Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 ✝ Jóhanna Sig-urbjörnsdóttir fæddist 24. júlí 1956 á Landspít- alanum í Reykja- vík. Hún lést 2. febrúar 2018 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Foreldrar Jó- hönnu voru Sigur- björn Björnsson frá Hrísum í Flókadal, f. 1921, d. 2006, og Hólmfríður Guðmundsdóttir frá Valdalæk á Vatnsnesi, f. 1926, d. 2004. Systir Jóhönnu er Þórdís Sigurbjörnsdóttir, f. 1962, henn- ar sambýlismaður er Dagbjart- ur Dagbjartsson og eru þau ábúendur í Hrísum í Flókadal. Jóhanna ólst upp í foreldra- húsum þar til árið 2004, þegar hún var á 48. ári. Þá flutti hún út á Akranes, nánar tiltekið á sam- býlið við Laugarbraut 8. Það tók Jóhönnu góðan tíma að aðlagast nýju heimili, um- hverfi og nýju fólki sem kom inn í hennar líf, en hún virtist samt una sín- um hag ágætlega. Jóhanna fékk heilahimnubólgu fimm ára gömul og greindist með flogaveiki þegar hún var á sjötta ári, einnig var hún með sterk einkenni einhverfu. Jóhanna átti við mismikil veikindi að stríða síðustu ár ævi sinnar, en alltaf stóð hún upp- rétt eftir hvert áfallið og hélt ótrauð áfram, þrátt fyrir allt. Síðasta ár var henni erfitt og í byrjun febrúar lét hún undan og kvaddi þennan heim. Jóhanna var starfsmaður í Fjöliðjunni á Akranesi um árabil. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 13. febrúar 2018, kl. 13. Elsku Jóhanna okkar, nú er komið að kveðjustund. Hún kann að verða einhverjum erfið, en um leið er í henni fólginn eilítill léttir og jafnvel líkn, því nú er þrauta- göngu þinni lokið. Við starfsfólkið á sambýlinu við Laugarbraut munum minn- ast þín aðallega fyrir kraft þinn og úthald, ákveðni þína og jafn- vel þrjósku. Þú varst ákveðin kona og vissir alveg hvað þú vild- ir. Þú fluttir til okkar á Akranes snemma árs 2004, þá 47 ára gömul. Það tók þig dágóðan tíma að aðlagast nýjum aðstæðum, nýju umhverfi og nýju fólki. Mikil breyting var á þínu lífi á þessum tímapunkti. Þú áttir fullt í fangi með að upplifa stærri hí- býli og venjast nýjum vinum og nýjum siðum. Aðlögunarhæfni þín var einstök og eftirminnileg. Þú hafðir afskaplega gaman af því að skoða þig um og færa til hluti og raða, já þú þurftir alltaf að raða öllu aftur eftir þínu höfði. Þú varst vanaföst og elsk- aðir kaffisopann þinn. Fékkst aldrei nóg af honum. Hnallþórur voru einnig í uppáhaldi hjá þér og allur þjóðlegur íslenskur mat- ur. Þú varst iðin útsaumskona og hafðir einnig gaman af því að spyrna. Eftir þig liggur mikil handavinna sem lýsir natni og fallegu handverki. Einnig áttirðu óteljandi stundir við púsl, þar varst þú sérfræðingurinn, það komst enginn nálægt þér í þeirri færni. Þú hafðir gaman af göngutúrum, ýmist með löbbuna þína eða í hjólastólnum þínum. Margar voru ferðirnar farnar á Langasandinn og í Skógræktina og mátti vel þekkja af þínu fasi að þetta voru þínir uppáhalds- staðir. Þú fæddist hraust, en fékkst heilahimnubólgu á fimmta ári og varst greind með flogaveiki á sjötta ári. Flogaveikin átti eftir að setja mark sitt á líf þitt og leggja meira á þig en orð fá lýst. Einnig varstu með sterk einkenni ein- hverfu. Fötlun þín og málstol fól í sér ákveðna áskorun fyrir þá sem önnuðust þig. Þú varst mik- ið í þínum eigin heimi en með tímanum lærðum við að lesa í svipbrigði og skynja tilfinningar, sem smátt og smátt gerði okkur kleift að uppfylla þínar þarfir og óskir. Að verða þess áskynja að við hefðum með einhverjum hætti náð að létta þér lífið