Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 ✝ Páll Theodórs-son fæddist í Reykjavík 4. júlí 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. janúar 2018. Foreldrar hans voru Theodór Jak- obsson, skipamiðlari í Reykjavík, og Krist- ín Pálsdóttir, kona hans. Páll á sex systkini: Sigríður, f. 1921, Soffía, f. 1922, Helga, f. 1924, Björn, f. 1926, Þórunn, f. 1927, og Steinunn, f. 1932. Þór- unn og Steinunn eru eftirlifandi af þeim systkinum. Páll kvæntist 29. júlí 1953 Svandísi Skúladóttur leikskóla- kennara, f. 17. september 1929 á Ísafirði. Börn þeirra eru fjög- ur: Flóki, verkfræðingur, f. 1953, kona hans er Sigríður Benný Björnsdóttir. Þau eiga tvö börn, Sólrúnu og Arnar, Sólrún á tvö börn og Arnar eitt; Sigrún verkfræðingur, f. 1955; Skúli, kennari og heimspek- ingur, f. 1960, hann var kvænt- ur Rán Jónsdóttur og þau eiga synina Magnús og Snorra; Bera eðlisfræðingur, f. 1962, gift Gunnari Gunnarssyni Flóvenz, synir þeirra eru Kári, Ívar og Egill. Þá beitti hann sér fyrir þróun tæknigarðs við Háskóla Íslands. Páll var ötull við að kynna eðl- isfræði og önnur vísindi og var hann umsjónarmaður þáttarins „Tækni og vísindi“ í Ríkis- útvarpinu 1961-1971. Einnig þýddi hann bækur um eðlis- fræði og skyld efni fyrir al- menning. Hann tók virkan þátt í nýyrðasmíði í vísindum og tækni. Rannsóknir Páls beindust einkum að mælingum á geisla- virkum efnum, sérstaklega á veikri geislun og á geislavirku radoni í jarðvatni. Skipaði hann sér í fremstu röð á þessu sviði og ritaði m.a. bókina „Measure- ment of Weak Radioactivity“ árið 1996. Hann birti greinar í ritrýndum tímaritum allt fram á níræðisaldurinn. Síðasta hálf- an annan áratuginn sinnti hann einkum túlkun á C14 aldurs- greiningum og rannsóknum sem tengjast landnámi Íslands. Páll stundaði rannsóknir sínar við Raunvísindastofnun flesta daga allt til æviloka. Páll tók þátt í ýmsum nefndastörfum, var m.a. í skóla- nefnd Kópavogs. Hann var út- nefndur Eldhugi Kópavogs 2009 af Rótarýklúbbi Kópavogs og hlaut heiðursmerki Verk- fræðingafélagsins árið 2010. Útför Páls fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 17. janúar 2018, klukkan 15. Páll lauk stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1947 og fyrri- hlutaprófi í verk- fræði frá Há- skóla Íslands 1950. Þá hélt hann til Dan- merkur til frek- ara náms og lauk kennaraprófi í eðlisfræði 1952 og mag. scient.- prófi í eðlisfræði með kjarneðl- isfræði sem sérgrein frá Kaup- mannahafnarháskóla 1955. Að námi loknu var Páll ráð- inn sem sérfræðingur við kjarn- orkurannsóknastöð Dana í Risø við Roskildefjörð í Danmörku og starfaði þar 1955-1958. Þá réðst hann til starfa hjá ný- stofnaðri Eðlisfræðistofnun Há- skóla Íslands og var hann fyrsti sérfræðingur við stofnunina sem síðar varð hluti af Raunvís- indastofnun HÍ. Páll var for- stöðumaður Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar árin 1975-1981. Auk starfa sinna við Háskóla Íslands vann Páll að margvís- legum öðrum verkefnum. Hann var ritstjóri Tímarits Verkfræð- ingafélags Íslands 1964-1972. Þegar