Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14
TILBOÐS-
DAGAR
Vertu velkomin
í sjónmælingu
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Fjöldi vina og samstarfsmanna í tón-
listar- og kvikmyndaheiminum hefur
undanfarna daga minnst á prenti og
í samfélagsmiðlum Jóhanns Jó-
hannssonar, tónskálds og hljóðfæra-
leikara, en hann lést í Berlín á föstu-
daginn var, 48 ára að aldri.
Tónlist Jóhanns hefur notið sívax-
andi aðdáunar, bæði sem sjálfstæð
tónverk sem hann hljóðritaði og gaf
út og sem hluti af áhrifamiklum
hljóðheimi margra athyglisverðra
kvikmynda. Jóhann hlaut hin eftir-
sóttu Golden Globe-verðlaun árið
2014 fyrir tónlistina í kvikmyndinni
The Theory of Everything og var
jafnframt tilnefndur til Óskars- og
BAFTA-verðlauna fyrir hana. Hann
var aftur tilnefndur til Óskars- og
BAFTA-verðlauna ári síðar, fyrir
Sicario, og tilnefndur árið 2016 til
BAFTA- og Golden Globe-verð-
launanna fyrir tónlistina í Arrival.
Hreppti Jóhann World Soundtrack-
verðlaunin fyrir tónlistina í þeirri
mynd. Tveimur síðastnefndu kvik-
myndunum var leikstýrt af Dennis
Villeneuve en áttu þeir Jóhann í
gjöfulu samstarfi á síðustu árum;
samdi Jóhann einnig tónlist við kvik-
mynd Villeneuve Prisoners (2013) og
við Blade Runner 2049 (2017) en at-
hygli vakti þegar tónlistin var ekki
notuð í kvikmyndinni heldur verk
annarra og hefur ekki verið gefið
upp hver ástæðan var.
Tilfinninganæmur og lítillátur
„Jóhann Jóhannsson var gríðar-
lega hæfileikamikill tónsmiður og
verk hans voru úthugsuð og hríf-
andi,“ segir Árni Matthíasson,
blaðamaður á Morgunblaðinu.
„Hann var tilfinninganæmur og lít-
illátur snillingur sem setti ljós sitt
undir mæliker en var alltaf til að
leiða mann í sannleika um galdurinn
á bak við hvert verka hans og leiðin
sem hann fór var iðulega flókin og
fjölskrúðug.“
Árni segist hafa séð Jóhann fyrst
á sviði fyrir þrjátíu árum er hann
leiddi rokksveitina Daisy Hill Puppy
Farm. „Við kynntumst síðan betur
þegar ég aðstoðaði hann við mynd-
vinnslu á 12" sveitarinnar, „Spray-
can“ og áttum ýmis samskipti eftir
það í tengslum við hljóðverið Nýj-
ustu tækni og vísindi, veru hans í
hljómsgeitinni Ham, Fünkstraße,
Tilraunaeldhúsinu, Dip, Orgel-
kvartettinum Apparati og Lhooq.
Allt lá vel fyrir honum, hvort sem
það var gítarsýra, óhljóðalist, súr-
kálsfönk eða vinsældapopp.
Eftir að Jóhann fluttist til Kaup-
mannahafnar og síðan til Berlínar
minnkuðu samskipti okkar eðlilega,
maður hitti hann sjaldnar á förnum
vegi, en það var einkar gaman að
fylgjast með honum úr mismikilli
fjarlægð og sjá hann vaxa sem tón-
skáld í tónverkum eins og Virðulegu
forsetum, IBM 1401: A User’s Ma-
nual, Fordlandia og nú síðast
Orphée sem Deutsche Grammophon
gaf út. Ég átti einmitt síðast spjall
við Jóhann fyrir rúmu ári er við
ræddum um feril hans og framgang í
tilefni af Orphée. Í því viðtali lýsti
hann vel hve margslungin hugmynd
var grunnur Orphée, en einnig að
hann væri enn að leita nýrra leiða í
listsköpun og væri með í smíðum
kvikmynd í fullri lengd sem flutt yrði
með lifandi undirleik.“
Samdi um missi og brotthvarf
„Nær öll tónlist Jóhanns byggist á
þemum um missi og brotthvarf sem
jafnvel þegar verkin eru einföld og
ljúf gefur þeim ólýsanlega dýpt sem
lætur hlustandanum finnast að þau
geti gleypt hann ef hann hlustar of
djúpt á þau,“ skrifar blaðamaðurinn
Joe Muggs í The Guardian. Hann
segir að tónlist Jóhanns hafi iðulega
túlkað missi og eftirsjá á ægifagran
hátt og vísar til þess að í tónverkum
og á sólóplötum Jóhanns, The
Miner’s Hymns (2011), IBM 1401: A
User’s Manual (2006) og Fordlandia
(2008), séu einskonar sálumessur
fyrir mannlegar framkvæmdir eða
verkefni sem séu horfin í fortíðina.
Og Muggs segir að þegar hlýtt sé
á þessi verk nú, þegar Jóhann er all-
ur, eða á kvikmyndatónlistina sem
hefur borið hróður hans víða á síð-
ustu árum, þá sé eins og hann „hafi
samið sína eigin sálumessu“.
