Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þetta er ekkert verri tími en hver
annar til þess að brydda upp á nýjungum.
Taktu á móti deginum með bjartsýni, því
dagurinn getur orðið einkar skemmtilegur.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú lendir í erfiðum samtölum við yf-
irmenn þína í dag. Láttu vita ef þú veist
ekki til hvers er ætlast af þér og stattu
með sjálfum þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hvað sem þú tekur þér fyrir
hendur gerðu það af öryggi og festu. Eng-
ar áhyggjur. Þú ert fullfær um að ljúka því
sem þú tekur að þér að gera.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Dagurinn markast af kraftmiklum
og skapandi törnum. Gættu þess bara að
tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillits-
semi og skilning.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gættu orða þinna í samskiptum við
samstarfsmenn þína í dag. Ekkert getur
slegið á vinsældir þínar á meðan þú brosir
og deilir lífsgleðinni með öllum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur þörf fyrir að kafa til botns
í hlutunum. Vertu óhræddur við að taka að
þér verkefni þótt erfitt sýnist í fyrstu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Mæltu þér mót við einhvern í kaffi eða
mat. Fylgdu því gamla ráði að borða ekki
meira en þú getur lyft. Allt er best í hófi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Reyndu að vera þolinmóður
gagnvart einhverjum sem reynir að skipta
sér af einkamálum þínum. Yfirgangssamir
einstaklingar virðast laðast að þér þessa
dagana.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér hættir til að reyna að troða
þínum skoðunum upp á aðra í dag. Hugs-
aðu þig tvisvar um áður en þú festir kaup
á einhverju. Þú gæti átt eftir að sjá eftir
því.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú mátt ekki vanmeta vinsældir
þínar en mátt heldur ekki misnota þér vel-
vild annarra. Þú munt hugsanlega eignast
nýjan vin í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ekki afsala þér öllu í dag. Hvar
viltu vera eftir tíu ár eða eftir fimm ár?
Hvað getur þú gert til þess að byrja leiðina
að settu marki?
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert eitthvað líflaus þessa dag-
ana og þarft að leggja mikið á þig til að
koma þér í gang. Brynjaðu þig gegn ut-
anaðkomandi áhrifum og taktu málin í þín-
ar hendur.
Víkverji hefur eins og flestir lands-menn þurft að kljást við vetur
konung síðustu daga. Það skal strax
viðurkennt að þessi árstími er ekki í
neinu uppáhaldi hjá Víkverja, hann
kann betur við hlýrra loftslag og það
að vera laus við snjó og slabb. Og
vitaskuld lægðirnar.
x x x
Ekki er þó svo að skilja að Víkverjihafi lent í teljandi vandræðum
vegna lægðanna síðustu daga. Það
er frekar að brúnin hafi þyngst
vegna þeirra leiðinda sem hljótast af
því að hlaupa á milli bíls og húsa og
blotna í fæturna. Nú er enn einni
lægðinni spáð í morgunsárið og Vík-
verji krossleggur fingur að þetta
verði með skárra móti.
x x x
Tímasetningin á þessum lægða-gangi er sú nákvæmlega sama
og í fyrra. Það var helgina fyrir
bolludag að allt fór á kaf í snjó og
fæstir komust leiðar sinnar. Ekki
var höggið eins slæmt nú en við
skulum sjá hvað verður. Það hefur í
það minnsta verið huggun harmi
gegn að gæða sér á ljúffengum boll-
um nú í byrjun vikunnar. Og í dag
tekur ekki síðri veisla við með
sprengidagsketinu og baunasúp-
unni.
x x x
Undantekningin sannar regluna.Sú var upplifun Víkverja í gær
þegar hann festi kaup á grímubún-
ingi fyrir eitt afkvæmið vegna ösku-
dagsins á morgun. Gleðin sem þetta
færir unga fólkinu trompar flest en
Víkverji hefur þó stundum hugsað
sitt þegar hann hefur litið á reikn-
inginn. Þar til í gær. Þá heimsótti
Víkverji verslunina Hókus Pókus á
Laugavegi. Úrvalið var nokkuð gott
og kaupin voru afgreidd fljótt og vel.