og til- veruna á einhverjum tímapunkti var geysilega gefandi og þrosk- andi tilfinning í hvert eitt sinn. Þú varst starfsmaður í Fjöliðj- unni hér á Akranesi um árabil og þar var öll umgjörð og stuðn- ingur starfsmanna eins og best varð á kosið. Jóhanna vann þar ýmis verkefni við sitt hæfi og grunar okkur að hún hafi á sinn hátt kunnað að meta þá tilbreyt- ingu sem Fjöliðjan og samstarfs- fólk þar veitti henni. Þú gerðir lítinn mannamun, varst æðrulaus og tókst þeim sem sinntu þér og sýndu þér ást- úð opnum örmum. Farðu í friði, elsku Jóhanna okkar, þú munt lifa í minningu okkar um ókomna tíð. Við vott- um Dísu systur þinni og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Nú getið þið mæðgur sameinast að nýju ásamt föður þínum í Sumarlandinu. Kær kveðja, fyrir hönd starfs- fólks Laugarbrautar 8, Jórunn Petra Guðmundsdóttir. Sú staðreynd að Jóhanna, þessi góði og hlýi vinnufélagi, er horfin okkur sjónum er okkur öllum mjög þung. Með hlustun sinni og tjáningu án orða þar sem augun töluðu kenndi Jó- hanna okkur svo margt, – dugn- aður hennar í helsi fötlunarinnar var ótrúlegur. Við trúum því að Jóhanna sé nú leyst þrautunum frá og hún sé örugglega kölluð til mikilla verka á nýjum vinnustað þangað sem leið okkar allra liggur. Í dag kveðjum við starfsmenn Fjöliðjunnar þennan góða vin okkar. F.h. samstarfsfólks í Fjöliðj- unni, Guðmundur Páll Jónsson. Jóhanna Sigurbjörnsdóttir myrkur eða þegar rekist er á veðruð orð í misvindasömum heimi. Já, ljóð Þorsteins rata til sinna. Á saknaðargrimmri stund þakka ég yndiskynni og djúpa vináttu sem aldrei brá skugga á. Ég þakka fyrir ljóðin, „glaðbeitt og græn / ofsareið og eldrauð / blá eins og heiðríkjan / brún eins og lyng haustsins / og koma inn til manna auðmjúk eða krefjandi“. Ástvinum Þorsteins votta ég innilega samúð. Valgerður Benediktsdóttir. „Stella mín, þetta er bara ég.“ Svona hefjast ekki dásamlegu fimmtudagssímtölin frá Þorsteini framar. Þeirra samtala mun ég ávallt sakna. Að sama skapi mun ég sakna endalausrar kaffidrykkju með Þorsteini, kaffið sem var kallað vonda kaffið en var alls ekki vont og stundum eitthvað gott úr bak- aríinu með. Og það var alltaf tími fyrir tvo tvöfalda espresso á mann, því við höfðum svo margt að ræða. Ef það var ekki bók eða forvitnilegur höfundur, þá var það einhver skemmtisaga úr for- tíðinni: hjólað út í skurð í Hol- landi, tjaldferð til Ítalíu eða Ind- landsferðin góða. Eða draumur sem þurfti að ráða, draumur þar sem komu við sögu gleraugu og Ragnar í Smára. Perluvinir síðan árið 2011. Stuttur tími en þó svo langur og mér fannst við hafa þekkst alla ævi. Við áttum okkar hefðir: út- gáfuhóf nýrrar ljóðabókar heima í stofu, jólaheimsóknir í bókabúð- ir í desember. Að rölta milli trjánna í Höfða, horfa á fuglana og Þorsteinn að kenna stelpunum mínum allt um fugla og flugur („sjáðu, þetta er hrafnsönd!“), eða sitja í sólinni á túninu fyrir framan húsið og rabba um eitt- hvað fyndið, nóg af vöfflum og rjóma. Engin ferð hjá okkur Kristjáni og stelpunum á Mývatn án þess að koma við í Höfða hjá Þorsteini og Laufeyju. Skipu- leggja spjallþátt í sjónvarpi um bækur, því það var erfitt að vera ósammála honum um vel skrifað- ar bækur. Þorsteinn var búinn að komast að því að við værum jafnskyld Sigfúsi Daðasyni og fannst fara vel á því. Ég fékk plús í kladdann fyrir að vera beinn afkomandi Bólu-Hjálmars, forlögin komu honum á snoðir um það. Hann dáði Þórberg síðan úr æsku en