Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018
gríðarlegur missir að sjá á eftir tón-
listarmanninum og tónskáldinu svo
ungu, á hæsta tindi sköpunar sinar.“
Bergmál um ókomna tíð
Í umfjöllun um Jóhann í hinu virta
bandaríska kvikmyndatímariti Var-
iety segir að þrátt fyrir að hafa ekki
samið tónlist við fleiri kvikmyndir en
raun ber vitni, hafi Jóhanni auðnast
að útvíkka hugmyndina um það hvað
kvikmyndatónlist geti verið. Grein-
arhöfundur, Peter Debruge, tekur
dæmi af ólíkri en markvissri nálgun
hans við formið, frá illilegum hljóm-
heiminum í Sicario að tiltölulega
hressilega og hugarörvandi kraft-
inum sem dreif söguna áfram í
TheTheory of Everything. „Nú er
þessi spennandi, ungi virtúós látinn,
48 ára gamall, en þrátt fyrir að
hoggið sé á feril hans með sorgleg-
um hætti þá getum við búist við því
að heyra bergmál af áhrifum hans
um ókomna tíð,“ skrifar Debruge.
Bent er á að þrátt fyrir ótímabært
andlát Jóhann hafi áheyrendur enn
ekki heyrt alla tónlist hans. Á þessu
ári muni tónlist eftir Jóhann hljóma í
þremur kvikmyndum, Mandy leik-
stjórans Panos Cosmatos, The
Mercy eftir James Marsh og Mary
Magdalene eftir Garth Davis. Og
enn meira sé væntanlegt. „Enn mik-
ilvægara er,“ bætir Debruge við, „að
tækni Jóhanns við að blanda akúst-
ískum hljóðfærum og óvenjulegum
rafhljóðum til að skapa kvikmyndum
sérkenni, ólíkt því að undirbyggja
aðeins atburðarásina, hefur vakið at-
hygli og aðdáun annarra í faginu. Ef
lánið er með okkur munu önnur tón-
skáld halda áfram að semja á slíkan
hátt.“
Ný áskorun í hverju verkefni
Jóhann ólst upp á Seltjarnarnesi
fyrir utan nokkur ár er fjölskyldan
var búsett í París. Í samtali sem
birtist í Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins árið 2015 sagði Jóhann það
hafa verið mótandi tímabil en hann
var í alþjóðlegum skóla í París þar
sem tónlistarkennslan var öflug.
„Það var tónlistarstúdíó í skólanum
og ég man sterklega eftir að hafa
farið í heimsókn í þetta stúdíó, þetta
var mótandi stund og hafði mikil
áhrif á mig. Ég byrjaði að æfa á bás-
únu og hélt því áfram þegar ég kom
heim til Íslands og fljótlega eftir það
fór ég að læra á píanó,“ sagði Jó-
hann. Eftir grunnskólanna gekk
hann í MR og nam síðan ensku og
bókmenntafræði við Háskóla Ís-
lands. Hann gekk í Lúðrasveit Sel-
tjarnarness og seinna í Lúðra-
sveitina Svaninn. Þess má geta að
tvö af hans stærstu verkum eru fyrir
lúðrasveitir.
Í fyrrnefndu viðtali sagðist Jó-
hann hafa lítinn áhuga á því að end-
urtaka sig. „Ég hef ríka þörf fyrir að
prófa eitthvað nýtt með hverju verk-
efni og það þarf alltaf að vera ein-
hver ný áskorun í hverju verkefni
þannig að það verði alltaf einhver
framþróun. En með Englabörnum
fann ég mína rödd sem tónskáld. Í
því verki eimaði ég alla reynsluna
frá áratugnum á undan og þær hug-
myndir sem ég hafði verið að leika
mér með í mörgum ólíkum verk-
efnum. Síðan hef ég verið að byggja
á þessum grunni og það er búið að
byggja við hann,“ sagði hann.
Vinir og samstarfsmenn Jóhanns
minntust hans á samfélagsmiðlum.
„Einn af mestu listamönnum sam-
tímans … hann hafði gríðarleg áhrif
á mig,“ skrifar tónskáldið Ólafur
Arnalds. Og Óttarr Proppé í Ham
segir: „Það er erfitt að meðtaka
þessa harmafregn. Jóhann, þú varst
falleg sál, traustur vinur og hafðir
beinni línu við guðdóminn en gengur
og gerist í gegnum tónlistina. Þakka
þér fyrir músiseringuna, vináttuna
og samspilið, elsku vinur. Tónlistin
lifir.“
Stjörnusveit Jóhann kom víða við og starfaði um tíma sem gítar- og hljóm-
borðsleikari með hljómsveitinni Ham. Hér eru þeir Arnar Geir Ómarsson,
Óttarr Proppé, Sigurjón Kjartansson, Björn Blöndal og Jóhann.
Morgunblaðið/ÞÖK
Framsækinn Orgelkvartettinn Apparat skipuðu þeir Hörður Bragason,
Sighvatur Kristinsson, Jóhann, Arnar Geir Ómarsson, og Úlfur Eldjárn.
Rokkbyrjun Jóhann með félögum í
tríóinu Daisy Hill Puppy Farm.
Fyrirhuguð sala á Weinstein Com-
pany komst í uppnám um helgina
þegar Eric T. Schneiderman, sak-
sóknari New York-ríkis, höfðaði mál
gegn fyrirtækinu og stofnendum
þess, en þeirra á meðal eru bræð-
urnir Robert og Harvey Weinstein,
fyrir endurtekin brot gegn lögum
sem banna kynjamismunun, kynferð-
islega áreitni og þvinganir.
