Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Page 26
BRÚNAÐ SMJÖR OG SÍTRÓNUPOPP
Bræðið 6 msk af smjöri í potti yfir miðlungshita þar til það
brúnast, eða í u.þ.b. 7 mínútur. Takið af hitanum og bætið
úti í 1 ½ tsk af rifnum sítrónuberki. Hellið þessu yfir popp-
skálina og blandið. Stráið yfir 2 tsk af salti.
SESAMFRÆ-POPP
Hitið 6 msk af smjöri með 2/3 bolla sesamfræja í litlum
potti yfir miðlungshita í u.þ.b. 5 mínútur. Hrærið út í 1 msk
af sykri og 1 msk af salti. Hellið yfir poppskálina og blandið
vel saman.
TRUFFLUPOPP
Bræðið 6 msk af smjöri og blandið út í það 1 ½ msk trufflu-
olíu, ¼ bolla af rifnum parmesan, 1 tsk salt og ½ tsk pipar.
Hellið yfir poppskálina og blandið.
PARMESAN-RÓSMARÍNPOPP
Blandið út í poppskálina ½ bolla af rifnum
parmesan-osti, 3 msk olífuolíu, einni msk
af fínt skornu rósmaríni og 2 tsk af salti.
OSTAVEISLUPOPP
Takið 2 bolla cheddar ost, 1 bolla rifinn par-
mesan og ½ bolla af rifnum pecorino-osti og
blandið við poppið. Dreifið þessu á ofnplötu
(á bökunarpappír). Bakið við 175°C í ca. 3 mín-
útur, þangað til cheddar-osturinn er bráðn-
aður. Saltið.
HVÍTLAUKS- OG
KRYDDJURTAPOPP
Bræðið 4 msk af smjöri í potti og
bætið út í 4 rifnum hvítlauks-
rifjum, einn tsk af fínt skornu
rósmaríni, tsk af salvíu og tsk af
timían og eldið í eina mínútu.
Hellið yfir poppskálina og stráið
yfir 2 tsk af salti.
BEIKON- OG
GRASLAUKSPOPP
Eldið 6 sneiðar af beikoni þar til
stökkt. Þerrið og skerið í litla bita
en geymið olíuna sem kemur af
því. Stráið yfir poppskálina 2 msk
af beikonolíunni og 2 msk af
bræddu smjöri. Blandið beikoni
saman. Blandið úti í ½ bolla af
smátt skornum graslauk og ½ tsk
af cayenne-pipar. Saltið.
KARRÝ-POPP
Bræðið um 100 g smjör í potti á
lágum hita. Bætið við 2 bollum
af rúsínum og 2 bollum af pist-
asíuhnetum, 3 msk af sykri, 1
msk af karrý og eldið í 2 mín-
útur. Blandið þessu svo í popps-
kálina og saltið.
GRÁÐOSTA- OG
MÖNDLUPOPP
Bræðið 4 msk af smjöri og hellið
yfir poppskálina. Blandið 1 bolla
af muldum gráðosti saman við
ásamt 1 bolla af smátt skornum
ristuðum möndlum. Saltið.
SINNEPS-
SALTSTANGAPOPP
Hrærið saman 4 msk af bráðnu
smjöri og 2 msk af dijon-sinnepi,
1 tsk sykri og ½ tsk salti. Hellið
þessu yfir poppskálina og bland-
ið saman við 4 bollum af salt-
stöngum (litlum pretzels).
Thinkstock
Poppaðu
upp poppið
Það er hægt að gera fleira við popp
en að salta það! Hvernig væri
að hafa kósíkvöld um helgina og
bjóða upp á allt öðruvísi popp?
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
MATUR Of mikið salt á popp getur hreinlega skemmt ánægjuna af þessubrakandi góðgæti. Gott er að salta fyrst smávegis og smakka og
bæta þá við ef þurfa þykir.
Varlega í saltið!
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018
KANILSYKURSPOPP
Bræðið 6 msk af smjöri og hellið því yfir popp-
skálina. Bætið út í poppið 4 bollum af kanil-
morgunkorni (t.d. Cinnamon Toast Crunch), 1/3
bolla sykri, 2 tsk kanil og 1 tsk salti.
BÍOPOPP
Bræðið um
100 g af smjöri
yfir lágum hita.
Hellið yfir
poppskálina
og stráið yfir
2 tsk af salti.
PEPPERONI-PIZZAPOPP
Setjið einn bolla af smátt skornu pepperoni í pott ásamt 1
msk af matarolíu og steikið þar til stökkt. Þerrið með
eldhúspappír en geymið auka olíu sem eftir er í pottn-
um. Poppið í þeirri olíu ¾ bolla af poppmaís og bætið
svo út í pepperoni-bitunum, einum bolla af rifnum
mozzarella, ½ bolla af rifnum parmesan, 2 msk af ólífu-
olíu og 1 tsk af rifnum hvítlauk. Stráið að lokum yfir
þurrkuðu óreganó og salti.
Í uppskriftunum er ein poppskál miðuð við 12 -16 bolla af poppuðu poppi. Almennt
er miðað við um ¾ bolla poppbauna sem nemur tæpum 2 dl af baunum.