Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 www.securitas.is BÚÐUÞIG UNDIR HEIMAVÖRN FRAMTÍÐAR SAMSTARFSAÐILI E N N E M M / S ÍA / N M 8 5 6 8 9 Það var vegna þess að ekki málengur ganga að „RÚV“ sem vísu:    Ja hérna.    Heimurinn er aðfarast. Engin nauðgun, ekkert klof, ekkert kyn (þetta eða hitt)- ofbeldi í fréttatíma DDRÚV í kvöld.    Hvað er að gerast!    Heill ofbeldislaus fréttatími hlýt-ur að vera ársmetið núna.    Það eina sem gerðist var að mannivar nauðgað til að horfa á íþróttir til þess að fá að horfa á það sem öllu máli skiptir; veðurfréttir.    Besti maður allra kvelda á þessarivesælu örfréttastofu Líb- eralista, er veðurfræðingurinn.    Lengi lifi þeir!    Þeir eru nefnilega íhaldsmenn.    Annars myndu þeir verða eins ogDDRÚV.    Enginn myndi taka mark á þeim.“    Þess vegna var Gunnari Rögn-valdssyni brugðið. Hann sem borgar samviskusamlega eða sam- viskulaus fyrir „RÚV“ því ella selur skatturinn ofan af honum húsið. Áð- ur var látið nægja að taka af almenn- ingi sjónvarpið „skuldaði“ hann „af- notagjaldið“. Tvær flugur í einu höggi. Berja almenning og loka á aðrar stöðvar. Gunnar Rögnvaldsson Hlustanda brugðið STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.2., kl. 18.00 Reykjavík -5 snjóél Bolungarvík -6 léttskýjað Akureyri -6 heiðskírt Nuuk -15 snjókoma Þórshöfn -1 heiðskírt Ósló 0 snjókoma Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg 1 skýjað Brussel 4 léttskýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 3 skýjað London 5 léttskýjað París 5 léttskýjað Amsterdam 4 léttskýjað Hamborg 0 snjóél Berlín 2 skúrir Vín 3 skúrir Moskva -7 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 8 léttskýjað Barcelona 6 rigning Mallorca 8 rigning Róm 10 léttskýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -23 heiðskírt Montreal -4 snjóél New York 6 alskýjað Chicago -9 heiðskírt Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:30 17:55 ÍSAFJÖRÐUR 9:46 17:49 SIGLUFJÖRÐUR 9:29 17:32 DJÚPIVOGUR 9:02 17:22 Svandís Svav- arsdóttir heil- brigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem á að meta hvort ávinningur sé af því að auka að- komu Landhelg- isgæslu Íslands að sjúkraflugi. Auk þess að meta mögulegan ávinning, fagleg- an og fjárhagslegan, af aukinni að- komu Landhelgisgæslunnar að sjúkraflugi, hvort heldur með þyrlum eða öðrum flugvélum, er starfshópnum einnig falið að meta aðra mögulega kosti þyrlusjúkra- flugs. Verði það meðal annars skoðað með hliðsjón af þeim til- lögum sem kynntar voru í skýrslu fagráðs um sjúkraflutninga frá árinu 2017. Formaður starfshópsins er Elsa B. Friðfinnsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu. Starfshóp- urinn á að skila tillögum sínum til ráðherra í síðasta lagi 15. mars næstkomandi. hdm@mbl.is Skoðar aðkomu Gæslunnar  Starfshópur skip- aður um sjúkraflug Svandís Svavarsdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Norsk loðnuskip voru í gær búin að tilkynna um 19 þúsund tonna afla á vertíðinni og eiga þau þá eftir að veiða um 44.000 tonn. Nái Norðmenn ekki að veiða kvóta sinn fyrir 23. febrúar kemur það sem út af stendur í hlut íslenskra veiðiskipa. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa norsk stjórnvöld farið þess á leit við íslensk stjórnvöld að veiðitími norsku skipanna verði framlengdur og þeim verði jafnframt heimilt að nota troll við veiðarnar, en ekki aðeins nót. Ís- lensk stjórnvöld hafa hafnað þessari málaleitan, en um dagsetningar og skipulag veiðanna á yfir- standandi vertíð var samið á síðasta ári. Flest norsku skipanna úti fyrir NA-landi Fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar að á sunnudag hafi norsk skip kastað grunnt norður af Sléttu með misjöfnum árangri. Um helgina lágu mörg þeirra inni á Austfjöðrum, Eyjafirði og víðar vegna veðurs, en í gær voru norsku skipin dreifð á miðunum, einkum þó fyrir Norðausturlandi. Þrjú íslensk skip voru að loðnuveiðum undan Hornafirði í gær, Vilhelm Þorsteinsson EA, Ísleif- ur VE og Hoffell SU. Haft er eftir Geir Zoëga skipstjóra á grænlenska skipinu Polar Amaroq á heimasíðu Síldarvinnslunnar að gríðarlega mikið sé af loðnu út af Suðausturlandi. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt í gær til loðnumælinga úti fyrir Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Venus NS og Víkingur AK, skip HB Granda, lönduðu kolmunna á Vopnafirði á sunnudag, um 600 tonnum hvort skip. Afli hefur verið tregur undanfarið á miðunum í færeyskri lögsögu. Norðmenn vildu lengri tíma á loðnu  Áttu eftir að veiða yfir 40 þús. tonn  Þrjú íslensk skip að veiðum við Hornafjörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.