við kveðjum Pallafa hugsum við til þess frábæra tíma sem hann átti með okkur. Í gegn- um tíðina vorum við alltaf spennt að fara í Bræðratunguna, en þar bjó hann alla okkar tíð. Pallafi var barngóður og hafði ávallt áhuga á að leika við okkur. Aftur fengum við að vera vitni að því þegar kom að okkar börnum. Áhuginn hafði ekkert dvínað og þótt hann væri kominn hátt á ní- ræðisaldur hikaði hann ekki að leggjast á gólfið og byggja úr kubbum eða fara í bílaleik við Sunnu, Ragnar og Marín Ósk. Pallafi hafði einlægan áhuga á vísindum og eru þær margar minningarnar þar sem hann er að útskýra fyrir okkur hin ýmsu náttúrulögmál. Ef það var ekki með orðum var það með sýni- kennslu, en okkur er það afar minnisstætt þegar hann kom með natríummola í krukku fullri af olíu heim frá Raunvísindastofn- un. Við vissum ekki hvert hann ætlaði þegar hann fyllti pott af vatni og sagði okkur að það kæmi sprenging þegar þessi moli færi í vatnið. En viti menn, þessi moli stóð svo í skærum logum í vatn- inu, á svölunum í Bræðratungu. Pallafi leyfði okkur að fylgjast með vinnu sinni uppi á Raunvís- indastofnum, en eitt skiptið tók hann okkur með í Hvalfjarðar- göngin. En þar hafði hann her- bergi í botni ganganna þar sem hann var að greina sýni, í sem mestu skjóli frá geimgeislunum. Fyrir okkur unglingana var þetta eins og í vísindaskáldskap, að fara djúpt niður í jörðina til að forðast geimgeislun. Það er því kannski ekki tilvilj- un að við systkinin höfum bæði farið út í raungreinanám í menntaskóla og síðan áfram í há- skóla að hafa átt Palla sem afa. Pallafi var yndislegur afi og langafi og erum við afar þakklát fyrir þann góða tíma sem við fengum með honum. Arnar og Sólrún. Páll Theódórsson hefur kvatt og lítil myndbrot vekja upp ljúfar minningar. Ég lít á litla svarta blýdepilinn í hægri lófa mínum og sé fyrir mér bjartan sumardag. Palli er 22 ára og gengur í róleg- heitum niður Mímisveg í átt að fjölskylduhúsinu Sjafnargötu 11. Ég er fimm ára og stend við glugga á efri hæðinni þegar ég sé hann. Gleðin tekur völdin og ég stekk af stað og hleyp eins og fætur toga út úr húsinu. Palli er kominn inn á lóðina þegar ég vef handleggjunum um hálsinn á honum. Í hamaganginum tek ég ekki eftir skrúfblýantinum í brjóstvasa hans sem rispar lófa minn örlítið þegar ég sleppti tak- inu. Blýanturinn skilur eftir sig þennan svarta depil sem hefur aldrei angrað mig, en alltaf minnt mig á það hvað mér þótti ofur- vænt um hann frænda minn. Allt er á kafi í snjó á Siglufirði 1946. Palli er 17 ára og hefur lok- ið þriðja bekk í MR og langar að lesa fjórða og fimmta bekk utan- skóla á einu ári. Hann ákveður að leita næðis og nærveru stóru systur sinnar Sigríðar og dvelja hjá henni, eiginmanni hennar, Þórarni Guðnasyni lækni, og þriggja mánaða dóttur þeirra. Ég er víst fyrsta ungbarnið sem Palli kynnist og hann fær það hlutverk að mata hungrað barnið. Ég man auðvitað ekki eftir þessum mat- artímum, en er sannfærð um að þarna mynduðust fyrstu kær- leiksþræðirnir á milli okkar. Nokkrum árum síðar sigla for- eldrar mínir til Ameríku