Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Af einhverjum ástæðum eru Vesa-
lingarnir og Óperudraugurinn vin-
sælustu söngleikjasýningar í heimi.
Óperudraugurinn hefur verið sýndur
í 145 borgum 27 landa og yfir 130
milljónir áhorfenda hafa séð söng-
leikinn. Óperudraugurinn hefur verið
sýndur yfir 10.000 skipti á Broadway.
Hann er enn sýndur þar og á West
End í London fyrir fullu húsi,“ segir
Þór Breiðfjörð sem fer með hlutverk
Óperudraugsins sem sýndur verður í
tónleikauppfærslu á þremur sýn-
ingum í Hörpu, 18., 19. og 24. febrúar.
Óperudraugurinn byggist á skáld-
sögu Gaston, Le Fantôme de l’Opéra
sem fjallar um söngkonuna Cristine
Daaé og samband hennar við dular-
fullan og ógnvekjandi tónlistarsnill-
ing sem býr í víðfeðmu völundarhúsi
undir Óperuhúsinu í París í lok 19.
aldar. Höfundur söngleiksins sem
frumfluttur var í London árið 1986 er
Andrew Lloyd Webber.
„Óperudraugurinn er líklegast
stórkostlegasta búningadrama söng-
leikjanna. Uppsetning verksins verð-
ur í anda afmælisuppsetningar á
söngleiknum sem fram fór í Royal
Albert Hall. Það verður öllu til tjald-
að og búningar leigðir að utan. Sýn-
ing verður á frummálinu, ensku svo
áhorfendur njóti söngleiksins eins og
hann var saminn,“ segir Þór.
50 manna hljómsveit SinfoniaNord
undir stjórn Þorvaldar Bjarna, tón-
listarstjóra sýningarinnar, 30 manna
kór, dansarar og níu stórsöngvarar
og leikarar taka þátt í sýningunni að
sögn Þórs.
„Ég leik Óperudrauginn og aðrir í
aðalhlutverkum eru Valgerður
Guðnadóttir, Elmar Gilbertsson, Sig-
rún Hjálmtýsdóttir, Hlöðver Sig-
urðsson, Bergþór Pálsson, Gísli
Magna, Bjarni Snæbjörnsson, Mar-
grét Eir og Greta Salóme sem leik-
stýrir verkinu en danshöfundur sýn-
ingarinnar er Unnur Elísabet
Gunnarsdóttir.“
Þór segir að fallegur texti og lag-
línur Andrew Loyd Webber sem lím-
ist við fólk hljóti að vera ástæðan fyr-
ir vinsældum Óperudraugsins en
sagan snerti líka við áheyrendum.
„Þetta er svona Fríða og dýrið
saga og ég á von á því að sjá tár á
hvarmi hjá mörgum áhorfendum en
einnig hlátur því það er mikið grín í
söngleiknum.“
Þór segir að hugsanlega sé Óperu-
draugurinn stærsta tónleikasýning
sinnar tegundar hér á landi utan rík-
isstyrktra tónlistarstofnana.
„Eiður Arnarsson og Þorvaldur
Bjarni Þorvaldsson sem framleiða
uppsetninguna á Óperudraugnum
eru framtaksamir menn og frum-
kvöðlar í því að setja upp söngleiki í
Hörpu. Óperudraugurinn hefur verið
draumur þeirra lengi. Þeir hafa sett
upp fleiri söngleiki og hafa myndað
góð tengsl við fyrirtæki Andrew Llo-
yd Webber.“ segir Þór og bætir við
að hann haldi „vídeódagbók“ um
framvindu Óperudraugsins á Íslandi
á youtube undir nafni sínu Þór Breið-
fjörð.
Óperudraugurinn á
sveimi um Hörpu
„Líklegast stórkostlegasta búningadrama söngleikj-
anna,“ segir Þór Breiðfjörð sem fer með hlutverk draugsins
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Draugagangur Þór Breiðfjörð, Valgerður Guðnadóttir og Greta Salóme á æfingu fyrir Óperudrauginn.