hafði aldrei komið á Hala í Suð- ursveit. Í síðasta skiptið sem við kvöddumst, skömmu fyrir andlát- ið, lofaði ég honum að þangað skyldum við fara þegar hann næði heilsu á ný. Það yrði engin framhjáganga í það skiptið. Þang- að lægi leiðin þegar þessir enda- lausu útmánuðir væru liðnir hjá. Takk fyrir allt, takk fyrir öll orðin og takk fyrir að segja þau. Stella Soffía. Það er eins og sumir hafi á langri ævi átt margar ævir. Við sem höfum talið okkur þekkja þá kynntumst kannski einni þeirra og eigum í raun bara af þeim svip- mynd; en þeim mun dýrmætari getur hún verið okkur. Þegar ég kynnist Þorsteini af alvöru er hann orðinn skáld á friðarstóli, einstakur ljúflingur og hlýr og elskusamur. Var þá búinn að senda frá sér á þriðja tug bóka og gefa okkur ótal myndir sem skína á okkar skárri mann, „þann föla svein“ eins og Þorsteinn orðaði það eitt sinn sjálfur. Það var því ekki nema von að við sem sáum um framgöngu Íslands sem heið- ursgests á bókasýningunni í Frankfurt skyldum velja texta eftir hann í bókarkeflið góða, en það er glerskúlptúr sem fulltrúar fráfarandi og verðandi heiðurs- gesta láta ganga sín á milli og á að geyma góðan vitnisburð um bók- menntir þjóðanna. Við völdum prósa eftir Þorstein, úr sögunni Möttull konúngur eða Caterpill- ar, sem hefst á orðunum: „Móðir mín var snauð og hafði ekkert handa mér nema skáldskap, það var allt sem hún átti og kunni, arf- ur frá óteljandi gleymdum for- mæðrum úr gleymdum dölum og fjörðum; ljóð og stef sem virtust ort af vindinum.“ En Þorsteinn sýndi okkur ekki bara þá góðvild að lána okkur orð sín, heldur kom hann – þá orðinn heldur tregur til ferðalaga – með okkur til Frank- furtar og Berlínar í júní 2011 til að kynna íslenska ljóðlist. Þau lögðu okkur lið í það sinnið Þor- steinn og Vigdís Finnbogadóttir og það varð dásamlegur túr, svo- lítið eins og að vera með afa og ömmu; einstaklega skemmtilegir ferðafélagar og ósínk á gamanmál og lausavísur. Úr þessari ferð er svipmynd mín af Þorsteini: Við héldum blaðamannafund í Frank- furt og eitt helsta atriðið á boð- aðri dagskrá hans var að Þor- steinn myndi lesa ljóð, á íslensku að sjálfsögðu. Markaðsstjóra bókamessunnar leist ekki á blik- una, hvers konar dagskrá þetta væri eiginlega, ætluðum við ekki að hugsa um ímynd Íslands og miðlun boðskapar og hvað þetta allt heitir og það myndi ekki koma nokkur einasti blaðamaður til að hlusta á ljóð, nema vera skyldi fréttaritari staðarblaðsins upp úr tómum leiðindum. En sem betur fer hafði hann ekki rétt fyr- ir sér, einhver forvitni var vakin, og á endanum höfðum við ekki undan að bera inn stóla og fulltrú- ar yfir eitt hundrað fjölmiðla komu á staðinn. Eitthvað reynd- um við starfsfólkið að þusa þarna en það var þegar Þorsteinn las ljóðin sín sem datt á með þögn, já næstum andakt, og við heyrðum „rödd skáldsins óma / milli lína / handan við orðin“ eins og Þórar- inn Eldjárn orðar það á einum stað. Það var ekki fyrr en þarna, innan um hundrað orðlausa er- lenda blaðamenn, sem maður skynjaði hverju Þorsteinn hafði áorkað í skáldskap sínum, með einstakri tengingu hefðar og nú- tíma, forms og formleysu, raddar og ljóðs sem þarna urðu eitt. Og maður sá hvers ljóðið má sín, þeg- ar þau koma „með stroknu fasi, hin sjálfbirgu svör,“ svo vitnað sé til hans. Kærar þakkir, Þorsteinn. Laufeyju og börnum hans og fjöl- skyldum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Halldór Guðmundsson. Ég kynntist Þorsteini frá Hamri fyrst við að eignast skáld- sögu hans Haust í Skírisskógi. Síðar kynntumst við svo persónu- lega í Rithöfundasambandinu og í kringum ljóðaupplestrarsam- komur og þáði hann ljóðabók að gjöf eftir mig! Mest þótti mér þó til um þann tón í skrifum hans sem er sleginn í ofannefndri skáldsögu og vil ég því kveðja hann með nýlegu ljóði úr eigin ranni sem nálgast hann, en það er í bálkinum Draumkvæði um Sturlungu; en þar segir í fyrsta erindinu svo: Munkur einn gekk út í Jónsmessu-sumardöggina og sýndist honum þá ekki að kæmi risahá fríðleiksmær þar framhjá með boga, og í kjölfar hennar sem hún hreytti svo skipunum aftur til, er þær strunsuðu þar meðfram gljúfrinu. Fannst honum þá sem Pýþeas frá Massilíu kvæði: „Eigi er þetta tröllskessa með huldu- meyjar, heldur er þetta Díana, veiðigyðjan sjálf, og með henni dísir er fylgdu mér að heiman og komu svo hingað sem laumu farþegar og dreifðust síðan svo mjög um landið!“ Tryggvi V. Líndal.  Fleiri minningargreinar um Þorstein Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. FALLEGIR LEGSTEINAR Í FEBRÚAR af öllum legsteinum Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Afsláttur Við þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát REYNIS JÓNSSONAR hárskerameistara. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Rósa Anderssen og fjölskylda Innilegar þakkir fyrir samúð, stuðning og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku HÖSKULDAR FREYS HERMANNSSONAR Frá Brimnesi, Fáskrúðsfirði. Steinunn Steinþórsdóttir Halldóra Eiríksdóttir Hermann D. Kristjánsson Eiríkur Orri Hermannsson Kristin Johansen Þorgeir Starri Hermannsson Sólrún Una Þorláksdóttir Kristján Helgi Hermannsson Helga Hermannsdóttir Björn Jónsson Kristján Guðm. Sigurðsson Albert Sigurðsson Hulda Steinsdóttir Halldóra, Brynja, Alexander, Bergrós og Ýmir Elsku sonur okkar, pabbi okkar, bróðir, mágur og frændi, EGILL GUÐJÓNSSON, Víðigerði 21, Grindavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 16. febrúar klukkan 14. Blóm og kransar er afþakkað en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krýsuvíkursamtökin. Guðjón Einarsson Elínborg Ása Ingvarsdóttir Elín Björt og Einar Logi Egilsbörn Ingólfur Guðjónsson Guðbjörg Þórisdóttir Ingvar Guðjónsson Steinunn Óskarsdóttir Einar Guðjónsson Ástrún Jónasdóttir Leifur Guðjónsson Guðrún María Brynjólfsdóttir og frændsystkini Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR JÓNSDÓTTUR, áður til heimilis á Veðramótum við Dyngjuveg 14, Reykjavík. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Markar, Suðurlandsbraut 66, Reykjavík eru færðar sérstakar þakkir fyrir umhyggju og góða umönnun á undanförnum árum. Kristín Svavarsdóttir Birgir Jóhannesson Svavar Svavarsson Jónína Garðarsdóttir Jón Svavarsson Erla Eiríksdóttir Halldór Svavarsson Steina Kristjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur, afi, langafi og bróðir, SIGURJÓN ÞÓRMUNDSSON húsasmíðameistari, sem lést fimmtudaginn 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtudaginn 15. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar er vinsamlega afþakkað, en þeim sem vilja minnast hans er bent á deild 11G á Landspítala. Ragnheiður Lilja Georgsdóttir Ingibjörg Brynja Hlynur Hjaltason Þórmundur Haukur Ragna Pálsdóttir Dagbjört Hlín Steinar Magnússon Hólmfríður Arndal Jónsdóttir Georg Franzson afabörn, langafabarn og systkini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.