Víkverji borgaði glaður 3.500 krón-
ur, um það bil helmingi minna en
hann hefur gert síðustu ár.
x x x
Risaskref var stigið á heimili Vík-verja í vikunni þegar betri helm-
ingurinn keypti áskrift að Netflix.
Fyrsta mál á dagskrá er þættirnir
Chef’s Table sem lofa mjög góðu.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er góður, athvarf á degi neyð-
arinnar, hann annast þá sem leita
hælis hjá honum
(Nahúm 1.7)
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Hann hefur gengið á með bylj-um. Þar sem ég sit við stofu-
gluggann og horfi á veðrið get ég
ekki stillt mig um að fletta upp í
Uppsala-Eddu hvað þar skyldi
standa um þvílíkt tíðarfar:
„Gangleri segir: Hvaðan kemur
vindur? Hann er sterkur, hann
hrærir stór höf og leysir eld. Engi
má hann sjá, því er hann undarlega
skapaður.“
Og síðan er vísa úr Vafþrúðn-
ismálum til frekari uppfyllingar:
Hræsvelgr heitir jötunn
hann sitr á himins enda
jötunn í arnarham.
Af hans vængjum
kveða vind standa
alla menn yfir.
Ármann Þorgrímsson yrkir um
færðina á Akureyri eftir að hann
skrapp með konuna á Glerártorg:
Bæði snjór og bleyta var
blindað færi alls staðar
eins og hinir ók ég þar
eftir minni göturnar.
Ingólfur Ómar Ármannsson yrk-
ir á Boðnarmiði:
Nú er færðin fremur þung
fátt sem vekur kæti.
Snjóinn óð ég upp í pung
eftir miðju stræti.
Þessi vísa kallast á við hring-
hendu Þangskála-Lilju. Hannes
Pétursson segir svo frá tildrögum
hennar að Lilja kjagaði að vetr-
arlagi milli bæja í ófærð, sumir
segja frá Ketukirkju heim að Þang-
skála. Hún var spurð hvernig ferða-
lagið hefði blessazt, og svaraði með
bögu sem varð landfleyg:“
Færðin bjó mér þunga þraut,
þrótt úr dró til muna.
Hreppti snjó í hverri laut,
hreint í ónefnuna.
Ingólfur Ómar gaf tóninn og eins
og við var að búast brugðust hag-
yrðingar vel við. Ég læt þetta til-
brigði eftir Halldór Guðlaugsson
fylgja sem sýnishorn:
Hans var ferðin fremur þung
fátt sem vakti kæti
en áfram snjóinn óð í pung
eftir Vonarstræti.
Guðmundur Arnfinnsson á þessa
fallegu hringhendu:
Hríðarbylur úti er,
inni vil nú kúra,
hringa bil, við hlið á þér
hlakka til að lúra. –
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Hræsvelg
og Þangskála-Lilju
„AF HVERJU MYNDI ÉG HRINGJA Í
FORELDRA MÍNA? ÉG HÉLT AÐ ÞIÐ
VÆRUÐ FORRÁÐAMENN MÍNIR NÚNA.“
„ÉG ÞEKKI ÞIG; ÞAÐ ER KONAN ÞÍN SEM
ER AÐ ÝTA ÞÉR TIL ÞESS AÐ GERA ÞETTA!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að bjóða honum út til
að fagna stöðuhækkun
þinni í næstráðanda
fyrirtækisins, og það er
skipun!
BÍDDU, HVAÐ
KOM Á UNDAN
ÞVÍ?
ÞAÐ ÞARF AÐ SLÁ
GARÐINN
OG? OG?
ÞAÐ ÞARF AÐ BORÐA
SÚKKULAÐIÐ
ÞAÐ ÞARF AÐ
VASKA UPP
ÞAÐ ER LÍKA
HÆGT AÐ
ÞJÁLFA KETTI
TIL ÞESS!
ÉG KANN BETUR VIÐ HUNDA EN
KETTI, ÞVÍ HUNDAR ERU GÓÐIR Í
AÐ SÆKJA INNISKÓNA MANNS
JÁ, EN KETTIR EIGA TIL AÐ SKILJA EFTIR
GLAÐNING Í SKÓNUM!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann