Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 36
Ireen Wüst frá Hollandi er orðin sig-
ursælasti skautahlaupari allra tíma á
Vetrarólympíuleikum eftir að hún
sigraði í 1.500 metra hlaupi í
Pyeongchang í gær og fór þar með í
tíunda sinn á verðlaunapall á fernum
Ólympíuleikum. Freydís Halla Ein-
arsdóttir gat
ekki keppt í
stórsvigi
vegna veð-
urs en
keppir fyrir
vikið tvo
daga í röð í vik-
unni. Allt íslenska
göngufólkið verður á
ferðinni í Pyeong-
chang í dag. »1-3
Wüst er orðin sú sigur-
sælasta frá upphafi
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 44. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Föst í skafli í 20 tíma
2. Engin skömm að horfa
3. Öflugir jeppar til mestra vandræða
4. Innbrotsþjófurinn var „pollrólegur“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvartett gítarleikarans Andrésar
Þórs Gunnlaugssonar kemur fram á
djasskvöldi Kex hostels í kvöld og
hefur leik kl. 20.30. Auk Andrésar
skipa kvartettinn Agnar Már Magn-
ússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á
kontrabassa og Scott McLemore á
trommur og hafa félagarnir fjórir
leikið saman um árabil. Á tónleik-
unum í kvöld munu þeir flytja ný lög
eftir Andrés. Aðgangur er ókeypis.
Leika ný lög eftir
Andrés á djasskvöldi
Karl Jeppesen
ljósmyndari flytur
erindi í fyrirlestra-
sal Þjóðminjasafns
Íslands í dag kl. 12.
Karl hefur ljós-
myndað fornar ver-
stöðvar í misjöfnu
ástandi um land allt
og sýnir á Veggnum í safninu úrval
þessara mynda.
Karl Jeppesen fjallar
um fornar verstöðvar
Katie Melua heldur tónleika ásamt
hljómsveit í Eldborgarsal Hörpu 10.
júlí næstkomandi. Melua fæddist í
Georgíu, fluttist til Bretlands þegar
hún var átta ára og er með vinsælli
tónlistarkonum þar í landi. Hún hefur
selt yfir 11 milljónir platna og hlotið
56 platínuplötur. Fyrstu tvær plötur
hennar komust í fyrsta
sæti yfir mest seldu
plöturnar í nokkrum
löndum og árið 2006
var hún sú evrópska
tónlistarkona sem
flestar plötur seldi
í álfunni það ár sem
og í Bretlandi.
Melua í Eldborg
Á miðvikudag Gengur í austan 15-23 m/s, en 23-28 syðst. Dregur
úr vindi síðdegis, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma eða
slydda, einkum á austurhelmingi landsins. Hlýnar í veðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan hvassviðri eða stormur með snjó-
komu víða um land, heldur hægari vindur suðvestantil. Minnkandi
úrkoma og fer að lægja síðdegis. Hiti um eða undir frostmarki.
VEÐUR
Selfoss færðist upp í þriðja
sæti Olís-deildar karla í
handknattleik í gærkvöldi
með stórsigri á ÍR, 37:25.
Haukar fluttust einnig ofar í
töflunni þegar þeir tóku
Aftureldingu í karphúsið á
Ásvöllum. Efsta lið deild-
arinnar, FH, var lánsamt að
ná stigi gegn næstneðsta
liðinu, Fjölni í Grafarvogi, á
sama tíma og botnliðið Vík-
ingur steinlá fyrir Stjörn-
unni. »4
Selfoss og Hauk-
ar mjakast ofar
Tindastóll og ÍR náðu Haukum og KR
að stigum á toppi Dominos-deildar
karla í körfuknattleik í gærkvöld með
góðum útisigrum. Tindastóll vann
Þór í Þorlákshöfn og ÍR lagði Val á
Hlíðarenda. Afar óvænt úrslit urðu í
Keflavík þar sem heimamenn töpuðu
fyrir botnliði Hattar. Stjarnan vann
Þór á Akureyri og Njarðvík lagði
Grindavík í grannaslag. »2-3
Tindastóll og ÍR
náðu toppliðunum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Rakarastofa Ragnars og Harðar á
Vesturgötu 48 í Reykjavík, Litla
Glasgow, lætur lítið yfir sér en á sér
nær 61 árs merka sögu og er í raun
eins og lítið safn um liðna tíma. Stofn-
andinn Hörður Þórarinsson hóf
reksturinn 17. febrúar 1957 og er
sestur í helgan stein en Ragnar Heið-
ar sonur hans, sem varð sextugur í
liðinni viku, hefur staðið vaktina í 44
ár.
