Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það er alveg ömurleg tilfinning að
líða eins og manni sé haldið í gísl-
ingu,“ segir Sunna Elvira Þorkels-
dóttir, sem lamaðist eftir fall á
Malaga á Spáni fyrir um fjórum vik-
um. Í kjölfar slyssins var eiginmaður
Sunnu, Sigurður Kristinsson, hand-
tekinn grunaður um aðild að slysinu,
en honum var sleppt að loknum yfir-
heyrslum.
Sunna segir atburði síðustu vikna
hafa verið mikið áfall og líkir þeim
við vondan draum.
„Þetta er búið að vera mjög erfitt.
Það fyrsta sem ég man eftir slysið
eru tveir lögreglumenn sem standa
yfir mér og tjá mér að eiginmaður
minn hafi verið handtekinn grunaður
um aðild að málinu og heimilis-
ofbeldi, sem ég veit ekki á hverju var
byggt. Ég fékk mikið áfall enda með
mikla verki eftir slysið auk þess að
vera algjörlega ein á báti,“ segir
Sunna.
Að loknum yfirheyrslum yfir
Sunnu var Sigurði sleppt. Í fram-
haldinu hélt hann heim til Íslands
þar sem hann var handtekinn og úr-
skurðaður í gæsluvarðhald grunaður
um aðild að stórfelldum fíkniefna-
innflutningi. Sunna segir málið hafa
komið sér í opna skjöldu.
Slæmar aðstæður á spítalanum
„Mér dauðbrá þegar ég frétti af
þessu. Fljótlega eftir að ég fékk
spurnir af þessu koma lögreglumenn
frá Alicante á spítalann og segjast
vilja yfirheyra mig vegna málsins.
Þeir spyrja um alls konar hluti eins
og hvort ég þekki einhverja ákveðna
aðila á Alicante og hvort ég hafi tekið
eftir einhverju einkennilegu í fari
Sigurðar undanfarin misseri. Ég
hafði ekki hugmynd um þennan inn-
flutning en reyni að gera mitt besta
til að svara spurningum þeirra.
Fljótlega eftir að yfirheyrslunni lýk-
ur er mér sagt að þeir hafi krafist
þess að vegabréfið mitt yrði tekið
vegna rannsóknarhagsmuna og ég
þar af leiðandi í farbanni. Síðan þá
hef ég ekkert heyrt og er ennþá föst
á þessum spítala þar sem ég fæ ekki
viðeigandi læknisaðstoð,“ segir
Sunna, en hún er þríhryggbrotin,
með þrjú brotin rifbein auk annarra
áverka.
Að hennar sögn er aðbúnaður á
spítalanum afar slæmur og litlar sem
engar upplýsingar fáanlegar frá
læknum um hvernig best sé að með-
höndla meiðslin. Þá séu verkjastill-
andi lyf af skornum skammti, en
Sunna fær 400 mg íbúfentöflur tvisv-
ar á dag. Hún segist furða sig á
vinnubrögðum utanríkisráðuneytis-
ins í málinu og hversu langan tíma
það hefur tekið að koma henni af
spítalanum.
„Þetta er auðvitað bara mannrétt-
indabrot að fá ekki læknisþjónustu
við hæfi. Ég er orðin dauðkvíðin því
að foreldrar mínir, sem dvalið hafa
hjá mér frá slysinu, þurfi að fara
heim því þá hef ég engan til að hugsa
um mig. Ég skora á yfirvöld að beita
sér í þessu máli þannig að ég geti
komið heim, enda get ég alveg eins
svarað einhverjum spurningum
heima á Íslandi og hér. Lögmaður
minn hefur verið að pressa á alþjóða-
deild lögreglunnar á Íslandi að ræða
við spænsku lögregluna með það fyr-
ir augum að koma mér til Íslands en
það hefur lítið sem ekkert gerst,“
segir Sunna og bætir við að hún telji
lögregluna ætla að notfæra sér stöðu
hennar til að fá upplýsingar frá Sig-
urði. „Íslenska lögreglan hefur sagt
lögmanni mínum að þeir gruni mig
ekki um aðild að málinu á nokkurn
hátt, auk þess sem ég er tilbúin að
veita þeim allar þær upplýsingar
sem ég hef. Ég held að þeir séu að
nýta sér það að ég er föst hérna án
læknisaðstoðar til að pressa á eig-
inmann minn að tala,“ segir Sunna.
Tildrög slyssins í móðu
Þegar talið berst að tildrögum
slyssins segist Sunna lítið muna eftir
því sem gerðist, en hún féll úr um
fjögurra metra hæð af svölum á ann-
arri hæð íbúðar þeirra Sigurðar.
Hún geti þó fullyrt að þegar slysið
átti sér stað hafi einungis Sigurður
og dóttir þeirra verið heima. „Ég
fékk höfuðhögg í fallinu þannig að ég
get ekki fullyrt hvernig slysið bar að
en það eru svona smá glampar sem
eru að koma til baka. Ekkert samt
sem ég get hent reiður á, en maður-
inn minn er ekki ofbeldismaður og
ég veit það í hjarta mínu að hann var
ekki sá sem olli slysinu,“ segir Sunna
og bætir við að hún hafi ekki verið
undir áhrifum áfengis eða lyfja þeg-
ar slysið varð. Hún muni hins vegar
ekki hvar Sigurður var um kvöldið,
en hana reki ekki minni til annars en
hann hafi verið á öðrum stað í íbúð-
inni.
Spurð hvort hún hefði fundið fyrir
einhverju óvenjulegu í fari Sigurðar
undanfarin misseri segir Sunna svo
ekki vera.
Skuldir ástæða innflutningsins
Áður en Sunna og fjölskylda fluttu
til Malaga á Spáni í sumar starfaði
Sunna sem lögfræðingur og Sigurð-
ur sem byggingarverktaki. Þau
ákváðu hins vegar að flytja til Spán-
ar eftir að upp komu fjárhagsörðug-
leikar í rekstri byggingarfélags í
eigu Sigurðar. Flutningarnir til
Malaga voru því von um nýtt upphaf.
„Það er ekkert leyndarmál að fé-
laginu gekk illa og það var búið að
koma því þannig fyrir að hann var
búinn að losa sig út úr því og aðrir
teknir við. Með því að flytja hingað
vorum við að vonast eftir að geta
byrjað upp á nýtt enda vorum við
ekkert sérstaklega vel stödd fjár-
hagslega. Það voru ennþá skuldir
sem hann þurfti að borga, sem er lík-
lega ástæða þess að hann fer út í
þetta,“ segir Sunna og bætir við að
hún sé mjög ósátt við þá stöðu sem
Sigurður hafi komið henni í. „Að ég
sé föst á spítala á Spáni þar sem ég
fæ ekki viðeigandi læknisþjónustu
sökum þess að hann tengist fíkni-
efnainnflutningi,“ segir Sunna.
Er hrærð yfir stuðningnum
Sunna segir að þrátt fyrir að síð-
ustu vikur hafi reynst henni afar erf-
iðar sé stuðningur íslensku þjóðar-
innar ljós í myrkrinu.
„Ég er alveg rosalega hrærð yfir
móttökunum og hvað fólk sýnir mér
mikinn hlýhug. Ég vil koma á fram-
færi þakklæti frá dýpstu hjartarót-
um til þeirra sem bæði hafa hugsað
fallega til mín og þeirra sem hafa
lagt söfnuninni lið,“ segir Sunna, en
alls hafa safnast yfir sex milljónir
króna í söfnun sem sett var af stað til
að koma Sunnu til landsins.
Í gær bárust fréttir af því að
fulltrúi frá íslenska utanríkisráðu-
neyti væri kominn til Spánar til að
kynna sér mál Sunnu. Urður Gunn-
arsdóttir, upplýsingafulltrúi utan-
ríkisráðuneytisins, sagði við mbl.is
að með þessu vildi ráðuneytið
tryggja að allt yrði gert til að koma
Sunnu heim. Þá yrði allt gert til að
gera dvöl hennar á Spáni sem bæri-
legasta. Sagði Urður að ráðuneytið
hefði unnið í máli Sunnu hvern ein-
asta dag síðan það kom upp í janúar.
„Þetta hefur verið eins
og vondur draumur“
Telur lögreglu reyna að notfæra sér stöðuna Man lítið eftir tildrögum slyssins
Áfall Sunna hefur verið í farbanni undanfarinn mánuð og er því föst á afar illa útbúnum spítala í Malaga.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar mun í dag kæra nýtt
deiliskipulag Landssímareits til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála. Þetta staðfesti Mar-
inó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Þetta eru síðustu forvöð til að koma málinu í
þennan farveg því kærufrestur rennur út í dag.
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem
fer með málið fyrir söfnuðinn segir að kæran lúti
að fyrirhugaðri hótelbyggingu Icelandair á þeim
hluta Landssímareits, þar sem hluti Víkurgarðs,
hins forna kirkjugarðs Reykvíkinga, var. Þetta er
sá hluti reitsins sem liggur að Kirkjustræti. Þá
kærir sóknarnefndin einnig áform um að inngang-
ur í hótelið verði um þann hluta kirkjugarðsins sem
nú gengur almennt undir heitinu Fógetagarður.
