Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
Hjólalegur
öxlar
driflokur
2012
-2017
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja1988@gmail.com
Áhuginn á að skapa vaknaðimjög snemma hjá mér oger orðinn algjörlega sam-ofinn persónu minni í
dag. Ég hef verið mjög ötull í sýn-
ingarhaldi síðustu tuttugu árin,
verk eftir mig finnast víða í einka-
söfnum og ég er einn af ungu lista-
mönnunum hjá Gallerí Fold,“ segir
Víðir. Hann hefur einnig af og til í
nokkur ár kennt listmálun, enda
með bæði mikla menntun og
reynslu á því sviði.
„Ég nam meðal annars í
Myndlistaskólanum í Reykjavík,
lærði hönnun í Iðnskólanum í
Reykjavík og var gítarnemandi í
Tónlistarskóla FÍH um tíma. Árið
2011 til 2012 var ég svo nemandi
hins norska, umdeilda en stórgóða
listmálara, Odd Nerdrum.
Stóð á krossgötum sem
leiddu hann til Bretlands
Víðir ákvað að leggja land und-
ir fót og flytja til Bretlands. „Ég
var nýbúinn að kynnast kærustunni
minni, Kamillu Svavarsdóttur, en
hún var þá búin að sækja um í
meistaranámi í textílhönnun í virt-
um hönnunar- og listaháskóla á
Englandi. Ég stóð sjálfur á kross-
götum á þessum tíma og ákvað því
að slá bara til og sækja um í sama
skóla. Við komumst bæði inn í skól-
ann og meistaranám í nútímaskart-
gripahönnun varð fyrir valinu hjá
mér.“
Háskólinn sem um ræðir heitir
UCA, sem stendur fyrir University
for the Creative Arts, nokkurs kon-
Vinnur með arfleifðina
og hið íslenska umhverfi
Víðir Mýrmann I. Þrastarson er borinn og barnfæddur Íslendingur, þriggja barna
faðir og starfandi listmálari, sem hefur lengi fengist við listir og sköpun, bæði í
formi sjónlista og í músík. Hann fluttist til Bretlands, ásamt kærustu sinni,
Kamillu Svavarsdóttur, þar sem hann stundar nú nám í hönnun nútímaskart-
gripa sem flokka mætti sem einskonar listrænt skart.
Listamaðurinn Víði líkar námið vel og segir það krefjandi og skemmtilegt.
Í vetrarfríi grunnskólanna býður
Listasafn Reykjavíkur upp á tveggja
daga ritsmiðjur fyrir 8-12 ára á Kjar-
valsstöðum í tengslum við sýninguna
Myrkraverk. Annars vegar verður rit-
smiðja kl. 9-12 fimmtudag og föstu-
dag 15. og 16. febrúar og hins vegar
kl. 10-13 laugardag og sunnudag, 17.
og 18. febrúar.
Þátttakendur læra að spinna af
fingrum fram, skrifa stuttar sögur og
koma hugmyndum sínum niður á
blað. Umsjónarmaður og kennari er
Markús Már Efraím.
Ritsmiðjan er ókeypis en þar sem
takmarkaður fjöldi kemst að þurfa
þátttakendur að skrá sig á vefsíðuna
www.listasafnreykjavikur.
Á sýningunni Myrkraverk eru verk
listamanna sem hafa fengið inn-
blástur úr þjóðsögum og ævintýrum
eða skapað sinn eigin huliðsheim.
Sýningin er uppfull af dularfullum
og spennandi verkum sem kveikja á
ímyndunaraflinu og geta því hæglega
orðið innblástur fyrir upprennandi
rithöfunda.
Vefsíðan www.listasafnreykjavikur.is
Ólíkar kynslóðir Mynd eftir Alfreð Flóka (1938–1987) á sýningunni Myrkraverk,
en þar mætast ólíkar kynslóðir listamanna. Elsti fæddist 1896, yngsti 1986.
Myrkraverk fyrir 8 til 12 ára
Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur,
rannsóknarprófessor við Listaháskóla Ís-
lands, fjallar um þá sem ruddu brautina í
myndlýsingum íslenskra barnabóka kl. 17 í
dag, þriðjudaginn 13. febrúar, á 1. hæð í
Bókasafni Kópavogs, aðalsafni. Margar
þessar teikningar eru partur af æskuminn-
ingum fjölmargra kynslóða.
Viðburðurinn er liður í erindaröðinni
Barnabókin í 100 ár. Allir velkomnir og að-
gangur er ókeypis.
Endilega …
… rifjið upp æskuminningar
Grýla Margir muna eftir þess-
ari teikningu af Grýlu eftir
Halldór Pétursson.
Mikið er um dýrðir á frægustu kjöt-
kveðjuhátíð heims, sem nú stendur
sem hæst í Ríó de Jeneiro í Brasilíu.
Á þessari árlegu þriggja daga hátíð
keppast sambaskólar við að halda
stórfenglegar sýningar, en samba er
eitt aðaleinkenni hátíðarinnar.
Kjötkveðjuhátíð er arfleifð kaþ-
ólsku kirkjunnar en fyrr á tímum
krafðist kirkjan þess að trúaðir föst-
uðu í 40 daga fyrir páska. Þessi siður
mun ekki vera í hávegum í Ríó þessa
dagana.
Í tengslum við hátíðina fór fólk að
skarta grímum, halda grímuböll og
keyra í skrautvögnum um götur á síð-
ustu öld. Árið 1984 var kjötkveðjuhá-
tíðin svo færð af götunum á sér-
stakan sýningastað, Sambódrómó
höll, með áhorfendapöllum sitt hvor-
um megin við stóra breiðgötu.
Kjötkveðjuhátíðin sem af öllum öðrum ber í heimi hér
Stuð og stæll í Ríó
AFP
Samba Við Sambódrómó-höllina eru stórir áhorfendapallar sitt hvorum megin við stóra
breiðgötu og eftir henni fara sýningarlið sambaskólanna á kjötkveðjuhátíðinni í Ríó.
Skannaðu kóðann
til að lesa