Stórhýsið og verslunin Glasgow
var byggt neðst á Vesturgötu (5a) um
1862, var þá stærsta hús landsins og
setti svip sinn á Grjótaþorpið en húsið
brann til kaldra kola 1903.
Ragnar hefur alla tíð búið í Litlu
Glasgow og rakarastofan er í við-
byggingunni. Hann segir að nafnið sé
þannig til komið að verslunarstjórinn
í Glasgow hafi byggt húsið 1896 og
þótt tilhlýðilegt að kalla það Litlu
Glasgow þó að það hafi verið stórt á
þeim tíma, kjallari, hæð og ris. „Nafn-
ið var sjálfsagt meira grín en alvara
en það hefur haldist síðan,“ segir
Ragnar. „Reyndar var sagt að hann
hefði notað eina og eina afgangsspýtu
úr stóra húsinu í þetta hús en þegar
ég hef rifið veggi hefur komið í ljós að
grindin hefur komið tilbúin.“
Þrjár kynslóðir
Hörður flutti með foreldrum sínum
í húsið þegar hann var 17 ára en
Þórður úri, föðurbróðir hans, átti
húsið áður og lét byggja millibygg-
inguna þar sem rakarastofan er.
Hörður lærði rakaraiðnina á rakara-
stofunni í Eimskipafélagshúsinu og
stofnaði eigin stofu við annan mann á
Vesturgötunni 1957. Gunnlaugur
Hreiðar Hauksson, bróðursonur
Ragnars, hefur unnið með Ragnari á
stofunni í um áratug og Hrafnhildur
Telma Þórarinsdóttir, bróðurdóttir
hans, er nýbyrjuð að læra og slæst
væntanlega fljótlega í hópinn.
Sem unglingur málaði Ragnar
mikið með bróður sínum en hann
flutti til útlanda þegar Ragnar lauk
grunnskólanum. „Ég hefði sennilega
orðið málari hefði hann ekki flutt en
það var enga vinnu að fá um sum-
arið,“ rifjar hann upp. „Þá sagði kall-
inn: „Þú getur alveg eins verið með
mér í sumar, frekar en að gera ekki
neitt“ og þar við sat. Mér líkaði vinn-
an ágætlega og hélt áfram.“
Ragnar segir að vinnan sé mjög
skemmtileg. „Vissulega hefur stund-
um hvarflað að mér að fara að gera
eitthvað annað en ég hef alltaf komist
að þeirri niðurstöðu að grasið sé ekki
grænna hinum megin við ána. Þetta
er lífleg og skemmtileg vinna, stöðugt
nýir kúnnar og ég er alltaf með ein-
hvern í höndunum. Þetta er líka dríf-
andi starf, kúnninn kemur og þá er
ekki eftir neinu að bíða. Hér er stöð-
ugur straumur og augljóst að rakara-
stofur eru núna í tísku.“
Litla Glasgow leynir á sér
Rakarastofa
Ragnars og
Harðar í 61 ár
Morgunblaðið/Eggert
Þrjár kynslóðir Gunnlaugur klippir Hörð, afa sinn, og Ragnar fylgist með. Stofan verður 61 árs á laugardag.
Litla Glasgow Hörður, Ragnar og Gunnlaugur við innganginn.