Muggs rifjar upp fjölbreytilegan
og gifturíkan tónlistarferil Jóhanns
en segir hann hafa fundið fjölina sína
þegar hann fór að semja tónverk
fyrir stærri hljómsveitir og þar séu
töfrarnir í sköpuninni. „Á sólóplöt-
um hans sem komu út eftir árið 2001
blandar hann saman klassískum
hljóðfærum og raftónlist svo eftir
var tekið í neðanjarðarsenunni víða
um lönd og það var svo í verkinu
IMB 1401 sem þetta koma allt sam-
an,“ skrifar Muggs og bætir við að
þá hafi mátt vera orðið ljóst að Jó-
hann hafi haft þann skapandi metn-
að sem þurfti til að verða kvik-
myndatónskáld í fremstu röð.
Hann segir að þrátt fyrir myrkrið
og tilvistarangistina sem óneitan-
lega einkenni tónlist Jóhanns, þá
hafi hann verið margbrotinn tónlist-
armaður og fegurðin sem umlukti
myrkrið sé mjög mikilvæg. „Það er
Margbrotinn tónlistarmaður
Jóhanns Jóhannssonar er minnst víða um lönd Sagður hafa útvíkkað form kvikmyndatónlistar
AFP
Verðlaunatónskáld Jóhann Jóhannsson hampar Golden Globe-verðlaunagripnum sem hann hreppti árið 2014.
Rúmum þrjátíu árum eftir andlát
franska heimspekingsins Michel
Foucault hefur franski útgefandinn
Gallimard gefið út eftir hann áður
óbirta bók. Um er að ræða fjórðu
bókina í seríu hans um Sögu kyn-
ferðisins sem ber undirtitilinn „Játn-
ingar holdsins“. Frá þessu greinir
The New York Times. Þar kemur
fram að þegar Foucault lést hafi
hann ekki skilið eftir sig formlega
erfðaskrá, en hann skildi eftir sig
bréf þar sem hann lagði blátt bann
við því að þau handrit og skrif sem
hann ætti óútgefin í fórum sínum
yrðu gefin út eftir hans dag. Í sama
bréfi tók hann skýrt fram að Daniel
Defert, ástmaður hans og félagi til
tveggja áratuga, ætti að erfa íbúð
hans og skjalasafn, þeirra á meðal
öll óútgefin handrit.
Fyrir fimm árum seldi Defert allt
skjalasafn Foucault til Frönsku
þjóðarbókhlöðunnar. Skjalasafnið
innihélt bæði handskrifaða útgáfu af
fjórða bindi Sögu kynferðisins og
vélritað handrit sem Foucault var
þegar byrjaður að leiðrétta. Þriðju
útgáfu handritsins hafði hann þegar
sent Gallimard fyrir andlát sitt, en
handritið þótti ófullkomið þar sem
það innihélt villur. „Þegar ég hafði
öll þrjú handritin í minni vörslu
gerði ég mér grein fyrir því að hægt
væri að setja saman boðlega út-
gáfu,“ segir Henri-Paul Fruchaud,
frændi Foucault. Fjölskylda Fou-
cault, sem á útgáfurétt verka hans,
taldi að ekki aðeins fræðimönnum
ætti að standa handritin til boða til
rannsókna, heldur ættu skrifin er-
indi við almenning. Því ákvað hún að
leyfa Gallimard að gefa út fjórða
bindið í ritröðinni um Sögu kynferð-
isins. Samkvæmt Vísindavefnum átti
Saga kynferðisins að verða margra
binda verk um tengsl valds og þekk-
ingar í þeim breytingum sem orðið
hafa á eðli kynferðisins í sam-
félögum okkar í gegnum aldirnar.
Ókláruð bók gefin út
gegn vilja Foucault
Gegn vilja Michel Foucault.
AFP
Jóhann Jóhannsson var fjölhæfur listamaður sem kom víða við sem flytj-
andi og tónskáld. Tónlistarferill hans hófst á níunda áratugnum þegar
hann var meðlimur í rokksveitinni Daisy Hill Puppy Farm og einnig lék
hann með hljómsveitum á borð við Ham, Unun, Olympia og Lhooq. Þá var
Jóhann þegar farinn að vinna með listamönnum í ýmsum greinum, meðal
annars í Tilraunaeldhúsinu sem stóð fyrir ýmsum listuppákomum hér á
landi og erlendis en hann var einn stofnenda þess 1999.
Fyrsta sólóplata Jóhanns, Englabörn, kom út árið 2002 og var tónlist
samin við samnefnt leikrit Hávars Sigurjónssonar. Hún vakti umtalsverða
athygli fyrir frumlegar tónsmíðar og útsetningar. Sólóplötur hans urðu
alls átta og kom sú síðasta, Orphée, út árið 2016 hjá hinu kunna útgáfu-
fyrirtæki Deutsche Grammophon. Fyrstu kvikmyndatónlistina samdi Jó-
hann við íslenskar kvikmyndir um og uppúr 2000 og varð hann sífellt
þekktari sem kvikmyndatónskáld og samdi tónlist við 27 myndir. Þekkt-
astur varð hann fyrir samstarf við leikstjórann Denis Villeneuve, kvik-
myndirnar Prisoners (2013), Sicario (2015) og Arrival (2016), og var til-
nefndur til virtra verðlauna fyrir þær, og þá hreppti Jóhann Golden
Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í The Theory of Everything (2014). Hann
samdi einnig tónlist í fjölda leikrita, í sjónvarpsþætti og fyrir dansara.
Fjölhæfur listamaður
JÓHANN SAMDI TÓNLIST Í HÁTT Í 30 KVIKMYNDIR