Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018
Danska veðurstofan, DMI, segir að
aldrei hafi mælst minni hafís á norð-
urslóðum í janúar en nú frá því
reglubundnar mælingar með aðstoð
gervihnatta hófust árið 1979. Hlýrri
sjór og meiri lofthiti en venjulega
hafi haldið ísnum í skefjum.
Á heimasíðu DMI er haft eftir
Rasmus Tonboe ísrannsóknamanni
að hafísinn á þessu svæði hafi
minnkað stöðugt mörg undanfarin
ár. Að jafnaði hafi hafísinn minnkað
um 52 þúsund ferkílómetra á ári frá
1979 en alls þakti hafísinn nú í jan-
úar yfir 13,58 milljónir ferkílómetra
á norðurslóðum.
Rasmus Tonboe segir að bæði sjó-
og lofthiti á svæðinu við norður
skautið sé mun hærri en venjulega.
Nú sé lofthitinn um -20°C sem er tíu
gráðum hærra en í meðalári. Sjór í
Grænlandshafi, Barentshafi og Ber-
ingshafi sé um 5°C heitur sem er um
það bil 2°C hærra en í meðalári.
Þetta þýði að útbreiðsla hafíssins
sé ekki aðeins minni heldur sé hann
einnig þynnri en undanfarin ár. Ís-
inn muni aukast í að minnsta kosti í
mánuð til viðbótar en ólíklegt sé að
hann nái meðalútbreiðslu á þeim
tíma.
Morgunblaðið/Golli
Hafís Flogið yfir hafís. Ísinn á norðurslóðum er með minnsta móti.
Hafís aldrei minni
Loft- og sjávarhiti á norðurslóðum
nú í janúar var hærri en í meðalári
Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16 – www.rafkaup.is
LUNKI frá
Loka þurfti London City-flugvell-
inum í gær tímabundið þar sem
þýsk sprengja frá tímum síðari
heimsstyrjaldar fannst í nágrenni
hans. Um 16.000 farþegar urðu fyr-
ir töfum vegna þessa en einnig
þurfti að rýma nærliggjandi hús á
meðan sprengjusérfræðingar hers-
ins gerðu sprengjuna óvirka.
Þýsk sprengja
lokaði flugvellinum
Seinna stríð Þýsk Heinkel-111 sprengjuvél
flýgur yfir Lundúnum á stríðsárunum.
Íraskur embætt-
ismaður sagði í
gær, að Abu
Bakr al-
Baghdadi, leið-
togi hryðju-
verkasamtak-
anna Ríkis
íslams, væri á lífi
og lægi á her-
sjúkrahúsi í Sýr-
landi eftir að
hafa særst í loftárás.
Haft var eftir embættismann-
inum í íraska blaðinu As-Sabah að
fyrir lægju óyggjandi upplýsingar
um að al-Baghdadi væri á lífi en al-
varlega særður.
Írösk stjórnvöld birtu í síðasta
viku lista yfir alþjóðlega eftirlýsta
hryðjuverkaleiðtoga. Þar var al-
Baghdadi efstur á blaði. Al-
Baghdadi, sem fæddist 1971, hefur
lýst sjálfan sig kalífa í íslamska rík-
inu.
Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir
í júní að al-Baghdadi hefði vænt-
anlega fallið í loftárás í maí. Síðar
viðurkenndu Rússar að ekki hefði
tekist að staðfesta þessar fréttir.
Bandarísk hermálayfirvöld sögðu í
september að hryðjuverkaleiðtog-
inn væri enn á lífi og sennilega í fel-
um í Efratdalum í austurhluta Sýr-
lands.
Írakar segja að al-
Baghdadi sé á lífi
Abu Bakr al-
Baghdadi
Kjötkveðjuhátíðir eru haldnar víða þessa dagana en fastan hefst á öskudag
og þá spara margir við sig kjöt. Svonefndur rósamánudagur var í gær og
þá er hápunktur þýskra kjötkveðjuhátíða. Í skrúðgöngu í Düsseldorf var
líkneski af Angelu Merkel, kanslara, í líki köngulóar, borið um götur.
