Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018
Ágúst Ingi Jónsson
Sunna Ósk Logadóttir
„Almennt hefur þetta gengið ágætlega í vetur
þrátt fyrir ótrúlega aukningu í vetrarferða-
mennsku síðustu ár. Ef gerir hríðarbylji fara
starfsmenn þjóðgarðsins út og ganga göngu-
stígana til að tryggja að fólk fari sér ekki að
voða, en hér í þjóðgarðinum er fólk í öllum
veðrum,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóð-
garðsvörður um ástandið á Þingvöllum í leið-
inlegu vetrarveðri undanfarið.
Mokstur og sandburður nánast daglega
„Við erum vel á verði og höfum rutt óheyri-
lega miklum snjó og sandborið göngustíga
nánast daglega. Landverðirnir eru meðvitaðir
um veðurlag og aðstæður sem á ekki alltaf við
um ferðamennina sem því miður eru á stund-
um vankunnandi og vanbúnir,“ segir Einar.
Erlent par sat fast í bíl sínum á veginum
skammt frá Miðfelli austan Þingvallavatns og
utan þjóðgarðsins í um 20 klukkustundir frá
því á sunnudegi þar til í gærmorgun að land-
vörður í þjóðgarðinum kom að þeim. Konan er
ólétt og var orðið kalt í bílnum svo hún var
flutt í þjónustumiðstöðina þar sem hlúð var að
henni. Fólkið var á jepplingi og hafði hafst við í
bílnum sem var pikkfastur á miðjum veginum.
Guðjóna Björk Sigurðardóttir, rekstrar-
stjóri Þingvallaþjóðgarðs, segir að fólkið hafi
verið með mat og svefnpoka en svo virðist
sem því hafi ekki tekist að láta vita af sér.
Lokanir hafa virkað vel í vetur
Einar segir að í vetur hafi lokanir virkað
vel, menn eigi ekki að vera hræddir við að
loka sé veðurspáin þess eðlis. Jafnvel megi
loka fyrr á leiðinni yfir Mosfellsheiðina í
gegnum þjóðgarðinn og austur Lyngdals-
heiði til Laugarvatns. Um helgina hafi verið
ákveðið að loka þjónustu í þjóðgarðinum á
föstudagskvöld vegna afleitrar veðurspár
fyrir laugardaginn og starfsfólk hafi farið til
síns heima í höfuðborginni og fyrir austan
fjall.
Þegar í ljós hafi komið að veðrið tók ekki
að versna fyrr en síðdegis á laugardag hafi
landvörður farið austur í öryggisskyni og
talsvert af fólki hafi þá verið í þjóðgarðinum.
Hann hafi leiðbeint því og bent á veðrið sem
væri framundan.
Á sunnudag var allt lokað en í gærmorgun
byrjuðu landverðir á því að fara hring í þjóð-
garðinum til að athuga hvort fólk væri þar í
erfiðleikum. Síðan var tekið til við að moka
en miklum snjó kyngdi niður á Þingvöllum
um helgina.
Landverðir í eftirlit ef gerir hríðarbylji
Fólk í öllum veðrum í þjóðgarðinum Erlent par var í um 20 tíma í pikkföstum bíl við Miðfell
Ljósmynd/Torfi Stefán Jónsson
Vinsæll útsýnisstaður Ferðafólk þyrptist til Þingvalla strax í gærmorgun enda höfðu margir
verið veðurtepptir í borginni um helgina. Myndin er tekin á Kárastaðastíg efst í Almannagjá og
höfðu starfsmenn þjóðgarðsins grafið í gegnum snjóskaflana, en ekkert var mokað um helgina.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þessa vikuna standa yfir kjördæma-
dagar á Alþingi og því verða engir
þingfundir haldnir. Það getur reynst
snúið fyrir alþingismenn að hitta
kjósendur sína að þessu sinni vegna
illviðra og ófærðar um allt land.
Fyrsti þriðjungur 148. löggjafar-
þingsins er nú að baki og því ástæða
til að skoða hverjir hafa látið mest
til sín taka í ræðustól Alþingis.
Þegar ræðulistinn er skoðaður
sést að Píratinn Helgi Hrafn Gunn-
arsson hefur tekið afgerandi for-
ystu. Helgi hefur flutt 153 ræður og
athugasemdir og talað í samtals 450
mínútur, eða sjö og hálfa klukku-
stund. Næstur á eftir Helga kemur
annar Pírati, Björn Leví Gunnars-
son, sem hefur talað í 387 mínútur
eða rúmar sex klukkustundir. Þor-
steinn Víglundsson (Viðreisn) hefur
talað í 354 mínútur og Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra (Sjálf-
stæðisflokkur) hefur talað í 320 mín-
útur.