Gagnrýnandi
norska dagblaðs-
ins Aftenposten,
Per Christian
Selmer-
Anderssen, fer
lofsamlegum
orðum um upp-
setningu Norska
þjóðleikhússins á
Fólk, staðir,
hlutir eftir
Duncan Macmillan í leikstjórn
Gísla Arnar Garðarssonar, sem
frumsýnd var um helgina. Hann
gefur uppfærslunni fimm stjörnur
af sex mögulegum og segir hana
kröftugustu og óvæntustu leikhús-
upplifunina það sem af er ári.
Svo skemmtilega vill til að Gísli
Örn mun leikstýra sama verki í
Borgarleikhúsinu þar sem frum-
sýning er áætluð í apríl. Í báðum
uppfærslum hannar Börkur Jóns-
son leikmyndina og Þórður Orri
Pétursson lýsinguna. „Fólk, staðir,
hlutir er einstök planta í norskri
leikhúsflóru. Þetta er verk sem
fjallar um afvötnun og gefur sig
ekki út fyrir að segja stærri sögu.
Þetta er breskt samtímaleikrit sem
leikið er í sálfræðilega raunsæjum
leikstíl […] Farið og sjáið það.
Þetta mun veita meiri gleði en
gott Rioja-vín,“ skrifar Selmer-
Anderssen. Hann hrósar leikstjór-
anum fyrir góða snerpu í allri
sviðsumferð og lofar leikarana í
hástert þar sem aukahlutverkin
séu betur teiknuð á sviðinu en í
textanum.
„Einstök planta í norskri leiklistarflóru“
Gísli Örn
Garðarsson
Þrjú lög komust upp úr fyrri und-
ankeppni Söngvakeppni Sjón-
varpsins sem haldin var um
helgina. Þetta eru „Heim“ eftir
Þórunni Ernu í flutningi Ara
Ólafsson; „Kúst og fæjó“ eftir og í
flutningi Heimilistóna, en hópinn
skipa Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla
Margrét Þorgeirsdóttir, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir og Vigdís Gunn-
arsdóttir og loks „Aldrei gefast
upp“ eftir Sigurjón Örn Böðv-
arsson, Rósa Björg Ómarsdóttir,
Michael James Down og Primoz
Poglajen við texta Þórunnar Ernu
Clausen og Jonasar Gladnikoff í
flutningi Fókus hópsins sem í eru
Sigurjón Örn, Rósa Björg, Hrafn-
hildur Ýr Víglundsdóttir, Karitas
Harpa Davíðsdóttir og Eiríkur Þór
Hafdal. Seinni undankeppnin fer
fram á laugardag og sjálf úr-
slitakeppnin í Laugardalshöll 3.
mars.
Heim, Kúst og fæjó og Aldrei gefast upp
Heimilistónar Kúst og fæjó.
Mistök urðu þess valdandi að tvær
Edduverðlaunatilnefningar voru
ekki réttar á listanum sem birtur var
í Morgunblaðinu um helgina. Þór
Freysson átti að vera tilnefndur fyr-
ir upptöku- og útsendingastjórn fyr-
ir Nýdönsk: sjálfshátíð í sjónvarps-
sal. og Gunnar B. Guðbjörnsson átti
líka að vera tilnefndur fyrir klipp-
ingu á Stellu Blómkvist. Samkvæmt
upplýsingum frá Íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsakademíunnar
voru alls 111 verk lögð fram; átta
kvikmyndir í fullri lengd, 13
heimildarmyndir, 10 í flokkinn
barnaefni, níu stuttmyndir, fimm
verk í flokkinn leikið sjónvarpsefni
og 76 í annað sjónvarpsefni.
LEIÐRÉTT
Tvær Eddu-tilnefningar ekki réttar
Bankastræti 12 | sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Armband
14.900,-
Hálsmen
22.500,-
Hálsmen
13.900,-
Eyrnalokkar
6.900,-
Hringur
14.900
ICQC 2018-20
BÍÓ
áþriðjudögum í Laugarásbíó
750
á allarmyndir
kr.
FRÍ
ÁFYLL
ING
Á GOS
I
Í HLÉI
SÝND KL. 5.30SÝND KL. 7.50, 10.30SÝND KL. 8, 10.15
SÝND KL. 5.30SÝND KL. 10.40SÝND KL. 5.30SÝND KL. 8