Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 Djass nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi og hefur íslenskur djass nú hlotið þar mikla kynn- ingu því um áramótin fylgdi djasstímaritinu Jazzthetik safn- diskur með lögum eftir 13 ís- lenska djasstónlistarmenn. Áskrifendur tímaritsins eru um 7.000 talsins og fengu þeir disk- inn í kaupbæti. Að útgáfu þessa disks stóðu jazzdeild FÍH, Jazzhátíð Reykja- víkur og Útflutningsmiðstöð ís- lenskrar tónlistar en píanóleik- arinn og djassistinn Sunna Gunn- laugsdóttir átti hugmyndina að útgáfunni. Í tímaritinu voru einn- ig birt viðtöl við píanóleikarana Agnar Má Magnússon og Eyþór Gunnarsson og er það prentað í 17.000 eintaka upplagi en ein- ungis áskrifendur fengu diskinn. „Ég hef verið að sækja djass- kaupstefnu í Bremen, JazzAhead, sem er ein sú stærsta í djassgeir- anum og einnig ársfundi Europe Jazz Network og alltaf horft öfundaraugum á safndiska sem hin Norðurlöndin hafa verið að gefa út til að koma sínu fólki út í heim,“ segir Sunna um diskinn. Hann sé kjörin leið til að kynna íslenskan djass fyrir áhugasömum djassgeggjurum. Sunna segist hafa viðrað þessa hugmynd við félaga sína í jazzdeild FÍH, ÚTÓN og Jazzhátíð Reykjavíkur, hvort ekki ætti að reyna að gefa út svona disk. „Við hrint- um þessu í framkvæmd og fengum þrjá er- lenda dómara til að velja efni á diskinn svo þetta væru nú ekki neinir vinagreiðar,“ segir Sunna. Dómnefnd þessa hafi skipað djassspekingur frá BBC, hol- lenskur bókari og ritstjóri tíma- ritsins Jazzthetik. Þeir völdu úr innsendum tillögum og diskurinn kom svo út fyrir ráðstefnuna JazzAhead í fyrra. „Hann kom volgur úr pressunni inn á hót- elherbergi til mín,“ segir Sunna kímin og að disknum hafi verið dreift á aðalfundi Europe Jazz Network. Áhugi fyrir íslenska hest- inum og íslenska djassinum Sunna segist hafa vitað af því að Jazzthetik léti stundum hljóm- diska fylgja tímaritinu, diska handa áskrifendum. Hún hafi því haft samband við ritstjórnina og spurt hvort áhugi væri fyrir því að fjalla um Jazzhátíð Reykjavík- ur og dreifa um leið þessum diski. „Þau tóku svona rosalega vel í það enda mikill áhugi fyrir bæði íslenska hestinum og íslenska djassinum í Þýskalandi,“ segir Sunna sposk. Spurð að því hvort Jazzthetik sé aðaltímaritið í Þýskalandi þeg- ar kemur að djassumfjöllun segir Sunna að tímaritin séu þrjú og að hún viti ekki hversu stór upplögin séu af hinum tveimur. Eitt er þó víst: íslenskur djass hefur líklega aldrei fengið jafngóða kynningu í þýskum fjölmiðli og í Jazzthetik. Jazzhátíð Reykjavíkur hefur boðið erlendum listrænum stjórn- endum og fjölmiðlafólki að upplifa hátíðina og hefur það skilað sér til íslenskra djasstónlistarmanna, að sögn Sunnu. Hún nefnir til dæmis að listrænn stjórnandi Münsterland-hátíðarinnar hafi sótt hátíðina árið 2016 og bókað í framhaldi marga íslenska djass- leikara á hátíðina í fyrra. Í fyrra kom einnig gagnrýnandi Jazzthe- tik, tók fyrrnefnd viðtöl við Eyþór og Agnar og fjallaði um hátíðina fyrir tímaritið. helgisnaer@mbl.is Íslenskum djassi dreift til 7.000 áskrifenda Jazzthetik Sunna Gunnlaugsdóttir „Bára Grímsdóttir var í Grýlunum með Röggu. Bára er eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar í dag en hún samdi lagið „A young man’s son“,“ segir Hilmar Örn sem vildi fá fleiri konur með lög á diskinn. „Það verður að rétta hlut kvenna í tónlistarheiminum. Það voru ekki margar konur að semja árið 2011 en ég fékk einnig til liðs við mig Völu Gestsdóttur sem var þá ungt, frábært nýútskrifað tónskáld og hefur komið töluvert að upptökustjórnun. Vala samdi lagið „Heim svefnsins“, sem við höfum flutt víða á listahátíðum erlend- is.