Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 3
SÍÐAN 1952 ALLA DAGA TÚNFISKSALAT Á SUÐRÆNA VEGU 1 dós túnfiskur í olíu 70 g kotasæla 10 g jalapeño 10 g svartar ólífur (steinlausar) 10 g spínat Salt og pipar Aðferð: Látið olíu leka af túnfiski með sigti. Setjið jalapeño, ólífur og spínat í matvinnsluvél og vinnið létt saman. Túnfisk, jalapeñoblöndu og kotasælu hrært saman ásamt salti og pipar eftir smekk. HEFÐBUNDIÐ TÚNFISKSALAT 1 dós túnfiskur í vatni 100 ml sýrður rjómi 18% ½ rauðlaukur, fínt saxaður 1 egg Salt og pipar Aðferð: Harðsjóðið egg og skerið fínt í eggjaskera. Látið vatn renna af túnfisknum í gegnum sigti. Hrærið öllu létt saman ásamt salti og pipar eftir smekk. MEXICO TÚNFISKSALAT 1 dós túnfiskur í chillisósu 70 g sýrður rjómi 1 avókadó 10 g ferskt kóríander, fínt saxað 10 g ferskt chilli 10 g agave sýróp Aðferð: Látið olíu leka af túnfiski með sigti. Skrælið avókadó og skerið í litla bita. Fínsaxið chilli og bætið í ef þið viljið sterkara salat. Öllu hrært vel saman. FLJÓTLEG & GÓÐ TÚNFISKSALÖT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.