Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 ✝ Þórir Magnús-son fæddist á Patreksfirði 25. febrúar 1938. Hann lést á Landakoti 29. janúar 2018. Foreldrar hans voru hjónin Magn- ús Skaftason Guð- jónsson sjómaður, f. 8.7. 1896, d. 17.8. 1978, og Kristjana Guðjónsdóttir hús- móðir, f. 11.10. 1901, d. 3.3. 1983. Alsystkini Þóris eru Hrefna, f. 1939, Ragna, f. 1943, upp úr tvítugu til Reykjavíkur og bjó á Hjallavegi 2 alla tíð síðan. Þórir vann hjá Reykja- víkurborg alla sína starfsævi. Hann var mikill tónlistarunn- andi og á unglingsárunum stofnaði hann hljómsveit með félögum sínum á Patreksfirði. Eftir að hann flutti til Reykja- víkur spilaði hann á trommur með ýmsum hljómsveitum og var eftirsóttur hljóðfæraleikari. Þórir var einn af stofnendum Félags harmonikkuunnenda í Reykjavík og var gerður að heiðursmeðlimi félagsins árið 2008. Útför Þóris fer fram frá Ás- kirkju í dag, 13. febrúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. og Guðjón, f. 1945, d. 1954. Hálfsystk- ini sammæðra: Hrefna, f. 1920, d. 1933. Hálfsystkini samfeðra: Sveinn, f. 1921, d. 1998, Sigríður, f. 1924, d. 2016, Soffía, f. 1927, Jóna, f. 1929, d. 1952, Sól- ey, f. 1930, d. 1931, Karl Höfð- dal, f. 1937. Þórir ólst upp á Patreksfirði og flutti með foreldrum sínum Nú þegar við kveðjum kæran móðurbróður okkar leitar hug- urinn ósjálfrátt aftur til hug- ljúfra minninga. Þórir frændi var vinmargur og kom sér alls staðar vel hjá öllum sem honum kynntust. Við bræður eigum margar minningar um frænda okkar sem var okkur ætíð mjög kær. Á okkar æskuárum vorum við mikið inni áheimili ömmu og afa á Hjallaveginum, þar sem Þórir bjó. Við tveir eldri bræð- urnir gengum fyrstu skólaárin í Langholtsskóla og á meðan móðir okkar var við vinnu var gott að geta farið eftir skóla á Hjallaveginn. Þar dvöldum við og lékum okkur flesta daga þar til við vorum sóttir, sem var oft þegar liðið var fram á kvöld. Þá var ósjaldan beðið eftir því að Þórir kæmi heim til að fá að leika og stússa með honum. Einnig voru þær ófáar helgarn- ar sem við gistum og við vorum örugglega ekki þeir fyrirferð- arminnstu inni á heimilum á þessum tíma. Það hefur því oft á tíðum þurft þolinmæði við okkur bræður og þolinmæði, umburð- arlyndi og umhyggja var það sem Þórir átti nóg af. Aldrei merkti maður að hann yrði pirr- aður eða þreyttur á okkur. Hann var alltaf til staðar, tilbú- inn að leika og aðstoða í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Við máttum mikið þegar Þórir var annars vegar. Þórir var allt- af reiðubúinn að aðstoða okkur að búa til hina ýmsu hluti. Kassabíll var smíðaður, snjó- sleðar, snjóhús, teygjubyssur, spýtusverð og annað sem strák- ar léku sér með á okkar yngri árum. Þórir var alltaf mikill áhugamaður um tónlist, spilaði á trommur og átti mikið af hljóm- plötum. Hann þreyttist seint á að fá mann til að slaka á og hlusta og njóta góðrar tónlistar. Það var alltaf tónlist á fóninum þegar Þórir var heima. Það mátti alltaf spila hátt hjá Þóri, það var partur af því að upplifa og njóta. Ekki skemmdi að fá að tromma með í lögum og hann var þá vanur að draga fram sér- staka kjuða fyrir okkur krakk- ana og leyfa okkur að tromma með. Þórir flutti frá Patreksfirði til Reykjavíkur þegar hann var um tvítugt og hóf fljótlega störf hjá Reykjavíkurborg þar sem hann vann alla starfsævina. Þórir var alltaf tæknilega sinnaður og fylgdist vel með því sem var nýtt á hverjum tíma. Hann eyddi nánast öllum frístundum sínum í tónlist og hafði gaman af því að deila því með öðrum. Hann gekk snemma í FÍH og var einn af stofnendum Félags harmonikkuunnenda í Reykja- vík. Það var oft gaman að fletta upp í Þóri með tónlist, sérstak- lega ef það var harmonikku- eða djasstónlist. Ekki var þá ólíklegt að hann ætti plötu eða disk með viðkomandi sem maður var að spyrja út í. Þórir ferðaðist til margra