“ Á diskinum eru fjórir einsöngvarar: Einar Clausen, Hrólfur Sæmundsson, Magga Stína og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir en hún syngur lag Hauks Tómassonar „Hún er vorið“. „Örlygur Benediktsson er kórfélagi ættaður úr Þingeyjarsýslu. Hann er rússneskt menntað tónskáld sem býr á Eyrarbakka og hefur verið mín hægri hönd þegar kemur að efnisvali kórsins. Hann samdi lagið „Augun bláu“,“ seg- ir Hilmar Örn og bætir við að Magga Stína, súperkrútt og sundsystir úr Vesturbænum, sé nýbúin að klára Listaháskólann og verkið hennar „Stígar“ hafi verið útskriftarverkefnið hennar. Kammerkór Suðurlands kemur víða við, ferðast mikið og hefur unnið með erlendum tónskáldum undanfarin ár. „Afmælisárið var fjölbreytt. Við vorum m.a. heiðursgestir á kórahátíð í Southbank Music and Art Festival í Lundúnum í júlí. Komum fram með meistara Megasi á Airwaves í nóv- ember og nú í desember vorum við fulltrúar Íslands á jólamarkaðnum í Strassborg. Við lokuðum svo árinu með því að syngja í opnunaratriði Norður og niður-tónlistarhátíðar Sig- ur Rósar í Hörpu, sem var fallegur endir á góðu afmælisári,“ segir Hilmar Örn. Heiðarlegur og sannur tónn Kammerkór Suðurlands átti í miklu samstarfi við sir John Tavener og fjöl- skyldu hans. Hilmar Örn segir að fyrir áeggjan dr. Péturs Péturssonar hafi hann sent Tavener aðdáandabréf og fyrstu plötu kórsins árið 2000. Nokkr- um mánuðum síðar voru Pétur og Hilmar Örn komnir til Lundúna og fengu að fylgjast með upptökum hjá Tavener í heila viku. Tónskáldið kom skömmu síðar til Íslands ásamt konu sinni og eftir það varð ekki aftur snúið. „John valdi okkur til þess að frum- flytja verk sín. Hann spáði mikið í fjöll- in, heita vatnið og tæra loftið á Íslandi. John heillaðist af tóni Kammerkórs- ins, sem honum fannst vera heið- arlegur og sannur,“ segir Hilmar Örn. Fjölhæfur Kammerkór Suðurlands í Southwark-dómkirkjunni á Englandi árið 2013. Kammerkór Suðurlands fór til Lond- on árið 2013 til þess að frumflytja verk eftir sir John Tave- ner. ,,Mikil spenna og tilhlökkun var hjá fjölskyldu hans og kórnum okkar. Þremur dögum áður en við áttum að leggja í hann hringir John í mig snemma morguns til þess að fara yfir verkið með mér. Við kveðjumst, John leggst til hvílu og vaknar ekki meir,“ segir Hilmar Örn með söknuði. Fyrirhugaðir tónleikar breytt- ust í minningarathöfn í troðfullri kirkju þar sem kórinn frumflutti verk Johns, Three Shakespeare Sonnetts, og fékk flutningurinn mikla umfjöllun ytra. Kveðjustund- in í London SIR JOHN TAVENER Sir John Tavener Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Síðustu sýningar leikársins! Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Medea (Nýja sviðið) Mið 17/1 kl. 20:00 4. s Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s Fim 18/1 kl. 20:00 5. s Sun 28/1 kl. 20:00 7. s Ástir, svik og hefndarþorsti. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fim 18/1 kl. 20:00 45. s Lau 20/1 kl. 20:00 47. s Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 19/1 kl. 20:00 46. s Sun 28/1 kl. 20:00 48. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s Draumur um eilífa ást Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Allra síðustu sýningar. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Lau 27/1 kl. 13:00 7. s Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Sun 28/1 kl. 13:00 8. s Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 21/1 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 8/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 Auka Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Hafið (Stóra sviðið) Fim 18/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Faðirinn (Kassinn) Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Ég get (Kúlan) Lau 20/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/1 kl. 13:00 5.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 4.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 6.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 19/1 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 22:30 Lau 3/2 kl. 22:30 Fös 19/1 kl. 22:30 Lau 27/1 kl. 20:00 Fim 8/2 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 22:30 Fim 1/2 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 22:30 Sun 21/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00 Fim 25/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Lau 10/2 kl. 22:30 Fös 26/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Efi (Kassinn) Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 13.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.