og pabbi lýkur framhaldsnámi í skurð- lækningum. Það stóð alltaf til að senda mig vestur um haf, en af því varð ekki þannig að í tvö ár annast þau mig systkinin á Sjafn- argötu. Palli verður ígildi föður og sækir mig í leikskólann. Á leiðinni heim kennir hann mér ógrynni af vísum og lögum. Flest eru hugljúf, en eitt þeirra er í sér- stöku uppáhaldi. „Palli, segðu mér aftur söguna af ókindinni“ bið ég og fæ að heyra vísuna um barnið í dalnum sem datt ofaní gat, en þar fyrir neðan ókindin sat. Gott eplabragð minnir á tréð við húsið þeirra Palla og Dísu í Hróarskeldu. Það er sumar, ég er 11 ára og upplifi þann munað að geta teygt höndina upp í tré til að ná mér í epli. Það á að heita svo að ég passi litlu börnin þeirra, Flóka og Sigrúnu, en í minning- unni er dvölin bara eitt ævintýri. Palli er orðinn hálærður eðlis- fræðingur og starfar við kjarn- orkurannsóknir í Risö, en gefur sér samt tíma til að lesa slúður- blöðin mín um leikarana í Holly- wood. Hann er forvitinn, lifir í núinu og vill geta talað við frænku sína á jafnréttisgrund- velli. Hann kennir henni dönsku, gerir hana að heimsdömu og leyf- ir henni að fara í lestarferð til Hundested til að heimsækja vin- konu sína frá Íslandi. Palli og Dísa sjá til þess að ég fæ tækifæri til að kynnast Kaupmannahöfn. Þau eiga þar vinafólk sem skýtur yfir mig skjólshúsi, tekur mér höfðinglega og sýnir mér allt það markverðasta í borginni. Það sem stendur upp úr er ballettinn í Tívolí og götumarkaðirnir með öllum sínum fersku og framandi ávöxtum. Palli og Dísa gerðu þetta sum- ar í Danmörku ógleymanlegt og þroskandi. Ég kveð þig, elsku fóstri minn, með söknuði og þakklæti fyrir uppeldið. Edda Þórarinsdóttir. Genginn er góður vinur og fé- lagi, glöggur og glaðsinna. Hart- nær 60 ára samfylgd er að baki. Haustið 1958 fóru tveir fimmtubekkingar í Menntaskól- anum í Reykjavík að venja komur sínar í nýstofnaða Eðlisfræði- stofnun Háskólans sem þá var í norðurendanum á kjallara aðal- byggingar. Þeir höfðu fengið þá flugu í höfuðið að smíða geiger- teljara sem gæti mælt geisla- virkni. Þeir voru að hitta ljúf- mennið Pál Theodórsson, sem var þá nýkominn heim frá námi og tók þeim opnum örmum. Hann teiknaði tækið fyrir þá og kenndi handtökin með þolinmæði og natni. Um vorið var tækið tilbúið og mældi til dæmis geislavirkni frá armbandsúrum eins og þau voru þá. Báðir þessir piltar urðu síðar starfsmenn Háskólans og annar þeirra heldur hér á penna. Sagan um smíði geigerteljar- ans er dæmigerð fyrir brennandi áhuga Páls á því að miðla þekk- ingu á eðlisfræði og öðrum vís- indum til nemenda og almenn- ings. Það gerði hann bæði með kennslu, skrifum, útvarpserind- um, þýðingum og alls konar vís- indamiðlun. Við Páll höfum sannarlega brallað margt saman um dagana. Við tókum þátt í réttindabaráttu ungra háskólamanna um og upp úr 1970, við unnum saman um árabil að nýyrðasmíð í eðlisfræði og sömuleiðis að innleiðingu textavinnslu í tölvum hér á Raun- vísindastofnun um 1980. Og við höfum spjallað margt um sameig- inleg áhugamál, til dæmis land- nám Íslands, í