Evrópulanda og naut þess ein- staklega vel. Minnisstætt er að hann kom ávallt heim með minjagripi frá þeim stöðum sem hann hafði heimsótt. Þórir var alla tíð mjög náinn mömmu okk- ar og var alltaf með okkur á öll- um mikilvægum stundum fjöl- skyldunnar. Við hittumst alltaf á jóladag og áttum þá góðar stundir saman þar sem mikið var spilað, leikið og hlegið. Að lokum þökkum við Þóri okkar fyrir samferðina og minnumst hans fyrir allt það góða sem hann stóð fyrir. Hvíl í friði. Guðjón, Þorvaldur Ingi og Valdimar. Ekki kom andlátsfrétt Þóris alveg á óvart. Hann var búinn að lenda í margskonar áföllum undanfarin ár. Með seiglunni hefur honum þó ávallt tekist að rétta af. Í þetta sinn dugði seigl- an ekki til og hann varð að láta í minni pokann. Fyrir áttatíu árum þegar Þór- ir fæddist var val á menntun og lífsviðuværi nánast ekkert. Menn tóku því sem að höndum bar og þökkuðu fyrir að komast af. Þórir var snemma mjög mús- íkalskur og lagviss og tónlist varð honum ástríða og þá ekki síst rytmi og taktur. Þótt mörg ár séu liðin er mér enn undr- unarefni þolinmæði Kristjönu mömmu hans fyrir tónleikahaldi, þar sem hljóðfærin voru aðal- lega pottar og pönnur. Við frændur og vinir fengum að taka þátt í spiliríinu en aðallega þá sem stjórnendur sem lítið heyrðist í. Þegar á leið og smá fermingarpeningar voru í húsi voru frumstæðar trommur keyptar. Hófst nú ævintýrið sem stóð í næstum sjötíu ár. Engar reglur voru þá til um útivist og barnavinnu og Þórir fékk að tromma með harmonikkuleikur- um á böllum og þorrablótum, þótt aldurinn væri ekki hár. Launin voru að vísu létt í vasa en músíkástríðunni fullnægt. Seinna komu svo alvöru hljóm- sveitir og trommurnar endur- nýjaðar. Þórir spilaði árum sam- an nánast um hverja helgi og alltaf var áhuginn jafn mikill. Hann var eftirsóttur og spilaði með sömu félögunum ár eftir ár. Formlegt tónlistarnám stóð Þóri ekki til boða en hann viðaði að sér, upp á eigin spýtur, ótrú- legri þekkingu á tónlist og tón- listarstefnum. Plötusafn hans, fyrst vínyl, síðar diskar, varð gríðarlega stórt og hann ósínkur á að lána vinum og vandamönn- um. Framan af ævi hélt Þórir heimili með foreldrum sínum. Þegar þau féllu frá tók hann heimilishaldið í sínar hendur og sinnti því með glæsibrag til ævi- loka. Hann vann með spila- mennskunni fullan vinnudag hjá Reykjavíkurborg í næstum hálfa öld, vinsæll og vinmargur. Þótt Þórir kvæntist ekki né eignaðist sjálfur börn var hann sérlega barngóður og nutu fleiri en systkinabörn hans þeirrar gæsku. Gaman var að fylgjast með þegar hann lagði í leið- angur til að kaupa jólagjafir fyr- ir allan hópinn og allar voru gjafirnar ástúðlega innpakkaðar og áritaðar. Veislumaður var Þórir ekki, en þegar tilefni gafst hélt hann veglegar afmælisveislur, sem lifa í minningunni og þá ekki síst fyrir það hve stór vinahóp- urinn var sem þar heiðraði hann með nærveru sinni. Vinir komu jafnvel frá öðrum löndum til að sitja veislurnar. Ég hef oft velt því fyrir mér hverju það hefði breytt hjá Þóri og lífi hans ef hann hefði fengið þá tónlistarmenntun sem nú stendur yfirleitt öllum til boða. Þeirri spurningu verður aldrei svarað en hitt er ég algjörlega viss um, að sú menntun hefði ekki skilað betri manneskju en Þórir var. Við, systkinin á Þórsgötunni, sendum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur og um leið og við þökkum Þóri ævi- langa samfylgd og vináttu erum við þess fullviss að heimkoma hans verður góð. Þór Oddgeirsson. Í dag kveðjum við með sökn- uði Þóri Magnússon trommu- leikara frá Patreksfirði. Það eru orðin meira en sextíu ár frá því við Þórir kynntumst og við héld- um sambandi alla tíð síðan, þó mest síðustu tvo til þrjá áratug- ina. Það var með mikilli lotningu sem ég hlustaði á skólahljóm- sveitina á Patreksfirði spila á skólaballi vorið 1955, en þá gekk ég til prestsins þar og fékk