Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt þúi hafir ekki græna glóru um
hvað það er sem gengur á, skaltu umfram
allt ekki fara á taugum. Reyndu að halda
ákveðinni fjarlægð og yfirsýn.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú munt njóta þess að taka þátt í
hópíþróttum með vinum þínum næstu dag-
ana. Mundu bara að aðstoð er eitt og að
taka alla stjórn er annað og það átt þú að
varast.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Skilin á milli vináttu og ástar geta
stundum vafist fyrir fólki. Taktu samt vel á
móti ráðum ættingja þíns því þau munu
reynast þér gott veganesti.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þetta er góður dagur til þess að
hugsa um vináttuna. Settu þig í samband
við konurnar í fjölskyldunni, ekki síst ömmu
eða gamla frænku.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Treystu innsæi þínu í samskiptum við
aðra í dag. Hlustaðu vel á þá sem til þín
leita og þegar þú heyrir rétta tóninn skaltu
bregðast við án tafar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Allt varðandi frama þinn og orðstír í
þjóðfélaginu lofar góðu í dag. Spýttu því í
lófana og haltu áfram.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það getur verið erfitt að halda haus,
þegar að manni er sótt úr öllum áttum.
Mundu að vinur er sá er til vamms segir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Tímabundið peningaleysi gæti
verið það besta sem gerst hefur í fjár-
málum þínum í langan tíma. Gefðu þér góð-
an tíma til þess að reifa sjónarmið þín.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Farðu þér hægt og taktu and-
mæli annarra ekki of nærri þér því þú ert á
réttri leið eins og koma mun í ljós. Láttu
það þó ekki hindra þig í að þjóna sannleik-
anum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Treystu á sjálfan þig, varðandi
framtíð þína. Láttu allar óþarfa áhyggjur
lönd og leið og einbeittu þér að augnablik-
inu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er komið að því að finna nýj-
ar leiðir til þess að koma skoðunum þínum
á framfæri. Svaraðu rökstuddri gagnrýni af
hógværð og tillitssemi. Mundu samt að að-
gát skal höfð í nærveru sálar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gefstu ekki upp þótt á móti blási
því öll él birtir upp um síðir. Stífni getur
spillt fyrir möguleikum þínum í ástarsam-
bandi.
Mér barst á mánudag enn einvísan um Bjarna Har. kaup-
mann og nú eftir Jónas Frímanns-
son:
Ekki bregst oss Bjarni Har.
bensín stýrir dælum
á Sauðárkróki við saltan mar
sómamanni hælum.
Birni Ingólfssyni dettur margt í
hug. Nú segir hann: „Morgun-
stund gefur gull í mund og stund-
um skrýtilegar hugsanir í þokka-
bót.“
Morgunstund fína
á mánann að rýna
er merkilegt spé
það undrar mig hve
hann endist að skína
þótt skarður sé
á leiðina mína
ljósgeisla sína
lét hann í té
búinn að blína
á bónda í Kína
Si Sing Que.
Nú glaðnar í lofti ef rétt er sem
Magnús Halldórsson segir á Boðn-
armiði: „Þegar upp er staðið gætu
hægar framfarir grasbíta á and-
lega sviðinu, verið farsælar varð-
andi framhaldslíf á jörðinni“:
Vegan dafnar víða um land
og væri nokkuð gaman,
ef gáfnafar og grænkustand,
gætu farið saman.
Benedikt Jóhannsson skýtur inn
orði um mál málanna:
Hlý og einlæg
ástleitni
getur orðið
áreitni,
ef sannarlega
sagt er til:
Ég svona lagað
síður vil.
Ólafur Stefánsson yrkir og kall-
ar „ruglvisku“:
Til að bæta möli í mokku,
margar lægðir þeysa um land.
Síðan breyttist Sokki í Sokku,
og sokku- kallast núna band.
Sigmundur Benediktsson tekur
undir og segir að það sé rétt hjá
Ólafi að það sé víst einhver leikur
í lægðunum!:
Nú frekar veðrið fárlegt er
með frussi og mási grófu
og lægðagreyin leika sér
í langri halaróu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Si Sing Que og
andlegum grasbítum
„TIL AÐ RÆÐA LAUSN Á GÍSLATÖKU,
ÝTTU Á SJÖ…“
„ÞÚ SEGIR AÐ ÞÚ HAFIR VERIÐ Á
BJARNARVEIÐUM ÞEGAR BYSSAN FÓR
Í BAKLÁS?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann var þarna
í draumum þínum.
LÍFIÐ ER FYNDIÐ, ÞÚ VEIST
ALDREI HVAÐ MUN GERAST
ÞAR TIL ÞAÐ GERIST
EF ÞAÐ
GERIST
AF HVERJU? GAFSTU HONUM EITTHVAÐ AÐ BORÐA?!SNERTUR HEFUR VERIÐ AÐ BETLA MAT! MÉR LÍÐUR
EINS OG ÉG SÉ SVO GRIMMUR!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HJÁLPAR-
LÍNA
Tindastóll vann glæsilegan og sér-lega sannfærandi sigur á KR í
úrslitum í bikarkeppni karla í körfu-
bolta í Laugardalshöll um helgina.
Þetta er fyrsti stóri titill liðsins frá
Sauðárkróki og full ástæða til að
óska því til hamingju. Eftir leikinn
sagði Axel Kárason að sigurinn gegn
Haukum í Höllinni þremur dögum
áður hefði komið þeim á bragðið.
„Við vorum óhræddir og allir búnir
að fá smjörþefinn af því að spila
stóran leik í Höllinni,“ sagði hann. Í
orðabók er orðtakið að finna smjör-
þefinn af einhverju skýrt þannig:
kenna á einhverju, þola óþægilegar
afleiðingar einhvers. Haukar og KR
fengu að finna smjörþefinn af því
hvernig er að spila við Tindastól.
Víkverji leyfir sér að efast um að
Stólarnir hafi fundið nokkurn smjör-
þef í leikjum sínum í Höllinni. Um
leið vonar hann að Axel fyrirgefi
honum smásmyglina. Því má bæta
við að orðasambandið að fá nasaþef
af einhverju, sem merkir að kynnast
einhverju lauslega, býður upp á
rugling.
x x x
Sýnt var beint frá leikjum í undan-úrslitum og úrslitum í meist-
araflokki í bikarnum og úrslita-
leikjum yngri flokka. Sjónvarps-
áhorfendur njóta þess að geta fylgst
með því hvað þjálfarar hafa að segja
í leikhléum. Víkverji hjó eftir því að í
leikjum meistaraflokksliða töluðu
þjálfarar ensku við leikmenn. Hann
hugsaði með sér að þetta yrði að
skrifast á það að öll hafa þessi lið er-
lenda leikmenn í sínum röðum og því
sé þetta óhjákvæmilegt. En er það
svo?
x x x
Kunningi Víkverja hefur fylgstmeð viðureignum í evrópska
körfuboltanum og segir að þar sé
reglan sú að þjálfarinn tali við leik-
menn á sínu móðurmáli. Erlendu
leikmennirnir verði einfaldlega að
átta sig á því hvað þjálfarinn vill og
virðist yfirleitt gera það. Í það
minnsta séu þeir yfirleitt ekki úti á
þekju þótt fyrirmælin séu á öðru
tungumáli en ensku. Íslenskir þjálf-
arar mættu að ósekju velta fyrir sér
hvort þetta sé ekki fordæmi til eftir-
breytni. vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég
held í hægri hönd þína og segi við þig:
„Óttast eigi, ég bjarga þér
(Jesaja 41:13)