matar- og kaffi- tímum alla þessa áratugi. Nú síðast höfum við í allmörg ár verið í vinahópi sem hittist reglulega í matstofu Tæknigarðs í hádeginu – og þar hefur Páll verið í essinu sínu, fjölfróður og athugull, skarpur og léttur í lund til hinstu stundar. Þarna er rætt um alla heima og geima, allt frá lífsgátunni sjálfri og hvers konar þjóðmálum til léttra gaman- sagna. En nú er skarð fyrir skildi. Ég á ekki eftir að mæta Páli oftar á tíðum gönguferðum hans milli vinnustofunnar í kjallaranum og prentarans á annarri hæð (þann- ig vildi hann hafa það). Ég sakna hans mjög eftir skyndilegt fráfall en ylja mér við minninguna og þakka langa og ánægjulega sam- fylgd. Ég hef oft skynjað sterka vin- áttu og samstöðu hjónanna Páls og Svandísar. Við Sigrún sendum henni og fjölskyldunni allri inni- legar samúðarkveðjur. Þorsteinn Vilhjálmsson. Páll æskuvinur minn er látinn. Ég kynntist Páli er ég hóf fram- haldsnám í Reykjavik og við átt- um skap saman. Að loknu fjórða bekkjar prófi í MR kvaðst hann ætla að lesa fimmta bekkinn um sumarið með sumarvinnunni. Páll missti föður sinn er hann var 12 ára en eldri systur hans sá um heimilið. Ég þarf að hraða mér í námi, sagði Páll. Því lauk hann stúdentsprófi ári á undan okkur félögunum. Er ég var í kandí- datsnámi í Kaupmannahöfn átt- um við Páll góða samleið. Þá hafði Páll lokið mastersprófi í eðlisfræði og vann hjá fremsta kjarnorkufræðingi Dana í Risö. Ég veiktist í námi og varð því að taka mér smáfrí. Ég hringdi í Pál og hann bauð mér að dvelja hjá sér eins lengi og ég vildi enda væri Dísa komin. Já, Dísa var komin. Og bjó ég þar við góðan kost. Síðan tók Ísland við. Báðir unnum við í anda forfeðra okkar. Við lukum aldrei störfum á vinnutíma. Við hittumst oft og ræddum málin. Að lokum stutt saga. Ég var á leiðinni á fund Heimsheilsunnar í Genf og þar átti að ræða m.a. kjarnorku- sprengjutilraunir Frakka á eyj- unni Mururoa í Kyrrahafi. Ég fékk upplýsingar hjá Páli um rannsóknir hans á geislamengun er hann hafði mælt í kjölfar kjarnorkusprenginga í Norður- Síberíu. Á fundinum í Genf urðu miklar umræður. Ýmsar Evrópu- þjóðir studdu þessar rannsóknir en fámennari þjóðir í Evrópu og nágrannarnir á Kyrrahafseyjum og Suður-Asíu mótmæltu kröft- uglega þessum sprengingum. Er liðið var á ráðstefnuna bað ég um orðið. Skýrði ég fundarmönnum frá því að samkvæmt rannsókn- um Páls Theodórssonar eðlis- fræðings hefði geislamengun á Íslandi í kjölfar kjarnorku- sprenginga Rússa í Síberíu auk- ist marktækt. Ég sýndi þetta á korti er Páll hafði gefið mér. Lagði ég til að ef Frakkar vildu kanna áhrif kjarnorkuspreng- inga ættu þeir að framkvæma þær heima í Frakklandi. All- margir fulltrúar tóku undir þessa tillögu og ýmsir nefndu niður- stöður Páls. Fundarstjórinn dr. Malher tók málið af dagskrá og vísaði því til stjórnar Heimsheils- unnar. Á síðari fundum í Genf var tillaga Frakka ekki samþykkt þrátt fyrir hótanir þeirra, enda gengu þeir út af fundunum. Þrátt fyrir hækkandi aldur rénaði ekki skarpskyggni Páls og þor að fylgja eftir skoðunum sínum. Vil ég nefna