AFP
Kjötið kvatt með virktum
Þýskaland
Ástandið á Gasasvæðinu, öðru
heimastjórnarsvæði Palestínu-
manna sem er undir stjórn Hamas-
samtakanna, er orðið afar alvarlegt
en innviðir svæðisins eru að hruni
komnir vegna fjárskorts.
Um tvær milljónir manna búa á
svæðinu en þar er fjöldaatvinnu-
leysi, fólk hefur neyðst til að flytja
úr íbúðum í tjöld vegna þess að það
hefur ekki efni á að borga leigu, lyf
eru á þrotum, heilsugæslustöðvum
hefur verið lokað, vatnið er nánast
ódrykkjarhæft og skolp rennur
óhindrað út í sjó og mengar strendur
og fiskimið. Og þótt vörur séu til á
mörkuðum hafa íbúar ekki efni á að
kaupa þær.
Deilur Palestínumanna
Að sögn bandaríska dagblaðsins
New York Times er helsta ástæða
þessa deilur milli Hamas og Fatah,
sem stjórnar Vesturbakkanum svo-
nefnda, hinu heimastjórnarsvæði
Palestínumanna. Áður voru bæði
þessi svæði undir stjórn heima-
stjórnar Palestínu en árið 2007 náði
Hamas, sem eru herská íslömsk
samtök, völdum á Gasa.
Gasasvæðið hefur síðan verið í
einangrun Ísraela og miklar tak-
markanir eru á vöruflutningum inn á
svæðið og fólksflutningum út af því.
Hamas tókst lengi að sniðganga
þetta umsátur og aflaði tekna með
því að innheimta skatt af vörum,
sem smyglað var gegnum jarðgöng
frá Sínaískaga í Egyptalandi. En
eftir að Abdel Fattah el-Sisi var
kjörinn forseti Egyptalands árið
2013 hefur þrýstingurinn á Hamas
aukist og samtökin neyðst til að loka
þessum jarðgöngum.
Mahmoud Abbas, forseti heima-
stjórnar Palestínumanna, lét á síð-
asta ári hætta að greiða fyrir elds-
neyti til að knýja raforkuver á Gasa.
Þá stöðvaði hann einnig launa-
greiðslur til þúsunda starfsmanna á
svæðinu, sem voru áfram á launa-
skrá heimastjórnarinnar þótt þeir
hefðu í raun misst vinnuna við valda-
töku Hamas. Þessar aðgerðir urðu
til þess að Hamas tók upp viðræður
við heimastjórnina og í október náð-
ist samkomulag um sameiningu sem
nokkrar vonir voru bundnar við. En
lítið hefur verið um efndir.
Fáir kostir
New York Times segir að Hamas
eigi fáa kosti í stöðunni. Samtökin
hafi þrisvar efnt til vopnaðra átaka
við Ísrael í von um alþjóðlega samúð
og fjárhagsaðstoð, en nú eigi sam-
tökin slíkan stuðning ekki vísan,
hvorki frá alþjóðasamfélaginu né
arabaheiminum. Þá hafi Ísraelar
hafið framkvæmdir við neðanjarð-
armúr, sem ætlað sé að hindra að
herskáir Gasabúar geti grafið jarð-
göng yfir í Ísrael.
Blaðið segir að þær raddir verði æ
háværari á Gasa að eina leiðin nú sé
að reyna að brjótast út úr herkví
Ísraela. Sumir vilja að það verði gert
með friðsamlegum hætti með því að
reisa mikla tjaldborg mótmælenda
við landamæri Ísraels og Gasa. En
ekki er víst að slík mótmæli yrðu
friðsamleg.
Innviðir á Gasa-
svæði að hrynja
Fólk býr í tjöldum, lyf eru á þrotum,
heilsugæslustöðvum hefur verið lokað
AFP
Tjaldbúð Palestínsk fjölskylda sem
hefst við í tjaldbúðum í Gasaborg.