f. 1978, m. Helga Rún Runólfsdóttir, b. Hlynur og Sól- ey b) Nanna, f. 1994. 3. Guð- björg Lilja, f. 5.4. 1954, maki Torfi Magnússon. Börn: a) Björg, f. 1975, b) Ragnheiður, f. 1991, m. Már Másson Maack. 4. Bergur, f. 29.8. 1956, maki Lauf- ey Kristinsdóttir. Börn: a) Dagur, f. 1981 (móðir Dagný Björgvinsdóttir), b) Kristín, f. 1983, m. Samúel Jón Sam- úelsson, b. Samúel Gísli og Bergur, c) Þórir, f. 1988, m. Sig- rún Ósk Jóhannesdóttir, b. Freyja Björg, d) Sindri, f. 1991, m. Elísabet Rós Valsdóttir, b. Áróra, e) Kormákur Logi, f. 1999, f) Dýrleif Una, f. 1999. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 17. janúar 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. Öll sumur fram undir tvítugt vann hún við beitningu. Björg sótti barna- skólann í Eyrar- þorpinu. Hún fór á Laugar 1939 og í Menntaskólann á Akureyri árið eftir og varð stúdent þaðan úr stærð- fræðideild. Að loknu stúdentsprófi kenndi hún einn vetur við Seyðisfjarðarskóla og aftur veturinn 1965-66. Árin 1948-50 nam hún sálarfræði við Hafnar- háskóla. Á þeim árum vann hún með köflum hjá dr. Matthíasi Jónassyni. Björg og Þórir giftust 9. desember 1950 og stofnuðu þá heimili í Höfn þar sem þau bjuggu öll námsár Þóris, uns til þau fluttu heim árið 1958. Í Reykjavík bjuggu þau síðan lengst af á Freyjugötu 28. Árið 1981 flutti Björg í Álfheima og bjó þar alla tíð síðan. Guðný móðir Bjargar bjó með henni frá 1968. Alla tíð vann hún fyrir og með Þóri við hin ýmsu verkefni. Frá 1976 starfaði hún á Bóka- safni Alþingis. Um skeið var hún formaður starfsmannafélags Al- Á þessum degi fyrir 32 árum hittumst við amma fyrst, ég nokkurra klukkustunda gömul. Í dag fylgi ég ömmu minni til graf- ar. Elsku amma mín. Eins og Margrét systir sagði, þú hefur alltaf verið til. Burðar- stólpi í nærumhverfi okkar. Bros- ir að minningum úr ferðalögum okkar fjölskyldunnar um landið, einnig um Trip Trap-stólinn minn sem þú komst þér alltaf fyr- ir í hjá okkur á Laugateignum. Svo lengi sem ég man höfum við stórfjölskyldan hist hjá þér í Álfheimunum annan í jólum. Þar höfum við systkinabörnin setið löngum stundum og spilað, helst Pictionary og 30 ára gamalt Trivial Pursuit, hlegið að spilaó- förum hvert annars og bragðað á heimagerða ísnum þínum. Eitthvað hef ég þó verið að flýta mér úr boðinu þetta árið. Ég fór nefnilega án þess að kveðja þig, amma mín. Það var athugul dóttir mín, ný- orðin þriggja ára, sem benti mér á það. Við vorum varla komin heim þegar hún segir: „Mamma, þú gleymdir að kveðja Björgu langömmu.“ Hún minnti mig á það nokkr- um sinnum til viðbótar næstu daga. Tveimur dögum síðar varstu komin á spítalann. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa komið til þín daginn áður en þú fórst frá okkur, amma mín. Ég fékk að halda í höndina á þér, segja þér frá áhyggjum barna- barnabarnsins og faðma þig í hinsta sinn. Við amma heyrðumst reglu- lega þegar reyndi um of á ís- lenskukunnáttu mína. Gat ég þá leitað í þá ómetanlegu þekkingu sem hún bjó yfir. Ég leitaði til hennar fyrir ekki svo löngu vegna orðs sem valdið hafði heilabrot- um meðal lögfróðra, án þess að niðurstaða væri í sýn. Amma svaraði með orðunum: „Hver skrattinn er það?“ og þurfti þannig ekki fleiri orð að hafa um tilvist þess orðs. Amma prófarka- las líka lögfræðigreinar í hundr- aðatali. Féllst hún m.a. á að lesa yfir meistararitgerðir okkar systra, með 10 ára millibili, í seinna skiptið 90 ára að aldri. Ömmu varð tíðrætt um það síðustu árin fyrir andlátið er hún og vinkona hennar, rétt rúmlega tvítugar að aldri, áttu á blíðviðr- isdegi einum leið fram hjá Bessa- stöðum. Þar sat nefnilega „for- setinn“ úti að snæðingi með fjölskyldu sinni og heilsaði hann þeim stöllum. Það er kannski ekki skrítið hve sterk minningin var í huga ömmu enda var þar á ferðinni fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson, skömmu eftir stofnun lýðveldisins Íslands, sumarið 1944. Amma ræddi líka hárið á mér talsvert í þau skipti sem ég hitti hana sl. árið en hún var fullviss um að lengd þess hlyti að valda einhvers konar vandkvæðum. „Áður fyrr var bannað að vera með svona sítt hár,“ sagði hún og vísaði til vinnulöggjafar og flóka- hættu. „Nærðu alveg að standa upprétt?