skýrslu um tímasetn- ingu landnáms á Íslandi sem hann hafði nýlega gefið út. Innilegustu samúðarkveðjur til Dísu, barna og annarra að- standenda. Ólafur Ólafsson, fyrrv. landlæknir. Í dag kveðjum við Pál Theo- dórsson eðlisfræðing, sem starf- aði sem sérfræðingur á Raunvís- indastofnun Háskólans frá stofnun hennar árið 1966 og fram til hinsta dags. Páll var helsti sér- fræðingur landsins í kjarneðlis- fræði og starfaði við geislamæl- ingar og þróun slíkra mælinga allan sinn einstaka feril á Raun- vísindastofnun. Þegar ég kom til starfa við stofnunina á ný eftir 20 ár erlendis hafði margt breyst en Páll var á sínum stað. Reyndar kom í ljós að þá voru tíu ár síðan hann fór á eftirlaun en hann mætti til vinnu eftir sem áður og hélt ótrauður áfram sínum rann- sóknum sem áttu hug hans allan. Rannsóknir Páls beindust einkum að mælingum á geisla- virkni frá daufum geislagjöfum og var hann í fremstu röð á því sviði. Páll leitaði ávallt leiða til að betrumbæta mælitæknina, var frumkvöðull í þróun geislamæli- tækja og kom að stofnun tveggja fyrirtækja á þessu sviði. Hann beitti sér einnig fyrir þróun Tæknigarðs við Háskóla Íslands og var forstöðumaður Eðlisfræði- stofu Raunvísindastofnunar 1975-1981. Páli var mjög í mun að nota íslensk orð innan eðlisfræð- innar og gaf út orðaskrá í eðlis- fræði ásamt öðrum árið 1969. Ýmis nýyrði innan eðlisfræðinnar eru frá honum komin og var það ætíð svo að ég reyndi eftir bestu getu að nota íslensk orð þegar ég ræddi við Pál um vísindin. Eftir að Páll fór á eftirlaun ár- ið 1998 fékkst hann meðal annars við mælingar á radoni í hitaveitu- vatni ásamt Páli Einarssyni, pró- fessor í jarðeðlisfræði, með það fyrir augum að spá fyrir um jarð- skjálfta. Hins vegar má segja að aldursgreiningar með kolefni-14 aðferðinni hafi átt hug hans allan síðustu 15 árin og þá sér í lagi rannsóknir á upphafi landnáms hér á landi. Páll var einstaklega vinnusamur og framsækinn vís- indamaður og er hans sárt sakn- að af samstarfsfólki á Raun- vísindastofnun. Ég votta fjölskyldu og ást- vinum Páls innilega samúð mína á þessum sorgardegi. Fyrir hönd Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Há- skólans, Einar Örn Sveinbjörnsson. Ég kom ungur til starfa við Raunvísindastofnun í ársbyrjun 1987. Þar voru fyrir á bekk kenn- arar mínir og fyrirmyndir, Magn- ús Magnússon, Páll Theodórs- son, Örn Helgason og margir aðrir sómakarlar, þótt eðlisfræð- ingar einir séu nefndir. Pál þekkti ég minnst þeirra enda var hann aldrei kennari minn heldur sérfræðingur í kjarneðlisfræði á stofnuninni. Það gustaði af hon- um, hann virtist strangur, skel- eggur í orðum og skoðunum, ég var hálfhræddur við hann. Það lagaðist fljótt þegar ég fann hví- líkt gull af manni Páll var. Ég vissi það reyndar frá fyrri tíð þar sem við flugum eitt sinn saman með Þorbirni Sigurgeirssyni við segulmælingar sumarið 1973 þegar ég var stúdent í eðlisfræði. Hlutverk mitt var að miða út bóndabæi með ljósmyndavél til staðarákvörðunar. Tæknin hefur breyst en samt var flogið eftir merki frá Lóranstöðinni. Við Páll