Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Side 21
Þarna mega allar þær stúlkursem eru búnar að ná við-miðum í afrekshóp og þær
sem hafa náð viðmiðum í hópinn sem
heitir ungir og efnilegir og allar þær
sem hafa tekið eða munu taka þátt í
landsliðsverkefnum á þessu tímabili
mæta á æfingar,“ segir María For-
tescue, framkvæmdastjóri Skauta-
sambands Íslands, um æfinguna á
föstudagskvöldið en sambandið fær
úthlutaða tíma á svellinu frá ÍBR á
móti Íshokkísambandinu.
Á þessum æfingum eru jafnan um
tíu stúlkur sem taka þátt í afreks-
starfinu í Reykjavík en þær eru úr
Birninum og Skautafélagi Reykja-
víkur. Fleiri til viðbótar æfa síðan
listskauta hjá Skautafélagi Akureyr-
ar.
María þekkir þennan heim vel en
hún er sjálf fyrrverandi skautari og
er ennfremur með alþjóðleg dóm-
araréttindi. „Það er misjafnt hvort
þau fá frjálsan tíma eða hvort við
skipuleggjum eitthvað. Núna er
stutt í Reykjavíkurleikana og eftir
þá förum við út til Finnlands á Norð-
urlandamótið þannig að þennan
mánuðinn leyfum við þjálfurum al-
veg að vera með frjálsar hendur á
þessum æfingum,“ segir María en
keppni í listhlaupi á skautum stend-
ur yfir á Reykjavíkurleikunum
næstkomandi föstudag, laugardag
og sunnudag.
Leikarnir og Norðurlandamótið
eru stærstu hópaverkefnin í list-
skautunum og jafnframt umfangs-
mestu verkefnin hjá Skauta-
sambandinu.
María segir að það sé mikill upp-
gangur í íþróttinni. „Við bíðum með
krosslagða fingur á hverju móti og
vonumst til þess að í dag sé dagurinn
sem við náum lágmörkum inn á þessi
stærri mót. Það gæti verið eitthvað
sem gerist á þessu tímabili. Það þarf
að ryðja þessa slóð og þá trúum við
að margar fylgi í kjölfarið,“ segir
hún og vonast eftir að geta sent
keppendur fyrr en síðar á Evr-
ópumót, þar sem aðeins er keppt í
senior-flokknum og heimsmeist-
aramót unglinga (Junior Worlds).
Listskautar eru frekar ung íþrótt
á Íslandi. „Við erum ung í Alþjóða-
sambandinu en íþróttin hefur verið
til hér mjög lengi,“ segir hún en
Skautasamband Íslands fékk full-
gilda aðild að Alþjóðaskauta-
sambandinu árið 2002.
Hún segir að iðkendum hafi fjölg-
að en það sem þurfi til nú til að
stækka íþróttina sé annað innanhúss
skautasvell.
„Ístíminn er að mestu nýttur fyrir
utan þann tíma sem er á skólatíma,“
segir María sem vonast til þess að til
dæmis bæjarfélög í nágrenni
Reykjavíkur byggi skautahöll.
„Þetta er ein af þessum íþróttum
sem við keppum mikið við almenn-
ing um það svæði sem við iðkum
okkar íþrótt á sem tíðkast ekki mikið
í öðrum íþróttagreinum.“
Myndirðu vilja sjá fleiri skauta
sér til gamans, að almenningur
stundaði skautaíþróttina á ruddum
tjörnum, vötnum og öðrum útisvell-
um í meira mæli?
„Algjörlega, þannig stækkar
íþróttin, með því að fólk komist í
snertingu við þetta, hafi gaman og
vilji fara,“ segir María sem sjálf hef-
ur ánægju af því að skauta úti eftir
að hún hætti að keppa og æfa sjálf.
„Ég vann sem flugfreyja hjá Em-
irates í Dubai og alltaf þegar ég
ferðaðist um heiminn tók ég skaut-
ana með mér ef það var úti-
skautasvell þar sem ég var að fara.
Ég hafði ekki lengur gaman af því að
fara í skautahallir þar sem það var
troðið af fólki en að skauta á úti-
skautasvelli finnst mér ennþá mjög
gaman.“
Samblandið af hinu tæknilega og
listfenginu er það sem heillar Maríu
hvað mest við íþróttina. „Í þessari
íþrótt þurfa einstaklingar að vera
mjög tæknilega sterkir ásamt því að
skilja tónlist og geta túlkað hana
með hreyfingum sínum og ofan á það
allt saman að láta þetta líta út fyrir
að vera lítið sem ekkert mál,“ segir
hún en þetta er mjög líkamlega
krefjandi íþrótt.
Nú styttist í Vetrarólympíuleika,
þar sem skautaíþróttin er áberandi,
býstu við fleiri iðkendum eftir leik-
ana?
„Algjörlega, sjálf byrjaði ég að
suða um að fá að æfa skauta í kjöl-
farið á Ólympíuleikum eftir að hafa
horft á þá þar. Áhuginn vaknar oft
svona enda er þetta einhver sjón-
varpsvænasta íþrótt í heimi.“
María Fortescue er framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands.
Skautaíþróttin er í sókn hérlendis eins og sjá mátti á æfingu afrekskvenna
í listskautum í Egilshöll um síðustu helgi. Framundan eru síðan
Reykjavíkurleikarnir um næstu helgi og Norðurlandamót á eftir því.
Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Myndir: Haraldur Jónasson hari@mbl.is
Listskautar
á tímamótum
’Í þessari íþrótt þurfaeinstaklingar að veramjög tæknilega sterkirásamt því að skilja tónlist
og geta túlkað hana með
hreyfingum sínum og of-
an á það allt saman að
láta þetta líta út fyrir að
vera lítið sem ekkert mál.
21.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21