að fara á skólaball. Þarna voru strákar sem spiluðu lögin ekkert síður en þeir sem ég hafði heyrt spila í útvarpinu, en ég sveita- maðurinn hafði ekki upplifað slíkt í eigin persónu fyrr. Lík- lega varð þetta til þess að strax um sumarið keypti ég fyrstu harmonikkuna mína. Síðar var starfandi hljómsveit Þóris, ÞM- bandið, sem spilaði á Patreks- firði og öllum nærliggjandi stöð- um. Þórir fluttist um tvítugt til Reykjavíkur og komst þar í kynni við Ingimar Guðjónsson og fór að spila með honum í Oddfellow-húsinu. Með því var ísinn brotinn og Þórir varð strax eftirsóttur, einkum á harmon- ikkuböllin. Fljótlega gekk hann í FÍH, Félag íslenskra hljómlist- armanna, því það var ekki hægt að hafa atvinnu af spilamennsku nema vera þar innanborðs. Hann reyndist þar góður félagi og lét sig aldrei vanta ef eitt- hvað var um að vera. Það var alveg sama hvenær maður leitaði til Þóris, hann var alltaf tilbúinn að koma og spila og launin voru honum aukaat- riði. Við fórum að spila saman á jólaböllum fyrir félög fatlaðra fyrir sautján árum, fyrst bara tveir en svo bættust fleiri í hóp- inn og síðustu árin hafa verið tólf til fjórtán í bandinu, sem kallast nú Stórsveit SÍBS og hefur þetta hlutverk um jóla- leytið hvert ár. Þórir komst ekki með okkur síðustu jól en fram að því hafði hann aldrei vantað og fór á kostum, einkum ef voru teknir nokkrir djasstaktar í lok- in. Ég hef verið beðinn að koma á framfæri kærum kveðjum frá öllum í stórsveitinni, sem sakna vinar í stað. Þórir var unnandi tónlistar, næstum því af hvaða toga sem er. Þó var undantekning á því hvað harmonikkuna snerti. Þar vildi hann hafa hefðbundna mús- ík og engar refjar. Hann fór á harmonikkutónleika í Norræna húsinu fyrir mörgum árum. Norðmaðurinn Jon Faukstad spilaði þar listavel, en fram að hléi mest nútímaverk. Ekki sást á Þóri hvort honum líkaði betur eða verr en í hléi hallaði hann sér að Þórleifi vini sínum og sagði stundarhátt: Heldurðu að hann ætli ekki að spila nein lög? Ekki fylgir sögunni hvort úr rættist. Mér er minnisstætt að á Landsmóti harmonikuunnenda í Neskaupstað 2005 vantaði trommuleikara til að spila á ball- inu með Sören Brix, dönskum heiðursgesti mótsins. Allir færð- ust undan því að leika með snill- ingnum nema Þórir og það féll því í hlut hans. Auðvitað sló hann í gegn þarna sem oftar. Fyrir utan að vera góður trommuleikari var Þórir prúð- menni og góður og traustur vin- ur. Ég minnist þess aldrei að hafa heyrt hann segja hnjóðs- yrði um nokkurn mann. Með Þóri er genginn góður maður sem á að baki farsælan og góðan æviferil. Ég sakna Þóris og það gerum við öll í Stórsveit SÍBS. Pétur Bjarnason. Kveðja frá Vitatorgsbandinu Þórir var hæglátur maður, talaði aldrei illa um nokkurn mann, átti trygga og góða vini og var með húmorinn í góðu lagi. Hann var trommari góður; þegar hann settist við tromm- urnar var eins og hann gjör- breyttist – gleðin var svo mikil í spilamennskunni að unun var á að hlýða. Þórir spilaði með okk- ur í Vitatorgsbandinu einu sinni í viku í 13 ár, fyrir þann tíma viljum við þakka Þóri, við kveðj- um hann með ljóðinu Bæn eftir þann merka mann Gísla frá Uppsölum. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Ómar Ragnarsson/Gísli á Upp- sölum) Góða ferð til nýrra heim- kynna kæri vinur. Aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Guðjónsdóttir. Kveðja frá FHUR Þórir Magnússon trommu- leikari er fallinn frá tæplega átt- ræður að aldri. Genginn er merkismaður, bæði sem tónlist- armaður og góðmenni. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða alllengi en var lunkinn að halda sínum áætlunum án þess að kvarta. Ég kynntist þessum öðlingi fyrir rúmum 40 árum er við tók- um þátt í stofnun Félags harm- onikkuunnenda Reykjavík árið 1977. Er hópurinn stækkaði og við tókum að hittast á ýmsum viðburðum varð manni ljóst hversu þekktur Þórir var innan tónlistargeirans. Hann hafði verið þátttakandi sem trommari með mörgum hljómsveitum og hefur svo verið allar götur síðan. Ekki nóg með það, í okkar fé- lagsskap höfum við til fjölda ára boðið erlendum harmonikku- snillingum m.a. á árshátíðir og hefur þá Þórir ávallt verið feng- inn til að spila með þeim. Er ég kom fyrst á Hjallaveginn, þar sem hann bjó með móður sinni, sagði hún mér að þegar reynt var fyrst að kenna Þóri hefð- bundna borðsiði, svo sem að nota hnífapör við borðhaldið, hafi stráksi strax beitt þeim sem trommukjuðum af miklum móð svo undir tók. Einn daginn hringdi Þórir sem oftar í mig, þá vegna bil- unar í hitakerfi íbúðar hans á Hjallaveginum. Plötu var smellt á fóninn með fjörugri harmon- ikkutónlist. Þegar kerfið tók að hitna renndi minn maður á könnuna af rómaðri gestrisni með brosi og kærleik. Hljóm- plötusafn trommarans er digurt að vöxtum, en hann keypti allar harmonikkuplötur og diska inn- lenda sem erlenda það best ég veit og kunni líka að njóta þeirra. Þá var hann áskrifandi að blaðinu Harmonikkan er fyrst kom út 1986 og síðar Harmonikkublaðinu eftir að hið fyrra lagði upp laupana. Svo var hann einnig áskrifandi að norska harmonikkublaðinu Ny- gammalt, þrátt fyrir að vera ólæs á norsku, en hafði í staðinn ómælda ánægju af myndefni blaðsins. Þórir fylgdist vel með því sem var að gerast í harm- onikkumálum og eftir að harm- onikkumótin hófust stundaði hann þau af miklum móð með vini sínum Guðmundi E. Jó- hannssyni sem var bíleigandi. Eitt sinn er þeir félagar komu saman á mót Harmonikkunnar í Galtalækjarskógi sagði Guð- mundur heldur súr á svip að Þórir hefði nánast sofið í bílnum á leiðinni austur, þrátt fyrir að fjörug harmonikkutónlist hefði hljómað um bílinn. Þórir átti auðvelt með láta sér renna í brjóst. Þórir og Guðmundur voru báðir starfsmenn hjá Reykjavíkurborg, voru góðir vinir með sömu áhugamál þó að ólíkir væru. Þeir vinirnir þeystu á Lödunni milli móta á sumrin, þótt farartækið sýndi oft ýmsa lesti á löngum ferðum, held þó að hljómflutningstækin hafi skipt höfuðmáli í hinni rúss- nesku fjórhjóla tónleikahöll. Þórir hafði yndi af að ferðast, innanlands sem utan. Á góðri stund hafði hann gaman af að segja frá, var minnugur á stað- háttu, hafði skemmtilegan og lúmskan húmor. Þá kom fram sérstakur grallarasvipur og bros er líka sást í tilþrifum við trommurnar. Félag harmonikkuunnenda Reykjavík var hans stóra lán í lífinu, þar fann hann sig velkom- inn, stundaði allar samkomur þess, var trommari á öllum böll- um og átti innan félagsins góða og trausta vini. Hann var sæmdur silfurmerki félagsins 1997 og gerður heið- ursfélagi 2008. Þessi sómakæri maður sem aldrei vildi vera fyrir neinum hefur nú öðlast frið og hvíld, en minningin um góðan trommuleikara og gull af manni mun lifa. FHUR sendir sam- úðarkveðjur til systkina Þóris, ættingja og annarra ástvina. Hilmar Hjartarson. Þórir Magnússon Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BOGADÓTTIR, lést fimmtudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 14. febrúar klukkan 13. Agnar Þór Sigurðsson Unnur Sigurðardóttir Stefán Þórir Birgisson Kristín Fanný Hildur Þorbergur Bessi og aðrir aðstandendur Þorlákur Ás- geirsson var maður sem mér er mikill heiður að hafa þekkt og unnið fyrir. Milli okkar Ásgeirs, sonar hans, og annarra barna þeirra hjóna, Þorláks og Ásu, varð góður vinskapur. Þorlákur Ásgeirsson ✝ Þorlákur Ás-geirsson fædd- ist 4. desember 1935. Hann lést 30. janúar 2018. Útför Þorláks fór fram 7. febrúar 2018. Kæra Ása, Ás- geir, Eva, Ragnar, Ásgeir Elfar, Dagný, Vilhjálmur, fjölskylda Guðbjarg- ar og fjölskyldur ykkar: Hugur minn er hjá ykkur. Nú hnígur sól að hafi. Eg horfi á gengið skeið. Tek föggur mínar í fatla. Fer mína leið. (Sigurjón Friðjónsson) Hafþór Svendsen. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.