Samkvæmt 6. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um
úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skal
nefndin kveða upp úrskurð eins fljótt og kostur er
eftir að kæra berst og jafnan innan þriggja mánaða
frá því að málsgögn bárust frá stjórnvaldi, en inn-
an sex mánaða frá sama tímamarki sé mál viðamik-
ið.
Minjar um kirkjugarðinn fundust
Við fornleifauppgröft á hinu umdeilda svæði
sumarið 2016 komu m.a. í ljós 20 kistur með heil-
legum beinagrindum frá fyrri öldum auk minja
sem ekki er útilokað að séu frá því fyrir kristni-
töku. Öllum athugasemdum við deiliskipulag reits-
ins á þessum stað var hins vegar hafnað af um-
hverfis- og skipulagsráði borgarinnar í nóvember
síðastliðnum og var sú niðurstaða síðan endanlega
staðfest í borgarstjórn snemma í desember.
Í bréfi sem sóknarnefnd Dómkirkjunnar sendi
borgaryfirvöldum í fyrrahaust sagði að öll leyfi
sem Reykjavíkurborg gæfi fyrir mannvirkjum í
landi Víkurgarðs væru heimildarlaus og ólögleg.
„Sóknarnefndin lítur svo á að Víkurgarður sé í
umsjá sóknarnefndar Dómkirkjunnar fyrir hönd
kirkjunnar. Sóknarnefndinni sé heimilt að lögum
að heimila Reykjavíkurborg að skipuleggja garð-
inn sem almenningsgarð en önnur ráðstöfun er
ekki heimil,“ sagði ennfremur í bréfinu.
Kæra til úrskurðarnefndarinnar stöðvar ekki
framkvæmdir og fram hefur komið að áformað sé
að hefjast handa á næstunni, enda á gistihúsið að
vera fullbúið á næsta ári.
Hyggjast kæra deiliskipulagið
Deilunni um Víkurkirkjugarð hinn forna engan veginn lokið Sóknarnefnd
Dómkirkjunnar sættir sig ekki við hótelbygginguna í gamla kirkjugarðinum
Morgunblaðið/Hanna
Kært Sóknarnefndin vill stöðva
framkvæmdir á þessu svæði.
Guðrún Erlends-
dóttir hefur ver-
ið sett hæsta-
réttardómari
frá 6. febrúar til
31. mars 2018
vegna náms-
leyfis Helga
Ingólfs Jóns-
sonar hæstarétt-
ardómara, vara-
forseta
Hæstaréttar. Frá þessu er greint
á vef Hæstaréttar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hæstarétti er Guðrún elst þeirra
sem hafa verið settir hæstarétt-
ardómarar um ákveðinn tíma.
Sigurður Líndal var eldri er hann
sat í einu máli árið 2014. Hann
var á 83. ári en Guðrún er á 82.
ári.
Guðrún, sem fæddist árið 1936,
var skipuð hæstaréttardómari 1.
júlí 1986 og var fyrst kvenna til
að gegna því embætti. Hún var
forseti Hæstaréttar á árunum
1991-1992 og frá 2002-2003. Þá
var hún varaforseti Hæstaréttar
1989-1990 og 2000-2001. Hún lét
af störfum sem dómari við réttinn
15. apríl 2006. Eftir að Guðrún lét
af störfum við Hæstarétt hefur
hún tvisvar verið sett sem hæsta-
réttardómari, árin 2014 og 2106.
sisi@mbl.is
Guðrún tekur sæti í
Hæstarétti að nýju
Guðrún
Erlendsdóttir
Umboðsmaður barna hefur birt á
vef sínum viðmið vegna umfjöll-
unar um börn á samfélagsmiðlum.
Segir þar að börn njóti friðhelgi
einkalífs skv. stjórnarskrá og
barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna, innan og utan heimilis. Gildi
það um trúnaðarsamskipti, tilfinn-
ingasambönd og tilfinningalíf
þeirra.
Mikilvægt sé að fá samþykki
barna áður en talað er um þau á
samfélagsmiðlum eða birtar af
þeim myndir. Forsjáraðilar skuli
sýna ábyrgð og vera meðvitaðir um
mannréttindi barna. Allt sem birt
sé á netinu megi finna síðar og geti
haft áhrif á líf barnsins. Myndir
geti ratað víða um netið, t.d. á lok-
aðar síður, og staðsetning megi
ekki fylgja myndum til að tryggja
öryggi barna. ernayr@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Velferð barna Friðhelgi einkalífsins.
Foreldrar virði
einkalíf barna