Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. F E B R Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 37. tölublað 106. árgangur
RÍFANDI
BÍLASALA Í
BYRJUN ÁRS
VINNUR MEÐ ARFLEIFÐINA
MARGBROTINN OG
HÆFILEIKARÍKUR
TÓNSMIÐUR
HANNAR LISTRÆNT SKART 12 JÓHANNS MINNST 30BÍLAR 16 SÍÐUR
Morgunblaðið/Eggert
Fundur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði
að breytinga væri að vænta.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir,
lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð-
inu, boðar umfangsmiklar skipu-
lagsbreytingar á kynferðisbrota-
deild embættisins í kjölfar mistaka
sem gerð voru við meðferð máls á
dögunum. Lögregla kynnti í gær
skýrslu um málið og boðaði að
starfsmönnum deildarinnar yrði
fjölgað frá 1. apríl samhliða aukinni
fjárveitingu og yfirstjórn yrði
styrkt. Engum yrði sagt upp störf-
um eða færðir til vegna mistaka
sem gerð voru. »2
Boðar breytingar á
skipulagi lögreglu
í kjölfar mistaka
„Það er búið að margbrjóta á mannréttindum
mínum.“ Þetta segir Sunna Elvira Þorkelsdóttir,
sem lamaðist eftir fall á Spáni fyrir um mánuði.
Sunna hefur verið í farbanni eftir að eiginmaður
hennar var handtekinn við komuna til Íslands
grunaður um aðild að fíkniefnamáli. Sunna hefur
undanfarinn mánuð dvalið á spítala í Malaga, en
spítalinn er afar illa búinn og segist Sunna ekki
hafa fengið læknisþjónustu við hæfi.
Foreldrar Sunnu hafa þurft að sinna henni
samkvæmt fyrirmælum íslenskra lækna þar sem
nær ómögulegt reynist að fá upplýsingar frá
læknum spítalans um hvernig meðhöndla eigi
meiðslin.
Man lítið eftir tildrögum slyssins
Illa hefur gengið að koma Sunnu til Íslands eða
á annan spítala þar sem hægt væri að gera að
meiðslum hennar, en Sunna er þríhryggbrotin,
með þrjú brotin rifbein auk annarra áverka. „Ég
er alveg að gefast upp hérna. Utanríkisráðuneytið
hefur ekkert gert og svo virðist sem lögreglan
haldi mér hér í gíslingu til að fá upplýsingar frá
eiginmanni mínum um eiturlyfjasmygl sem ég
veit ekkert um,“ segir Sunna. Fram kom í gær að
ráðuneytið hefur sent fulltrúa sinn til Spánar til
að gæta hagsmuna Sunnu.
Spurð um tildrög slyssins segir Sunna að þau
séu að mestu í móðu, en Sunna féll úr um fjögurra
metra hæð af svölum á heimili sínu. Hún muni þó
eftir því að eiginmaður hennar og dóttir hafi verið
í húsinu. Sunna segist vita í hjarta sínu að eigin-
maðurinn hafi ekki orðið valdur að slysinu. »4
Telur sér vera haldið í gíslingu
Á sjúkrabeði Sunna ásamt móður sinni, Unni Birgisdóttur, á spítalanum í Malaga en þar hefur Sunna dvalið sökum farbanns undanfarinn mánuð.
Sunna Elvira er föst á illa búnum spítala í Malaga Segir lögreglu reyna að
nýta sér stöðu hennar til að fá upplýsingar um fíkniefnamál frá manni hennar
Öll tæki sem
Vegagerðin hef-
ur yfir að ráða
voru úti um
helgina að sinna
vetrarþjónustu.
Mikið var að
gera um allt land
en nokkuð er um
liðið síðan at-
gangurinn á suðvesturhorninu og á
Suðurlandi hefur verið jafn mikill
og um nýliðna helgi.
Kostnaður vegna moksturs gatna
og stíga auk hálkuvarna í Reykja-
víkurborg getur verið um 13 til 14
milljónir á dag þegar veðrið er eins
og síðustu daga. Níu mokstursbílar
sáu um að ryðja göturnar auk 22
véla á stofn- og tengibrautum í
Reykjavík í gærmorgun. »6
Öll tæki kölluð
til í snjóruðning
Haukur Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri stærsta lífeyrissjóðs
landsins, Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins, segir að skort hafi á upplýs-
ingar um framtíðarsýn núverandi
eigenda Arion banka hvað rekstur
bankans varðaði, en það hafi verið
meðal ástæðna þess að sjóðurinn,
eins og aðrir stærstu lífeyrissjóðir
landsins, ákvað að taka ekki tilboði
Kaupskila um kaup á hlut í Arion
banka.
„Framtíðarsýn þeirra mætti vera
skýrari. Svo má segja að stutt sé í
skráningu bankans á markað ef af
henni verður og þá er heppilegra fyr-
ir okkur að horfa til þess og halda að
okkur höndum að svo stöddu. Einnig
hefur það áhrif að fjármagnshöftum
hefur verið aflétt og nú er áhersla
okkar því meiri á erlendar fjárfest-
ingar.“
Þá segir Haukur að m.a. hafi skort
á gagnsæi í söluferlinu.
Ólafur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri lífeyrissjóðsins Birtu, segir í
samtali við Morgunblaðið að kaupum
á Arion banka fylgi áhætta og í við-
skiptum sé alltaf spurning um
hvernig áhættan er verðlögð. „Það
er ákveðin áhætta fyrir hendi þegar
tíminn er knappur og bankinn er
stór og alltaf erfitt að verðleggja
óvissu.“ »16
Framtíðarsýn of óskýr
LSR fannst skorta á gagnsæi í söluferli Arion banka
Erfitt að verðleggja áhættu segir framkvæmdastjóri Birtu
Morgunblaðið/Eggert
Sala Arion banki skilar ársskýrslu
sinni fyrir árið 2017 á morgun.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur
ákveðið að kæra nýtt deiliskipulag
Landssímareits í miðborg Reykja-
víkur til úrskurðarnefndar umhverf-
is- og auðlindamála. Sóknarnefndin
telur fyrirhugaðar byggingar-
framkvæmdir við hótel í Víkurgarði,
hinum forna kirkjugarði Reykvík-
inga, ólöglegar. Þá kærir sóknar-
nefndin einnig áform um að inn-
gangur í hótelið verði um þann hluta
kirkjugarðsins sem nú gengur al-
mennt undir heitinu Fógetagarður.
Samkvæmt 6. mgr. 4. gr. laga nr.
130/2011 um úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála skal nefnd-
in kveða upp úrskurð eins fljótt og
kostur er eftir að kæra berst og jafn-
an innan þriggja mánaða frá því að
málsgögn bárust frá stjórnvaldi, en
innan sex mánaða frá sama tíma-
marki sé mál viðamikið. Kæran
stöðvar ekki framkvæmdirnar en í
ráði er að opna hótel á vegum Ice-
landair á reitnum á næsta ári
Við fornleifauppgröft á hinu um-
deilda svæði sumarið 2016 komu
m.a. í ljós 20 kistur með heillegum
beinagrindum frá fyrri öldum auk
minja sem ekki er útilokað að séu frá
því fyrir kristnitöku. Öllum athuga-
semdum við deiliskipulag reitsins á
þessum stað var hins vegar hafnað
af borgaryfirvöldum. »4
Kærir deiliskipulag
Landssímareits
Deilunni um Víkurgarð ekki lokið