og góðir félagar höf- um setið saman við hádegisborðið í Tæknigarði Háskólans árum og áratugum saman. Alltaf var gam- an að skyggnast í reynslubrunn hans, sem mér þótti einkennast af víðsýni og réttsýni. Við vorum sjaldan sammála í einu og öllu, en hann stundaði ekki þrætubók eða sóttist eftir átökum. Við vorum stundum einir félaganna við borðið sem lásum málgögn mis- munandi sjónarmiða. Það auðg- aði samræðuna. Páll gladdist fallega, öllum sem heyrt hafa er minnisstæður hár og hvellur hlátur hans ef eitt- hvað var vel orðað eða skemmti- lega sagt. Og það var oft í okkar hópi. Stundum sneri hálfur sal- urinn sér við í forundran. Ég þakka Páli Theodórssyni löng og gefandi kynni og votta Svandísi ekkju hans og fjölskyld- unni einlæga samúð mína. Hafliði Pétur Gíslason. Páll Theodórsson, vísindamað- ur emeritus við Raunvísinda- stofnun Háskólans, lauk Mag. scient. prófi í eðlisfræði með kjarneðlisfræði sem sérgrein frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1955. Hann starfaði sem sérfræð- ingur við kjarnorkurannsókna- stöðina í Risö í Danmörku árin 1955-1958. Þá réðist hann til starfa hjá nýstofnaðri Eðlis- fræðistofnun Háskólans 1958- 1961 og var fyrsti sérfræðingur stofnunarinnar. Páll var meðal stofnenda fyrirtækisins Rafagna- tækni og starfaði þar 1961-1963 uns hann sneri hann aftur til starfa við Háskóla Íslands, fyrst hjá Eðlisfræðistofnun og síðan hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans sem varð vettvangur rann- sókna í raunvísindum við Háskól- ann árið 1967. Páll var forstöðumaður Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar 1975-1981. Auk starfa sinna við Raunvís- indastofnun sinnti Páll margvís- legum öðrum verkefnum. Hann var ritstjóri Tímarits Verkfræð- ingafélags Íslands 1964-1972 og var ötull við að kynna eðlisfræði og önnur vísindi. Honum var veitt heiðursmerki Verkfræðinga- félagsins árið 2010. Páll var um- sjónarmaður þáttarins Tækni og vísinda í Ríkisútvarpinu 1961- 1971. Einnig var hann ötull að þýða bækur um eðlisfræði og skyld efni fyrir almenning. Þann- ig vakti hann áhuga margra ung- menna á undrum vísindanna. Hann sinnti einnig nýyrðasmíð á fræðasviði sínu og gaf ásamt tveimur starfsbræðrum sínum út orðaskrá úr eðlisfræði árið 1969. Rannsóknir Páls beindust einkum að mælingum á geisla- virkum efnum, sérstaklega á daufum sýnum og á geislavirku radoni í jarðvatni. Skipaði hann sér í fremstu röð á þessu sviði og ritaði m.a. bókina „Measurement of Weak Radioactivity“ árið 1996. Hann birti greinar í ritrýndum tímaritum um mælingar á radoni í jarðhitavatni allt fram á níræðisaldurinn, en þær má með- al annars nota til að segja fyrir um jarðskjálfta. Síðasta hálfan annan áratuginn sinnti hann einkum túlkun á C14-aldurs- greiningu sýna sem tengjast rannsóknum á landnámi Íslands. Páll var óþreytandi við störf og sinnti rannsóknum sínum við Eðlisfræðistofu Raunvísinda- stofnunar flesta daga allt til ævi- loka. Raunvísindastofnun Háskól- ans þakkar Páli Theodórssyni Páll Theodórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.