„Sérhver sala á Weinstein Com-
pany verður að tryggja að þolendur
geti fengið bætur, starfsfólki sé óhætt
að segja frá og að gerendur hagnist
ekki með ósanngjörnum hætti,“ segir
Schneiderman í yfirlýsingu. Sam-
kvæmt frétt The New York Times
hafði Schneiderman skoðað drögin að
væntanlegum kaupsamningi og að
þar væri ekki kveðið á um sjóð sem
greitt gæti þolendum Harveys Wein-
stein bætur. Lögsóknin gæti leitt til
að bæði fyrirtækinu og stjórnendum
þess verði gert að greiða bæði sektir
fyrir lögbrot sín og skaðabætur.
Stjórnendur Weinstein Company
hafa síðan í október, þegar The New
York Times og The New Yorker
greindu frá áralangri ósæmilegri
hegðun Harveys Weinstein, reynt að
forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Til
stóð að ganga frá sölunni um helgina,
en einn af stærstu nýju hluthöfunum
hefði verið milljarðamæringurinn
Ron Burkle, sem verið hefur við-
skiptafélagi Weinstein um langt ára-
bil. Í ákæruskjalinu sem lagt var
fram á sunnudag kemur fram að
stjórnendur fyrirtækisins hafi ítrekað
„fengið trúverðugar upplýsingar um
kynferðislega áreitni Harveys Wein-
stein“ frá starfsmönnum og starfs-
nemum og þagnarákvæði samninga
hafi gert Weinstein kleift að „hegða
sér ósæmilegar löngu eftir að hægt
hefði verið að stöðva hann“. Wein-
stein, sem er til rannsóknar hjá bæði
bresku og bandarísku lögreglunni
vegna áskana um kynferðisofbeldi,
neitar sem fyrr allri sök. Benjamin
Brafman, lögmaður hans, segir að
hvers kyns rannsókn muni leiða það í
ljós að Weinstein hafi „stutt fleiri
konur í valdastöður en nokkur annar
kvikmyndaframleiðandi“.
Stjórnendur ákærð-
ir fyrir sinnuleysi
AFP
Gæfusnauður Harvey Weinstein.
Handrit Jordans Peele að kvik-
myndinni Get Out þótti besta frum-
samda handritið í ár að mati Sam-
bands handritshöfunda (Writers
Guild Award) en verðlaunahátíð
sambandsins var haldin í Los Ang-
eles á sunnudag. Besta aðlögunin
var valin handrit James Ivory að
kvikmyndinni Call Me By Your
Name sem byggist á samnefndri
skáldsögu André Aciman.
Handrit Bruce Miller og ellefu
annarra höfunda að Sögu þern-
unnar sem byggist á samnefndri
skáldsögu Margaretar Atwood var
verðlaunað í flokki dramatíska
þáttaraða og handrit Wills Smith
og 14 annarra höfunda að Veep í
flokki gamansería. Höfundahóp-
urinn að baki sjónvarpsþáttunum
Last Week Tonight with John Oli-
ver voru verðlaunaðir í flokki bestu
gamanþátta og höfundahópurinn
að baki Saturday Night Live í
flokki grínþátta.
Besta frumsamda
handritið Get Out
Ótti Daniel Kaluuya í Get Out.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s
Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas.
Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s
Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s
Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s
Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s
Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s
Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Fim 1/3 kl. 20:00 aukas. Lau 10/3 kl. 20:00 aukas.
Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Sun 11/3 kl. 20:00 aukas.
Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Sun 4/3 kl. 20:00 aukas.
Sun 25/2 kl. 20:00 aukas. Fös 9/3 kl. 20:00 aukas.
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 15/2 kl. 20:00 15. s Fös 16/2 kl. 20:00 16. s Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Lau 17/2 kl. 20:00 53. s Lau 24/2 kl. 20:00 55. s Lau 3/3 kl. 20:00 Lokas.
Mið 21/2 kl. 20:00 54. s Fös 2/3 kl. 20:00 56. s
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Lóaboratoríum (Litla sviðið)
Fim 15/2 kl. 20:00 8. s Sun 18/2 kl. 20:00 9. s Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas.
Í samvinnu við Sokkabandið.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s
Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s
Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Mið 21/2 kl. 19:30 Fors Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn
Fim 22/2 kl. 19:30 Fors Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn
Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn
Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn
Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn
Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn
Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Lau 17/2 kl. 19:30 21.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 22.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 18/2 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 16:00 Sun 11/3 kl. 16:00 Síðustu
Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn
Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Efi (Kassinn)
Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Þri 27/2 kl. 19:30 Auka Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn
Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 17.sýn
Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn
Lau 24/2 kl. 19:30 Auka Þri 6/3 kl. 19:30 13.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 18/2 kl. 13:00 11.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 13:00
Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 15/2 kl. 20:00 Fös 23/2 kl. 22:30 Lau 3/3 kl. 22:30
Fös 16/2 kl. 20:00 Lau 24/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00
Fös 16/2 kl. 22:30 Lau 24/2 kl. 22:30 Fim 8/3 kl. 20:00
Lau 17/2 kl. 20:00 Sun 25/2 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00
Lau 17/2 kl. 22:30 Fim 1/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 22:30
Sun 18/2 kl. 21:00
Konudagur
Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00
Fim 22/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30
Fös 23/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00
Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Mið 28/2 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Hvað er í bíó? mbl.is/bio