“ spurði hún og „Seturðu stundum fléttu í það?“ Henni hef- ur kannski orðið hugsað til mömmu sinnar, nöfnu minnar, sem gjarnan gekk um með síða fléttu. Elsku amma mín, ég er með fléttu núna. Hvíl í friði. Þitt barnabarn, Guðný Hjaltadóttir. Þær komu stundum með Guð- nýju, móður sinni, í heimsókn á bernskuheimili mitt, systurnar á Hánefsstöðum, en oftast þó að- eins Björg ein, enda voru þær ná- skyldar móður minni, þar sem Guðný og amma mín voru systra- dætur. Sambandið viðhélst þótt gömlu konurnar hyrfu úr tölu lif- enda, einkum þó af Bjargar hálfu. Hún var alltaf hress og skemmtileg að hitta, hvernig svo sem stóð á hjá henni og kunni jafnan frá mörgu að segja. Og alltaf sendi hún okkur jólakort, ekki vantaði það. Sömuleiðis kveðjur af öðrum tilefnum. Eftir að foreldrar mínir létust hélt hún áfram að senda mér jólakort lengi vel, enda afar frændrækin. Þó að ekki væri mikið um heimsóknir eftir andlát foreldra minna urðu jafnan fagnaðarfund- ir þegar við hittumst á förnum vegi, sem var oftar en ekki, enda gat maður alltaf átt von á því að rekast á hana, þegar maður átti leið framhjá húsakynnum Al- þingis, þar sem hún vann lengst af við handritalestur. Þá var gjarnan stansað og talað saman, ef tími var til. Þegar ég nú kveð hana að leið- arlokum er mér efst í huga inni- legt þakklæti fyrir tryggðina svo og góða viðkynningu og vináttu, sem hún sýndi fjölskyldunni alla tíð og bið henni allrar blessunar Guðs, þar sem hún er nú. Börnum hennar og öðrum að- standendum votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning Bjargar Hermannsdóttur. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Mig langar að minnast Bjarg- ar móðursystur minnar með fá- einum orðum. Þær systur Sigrún, Björg, Elísabet og Erna voru samrýndar og hittust oft yfir kaffibolla heima hver hjá annarri. Þannig sé ég þær ljóslifandi fyrir mér. Oftar en ekki hvarflaði þá hugurinn austur á Seyðisfjörð og menn og málefni þaðan rædd. Einnig voru bernskuárin á Hrauni og Hánefsstöðum rifjuð upp. Þær áttu afbragðsgóða for- eldra í þeim Hermanni og Guð- nýju og voru einnig umvafðar stórfjölskyldunni allan sinn upp- vöxt. Þær fóru þó ekki varhluta af sorginni, því þær misstu tvö systkin í bernsku, Ragnar átta ára og Elísabetu ársgamla. Björg fór í menntaskóla á Akureyri og ég heyrði einn skóla- bróður hennar lýsa henni sem þeirri allra fallegustu stúlku sem hann hefði séð. Björgu gekk vel í námi og lauk stúdentsprófi og fór síðar að nema sálfræði við Kaup- mannahafnarháskóla. Hún giftist Þóri Bergssyni sem nam trygg- ingastærðfræði við sama háskóla og eignuðust þau fjögur börn, Hjalta, Hermann, Lilju og Berg. Ég man Björgu sem unga móður á Birkedommervej í Kaupmannahöfn en fjölskyldur okkar voru samtíða í Danmörku. Björg var ekki bara falleg heldur líka lífsglöð, greind og fljót til svars. Alltaf góð við systrabörn sín og hafði á þeim áhuga þó að hún hefði nóg á sinni könnu. „Elskið þið friðinn“ var hennar viðkvæði þegar slettist upp á vin- skapinn hjá frændsystkinunum. Við systkinin, börn Sigrúnar, bjuggum síðar lengi í Noregi og áttum alltaf vísan samastað á heimili Bjargar þegar við komum til landsins. Ekki var á henni að finna annað en að það væri eðli- legasti hlutur í heimi að veita okkur húsaskjól og fæði. Þær systur hjálpuðust reyndar alltaf að eftir getu. Íslensk náttúruvernd og menning var Björgu hugleikin og hafði hún á því sterkar skoðanir. Hún sendi systrabörnum sínum í Noregi íslenskar bækur til að við glötuðum ekki ylhýra málinu. Hún vann í mörg ár sem hand- ritalesari hjá Alþingi og þykist ég vita að þar hafi nýst vel skarp- leiki hennar og kunnátta. Björg var kraftmikil þrátt fyr- ir fínlega líkamsbyggingu. Hún gekk bæjarhluta milli langt fram eftir aldri enda átti hún ekki bíl. Nú arkar hún inn í eilífðina og við kveðjum hana með þakklæti og kærleika. Guðný Bjarnadóttir. Björg Hermannsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR HJÖRLEIFSSON, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 4. janúar. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 13. Halla Gunnlaugsdóttir Soffía Bryndís Guðlaugsd. Haukur Már Stefánsson Hildur Guðlaugsdóttir Njörður Snæland barnabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.