Ræðukóngur 146. löggjafaþings-
ins (2016-2017), Kolbeinn Óttarsson
Proppé (VG), hefur haft hægt um
sig á þessu þingi. Hann hefur talað í
59 mínútur, eða í eina klukkustund.
Á fyrra þinginu talaði hann í 933
mínútur (16 klukkustundir). Ef
Helgi Hrafn heldur sínu striki það
sem eftir er þings getur hann farið
langt fram úr Kolbeini í mældum
ræðumínútum.
Sá þingmaður sem talaði
skemmst á 146. þinginu, Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson (Miðflokkur),
hefur heldur betur gefið í á þessu
þingi. Sigmundur Davíð hefur nú
tekið til máls 56 sinnum og talað í
174 mínútur. Hann talaði aðeins í 23
mínútur á öllu 146. löggjafar-
þinginu.
Samkvæmt upplýsingum frá Al-
þingi hafa á yfirstandandi þingi
(148.) hafa verið haldnir þingfundir
á 19 þingfundadögum – samtals 24
þingfundir á 19 dögum.
Samkvæmt starfsáætluninni eru
40 þingfundadagar eftir fram til
þingfrestunar, sem er áætluð 7. júní.
Síðan er gert ráð fyrir hátíðarþing-
fundi 18. júlí á Þingvöllum, þar sem
minnst verður 100 ára fullveldis Ís-
lands. Mögulega verður þingfundur
daginn áður til undirbúnings
hátíðarfundinum.
Helgi Hrafn
hefur tekið af-
gerandi forystu
Píratar hafa talað mest það sem af er
þinghaldinu Sigmundur Davíð gefur í
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Innkauparáð Reykjavíkurborgar
samþykkti á fundi sínum 26. janúar
síðastliðinn að gengið yrði að til-
boði lægstbjóðanda, K16 ehf., í end-
urbætur á Háaleitisskóla í Álfta-
mýri. Tilboðið hljóðaði upp á
82.935.000 krónur. Það var 87,4%
af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði
upp á tæpar 94,9 milljónir.
Miklar framkvæmdir eru fyrir-
hugaðar við Háaleitisskóla í Álfta-
mýri á næstu mánuðum. Ráðist
verður í steypuviðgerðir á húsinu,
endurbætur og viðgerðir á glugga-
og hurðakerfi hússins og viðgerðir
á þökum auk þess sem húsið verður
málað. Stefnt er að því að við-
gerðum verði lokið áður en skólinn
tekur á ný til starfa að loknu sum-
arfríi í haust.
Háaleitisskóli er 50 ára gamalt
hús sem hefur fengið lítið viðhald. Í
Háaleitisskóla eru 350 nemendur á
grunnskólastigi og 50 starfsmenn.
Alls bárust sjö tilboð í verkið.
Næstlægsta tilboðið var frá MG
húsum ehf. 87.343.250 krónur.
sisi@mbl.is
Samið um viðgerðir á Háaleitisskóla
AÐALFUNDUR MAREL HF. 2018
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.13 í samþykktum félagsins
• Skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu
• Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf
• Önnur mál, löglega borin fram
Fundarstörf munu fara fram á ensku.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu
tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum
fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 1. mars.
Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar þar
til umræðu verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en tíu dögum fyrir
fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 laugardaginn 24. febrúar.
Á aðalfundarvef félagsins, marel.com/agm, er að finna allar frekari upplýsingar
í tengslum við aðalfundinn, þ.m.t. frekari upplýsingar um rétt hluthafa til að fá
mál sett á dagskrá hluthafafundar og leggja fram ályktunartillögur fyrir fundinn,
drög að dagskrá fundarins, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning félagsins fyrir
árið 2017, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu m.v. 7.
febrúar 2018, umboðsform auk upplýsinga um skjöl sem lögð verða fyrir fundinn.
Endanleg dagskrá fundarins og tillögur verða aðgengilegar hluthöfum sjö dögum
fyrir aðalfund á framangreindum aðalfundarvef félagsins, sem og á skrifstofu
félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ.
Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang.
Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:30.
Stjórn Marel hf.
Aðalfundur Marel hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að
Austurhrauni 9, 210 Garðabæ, þriðjudaginn 6. mars næstkomandi kl. 16:00.